Hvar er flutningskostnaðurinn núna?
-
Höfundur - Stjórnandi
- Póstar: 16576
- Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
- Reputation: 2137
- Staðsetning: Hérna
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Hvar er flutningskostnaðurinn núna?
Er Íslenska vatnið orðið svona dýrt?
Og maður spyr sig, hvar er flutningskostaðurinn?
Innflutt Pepsi Max 30 kr. ódýrara en það sem er framleitt hérna heima.
Og það er líka ódýrara að flytja inn frosið vatn (ísmola), erum við ekki með ódýrasta rafmagnið og nóg af vatni?
http://www.visir.is/selja-innflutt-peps ... 7170119233
Og maður spyr sig, hvar er flutningskostaðurinn?
Innflutt Pepsi Max 30 kr. ódýrara en það sem er framleitt hérna heima.
Og það er líka ódýrara að flytja inn frosið vatn (ísmola), erum við ekki með ódýrasta rafmagnið og nóg af vatni?
http://www.visir.is/selja-innflutt-peps ... 7170119233
-
- Fiktari
- Póstar: 80
- Skráði sig: Mið 31. Ágú 2016 19:47
- Reputation: 13
- Staða: Ótengdur
Re: Hvar er flutningskostnaðurinn núna?
Flutningskostnaðurinn er oft ekki nema lítill hluti af kostnaðinum við framleiðslu og afhendingu. Ekkert skrýtið að stærri verksmiðjur í Evrópu geti boðið betra verð en það sem býðst hér.
Svona þar sem þú tekur ísmola sem dæmi að þá liggur margt fleira á bak við kostnaðinn á þeim en bara að dæla vatni inn í frystiskáp og afhenda síðan.
Laun, húsnæði, fjármagn, hagkvæmni. , flutningsleiðir, framleiðni ... . Nefndu það bara.
Svona þar sem þú tekur ísmola sem dæmi að þá liggur margt fleira á bak við kostnaðinn á þeim en bara að dæla vatni inn í frystiskáp og afhenda síðan.
Laun, húsnæði, fjármagn, hagkvæmni. , flutningsleiðir, framleiðni ... . Nefndu það bara.
-
- </Snillingur>
- Póstar: 1034
- Skráði sig: Fim 24. Jún 2004 12:36
- Reputation: 132
- Staða: Ótengdur
Re: Hvar er flutningskostnaðurinn núna?
Smá back-of-the-envelope útreikningur:
40 feta gámur tekur ~ 67.7 m3
Gerum ráð fyrir smá bili á milli o.fl þannig við skulum miða við 60 m3
Ef við gerum ráð fyrir að 500ml gosflaska sé ca. 0.0008 m3 (þ.e. 0.0005m3 fyrir vökvann + 0.0003m3 fyrir plastið) þá kæmust 75.000 gosflöskur í einn gám.
Miðað við þær tölur sem ég fann með gúggli þá ætti kostnaðurinn við 40 feta gám að vera ca. 1-1.5millj eða 14-20kr á flösku.
Síðan þarf eflaust að troða miða með næringarupplýsingunum á flöskurnar sem er 10-20kr aukalega.
Flutningskostnaðurinn (+ merkingar) ættu því að vera ca. 20-40kr á flösku.
Edit:
Gleymdi að það er líka hámarksþyngd sem er 26500kg sem þýðir að hámarkið er ~48000 flöskur. Flutningskostnaðurinn væri því 20-32kr/flösku (+ síðan merking).
40 feta gámur tekur ~ 67.7 m3
Gerum ráð fyrir smá bili á milli o.fl þannig við skulum miða við 60 m3
Ef við gerum ráð fyrir að 500ml gosflaska sé ca. 0.0008 m3 (þ.e. 0.0005m3 fyrir vökvann + 0.0003m3 fyrir plastið) þá kæmust 75.000 gosflöskur í einn gám.
Miðað við þær tölur sem ég fann með gúggli þá ætti kostnaðurinn við 40 feta gám að vera ca. 1-1.5millj eða 14-20kr á flösku.
Síðan þarf eflaust að troða miða með næringarupplýsingunum á flöskurnar sem er 10-20kr aukalega.
Flutningskostnaðurinn (+ merkingar) ættu því að vera ca. 20-40kr á flösku.
Edit:
Gleymdi að það er líka hámarksþyngd sem er 26500kg sem þýðir að hámarkið er ~48000 flöskur. Flutningskostnaðurinn væri því 20-32kr/flösku (+ síðan merking).
-
- Gúrú
- Póstar: 570
- Skráði sig: Þri 22. Apr 2008 20:00
- Reputation: 38
- Staða: Ótengdur
Re: Hvar er flutningskostnaðurinn núna?
Annað sem fólk spáir kannski ekki í er hvort þetta sé ekki ákveðið trick hjá Bónus til að hamra á Ölgerðinni, flytja inn slatta af gosi, selja það á kostnaðarverði jafnvel undir því, þetta dettur inní fjölmiðla og í framhaldi koma Ölgerðarmenn og lækka sig. Þetta hefur gerst áður td með Coke
-
Höfundur - Stjórnandi
- Póstar: 16576
- Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
- Reputation: 2137
- Staðsetning: Hérna
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Hvar er flutningskostnaðurinn núna?
Risadvergur skrifaði:Flutningskostnaðurinn er oft ekki nema lítill hluti af kostnaðinum við framleiðslu og afhendingu. Ekkert skrýtið að stærri verksmiðjur í Evrópu geti boðið betra verð en það sem býðst hér.
