Allt er spillt?
-
Höfundur - Stjórnandi
- Póstar: 5596
- Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
- Reputation: 1054
- Staða: Ótengdur
Allt er spillt?
http://www.visir.is/telja-verktaka-cia- ... 7170308800
Já, jafnvel yddarinn þinn er tengdur við CIA og NSA, þeir vita nákvæmlega hvað þú ert að fara skrifa.
Allt sem þú segir upphátt á þínu eigin heimili, hvað þú ert að horfa á í sjónvarpinu, hvað þú ert að etc etc.
Já, jafnvel yddarinn þinn er tengdur við CIA og NSA, þeir vita nákvæmlega hvað þú ert að fara skrifa.
Allt sem þú segir upphátt á þínu eigin heimili, hvað þú ert að horfa á í sjónvarpinu, hvað þú ert að etc etc.
*-*
Re: Allt er spillt?
Helvítis yddarar, bunað farga öllum mínum núna. Phew dodged a bullet there.
Sent from my SM-G925F using Tapatalk
Sent from my SM-G925F using Tapatalk
Re: Allt er spillt?
Hvað með fyllingarnar í tönnunum á okkur? Verðum við ekki að rífa þær úr til að vera vissir? :-)
-
- Stjórnandi
- Póstar: 2859
- Skráði sig: Fös 04. Apr 2003 08:54
- Reputation: 217
- Staðsetning: Á þessu spjalli
- Staða: Tengdur
Re: Allt er spillt?
svanur08 skrifaði:960.jpg
Áhugavert.
Ég horfði á x-files á síðasta ári og það er merkilegt ef maður skautar framhjá þessu alien bulli og fókuserar á þátt ríkisins og (samsæriskenningarnar sem öllum þótti nú meira ruglið á þessum tíma) Þá er nú nokkurn veginn allt búið að rætast, bara án gríns.
Það er eiginlega bara hræðilegt og heilaþvotturinn er orðinn alger, maður sér á spjallsíðum og commentakerfum orðaval eins og ,,if you don't have anything to hide, why are you against it" á reddit og neowin.
-
- Stjórnandi
- Póstar: 3750
- Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
- Reputation: 474
- Staðsetning: Undir hægra megin
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Allt er spillt?
CendenZ skrifaði:Það er eiginlega bara hræðilegt og heilaþvotturinn er orðinn alger, maður sér á spjallsíðum og commentakerfum orðaval eins og ,,if you don't have anything to hide, why are you against it" á reddit og neowin.
Þetta er alveg ótrúlega fáránlegur hugsunar háttur hjá fólki.
Aftur á móti með mig, ég bara fastlega geri ráð fyrir því og búinn að gera í fjölda ára að það sé möguleiki á því að fylgjast með því sem að ég geri í tækjum sem að tengd eru við samskiptanet.
Hvort að það hafi einhver áhuga á því að fylgjast með mér er allt annað, en mér dettur ekki til hugar að vera svo lokaður fyrir því að það sé ekki möguleiki og geri þess vegna bara ráð fyrir því.
Það stoppar mig ekkert í að lifa lífinu aftur á móti
Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !
-
- Stjórnandi
- Póstar: 16568
- Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
- Reputation: 2135
- Staðsetning: Hérna
- Hafðu samband:
- Staða: Tengdur
Re: Allt er spillt?
Það gerðist nú eitt skrítið fyrr í vikunni, konan vaknaði með mikinn verk í mjóbaki. Eiginlega alveg að drepast. Hálfgert þursabit.
Var hérna alveg back og gat sig varla hreyft. Þegar hún svo fór í tölvuna nokkrum klukkutímum síðar og á FB...þá var það fyrsta AD sem poppaði upp... "ertu með bakverk"?
Pottþétt tilviljun, en fær mann samt til þess að hugsa...
Var hérna alveg back og gat sig varla hreyft. Þegar hún svo fór í tölvuna nokkrum klukkutímum síðar og á FB...þá var það fyrsta AD sem poppaði upp... "ertu með bakverk"?
Pottþétt tilviljun, en fær mann samt til þess að hugsa...
