Viku fjölskylduferð í sumar til Billund í Danmörku, verðum með 3 börn 8-14 ára og gistum í Lalandia, innifalið í gistingu er ótakmarkað í vatnagarðinn.
Ég hef ekki farið þarna áður, þið sem hafið farið hverju mæliði með? Ég var að skoða Legoland, dagspassi kostar 24k tveir dagar 34k og ótakmarkað út árið kostar 45k. Fer maður oftar en einu sinni í Legoland? Og hvað með dýragarðinn? Þið sem hafið farið, mæliði með skreppu til Þýskalands? Hvað fleira getur maður gert þarna?
Lalandia og Legoland í Biillund
-
- Fiktari
- Póstar: 62
- Skráði sig: Mán 12. Mar 2007 22:50
- Reputation: 8
- Staða: Ótengdur
Re: Lalandia og Legoland í Biillund
Ég hef farið tvisvar með mín þrjú börn. (10,12,16 síðast, 6,8,12 fyrir það sennilega) í Billund (legoland+lalandia)
Fyrra skiptið vorum við í viku í bústað rétt hjá Billund og fórum þá í kastala, jarðaberjatínslu og dýragarð þar í kring. Fórum ekki í dýragarðinn þarna rétt hjá Billund alveg en fórum á tveimur dögum 2x í Legoland og 2x í Lalandia.
Ég held að þú coverir flest allt á tveimur dögum í Legoland og mæli með því, færi bara í árspassa ef þú sérð eitthvað fram á að fara aftur innan árs, svo meikar þú örugglega ekki fleiri ferðir en 2x í Lalandia, tekur smá á, mikið action þar inni og skemmtilegt. Það er eitthvað meira í Lalandia eins og keila, veitingastaðir ofl en ekkert sem öskraði á okkur, létum það alveg vera.
Við keyrðum frá Danmörku til Þýskalands, held til Flensburg og það var alveg frábært fyrir dagsferð, get mælt með því, rosalega gaman að keyra hraaaattt á milli
Fyrra skiptið vorum við í viku í bústað rétt hjá Billund og fórum þá í kastala, jarðaberjatínslu og dýragarð þar í kring. Fórum ekki í dýragarðinn þarna rétt hjá Billund alveg en fórum á tveimur dögum 2x í Legoland og 2x í Lalandia.
Ég held að þú coverir flest allt á tveimur dögum í Legoland og mæli með því, færi bara í árspassa ef þú sérð eitthvað fram á að fara aftur innan árs, svo meikar þú örugglega ekki fleiri ferðir en 2x í Lalandia, tekur smá á, mikið action þar inni og skemmtilegt. Það er eitthvað meira í Lalandia eins og keila, veitingastaðir ofl en ekkert sem öskraði á okkur, létum það alveg vera.
Við keyrðum frá Danmörku til Þýskalands, held til Flensburg og það var alveg frábært fyrir dagsferð, get mælt með því, rosalega gaman að keyra hraaaattt á milli
Re: Lalandia og Legoland í Biillund
Mundi hiklaust rúnta uppí Farup Sommerland og vera það heilan dag, fara út að borða í Lökken um kvöldið á leiðinni til baka og/eða kíkja á ströndina og Givskud zoo við Billund er must. Muna að vatnsrennibrautagarðurinn lokar fyrr en tilvolíið (ég ætlaði að enda daginn í sundi = missti af því...)
Var þarna í ljónagarðinum, nýbúið að gefa þeim hálfan hest og karldýrir var eitthvað að urra og bílinn skalf, ég hélt það væri undir bílnum en svo var það 50-100m í burtu, hljóðin úr þeim eru óraunveruleg.
p.s um að gera að fá sér visa platinum kort og borga fyrir bílalaeigubílinn til að fá fínar tryggingar án þess að greiða formúgu fyrir, bara muna að þeir taka um 150þ. af heimildinni frá ef eitthvað skildi koma uppá.
Mér var sagt að sleppa Legoland, þar sem það væri ekki spennandi nema fyrir virkilega ungt fólk eða virkilega gamalt fólk (var með mínar 8 og 13) og þeim eiginlega langaði ekki að fara þangað.
