Síða 1 af 1

Slæm staðsetning á M.2 SSD diskum

Sent: Mán 27. Mar 2017 18:58
af Hnykill
Sko. er með X99 setup og eitt af því sem mig mest langaði að fara í var M.2 SSD harður diskur. keypti þetta dót einmitt útaf þessum future proof hlutum þá. töluvert hraðvirkari en bara venjulegur SSD diskur alla daga. en nú var ég að skoða hvaða disk "kubb" ég ætti að kaupa og allt gott með þá nema hvað. ég skoða hellings review og sé að þeir eru að hitna uppí 70c stundum undir álagi, og slotið er beint undir skjákortinu og alveg uppvið það reyndar. er með Gigabyte X99 Gaming 5 móðurborð. þetta er eflaust fínn staður fyrir hvað sem er sem liggur með móðurborðinu.. en að gefa af sér 60-70C gráðu hita sem rís svo beint uppí vifturnar á skjákortinu er bara fáránlegt. ég er eiginlega bara hættur við þetta M.2 SSD þar til þeir finna betri staðsetningu fyrir þetta.

Bara smá heads up fyrir þá sem ætla í M.2 SSD. það kemur töluverður hiti af þessu, og örfáir franleiðendur eru farnir að setja litlar álplötur á þetta sem einhverja kælingu. staðsetninginn hjá mér er allavega fáránleg. svo hafið það í huga ef þið ætlið í þetta.

Re: Slæm staðsetning á M.2 SSD diskum

Sent: Þri 28. Mar 2017 01:37
af upg8
Er skjákortið þitt eitthvað nálægt því að ofhitna? Þú ert allavega ekki að fara að hækka hitann á skjákortinu verulega. Verkfræðingarnir sem gera móðurborðin væru búnir að taka eftir því ef þetta væri eitthvað stórt vandamál

Re: Slæm staðsetning á M.2 SSD diskum

Sent: Þri 28. Mar 2017 04:32
af slapi
Ég held að þessi staðsetning sé einmitt oft valin til að nýta loftflæðið frá skjákortunum til að umlofta kringum M.2 diskinn.

Re: Slæm staðsetning á M.2 SSD diskum

Sent: Þri 28. Mar 2017 10:47
af jojoharalds
Hnykill skrifaði:Sko. er með X99 setup og eitt af því sem mig mest langaði að fara í var M.2 SSD harður diskur. keypti þetta dót einmitt útaf þessum future proof hlutum þá. töluvert hraðvirkari en bara venjulegur SSD diskur alla daga. en nú var ég að skoða hvaða disk "kubb" ég ætti að kaupa og allt gott með þá nema hvað. ég skoða hellings review og sé að þeir eru að hitna uppí 70c stundum undir álagi, og slotið er beint undir skjákortinu og alveg uppvið það reyndar. er með Gigabyte X99 Gaming 5 móðurborð. þetta er eflaust fínn staður fyrir hvað sem er sem liggur með móðurborðinu.. en að gefa af sér 60-70C gráðu hita sem rís svo beint uppí vifturnar á skjákortinu er bara fáránlegt. ég er eiginlega bara hættur við þetta M.2 SSD þar til þeir finna betri staðsetningu fyrir þetta.

Bara smá heads up fyrir þá sem ætla í M.2 SSD. það kemur töluverður hiti af þessu, og örfáir franleiðendur eru farnir að setja litlar álplötur á þetta sem einhverja kælingu. staðsetninginn hjá mér er allavega fáránleg. svo hafið það í huga ef þið ætlið í þetta.



Sæll,

mæli með að þu skoðar þessa lausnm(ég personulega vatnskældi minn einmitt út af þessu,)
en þetta heatsink frá Acool á að gera flotta hluti ,

http://www.aquatuning.co.uk/air-cooling ... mm-schwarz

Re: Slæm staðsetning á M.2 SSD diskum

Sent: Þri 28. Mar 2017 16:18
af upg8
Að setja heatsink þó það sé sjálfsagt sniðugt fyrir m.2 kubbana sjálfa ef þeir eru að ofhitna en það ekki að fara að draga úr hitanum á skjákortinu; mögulega hækka hann ef eitthvað er þar sem það færir hitann nær kælingunni á skjákortinu (Ál er ekki eitthvað galdraefni sem gerir útaf við hita, það auðveldar bara að flytja hann annað). Vatnskæling gæti þó mögulega eitthvað hjálpað.