-
- Kóngur
- Póstar: 6395
- Skráði sig: Sun 11. Mar 2007 14:00
- Reputation: 463
- Staðsetning: fyrir aftan þig
- Staða: Ótengdur
Re: Allt er spillt?
GuðjónR skrifaði:Það gerðist nú eitt skrítið fyrr í vikunni, konan vaknaði með mikinn verk í mjóbaki. Eiginlega alveg að drepast. Hálfgert þursabit.
Var hérna alveg back og gat sig varla hreyft. Þegar hún svo fór í tölvuna nokkrum klukkutímum síðar og á FB...þá var það fyrsta AD sem poppaði upp... "ertu með bakverk"?
Pottþétt tilviljun, en fær mann samt til þess að hugsa...
Svona svipað og þegar maður er að tala um einhvern ákveðinn hlut við einhvern og svo þegar maður ætlar að googla að þá er það fyrsta uppástungan þótt þú sért ekki búinn að skrifa heilt orð.
CPU: Intel Core i7 12700KF MB: Gigabyte Z690 Gaming X GPU: EVGA RTX 3080 FTW3 ULTRA 12Gb RAM: Corsair Vengeance RGB Pro 2x16Gb 3600Mhz CPU Cooler: Noctua NH-D14 Sound: Topping DX7s - HD380PRO - Yamaha HS7 CASE: Corsair 4000D Airflow
-
- Vaktari
- Póstar: 2001
- Skráði sig: Fös 01. Okt 2010 13:26
- Reputation: 76
- Staðsetning: Akureyri
- Staða: Ótengdur
Re: Allt er spillt?
worghal skrifaði:Svona svipað og þegar maður er að tala um einhvern ákveðinn hlut við einhvern og svo þegar maður ætlar að googla að þá er það fyrsta uppástungan þótt þú sért ekki búinn að skrifa heilt orð.
Jafnvel þó þú hafir bara hugsað það og fyrstu orðin í leitarstrengnum eru "how to check" og google kemur með tillöguna "How to check if watermelon is ripe" sem er akkúrat það sem að ég var að leita að.
CPU: Intel Core i7-8700K hexa Core @ 3.7GHz RAM: Mushkin 16GB DDR4 1333MHz Sink: Thermaltake SpinQ VT Tower: Thermaltake Armor Revo
HDD: 238GB PLEXTOR PX-256M9PeGN Motherboard: Z370 AORUS Gaming 3 GPU: NVIDIA GeForce GTX 1070 4Gb
Main screen: BenQ xl2411t 24'' 120Hz 16:9 Secondary screen: BenQ GW2455 - 24" 16:9 Tertiary Screen BenQ GW2455 24" 16:9
HDD: 238GB PLEXTOR PX-256M9PeGN Motherboard: Z370 AORUS Gaming 3 GPU: NVIDIA GeForce GTX 1070 4Gb
Main screen: BenQ xl2411t 24'' 120Hz 16:9 Secondary screen: BenQ GW2455 - 24" 16:9 Tertiary Screen BenQ GW2455 24" 16:9
-
- Stjórnandi
- Póstar: 16568
- Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
- Reputation: 2135
- Staðsetning: Hérna
- Hafðu samband:
- Staða: Tengdur
Re: Allt er spillt?
playman skrifaði:worghal skrifaði:Svona svipað og þegar maður er að tala um einhvern ákveðinn hlut við einhvern og svo þegar maður ætlar að googla að þá er það fyrsta uppástungan þótt þú sért ekki búinn að skrifa heilt orð.
Jafnvel þó þú hafir bara hugsað það og fyrstu orðin í leitarstrengnum eru "how to check" og google kemur með tillöguna "How to check if watermelon is ripe" sem er akkúrat það sem að ég var að leita að.
Nákvæmlega, þið eruð alveg spot on!
Re: Allt er spillt?
GuðjónR skrifaði:Það gerðist nú eitt skrítið fyrr í vikunni, konan vaknaði með mikinn verk í mjóbaki. Eiginlega alveg að drepast. Hálfgert þursabit.
