Síða 1 af 1
Að kaupa fartölvu að utan?
Sent: Fös 19. Maí 2017 15:24
af Tonikallinn
Er að íhuga að kaupa fartölvu að utan. Hef hugsað útí hvort það þurfi voltage converter og líka útí að setja íslenska límmiða á lyklaborðið.
Er eitthvað annað sem maður þarf að íhuga þegar að maður kaupir fartölvu að utan?
Og ætti að bæta við að þetta er af síðunni:
https://www.bhphotovideo.com/ sem bíður uppá ''2 year drop and spill'' protection plan, sem mér finnst rosalega sniðugt.
Re: Að kaupa fartölvu að utan?
Sent: Fös 19. Maí 2017 15:29
af I-JohnMatrix-I
Tonikallinn skrifaði:Er að íhuga að kaupa fartölvu að utan. Hef hugsað útí hvort það þurfi voltage converter og líka útí að setja íslenska límmiða á lyklaborðið.
Er eitthvað annað sem maður þarf að íhuga þegar að maður kaupir fartölvu að utan?
Og ætti að bæta við að þetta er af síðunni:
https://www.bhphotovideo.com/ sem bíður uppá ''2 year drop and spill'' protection plan, sem mér finnst rosalega sniðugt.
Ætti ekki að vera neitt vesen, flestar ef ekki allar fartölvur koma með 100-240V AC power supplyi nú til dags. Annars ætti það að vera gefið upp í "spec sheet" tölvunnar. Með íslensku stafina veit ég ekkert, geri ráð fyrir að flesta tölvuverslanir séu með svona límmíða.
Re: Að kaupa fartölvu að utan?
Sent: Fös 19. Maí 2017 15:33
af Tonikallinn
I-JohnMatrix-I skrifaði:Tonikallinn skrifaði:Er að íhuga að kaupa fartölvu að utan. Hef hugsað útí hvort það þurfi voltage converter og líka útí að setja íslenska límmiða á lyklaborðið.
Er eitthvað annað sem maður þarf að íhuga þegar að maður kaupir fartölvu að utan?
Og ætti að bæta við að þetta er af síðunni:
https://www.bhphotovideo.com/ sem bíður uppá ''2 year drop and spill'' protection plan, sem mér finnst rosalega sniðugt.
Ætti ekki að vera neitt vesen, flestar ef ekki allar fartölvur koma með 100-240V AC power supplyi nú til dags. Annars ætti það að vera gefið upp í "spec sheet" tölvunnar. Með íslensku stafina veit ég ekkert, geri ráð fyrir að flesta tölvuverslanir séu með svona límmíða.
Var einmitt búinn að spyrja þá úti þetta. Þeir sögðu að ég gæti bara hent á US-EU adapter og það ætti að virka. Var bara að hugsa útí hvort það væri eitthvað annað sem ég ætti að hafa áhyggjur af en þessi 2 atriði. Annars mun ég ábyggilega henda mér í kaup við þá
Re: Að kaupa fartölvu að utan?
Sent: Fös 19. Maí 2017 15:43
af Hjaltiatla
Ef þú ert með UK lyklaborð mun þetta merkja alla takka rétt fyrir íslenskt layout (límmiðar). Virkar ekki á US layout
Síðan er til ISO QWERTY sem er hugsað fyrir okkur á Íslandi:
https://deskthority.net/wiki/Region-specific_layouts
Re: Að kaupa fartölvu að utan?
Sent: Fös 19. Maí 2017 15:46
af Tonikallinn
Þannig að það eru ekki til stickers fyrir US lyklaborð sem breytist í Íslensk?
Re: Að kaupa fartölvu að utan?
Sent: Fös 19. Maí 2017 15:48
af Hjaltiatla
Tonikallinn skrifaði:Þannig að það eru ekki til stickers fyrir US lyklaborð sem breytist í Íslensk?
Nope layoutið er ekki í takt við það sem þú þekkir hérlendis (yrði röng möppun á einhverjum tökkum ef þú myndir líma ofaná US takkana).
Re: Að kaupa fartölvu að utan?
