Síða 1 af 1

Reynsla á www.dxracer-europe.com?

Sent: Lau 29. Apr 2017 23:56
af EbbiTheGamer
https://www.dxracer-europe.com Hefur einhver pantað stól þaðan? ef svo hvað tók það ca langan tíma að fá hann sendan til íslands? Þeir virðast senda flesta stólana til íslands en þó ekki alla.

Re: Reynsla á www.dxracer-europe.com?

Sent: Sun 30. Apr 2017 01:51
af Viggi
Kanski ekki svarið við spurningunni en það er verið að gera magnkaup af gám af racer stólum ef það næst. Ef þú hefur áhuga á því þas

https://www.hopkaup.is/gamatilbod-dxracer

Re: Reynsla á www.dxracer-europe.com?

Sent: Sun 30. Apr 2017 01:54
af EbbiTheGamer
Viggi skrifaði:Kanski ekki svarið við spurningunni en það er verið að gera magnkaup af gám af racer stólum ef það næst. Ef þú hefur áhuga á því þas

https://www.hopkaup.is/gamatilbod-dxracer


Já vissi einmitt af því en er bara að spara 2-3k max á því að kaupa stól frá hópkaup og þarf að bíða í 3 mánuði.

Re: Reynsla á www.dxracer-europe.com?

Sent: Sun 30. Apr 2017 13:13
af Emarki
Með sendingu og vaski líka ? Ertu alveg viss um að maður sé að spara 2-3 þús kall á hópkaup. Sýndu reiknisdæmið þitt, ég er í svipuðum pælingum og þú. Ekki búinn að kynna mér alveg.

Re: Reynsla á www.dxracer-europe.com?

Sent: Sun 30. Apr 2017 13:33
af Moldvarpan
Á hópkaup er Sentinel stóllinn á tæpar 50k.

Á heimasíðu framleiðandans kostar stóllinn 479 evrur, eða rúmar 55k. Og við það á eftir að bætast sendingarkostnaður og vsk.

Svo það er ekki spurning, þetta gámatilboð sparar þér pening.

Re: Reynsla á www.dxracer-europe.com?

Sent: Sun 30. Apr 2017 13:38
af Moldvarpan
En svo er alltaf spurning hvort það verður ekki til nice stólar í costco þegar þeir mæta.

https://www.costco.com/Via-Thomasville%e2%84%a2-Ergo-Bonded-Leather-Manager%e2%80%99s-Chair-.product.100027120.html

Re: Reynsla á www.dxracer-europe.com?

Sent: Sun 30. Apr 2017 18:33
af EbbiTheGamer
Emarki skrifaði:Með sendingu og vaski líka ? Ertu alveg viss um að maður sé að spara 2-3 þús kall á hópkaup. Sýndu reiknisdæmið þitt, ég er í svipuðum pælingum og þú. Ekki búinn að kynna mér alveg.


Þegar þú skellir stólnum í my cart og ferð í checkout og velur ísland þá lækkar stóllin í verði og td formula stóllin er kominn í 215,12 € og 24.919 kr. + 5.981 kr. = 30.900 kr. Þá er 30.900kr heildarverðið með shipping og 24% vsk http://imgur.com/a/aVKPi ég held að þessi 1000kr auka sé alveg þess virði í staðinn fyrir að bíða í 90 daga.

Re: Reynsla á www.dxracer-europe.com?

Sent: Sun 30. Apr 2017 18:35
af EbbiTheGamer
Moldvarpan skrifaði:Á hópkaup er Sentinel stóllinn á tæpar 50k.

Á heimasíðu framleiðandans kostar stóllinn 479 evrur, eða rúmar 55k. Og við það á eftir að bætast sendingarkostnaður og vsk.

Svo það er ekki spurning, þetta gámatilboð sparar þér pening.


Þeir senda hann því miður ekki til íslands en kíktu aðeins á reiknisdæmið hérna fyrir ofan :D