Var hérna alveg back og gat sig varla hreyft. Þegar hún svo fór í tölvuna nokkrum klukkutímum síðar og á FB...þá var það fyrsta AD sem poppaði upp... "ertu með bakverk"?
Pottþétt tilviljun, en fær mann samt til þess að hugsa...
NEI - ekki tilviljun !!
símarnir ykkar hlera ykkar samtöl og sýna ykkur síðan auglýsingar sem 'henta ykkur'
þetta er alveg ótrúlegt WTF
-
- Stjórnandi
- Póstar: 3750
- Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
- Reputation: 474
- Staðsetning: Undir hægra megin
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Allt er spillt?
Hizzman skrifaði:GuðjónR skrifaði:Það gerðist nú eitt skrítið fyrr í vikunni, konan vaknaði með mikinn verk í mjóbaki. Eiginlega alveg að drepast. Hálfgert þursabit.
Var hérna alveg back og gat sig varla hreyft. Þegar hún svo fór í tölvuna nokkrum klukkutímum síðar og á FB...þá var það fyrsta AD sem poppaði upp... "ertu með bakverk"?
Pottþétt tilviljun, en fær mann samt til þess að hugsa...
NEI - ekki tilviljun !!
símarnir ykkar hlera ykkar samtöl og sýna ykkur síðan auglýsingar sem 'henta ykkur'
þetta er alveg ótrúlegt WTF
og hvað með það að síminn sé hleraður ef að hún vaknar heima hjá sér með bakverk ?
Ertu kannski að ákveða að hún hafi hringt til læknis eða í GuðjónR ?
En þetta með auglýsingarnar er bæði ofureðlilegt og líka bara mjög þægilegt.
Ég allavega persónulega vill frekar fá auglýsingu um t.d. tölvur þegar að ég er að skoða tölvuvörur en að fá auglýsingu um heklunálar, sláttuvélar fyrir traktora eða matsölustaði í afganistan
síðan hitt, eðlilega ertu notaður og seldur til auglýsingakompanía.
Hvað er meðalmaðurinn að nota.
Hann er með tölvu heima hjá sér og þar er hann líklegast með gmail account og facebook account, ásamt síðan twitter og instagram og hinum og þessum öðrum.
hvern einn og einasta borgar hann ekki krónu fyrir og hefur helling útúr þeim
Notar síðan náttúrulega google á fullu.
Þar að auki er hann með Android farsíma, þar sem að hann borgar ekki krónu fyrirstýrikerfið og er að öllum líkindum með hann tengdan við google accountinn sinn.
Semsagt alveg óhemju þjónusta sem að er verið að nota án þess að borga krónu fyrir.
Málið er bara ofur einfalt, ef að þú ert að nota þjónustu og ert ekki að greiða fyrir hana, þá ertu ekki kúnni heldur söluvara.
Mér finnst líka bara hið besta mál að google hafi einhvern pening útúr því að selja upplýsingar til auglýsenda um það hvað er líklegast að ég kaupi, það henntar mér og ég er að "borga" örlítið af tíma mínum fyrir að fá auglýsingar sem að hennta mér í staðin fyrir allt sem að google gefur mér.
Ég væri handónýtur án google og facebook, myndi ekki nenna að vera með milljón þjónustur í því sem að google sér um fyrir mig og er bara ánægður með að þurfa ekki að punga út peningum fyrir það.
Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !
-
- </Snillingur>
- Póstar: 1051
- Skráði sig: Mán 06. Sep 2004 13:22
- Reputation: 58
- Staðsetning: Reykjavík
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Allt er spillt?
Hvað haldiði svo að CIA og NSA hafi komið í veg fyrir mörg hryðjuverk og annars slíkt með öllum þessum hlerunum? Örugglega alveg slatta en það kemur ekkert fram í fjölmiðlum. Þeir mega hlera allan fjandann fyrir mér ef það kemur í veg fyrir að einhverjir tuskuhausar sprengi saklaust fólk. Ef ykkur er annt um persónufrelsi ykkar, ekki vera að nota þessar þjónustur þá.
