Kvöld helvítis... disaster strikes home..

Allt utan efnis
Skjámynd

Höfundur
appel
Stjórnandi
Póstar: 5599
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1054
Staða: Ótengdur

Kvöld helvítis... disaster strikes home..

Pósturaf appel » Fim 25. Maí 2017 01:10

Þannig að ég kem heim þreyttur úr vinnu um 6 leytið í dag, horfi fram á rólegt kvöld í sófanum með kaldan bjór í hönd og einhverja góða mynd... enda 4 daga fríhelgi framundan hjá mér.

En svo opna ég hurðina og massa gufubað mætir manni. Geng inn í íbúðina og sé stærðarinnar polla.

Engir ofnar höfðu brustið, heldur var það vatn frá háþrýstidælum sem var notað utanhúss notað til að hreinsa gamla málningu af blokkinni minni sem einhvernveginn komst inn í íbúðina, væntanlega í gegnum einhver óþéttar rifur á svalahurðum eða álíka. Stór pollur á stofugólfinu og inn í eldhús. Parketið ónýtt, obviously. Sólin hafði jú hitað vatnið enda var ég með alla glugga lokaða útaf þessum háþrýstiþvotti.

Allt var rifið af, og vatnið hafið komist auðvitað í gegn og nær öll íbúðin á floti. Tryggingafyrirtækið kemur með rakadælur sem þurrka allt. Verktakinn rífur parkið af. Og núna sit ég og hlusta á suðið í þurrkunum, svona einsog að búa í netþjónaherbergi þar sem vifturnar hvína á fullu.

Þetta þarf að vera í gangi í 2 daga eða svo.

Frekar ömurlegt.

En verktakinn ætlar að leggja nýtt parket fyrir mig, þannig að það er smá jákvætt í því að þurfa ekki að vesenast í einhverju tryggingafélagarugli.

En samt, stressið og vesenið, og allt er bara ekki þess virði... búinn að vera að svitna í 5 klukkustundir líklega í allskyns aðgerðum, flytja innanstokksmuni og færa í geymslu og svona.

:pjuke


*-*

Skjámynd

Kristján
Of mikill frítími
Póstar: 1744
Skráði sig: Sun 02. Jan 2011 12:37
Reputation: 41
Staða: Ótengdur

Re: Kvöld helvítis... disaster strikes home..

Pósturaf Kristján » Fim 25. Maí 2017 02:42

annskotinn!

hef unnið við að setja upp svona þurkara fyrir tryggingarfélögin, veit svo sem ekki hvað þetta er stórt rými en passaðu að hafa alla glugga lokaða þegar þetta er í gangi, nema kannski ef þú ert að drepast vondri lykt eða súrefnisleysi

bíst við að það eru rakatæki þarna (sem eyða raka, frysti element á þeim frystir rakann og bræðir það svo og dælir í niðurfall) Þau vinna við að taka rakann úr húsinu og ef gluggar eru opnir þá kemur bara rakinn inn að utan

Þetta getur tekið einhvern tíma, við voru með raka mæla sem við stungum í golf og veggi og inní horn til að sjá hvenir gengi

Það var mega leiðinlegt að koma á staðinn hjá fólki og eina sem maður gerði var að rífa allt og setja svo upp brjálaða blásara og svo bara bíða.....



Skjámynd

Höfundur
appel
Stjórnandi
Póstar: 5599
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1054
Staða: Ótengdur

Re: Kvöld helvítis... disaster strikes home..

Pósturaf appel » Fim 25. Maí 2017 02:51

Kristján skrifaði:annskotinn!

hef unnið við að setja upp svona þurkara fyrir tryggingarfélögin, veit svo sem ekki hvað þetta er stórt rými en passaðu að hafa alla glugga lokaða þegar þetta er í gangi, nema kannski ef þú ert að drepast vondri lykt eða súrefnisleysi

bíst við að það eru rakatæki þarna (sem eyða raka, frysti element á þeim frystir rakann og bræðir það svo og dælir í niðurfall) Þau vinna við að taka rakann úr húsinu og ef gluggar eru opnir þá kemur bara rakinn inn að utan

Þetta getur tekið einhvern tíma, við voru með raka mæla sem við stungum í golf og veggi og inní horn til að sjá hvenir gengi

Það var mega leiðinlegt að koma á staðinn hjá fólki og eina sem maður gerði var að rífa allt og setja svo upp brjálaða blásara og svo bara bíða.....