Við vorum reyndar á rúntinum um meginlandið og fórum frá Billun - Hamborg - Berlín - Lubeck - Gjöl - Billund á um 20 dögum.
Ef það á að versla föt, þá er verðlag töluvert hagstæðara í Þýskalandi.
Var þarna í ljónagarðinum, nýbúið að gefa þeim hálfan hest og karldýrir var eitthvað að urra og bílinn skalf, ég hélt það væri undir bílnum en svo var það 50-100m í burtu, hljóðin úr þeim eru óraunveruleg.
p.s um að gera að fá sér visa platinum kort og borga fyrir bílalaeigubílinn til að fá fínar tryggingar án þess að greiða formúgu fyrir, bara muna að þeir taka um 150þ. af heimildinni frá ef eitthvað skildi koma uppá.
Mér var sagt að sleppa Legoland, þar sem það væri ekki spennandi nema fyrir virkilega ungt fólk eða virkilega gamalt fólk (var með mínar 8 og 13) og þeim eiginlega langaði ekki að fara þangað.
Við vorum reyndar á rúntinum um meginlandið og fórum frá Billun - Hamborg - Berlín - Lubeck - Gjöl - Billund á um 20 dögum.
Ef það á að versla föt, þá er verðlag töluvert hagstæðara í Þýskalandi.
Re: Lalandia og Legoland í Biillund
Randers Regnskog, Djurs Sommerland, Givskud eru fínir staðir.
Það er flottur kastali(Ekeskog slot) fyrir utan Odinse með stóru leiksvæði fyrir yngri börn, bílasafni og öllum fjandanum.
Svo er náttúrulega möst að "klifra" upp á Himmelbjerget og flissa.
Það er flottur kastali(Ekeskog slot) fyrir utan Odinse með stóru leiksvæði fyrir yngri börn, bílasafni og öllum fjandanum.
Svo er náttúrulega möst að "klifra" upp á Himmelbjerget og flissa.
Vinsamlegast athugið: Skoðanir mínar sem birtast hér eru mínar og mínar einar en ekki
vinnuveitenda minna,vina og vandamanna, gæludýra og húsgagna nema annað sé tekið fram.
vinnuveitenda minna,vina og vandamanna, gæludýra og húsgagna nema annað sé tekið fram.
-
Höfundur - Stjórnandi
- Póstar: 16576
- Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
- Reputation: 2137
- Staðsetning: Hérna
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Lalandia og Legoland í Biillund
Takk fyrir þetta input, gott að safna í sarpinn áður en maður fer. Vika er fljót að líða og óþarfi að finna upp hjólið.
Hugsa að einn dagur Leogolandi sé fínt, ef það verður stemning þá er alltaf hægt að skjótast aftur þegar á staðinn er komið.
A.m.k. tveir dagar í vatnagarðinum, taka einn dag til að skjótast til Þýskalands, þó ekki væri til annars en að geta sagst hafa komið þangað, kannski vitiði hvað er hægt að gera þar á einum degi?
Einn dagur í dýragarð, og hvað segiði er Tívolí þarna? Væri líka til í jarðaberjatínsluna.
Hringdi út af platínukorti, fæ ekki þar sem ég er með MasterCard í íslandbanka en debet í arion...
Sleppi bara kaskóinu...
Hugsa að einn dagur Leogolandi sé fínt, ef það verður stemning þá er alltaf hægt að skjótast aftur þegar á staðinn er komið.
A.m.k. tveir dagar í vatnagarðinum, taka einn dag til að skjótast til Þýskalands, þó ekki væri til annars en að geta sagst hafa komið þangað, kannski vitiði hvað er hægt að gera þar á einum degi?
Einn dagur í dýragarð, og hvað segiði er Tívolí þarna? Væri líka til í jarðaberjatínsluna.
Hringdi út af platínukorti, fæ ekki þar sem ég er með MasterCard í íslandbanka en debet í arion...
Sleppi bara kaskóinu...