Intel Core-i9 9900k @ 5GHz :: ASUS ROG Maximus XI Formula :: Corsair Vengeance 3200MHz - 32GB DDR4 :: ASUS ROG STRIX RTX 2080 Ti OC :: 1TB Samsung 970 Pro m.2-NVMe :: 27" Acer Predator XB271HU :: Corsair RM850x :: Cooler Master C700m
-
- Kóngur
- Póstar: 4257
- Skráði sig: Mán 08. Sep 2008 19:39
- Reputation: 192
- Staðsetning: við talvuna
- Staða: Ótengdur
Re: Allt er spillt?
braudrist skrifaði:Hvað haldiði svo að CIA og NSA hafi komið í veg fyrir mörg hryðjuverk og annars slíkt með öllum þessum hlerunum? Örugglega alveg slatta en það kemur ekkert fram í fjölmiðlum. Þeir mega hlera allan fjandann fyrir mér ef það kemur í veg fyrir að einhverjir tuskuhausar sprengi saklaust fólk. Ef ykkur er annt um persónufrelsi ykkar, ekki vera að nota þessar þjónustur þá.
-
- Stjórnandi
- Póstar: 3750
- Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
- Reputation: 474
- Staðsetning: Undir hægra megin
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Allt er spillt?
Hizzman skrifaði:LOL - urban er beta-tester, búinn að fá ígræðsluna.
Held að þú hafir ekki náð fyrsta kommentinu mínu í þræðinum.
Þú hefðir gott að því að kíkja á það og skoða svo seinna svarið í framhaldi af því, en það sem að ég er ekki viss um að þú skiljir samt punktinn þá skal ég bara koma með hann í styttu máli.
Þú mátt alveg lifa lífinu rosa hræddur um þetta allt og vera að drepast úr noju yfir því að það sé verið að fylgjast með þér, ég einfaldlega geri ráð fyrir þessu og lifi lífinu bara samt, geri ráð fyrir því að því að það sé hægt að hlusta á allt sem ég segi og fylgst með öllu sem ég geri á netinu.
Ég aftur á móti nenni ekki að vera nojaði gæjinn yfir einhverju sem að ég geri ráð fyrir.
Ég aftur á móti elska það að þessar þjónustur auðveldi mér lífið.
Ég lifi bara lífinu og geri ráð fyrir þessu öllu saman.
Þú mátt síðan vera gæjinn sem að endar með álpappír á hausnum grafinn í gám út í móa vegna noju yfir einhverju.
Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !
-
- Besserwisser
- Póstar: 3080
- Skráði sig: Fös 14. Jan 2005 15:46
- Reputation: 48
- Staðsetning: Við hliðina á nýju tölvunni minni
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Allt er spillt?
Ég líka geri ráð fyrir því að því að það sé hægt að hlusta á allt sem ég segi og fylgst með öllu sem ég geri á netinu.
Mér er alveg sama, þyrfti eiginlega að finna greinina sem að ég las þar sem voru færð rök fyrir því að einkalíf sé í rauninni aðeins ca 100-200 ára, hún er mjög góð lesning, málið er að það er bara fullt af fólki sem er alveg drullusama, það urðu einhverjir hissa þegar að Snowden uppljóstranirnar komu fram en svo kom í ljós að flestum var bara alveg sama og eru jafnvel bara sáttir við að það sé verið að reyna að stemma stigu við glæpamenn.
Mér er alveg sama, þyrfti eiginlega að finna greinina sem að ég las þar sem voru færð rök fyrir því að einkalíf sé í rauninni aðeins ca 100-200 ára, hún er mjög góð lesning, málið er að það er bara fullt af fólki sem er alveg drullusama, það urðu einhverjir hissa þegar að Snowden uppljóstranirnar komu fram en svo kom í ljós að flestum var bara alveg sama og eru jafnvel bara sáttir við að það sé verið að reyna að stemma stigu við glæpamenn.
Menn rugla saman tveimur orðum, víst og fyrst. Hið fyrrnefnda er komið af orðinu vissa en hitt er úr talmáli og haft í merkingunni: úr því að, þar sem (um orsök). Dæmi: Fyrst að ég get þetta þá getur þú þetta, þ.e.a.s: Þar eð ég get þetta þá getur þú þetta. En víst er notað um vissu: Það er nokkuð víst að ég geti gert þetta.