Já, stemmir, er með allar þessar græju og tryggingagæjinn sagði mér að hafa lokað... fattaði auðvitað að þessi tæki geta ekki þurrkað allan lofthjúpinn :)

Sem betur fer var það stofan/eldhúsið sem fór verst út... svefnherbergið slapp þannig að þar sit ég nú :| svolítið einsog þegar ég unglingur í foreldrahúsum. Vatnið náði svona 1 metra að svefnherberginu, en halli á gólffleti gerði það að verkum að ekkert fór þangað, búið að rífa upp parketið og ekkert náði þangað, enda var það blautt allsstaðar annarsstaðar undir. Þannig að ég get allavega verið heima hjá mér, þó svo að manni finnist maður vera hálf heimilislaus núna, enda 70% af íbúðinni ekki hægt að vera í. Sé fram á stressandi viku í að gera íbúðina mína heimilishæfa aftur.


*-*

Skjámynd

zetor
spjallið.is
Póstar: 494
Skráði sig: Sun 17. Júl 2011 23:12
Reputation: 90
Staða: Ótengdur

Re: Kvöld helvítis... disaster strikes home..

Pósturaf zetor » Fim 25. Maí 2017 06:02

appel skrifaði: Og núna sit ég og hlusta á suðið í þurrkunum, svona einsog að búa í netþjónaherbergi þar sem vifturnar hvína á fullu.
:pjuke


Takk fyrir þessa lýsingu! Ég get deilt einni sögu með ykkur.

Bjó í 50fm íbúð með kærustunni í Þýskalandi, íbúð sem var með stórri stofu, herbergi, nettu eldhúsi og litlu salerni. Flísar á öllum gólfum.
Skruppum heim til íslands í 2 vikur yfir jólin, komum til baka og sjáum límmiða á hurðinni okkar þar sem nágranninn fyrir neðan, kvartar undir
lekandi lofti hjá sér. Og volá! þegar inn í íbúðina okkar er komið, eru rakaskemmdir upp um veggi eldhúsins og svefnherbergisins. En ekkert vatn ofán flísum.
Hafði þá lekið frá þvottavélakrana, bakvið eldhúsinnréttinguna, akkúrat á stað þar sem vantaði flískannt á gólfið og hafði vatnið greiða leið undir
öll gólf. Ekki þekki ég til steyptra gólfa í gömlum þýskum blokkum, en þetta gólf var að einhverju leyti holt að innann.

Þurfti að taka upp 3 flísar, með vissu millibili í eldhúsi og svefnherbergi og setja þessar viftur yfir. Ásamt því var einhver rakahreinsir fyrir loftið settur upp.

Sem betur fer gátum við lokað okkur af í stofunni okkar, nærst og sofið þar, því þetta tók 18 daga!

ég gleymi ekki þessum hvin...



Skjámynd

Höfundur
appel
Stjórnandi
Póstar: 5599
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1054
Staða: Ótengdur

Re: Kvöld helvítis... disaster strikes home..

Pósturaf appel » Fös 26. Maí 2017 20:49

Jæja, þurrk-tækin farin, hvínið hætt, jesús ég hélt ég væri að verða heyrnarlaus.

En þetta er nú orðið að rosa home-improvement projecti.

Nú á að fara mála, gera upp og læti, pússa hluti upp, lakka gluggalista, og setja ný ljós og nýtt parket.

Veit ekki hvort ég eigi að þakka fyrir ólánið eða hva... ég hefði líklega aldrei drullað mér til þess að fiffa upp á íbúðina mína nema eitthvað svona hefði gerst.