Sent: Fös 19. Maí 2017 15:53
af Hjaltiatla
BTW hérna er smá um 110 v,220 V og 240 búnað af vísindavefnum:
https://www.visindavefur.is/svar.php?id=66560Eflaust rétt hjá I-JohnMatrix-I um spennubreytana sem fylgja fartölvum.
Re: Að kaupa fartölvu að utan?
Sent: Fös 19. Maí 2017 15:54
af Tonikallinn
Hjaltiatla skrifaði:Tonikallinn skrifaði:Þannig að það eru ekki til stickers fyrir US lyklaborð sem breytist í Íslensk?
Nope layoutið er ekki í takt við það sem þú þekkir hérlendis (yrði röng möppun á einhverjum tökkum ef þú myndir líma ofaná US takkana).
hmmm..... það er dálítill bummer... en það er ekki eins og það vanti takkana, bara þeir eru á örðuvísi stöðum? . Hlýtur að vera redda þessu einhvern veginn
Re: Að kaupa fartölvu að utan?
Sent: Fös 19. Maí 2017 15:58
af Hjaltiatla
Getur eflaust séð munin á staðsetningu ef þú googlar ANSI QWERTY vs ISO QWERTY
Re: Að kaupa fartölvu að utan?
Sent: Fös 19. Maí 2017 16:07
af Tonikallinn
Vita menn þá um síður í UK sem senda til Íslands sem eru með gott úrval á fartölvum?
Re: Að kaupa fartölvu að utan?
Sent: Fös 19. Maí 2017 16:08
af Hjaltiatla
Amazon.co.uk
edit: á mörgum myndum á amazon.co.uk er sýnt mynd af fartölvum með US layout, ef ég væri að versla þá myndi ég allavegana senda póst á seljanda áður og spurja um keyboard layout ef það er ekki tekið fram.
Re: Að kaupa fartölvu að utan?
Sent: Fös 19. Maí 2017 18:59
af blitz
Mæli með að skoða að taka vél í gegnum Amazon.de
Tók hörku Lenovo vél þaðan vel undir verði Nýherja, þrátt fyrir "innanbúðarafslátt".
Re: Að kaupa fartölvu að utan?
Sent: Fös 19. Maí 2017 19:13
af Tonikallinn
En svona ein fljót spurning. Samkvæmt því sem ég hef lesið er okkar layout með einum fleiri takka. Veit einhver hvaða takki það er sem vantar á þá US layoutið?
Re: Að kaupa fartölvu að utan?
Sent: Fös 19. Maí 2017 19:25
af Hjaltiatla
blitz skrifaði:Mæli með að skoða að taka vél í gegnum Amazon.de
Tók hörku Lenovo vél þaðan vel undir verði Nýherja, þrátt fyrir "innanbúðarafslátt".
Var lyklaborðið QWERTZ layout ?:
https://en.wikipedia.org/wiki/QWERTZ
Re: Að kaupa fartölvu að utan?
Sent: Fös 19. Maí 2017 19:26
af blitz
Hjaltiatla skrifaði:blitz skrifaði:Mæli með að skoða að taka vél í gegnum Amazon.de
Tók hörku Lenovo vél þaðan vel undir verði Nýherja, þrátt fyrir "innanbúðarafslátt".
Var lyklaborðið QWERTZ layout ?:
https://en.wikipedia.org/wiki/QWERTZ
Minnir það - það skiptir notandann (í þessu tilviki) engu máli.
Re: Að kaupa fartölvu að utan?
Sent: Fös 19. Maí 2017 19:32
af Hjaltiatla
blitz skrifaði:Hjaltiatla skrifaði:blitz skrifaði:Mæli með að skoða að taka vél í gegnum Amazon.de
Tók hörku Lenovo vél þaðan vel undir verði Nýherja, þrátt fyrir "innanbúðarafslátt".
Var lyklaborðið QWERTZ layout ?:
https://en.wikipedia.org/wiki/QWERTZ
Minnir það - það skiptir notandann (í þessu tilviki) engu máli.
Ok , hef sjálfur ekki pælt hvort það er hægt að nota QWERTZ layout og setja setja límmiða til að fá íslensku stafina (og layout sem við þekkjum) rétt.