stóll fyrir tölvunotkun
Sent: Fös 21. Apr 2017 04:19
af emil40
Ég er að leita mér að góðum stól fyrir tölvunotkun og til að nota þegar ég er að horfa á þætti / Bíómyndir. Stólinn þarf að þola þyngd upp að 130 kg. Eruð þið með einhverjar hugmyndir kæru vaktarar ?
Re: stóll fyrir tölvunotkun
Sent: Fös 21. Apr 2017 08:00
af Njall_L
Þar sem þú nefnir enga verðhugmynd á mæli ég með þessum:
https://www.penninn.is/is/husgogn/herman-miller-mirra-2
Re: stóll fyrir tölvunotkun
Sent: Fös 21. Apr 2017 09:42
af ZoRzEr
Ég hef notað þennan í 3 ár :
https://www.penninn.is/is/husgogn/kab-seating-directorEnginn smá stóll. Hentar mér einstaklega vel þar sem ég vill halla mér aftur þegar ég er i tölvunni og þessi stóll er fullkominn í það. Ég er nú ekki nema 80kg en þessi á að höndla upp að 200 kg
Re: stóll fyrir tölvunotkun
Sent: Fös 21. Apr 2017 13:48
af asgeirbjarnason
Svona til að lækka verðskalann aðeins ætla ég að mæla með Markus stólnum frá IKEA (
https://www.ikea.is/products/38777). Samkvæmt IKEA síðunni er hann reyndar ekki ætlaður nema fyrir 110 kg en þyngri vinur minn (sem ég veit ekki nákvæmlega hversu þungur er, en ég myndi skjóta á svona 150) notar hann án vandræða.
Re: stóll fyrir tölvunotkun
Sent: Fös 21. Apr 2017 15:01
af ZoRzEr
asgeirbjarnason skrifaði:Svona til að lækka verðskalann aðeins ætla ég að mæla með Markus stólnum frá IKEA (
https://www.ikea.is/products/38777). Samkvæmt IKEA síðunni er hann reyndar ekki ætlaður nema fyrir 110 kg en þyngri vinur minn (sem ég veit ekki nákvæmlega hversu þungur er, en ég myndi skjóta á svona 150) notar hann án vandræða.
Ég hef verið með nokkra Markus stóla frá IKEA og þeir reynast ágætlega. Soldið leiðinlegt að geta ekki stillt af armpúðana en annars ágætis stóll.
Re: stóll fyrir tölvunotkun
Sent: Fös 21. Apr 2017 15:43
af Jón Ragnar
https://www.penninn.is/is/husgogn/herma ... on-classicþessi er betri og ódýrari
:source: hef notað báða í vinnu