Síða 1 af 1
Kallkerfi yfir rafmagn - lausnir.
Sent: Þri 21. Feb 2017 12:35
af Risadvergur
Sælir
Langar að forvitnast um það hvort það sé til einhver iðnaðarlausn á vandamáli sem ég er að reyna að leysa.
Staðan er sú að ég er með staði A og B þar sem rafmagn liggur á milli og mig langar að koma á einhverskonar samskiptamáta þarna á milli. Köllum það bara kallkerfi. Þannig að milli A og B sé hægt að eiga samtal í rauntíma.
Þráðlaus lausn er ekki í boði.
Rafmagnið fer frá A til B og á báðum stöðum eru töflur sem hægt væri að tengja sig inn á.
Er einhver stöðluð lausn til fyrir svona verkefni?
Re: Kallkerfi yfir rafmagn - lausnir.
Sent: Þri 21. Feb 2017 12:41
af Njall_L
Hvað er áætlað að rafmagnslagnirnar séu langar á milli A og B?
Re: Kallkerfi yfir rafmagn - lausnir.
Sent: Þri 21. Feb 2017 12:48
af Risadvergur
4-500 metrar milli rafmagnstafla.
Þekki ekki alveg nóg til rafmagns til að segja til um það hvað strengurinn er stór sem liggur á milli. En hann er svona 15 mm í þvermál.
Re: Kallkerfi yfir rafmagn - lausnir.
Sent: Þri 21. Feb 2017 13:01
af jonsig
Úff, þetta er tæpt. inductans í löngum kaplinum étur upp fasamótunina, getur haft repeater á kostnað bandvíddar
Þú getur notað PLC búnað til að flytja audio á AM spectrumi og ekkert svo flókinn. Svo er hægt að nota narrowband græjur við þetta sem draga einhverja km.
Re: Kallkerfi yfir rafmagn - lausnir.
Sent: Þri 21. Feb 2017 13:15
af kizi86
ethernet over powerline ? og vera svo með ip síma á báðum endum? eða er vegalengdin of mikil?
Re: Kallkerfi yfir rafmagn - lausnir.
Sent: Þri 21. Feb 2017 13:19
af Hizzman
þér hefur ekkert dottið í hug að gúgla 'powerline intercom system' ?
Re: Kallkerfi yfir rafmagn - lausnir.
Sent: Þri 21. Feb 2017 14:01
af DJOli
Það eru náttúrulega til þessi 50-100v kallkerfi sem maður sér af og til, en þau eru frá Bouyer
http://bouyer.com/en-GB/index.aspx
Re: Kallkerfi yfir rafmagn - lausnir.
Sent: Þri 21. Feb 2017 16:13
af slapi
[Edit] Sorrý sá ekki í OP að þráðlaus lausn væri ekki í boði
Er ekki lang einfaldast að fara bara í ódýrar talstöðvar heldur en að fara í einhverja svona lausn yfir rafmagn?
Núna veit ég scenerio-ið en ég get ekki séð einfaldari lausn allavega.
Re: Kallkerfi yfir rafmagn - lausnir.
Sent: Þri 21. Feb 2017 18:18
af axyne
Re: Kallkerfi yfir rafmagn - lausnir.
Sent: Mið 22. Feb 2017 00:33
af Squinchy
Hvað með að draga ljósleiðara á milli?
Re: Kallkerfi yfir rafmagn - lausnir.
Sent: Mið 22. Feb 2017 12:25
af Risadvergur
Squinchy skrifaði:Hvað með að draga ljósleiðara á milli?
Það er ekkert til að draga í, þess vegna vil ég reyna að nota rafmagnsstrenginn ef það er raunhæfur möguleiki.