*-*


Dúlli
Vaktari
Póstar: 2149
Skráði sig: Mán 10. Des 2012 19:43
Reputation: 195
Staða: Ótengdur

Re: Kvöld helvítis... disaster strikes home..

Pósturaf Dúlli » Fös 26. Maí 2017 23:24

appel skrifaði:Jæja, þurrk-tækin farin, hvínið hætt, jesús ég hélt ég væri að verða heyrnarlaus.

En þetta er nú orðið að rosa home-improvement projecti.

Nú á að fara mála, gera upp og læti, pússa hluti upp, lakka gluggalista, og setja ný ljós og nýtt parket.

Veit ekki hvort ég eigi að þakka fyrir ólánið eða hva... ég hefði líklega aldrei drullað mér til þess að fiffa upp á íbúðina mína nema eitthvað svona hefði gerst.


Laga gluggana eða finna hvaðan lekin kom svo svona myndi ekki gerast aftur.

en hvernig virkar þetta ? covera tryggingar ? þar sem þetta er ekki standard vatns tjón.

en gott að það fór ekki verr og gangi þér vel með þetta.



Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16576
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2137
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Kvöld helvítis... disaster strikes home..

Pósturaf GuðjónR » Fös 26. Maí 2017 23:31

appel skrifaði:Jæja, þurrk-tækin farin, hvínið hætt, jesús ég hélt ég væri að verða heyrnarlaus.

En þetta er nú orðið að rosa home-improvement projecti.

Nú á að fara mála, gera upp og læti, pússa hluti upp, lakka gluggalista, og setja ný ljós og nýtt parket.

Veit ekki hvort ég eigi að þakka fyrir ólánið eða hva... ég hefði líklega aldrei drullað mér til þess að fiffa upp á íbúðina mína nema eitthvað svona hefði gerst.


Leiðinlegt að lenda í svona, samt má kannski segja eftir á að þetta sé lán í óláni fyrir þig, þú færð allt nýtt. :)
Passaðu þig samt á því að vatnstjón geta verið lúmsk, það þarf að skoða vel allt timburverk, t.d. sökkla og hurðarkarma.
Og mikilvægt að fyrirbyggja að svona lagað gerist aftur.



Skjámynd

Höfundur
appel
Stjórnandi
Póstar: 5599
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1054
Staða: Ótengdur

Re: Kvöld helvítis... disaster strikes home..

Pósturaf appel » Fös 26. Maí 2017 23:36

GuðjónR skrifaði:
appel skrifaði:Jæja, þurrk-tækin farin, hvínið hætt, jesús ég hélt ég væri að verða heyrnarlaus.

En þetta er nú orðið að rosa home-improvement projecti.

Nú á að fara mála, gera upp og læti, pússa hluti upp, lakka gluggalista, og setja ný ljós og nýtt parket.

Veit ekki hvort ég eigi að þakka fyrir ólánið eða hva... ég hefði líklega aldrei drullað mér til þess að fiffa upp á íbúðina mína nema eitthvað svona hefði gerst.


Leiðinlegt að lenda í svona, samt má kannski segja eftir á að þetta sé lán í óláni fyrir þig, þú færð allt nýtt. :)
Passaðu þig samt á því að vatnstjón geta verið lúmsk, það þarf að skoða vel allt timburverk, t.d. sökkla og hurðarkarma.
Og mikilvægt að fyrirbyggja að svona lagað gerist aftur.


Svo skringilega vildi til að það var einhver gamall dúkur undir parketinu. Ég flutti inn í íbúðina með parketinu, þannig að ég vissi ekki af þessum dúk. En tryggingagæjinn sagði að dúkurinn hefði bjargað þessu, vatnið hefði ekki komist inn í neitt, líklega var 99% af vatninu því ryksugað upp strax eftir tjónið.

Afrakatækið var ekki að dæla neinu vatni frá sér tók ég eftir, þannig að það eru held ég engar skemmdir vegna vatns.

Þannig að ég slapp furðu vel.


*-*