Re: Allt er spillt?
er virkilega ekkert strik ? er bara OK að síminn sem þú skilur aldrei við þig, sé að stelast til að vera með stanslausa hljóupptöku og senda hana 'eitthvert' ?
-
- Bara að hanga
- Póstar: 1504
- Skráði sig: Þri 07. Des 2010 00:54
- Reputation: 38
- Staðsetning: Akranes
- Staða: Ótengdur
Re: Allt er spillt?
Þetta er allt spillt
Ætli ég noti ekki bara gamla Nokia 5110 sem er reyndar í notkun í bílnum haha
Ætli ég noti ekki bara gamla Nokia 5110 sem er reyndar í notkun í bílnum haha
-
- Stjórnandi
- Póstar: 3750
- Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
- Reputation: 474
- Staðsetning: Undir hægra megin
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Allt er spillt?
Hizzman skrifaði:er virkilega ekkert strik ? er bara OK að síminn sem þú skilur aldrei við þig, sé að stelast til að vera með stanslausa hljóupptöku og senda hana 'eitthvert' ?
Geri ráð fyrir því að þessi spurning sé ætluð til mín.
Sjáðu til, þetta er ekki það að ég hafi ekkert að fela og þess vegna sé þetta í lagi, það er alls ekki svo, það er einsog ég sagði, ógeðslegur hugsunarháttur.
Ef að ég hef eitthvað að fela, þá hef ég einmitt bara vit á því að geyma það ekki á internetinu eða spjalla um það í síman.
Það er nefnilega sáraeinfalt að vera ekki með síman á sér öllum stundum sjáðu til.
Þú virðist bara vera rosaleg hræddur við eitthvað sem að þú hvorki færð breytt né stjórnað, ég er það ekki vegna þess að ég hef vit á því að forðast það ef að ég þarf þess og einfaldlega nýt þjónustunna sem að ég nota það mikið að ég lifi bara lífinu fínt.
Er semsagt ekki hræddur við það sem að ég tel mig vita og get ekki breytt.
Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !
Re: Allt er spillt?
urban skrifaði:Ef að ég hef eitthvað að fela, þá hef ég einmitt bara vit á því að geyma það ekki á internetinu eða spjalla um það í síman.
ok, þarna er misskilningur! Síminn er actually að hlusta 24/7 og senda það inn. Einnig í svefnherberginu og búningsklefanum. 90%+ notenda hafa væntanlega símann sem verjaraklukku!
-
- Stjórnandi
- Póstar: 3750
- Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
- Reputation: 474
- Staðsetning: Undir hægra megin
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Allt er spillt?
Já og skoðaðu setninguna sem að er strax á eftir þessari sem að þú kvótaðir.
Ég hef bara ekki miklar áhyggjur af því að vera target af einhverjum sem að er að njóna um alla.
Ég er alveg gríðarlega ómerkilegt meðalljón á íslandi og hugsa að það séu ca alveg algert lágmark 1/3 af heiminum sem að eru alltaf mikið merkielgri en ég í heimi njósna.
En sjáðu, þarna er þetta ekki hugsununin um að ég hafi ekkert að fela, heldur einfaldlega að það sem að ég hef að fela eða almennt að tjá mig um sé svo rosalega ómerkilegt að það nenni engin að spá í því.
og síðan þessi punktur sem að þú virðist ekki ná.
Ég lifi fínu lífi og líður gríðarlega vel og hef í hyggju að halda því áfram.
Þú mátt síðan vera nojaði gæjinn yfir þessu öllu saman, semsagt einsog ég sagði áðan (auðvitað meira í gríni) þú mátt vera gæjinn sem að ert með álpappír á hausnum í einhverju byrgi alveg off grid, það er ekkert mál, þú mátt alveg hafa áhyggjur yfir þessu, sjálfsagt hefuru eða lágmark telur þig hafa eitthvað meira og merkilegra að fela eða tjá þig um dags daglega, eða einfaldlega að þú sért bara nojuð týpa.