Re: Slæm staðsetning á M.2 SSD diskum

Sent: Þri 28. Mar 2017 18:37
af jonsig
Ef ég skil þetta rétt þá er LGA2011 high end socket þá með high end chipset fyrir alla intel aftur til sandy bridge? Kaupa menn svona unit þá til að future- proofa sig?

Re: Slæm staðsetning á M.2 SSD diskum

Sent: Þri 28. Mar 2017 18:46
af kubbur
ég allavega fjárfesti í x99 til að future proofa mig

Re: Slæm staðsetning á M.2 SSD diskum

Sent: Lau 01. Apr 2017 06:48
af Hnykill
Jæja. ég gat bara ekkert að þessu gert :/ ..er búinn að horfa á þessa M.2 SSD diska í dálítið langan tíma núna. ég meina ég er enn að keyra WD Blue 1TB venjulegan harðan disk. ætla sleppa þessum SSD venjulegu diskum og fara bara beint í M.2. svo ég pantaði þennann áðan https://att.is/product/samsung-960-pro-512gb-ssd-drif ..er líka að fara uppfæra úr Win 7 yfir í Win 10. útaf DirectX 12 aðallega. win 7 hjá mér er líka limitað við 16GB innra minni svo ég kaupi líklegast 64GB eftir það.

Keypti líka mús með þessu. Asus ROG Gladius. https://www.att.is/product/asus-rog-gladius-mus ..er með 24" 144hz skjá og GTX 1070 núna. er farinn að horfa stíft á 1440p 1ms 27" skjái eftir þessa uppfærslu. er að spila Ghost Recon Wildlands með nánast allt í botni og FPS hjá mér er svona rétt upp eða niður um 90+ FPS.

Músin er auðvitað persónulegt atriði. en ég held að með þessum m.2 disk og Windows 10 eigi þessi tölva ekki eftir að vera neitt betri. allt auðvitað Yfirklukkað og mjög vel kælt. þetta er 24/7 keyrð tölva. látin ganga 1-2 vikur án þess að restarta. spilað leiki á. farið á netið og annað eins. stöðug alltaf. meira segja í prim95 test.

Var einmitt að horfa á tölvuna um daginn og hugsa hvað ég gæti gert betur. nýbúinn að kaupa GTX 1070 kort :Þ ..svo diskurinn er á leiðinni.

Re: Slæm staðsetning á M.2 SSD diskum

Sent: Lau 01. Apr 2017 14:44
af linenoise
Hnykill skrifaði:Tölvuklámsmont

Svo ertu með 6 kjarna örgjörva yfirklukkaðan í drasl. Djöfuls tryllitæki.

Næsta skref er klárlega að henda 6900K og 1080 Ti á þetta móðurborð! :D

Re: Slæm staðsetning á M.2 SSD diskum

Sent: Lau 01. Apr 2017 21:06
af Hnykill
linenoise skrifaði:
Hnykill skrifaði:Tölvuklámsmont

Svo ertu með 6 kjarna örgjörva yfirklukkaðan í drasl. Djöfuls tryllitæki.

Næsta skref er klárlega að henda 6900K og 1080 Ti á þetta móðurborð! :D


Nákvæmlega það sem ég er búinn að hugsa í langan tíma. en þessi örgjörvi er ekkert að fara gefa sig á næstunni í leikjum. og þetta GTX 1070 kostaði 90 þús kall fyrir örfáum mánuðum. keypti mér KDX 200 motocross hjól síðasta sumar. það fór í alvörunni allur peningur hjá mér í þetta tvennt. lagði hjólinu yfir veturinn og nú sé ég ekkert annað en 27" 1ms 1440p skjákaup framundan. ætla reyna harka af mér 2 mánuði og geyma pening fyrir 120 þús kall nýjum skjá :) ..er búinn að vera draga þetta í of langan tíma :/ .tek nýjan disk núna. installa Windows 10, betra minni og 120 þús kr 144hz 27" skjá. svo leyfi ég bara tölvunni að lifa og deija með þessu setupi. Þarf að fara eyða smá í hjólið líka :happy :klessa .