Síða 1 af 1

Framkalla myndir af einnota bónusmyndavélum?

Sent: Fös 03. Feb 2017 22:16
af tomasandri
Sælir,
ég var að fara yfir dót sem var í geymslu hjá mömmu minni, sem lést fyrir einhverjum 3 árum, og ég rakst á tvær einnota myndavélar sem mig langaði að athuga hvort væri hægt að framkalla myndirnar af.
Hvert gæti ég farið til að gera þetta, eða allavega tjékka hvort það sé hægt?
Annað, það stendur að framkalla eigi myndirnar fram fyrir 6/2008. Verður það vesen eða gæti verið að myndirnar séu enn í fína lagi?

Re: Framkalla myndir af einnota bónusmyndavélum?

Sent: Fös 03. Feb 2017 23:21
af zedro
Spurning um að prófa http://hanspetersen.is/
Geta allavega sagt til um hvort það sé hægt að framkalla filmuna.
Þætti gott að vita það því ég á einmitt einnota myndavélar síðan ég man ekki hvenær uppí hillu :O

Re: Framkalla myndir af einnota bónusmyndavélum?

Sent: Fös 03. Feb 2017 23:34
af rbe
http://myndhradi.is
ef þú ert staddur í árbænum eða í kring.

Re: Framkalla myndir af einnota bónusmyndavélum?

Sent: Lau 04. Feb 2017 16:22
af Televisionary
Ljósmyndavörur i Skipholti hafa skilað mér bæði góðum varning og góðri þjónustu. Vissi ekki af Myndhraða hérna í Árbæ skoða það næst.

Re: Framkalla myndir af einnota bónusmyndavélum?

Sent: Lau 04. Feb 2017 19:02
af Baldurmar
Ég vann lengi í Ljósmyndavörum, get alveg mælt með þeim.
En vara þig samt við, svona gamlar filmur eru oft frekar slæmar, og einnota vélar eru þess auki frekar lélegar.