Kvöld helvítis... disaster strikes home..
Sent: Fim 25. Maí 2017 01:10
Þannig að ég kem heim þreyttur úr vinnu um 6 leytið í dag, horfi fram á rólegt kvöld í sófanum með kaldan bjór í hönd og einhverja góða mynd... enda 4 daga fríhelgi framundan hjá mér.
En svo opna ég hurðina og massa gufubað mætir manni. Geng inn í íbúðina og sé stærðarinnar polla.
Engir ofnar höfðu brustið, heldur var það vatn frá háþrýstidælum sem var notað utanhúss notað til að hreinsa gamla málningu af blokkinni minni sem einhvernveginn komst inn í íbúðina, væntanlega í gegnum einhver óþéttar rifur á svalahurðum eða álíka. Stór pollur á stofugólfinu og inn í eldhús. Parketið ónýtt, obviously. Sólin hafði jú hitað vatnið enda var ég með alla glugga lokaða útaf þessum háþrýstiþvotti.
Allt var rifið af, og vatnið hafið komist auðvitað í gegn og nær öll íbúðin á floti. Tryggingafyrirtækið kemur með rakadælur sem þurrka allt. Verktakinn rífur parkið af. Og núna sit ég og hlusta á suðið í þurrkunum, svona einsog að búa í netþjónaherbergi þar sem vifturnar hvína á fullu.
Þetta þarf að vera í gangi í 2 daga eða svo.
Frekar ömurlegt.
En verktakinn ætlar að leggja nýtt parket fyrir mig, þannig að það er smá jákvætt í því að þurfa ekki að vesenast í einhverju tryggingafélagarugli.
En samt, stressið og vesenið, og allt er bara ekki þess virði... búinn að vera að svitna í 5 klukkustundir líklega í allskyns aðgerðum, flytja innanstokksmuni og færa í geymslu og svona.
En svo opna ég hurðina og massa gufubað mætir manni. Geng inn í íbúðina og sé stærðarinnar polla.
Engir ofnar höfðu brustið, heldur var það vatn frá háþrýstidælum sem var notað utanhúss notað til að hreinsa gamla málningu af blokkinni minni sem einhvernveginn komst inn í íbúðina, væntanlega í gegnum einhver óþéttar rifur á svalahurðum eða álíka. Stór pollur á stofugólfinu og inn í eldhús. Parketið ónýtt, obviously. Sólin hafði jú hitað vatnið enda var ég með alla glugga lokaða útaf þessum háþrýstiþvotti.
Allt var rifið af, og vatnið hafið komist auðvitað í gegn og nær öll íbúðin á floti. Tryggingafyrirtækið kemur með rakadælur sem þurrka allt. Verktakinn rífur parkið af. Og núna sit ég og hlusta á suðið í þurrkunum, svona einsog að búa í netþjónaherbergi þar sem vifturnar hvína á fullu.
Þetta þarf að vera í gangi í 2 daga eða svo.
Frekar ömurlegt.
En verktakinn ætlar að leggja nýtt parket fyrir mig, þannig að það er smá jákvætt í því að þurfa ekki að vesenast í einhverju tryggingafélagarugli.
En samt, stressið og vesenið, og allt er bara ekki þess virði... búinn að vera að svitna í 5 klukkustundir líklega í allskyns aðgerðum, flytja innanstokksmuni og færa í geymslu og svona.