Ég nenni því ekki og er það þess vegna bara alls ekki.
en já, það er ekkert mál að skilja símann eftir.
Ég hef bara ekki miklar áhyggjur af því að vera target af einhverjum sem að er að njóna um alla.
Ég er alveg gríðarlega ómerkilegt meðalljón á íslandi og hugsa að það séu ca alveg algert lágmark 1/3 af heiminum sem að eru alltaf mikið merkielgri en ég í heimi njósna.
En sjáðu, þarna er þetta ekki hugsununin um að ég hafi ekkert að fela, heldur einfaldlega að það sem að ég hef að fela eða almennt að tjá mig um sé svo rosalega ómerkilegt að það nenni engin að spá í því.
og síðan þessi punktur sem að þú virðist ekki ná.
Ég lifi fínu lífi og líður gríðarlega vel og hef í hyggju að halda því áfram.
Þú mátt síðan vera nojaði gæjinn yfir þessu öllu saman, semsagt einsog ég sagði áðan (auðvitað meira í gríni) þú mátt vera gæjinn sem að ert með álpappír á hausnum í einhverju byrgi alveg off grid, það er ekkert mál, þú mátt alveg hafa áhyggjur yfir þessu, sjálfsagt hefuru eða lágmark telur þig hafa eitthvað meira og merkilegra að fela eða tjá þig um dags daglega, eða einfaldlega að þú sért bara nojuð týpa.
Ég nenni því ekki og er það þess vegna bara alls ekki.
en já, það er ekkert mál að skilja símann eftir.
Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !
Re: Allt er spillt?
En ef einhver hakkar eitthvað og þín hljóð verða public? Vodafone lenti illa í þessu og það voru 'bara' SMS.
Hvað ef þú ert í einhverjum málaferlum og mótaðilinn getur keypt UPPTÖKUR til að nota gegn þér?
Hvað ef þú ert í einhverjum málaferlum og mótaðilinn getur keypt UPPTÖKUR til að nota gegn þér?
-
- Internetsérfræðingur
- Póstar: 6799
- Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
- Reputation: 940
- Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Allt er spillt?
Félagi minn fór til USA fyrir nokkrum árum og var tekinn í yfirheyrslu í nokkra klukkutíma, af því að þeir grunuðu hann um að vera að fara að vinna við tónleikahald vegna þess að þau í hópnum voru með hljóðfæri. Þeir voru með útprentuð e-mail af Gmailinu hans til og frá mömmu hans, án þess að hafa beðið hann um aðgang. Dálítið síðan að maður fór að hugsa netnotkunina upp á nýtt... Íslendingar eru alveg grænir í þessum málum og trúa engu illu upp á meðbræður sína á netinu.
I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things
Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB
Ryzen 3600X 2070S 16GB
-
- FanBoy
- Póstar: 706
- Skráði sig: Fös 11. Nóv 2005 11:33
- Reputation: 2
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Allt er spillt?
Einn af helstu göllum þessa kerfis er gerfigreindin og tala nú ekki um greindarfar þeirra sem vinna úr þessum upplýsingum eða hafa aðgang að þeim.
Eða að einhverjir verktakar væru að miðla upplýsingum til þriðja aðila og jafnvel án vitundar ? og samþykkis ? þessara stofnanna.
Eða einhver úti í bæ að hacka sig inn á einhver misvel varin kerfi þeirra og stundum mjög lítið vörðum ef þá nokkuð.
Hizzman skrifaði:En ef einhver hakkar eitthvað og þín hljóð verða public? Vodafone lenti illa í þessu og það voru 'bara' SMS.
Hvað ef þú ert í einhverjum málaferlum og mótaðilinn getur keypt UPPTÖKUR til að nota gegn þér?
Eða að einhverjir verktakar væru að miðla upplýsingum til þriðja aðila og jafnvel án vitundar ? og samþykkis ? þessara stofnanna.
Eða einhver úti í bæ að hacka sig inn á einhver misvel varin kerfi þeirra og stundum mjög lítið vörðum ef þá nokkuð.