Rennur fyrir skúffu í eldhús
Sent: Sun 29. Jan 2017 15:07
Sælir,
Í eldhúsinu hjá mömmu og pabba (byggt 1982) eru fjórar skúffur sem eru á rennum. Þær eru orðnar gamla og slitnar, eðlilega, og ein rennan er alveg brotin og rennur illa. Þetta er eitthvað sérstakt kerfi sem ég hef aldrei séð áður og er að reyna fiska hvort einhver kannast við þetta eða hefur séð. Ég heng nokkrar myndir hérna við sem sýnir þetta kerfi. Ef einhver hefur hugmynd hvar væri hægt að finna þetta eða eitthvað líkt þessu má hinn sami endilega hafa samband við mig eða koma mér á rétta braut. Mig grunar nú að það þurfi að sérsmíða þetta ef það á að fá eins rennur og eru þarna núna.
Við erum búin að reyna nokkrar tegundir sem fást í Byko og Húsasmiðjunni en þær passa ekki þar sem þær eru of sverar og/eða of langar. Enginn virðist kannast við þetta þar heldur og geta lítið bent á aðra aðila.
Endilega hafið samband ef ykkur dettur eitthvað í hug.
Kv,
Trausti
Í eldhúsinu hjá mömmu og pabba (byggt 1982) eru fjórar skúffur sem eru á rennum. Þær eru orðnar gamla og slitnar, eðlilega, og ein rennan er alveg brotin og rennur illa. Þetta er eitthvað sérstakt kerfi sem ég hef aldrei séð áður og er að reyna fiska hvort einhver kannast við þetta eða hefur séð. Ég heng nokkrar myndir hérna við sem sýnir þetta kerfi. Ef einhver hefur hugmynd hvar væri hægt að finna þetta eða eitthvað líkt þessu má hinn sami endilega hafa samband við mig eða koma mér á rétta braut. Mig grunar nú að það þurfi að sérsmíða þetta ef það á að fá eins rennur og eru þarna núna.
Við erum búin að reyna nokkrar tegundir sem fást í Byko og Húsasmiðjunni en þær passa ekki þar sem þær eru of sverar og/eða of langar. Enginn virðist kannast við þetta þar heldur og geta lítið bent á aðra aðila.
Endilega hafið samband ef ykkur dettur eitthvað í hug.
Kv,
Trausti