Re: Lalandia og Legoland í Biillund
Það er bara svo mikil keyrsla ef þú ætlar að komast á einhvern góðan stað 3-5 klst. og svo þurfa að keyra til baka, ekki viss um að það sé þess virði.
-
Höfundur - Stjórnandi
- Póstar: 16576
- Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
- Reputation: 2137
- Staðsetning: Hérna
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Lalandia og Legoland í Biillund
rapport skrifaði:Það er bara svo mikil keyrsla ef þú ætlar að komast á einhvern góðan stað 3-5 klst. og svo þurfa að keyra til baka, ekki viss um að það sé þess virði.
Að fara til Þýskalands þá?
Re: Lalandia og Legoland í Biillund
GuðjónR skrifaði:rapport skrifaði:Það er bara svo mikil keyrsla ef þú ætlar að komast á einhvern góðan stað 3-5 klst. og svo þurfa að keyra til baka, ekki viss um að það sé þess virði.
Að fara til Þýskalands þá?
Jamm.
Ég reyndar fattaði ekki strax hvað ég var að ráðleggja þér að rúnta langt uppeftir Sjálandi til Farup, í minningunni var ekkert svo langt á milli Álaborgar og Billund.
En dýragarðurin við Billund er virkilega skemmtilegur...
https://i.imgur.com/kj458YP.jpg
Og ströndin er OSOM
https://i.imgur.com/ShqaX9m.jpg
Held að þú sért á virkilega góðum stað til að gera allt sem þig langar til.
En það sem krakkarnir mínir gleyma aldrei er að í Billund, fyrst að ég fékk mér Platínu kort fyrir ferðina þá gátum við í fyrsta sinn beðið í lounge á flugvellinum fyrir eitthvað smá gjald. En í loungeinu þá var hlaðborð af alskonar, fríar áfyllingar af alskonar gosi, kakó, kaffi ooooog bjór fyrir þá sem vildu.
Það dróg einhvernvegin alveg úr sorginni að fríið væri að klárast og við værum að fara heim.
p.s. þetta er enn besta frí sem við höfum farið í öll saman, Danmörk er æði.
-
Höfundur - Stjórnandi
- Póstar: 16576
- Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
- Reputation: 2137
- Staðsetning: Hérna
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Lalandia og Legoland í Biillund
Flott ljónið! Ströndin minnir bara á Íslenska fjöru.
Ég spurði þjónustufulltrúa hjá Íslandsbanka út í Platínukortið og samkvæmt henni þá get ég ekki sótt um það, bara gullkort.
Tengist eitthvað því að ég er ekki með debetkortaveltu hjá þeim, en eftir hrunið þá endaði vísakortið mitt hjá íslandsbanka en debetkortið hjá arion.
https://www.islandsbanki.is/einstakling ... tinumkort/
Þú borgar samt $30 fyrir aðganginn er það ekki?
En miðað við þetta og að hafa kaskó innifalið þá væri árgjald upp á 13k (með 50% veltuafslætti) ágætis díll held ég.
Ég spurði þjónustufulltrúa hjá Íslandsbanka út í Platínukortið og samkvæmt henni þá get ég ekki sótt um það, bara gullkort.
Tengist eitthvað því að ég er ekki með debetkortaveltu hjá þeim, en eftir hrunið þá endaði vísakortið mitt hjá íslandsbanka en debetkortið hjá arion.
https://www.islandsbanki.is/einstakling ... tinumkort/
Val um Priority Pass kort, veitir korthafa aðgang að yfir 600 biðstofum erlendis. Kortið er endurgjaldslaust en hver heimsókn korthafa kostar 30 USD.
Þú borgar samt $30 fyrir aðganginn er það ekki?
En miðað við þetta og að hafa kaskó innifalið þá væri árgjald upp á 13k (með 50% veltuafslætti) ágætis díll held ég.
Re: Lalandia og Legoland í Biillund
Ég fór þarna fyrir nokkrum árum með börnin.
Konan fann einhver cupons á netinu fyrir Legoland, það var mynd sem að krakkarnir lituðu og skiluðu inn og fengu frítt inn í staðinn.
Um að gera að leita af einhverju svoleiðis. Eins borgar sig að endurnýja miðann inni í garðinum áður en þú ferð út ef þú ætlar að koma aftur, kostar bara brot af verðinu.
Dýragarðurinn þarna í billund er mjög skemmtilegur. En þú þarft að vera á bíl, þar sem þú keyrir í gegnum hann. Við fórum inn um leið og það opnaði á fimmtudagsmorgni minnir mig, borgar sig að mæta þá, því dýrin eru þá ekki farinn fælast og eru mikið í kringum bíliana. Eins þá var verið að fóðra ljónin og það var mjög töff. Við eyddum alveg heilum degi þarna og ég sé ekki eftir því.
Konan fann einhver cupons á netinu fyrir Legoland, það var mynd sem að krakkarnir lituðu og skiluðu inn og fengu frítt inn í staðinn.
Um að gera að leita af einhverju svoleiðis. Eins borgar sig að endurnýja miðann inni í garðinum áður en þú ferð út ef þú ætlar að koma aftur, kostar bara brot af verðinu.
Dýragarðurinn þarna í billund er mjög skemmtilegur. En þú þarft að vera á bíl, þar sem þú keyrir í gegnum hann. Við fórum inn um leið og það opnaði á fimmtudagsmorgni minnir mig, borgar sig að mæta þá, því dýrin eru þá ekki farinn fælast og eru mikið í kringum bíliana. Eins þá var verið að fóðra ljónin og það var mjög töff. Við eyddum alveg heilum degi þarna og ég sé ekki eftir því.
Do not argue with an idiot. He will drag you down to his level and beat you with experience.
Re: Lalandia og Legoland í Biillund
Ef þú ert að leita að dagsferð þá er Ree Park mjög skemmtilegur Safari garður, ca 90 min keyrsla frá Billund minnir mig. http://en.reepark.dk/
-
Höfundur - Stjórnandi
- Póstar: 16576
- Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
- Reputation: 2137
- Staðsetning: Hérna
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Lalandia og Legoland í Biillund
rapport skrifaði:En það sem krakkarnir mínir gleyma aldrei er að í Billund, fyrst að ég fékk mér Platínu kort fyrir ferðina þá gátum við í fyrsta sinn beðið í lounge á flugvellinum fyrir eitthvað smá gjald. En í loungeinu þá var hlaðborð af alskonar, fríar áfyllingar af alskonar gosi, kakó, kaffi ooooog bjór fyrir þá sem vildu.
Það dróg einhvernvegin alveg úr sorginni að fríið væri að klárast og við værum að fara heim.
p.s. þetta er enn besta frí sem við höfum farið í öll saman, Danmörk er æði.
Eftir að ég fékk synjun frá Íslandsbanka á platínukorti fór ég í Arionbanka og fékk kort+auka samþykkt á innan við mínútu.
Ágætt að ég var ekki búinn að panta bílaleigubílinn.
Gaman að heyra af öllum þessum dýragörðum, greinilegt að maður verður að velja og hafna því það er svo margt í boði og takmarkað hvað maður kemst yfir á viku.
asgeireg skrifaði:Dýragarðurinn þarna í billund er mjög skemmtilegur. En þú þarft að vera á bíl, þar sem þú keyrir í gegnum hann. Við fórum inn um leið og það opnaði á fimmtudagsmorgni minnir mig, borgar sig að mæta þá, því dýrin eru þá ekki farinn fælast og eru mikið í kringum bíliana. Eins þá var verið að fóðra ljónin og það var mjög töff. Við eyddum alveg heilum degi þarna og ég sé ekki eftir því.
Vissara að gefa ljónunum áður en gestirnir koma svo þeir verði ekki étnir
davidsb skrifaði:Ef þú ert að leita að dagsferð þá er Ree Park mjög skemmtilegur Safari garður, ca 90 min keyrsla frá Billund minnir mig. http://en.reepark.dk/
Er mikill munur á þessum og dýragarðinum í Billund?