Svona þar sem þú tekur ísmola sem dæmi að þá liggur margt fleira á bak við kostnaðinn á þeim en bara að dæla vatni inn í frystiskáp og afhenda síðan.
Laun, húsnæði, fjármagn, hagkvæmni. , flutningsleiðir, framleiðni ... . Nefndu það bara.
Eru þá laun lægri í Noregi? Rafmangið ódýrar í Noregi? Vatn ódýrara í Noregi? Húsnæði í Noregi ódýrara? Og ódýrara að flytja frosinn ís frá Noregi til Íslands en frá t.d. Ölgerðinni yfir í næsta hús?
Það hefur oft verið afsökun hjá söluaðilum að flutningskostnaður sé hár og það útskýri hátt endursöluverð, þetta virðast vera hentugleikarök.
-
- Fiktari
- Póstar: 80
- Skráði sig: Mið 31. Ágú 2016 19:47
- Reputation: 13
- Staða: Ótengdur
Re: Hvar er flutningskostnaðurinn núna?
GuðjónR skrifaði:Eru þá laun lægri í Noregi? Rafmangið ódýrar í Noregi? Vatn ódýrara í Noregi? Húsnæði í Noregi ódýrara? Og ódýrara að flytja frosinn ís frá Noregi til Íslands en frá t.d. Ölgerðinni yfir í næsta hús?
Launakostnaður per framleiðslueiningu getur verið mun lægri á einum stað (A) þó svo að launakostnaður per starfsmann sé hærri en á staðnum við hliðina (B). Sama gildir um öll atriðin sem þú taldir upp. Fræðilega séð ætti A því að geta afhent vöru á lægra verði en B.
Ætla samt að taka það fram að ég veit ekkert hvort þetta hefur eitthvað með það að gera að þetta sé virkilega ódýrara eða hvort Bónus er að taka á sig kostnað til að þvinga niður verðið.
-
- Stjórnandi
- Póstar: 3750
- Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
- Reputation: 474
- Staðsetning: Undir hægra megin
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Hvar er flutningskostnaðurinn núna?
GuðjónR skrifaði:Risadvergur skrifaði:Flutningskostnaðurinn er oft ekki nema lítill hluti af kostnaðinum við framleiðslu og afhendingu. Ekkert skrýtið að stærri verksmiðjur í Evrópu geti boðið betra verð en það sem býðst hér.
Svona þar sem þú tekur ísmola sem dæmi að þá liggur margt fleira á bak við kostnaðinn á þeim en bara að dæla vatni inn í frystiskáp og afhenda síðan.
Laun, húsnæði, fjármagn, hagkvæmni. , flutningsleiðir, framleiðni ... . Nefndu það bara.
Eru þá laun lægri í Noregi? Rafmangið ódýrar í Noregi? Vatn ódýrara í Noregi? Húsnæði í Noregi ódýrara? Og ódýrara að flytja frosinn ís frá Noregi til Íslands en frá t.d. Ölgerðinni yfir í næsta hús?
Það hefur oft verið afsökun hjá söluaðilum að flutningskostnaður sé hár og það útskýri hátt endursöluverð, þetta virðast vera hentugleikarök.
Nei það þarf ekki að vera að launin eða húsnæðið sé ódýrara.
En hérna framleiðir starfsmaðurinn sem að kostar 5000 kall á klukkutímann 100 kg af ís.
Erlendist framleiðir starfsmaðurinn sem að kostar 6000 kall á klukkutímann 400 kg af ís.
Allt spurning um magn, það er jú alltaf ódýrara að framleiða fyrir markað sem að telur 5 milljónir en 300 þús.
Síðan má náttúrulega ekki gleyma hinni frægu íslensku græðgi
Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !
-
Höfundur - Stjórnandi
- Póstar: 16576
- Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
- Reputation: 2137
- Staðsetning: Hérna
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Hvar er flutningskostnaðurinn núna?
Lýsi HF framleiddi lýsisperlur og seldi hér og í Danmörku, þær voru þrisvar sinnum dýrari hérna en í Danmörku þrátt fyrir útflutningskostnað. Sama má segja um íslenskan bjór í USA, hann er ódýrari þar en hér. Ríkið ætlar að verja 100 milljónum í markaðsetningu lambakjöst erlendis til að koma í veg fyrir að lækka þurfi verð á 1800 óseldum tonnum af lambakjöti hérna heima. Ég gæti endalaust tekið dæmi.
Pointið er...er það náttúrulögmál að níðast á landanum á öllum sviðum?
Pointið er...er það náttúrulögmál að níðast á landanum á öllum sviðum?
Re: Hvar er flutningskostnaðurinn núna?
Kallast þetta ekki bara skattar? skattar á allt, of háir skattir.
-
Höfundur - Stjórnandi
- Póstar: 16576
- Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
- Reputation: 2137
- Staðsetning: Hérna
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Hvar er flutningskostnaðurinn núna?
hfwf skrifaði:Kallast þetta ekki bara skattar? skattar á allt, of háir skattir.
Jú, klárlega spila háir skattar og gjöld inn í sumt af því sem ég nefndi.
Hitt er annað mál að heiminum er skipt niður í markaðssvæði, t.d. þegar þekkt vörumerki eins og Levi's 501 fer í dreifingu þá er misjanft verð frá framleiðanda til endursöluaðila eftir markaðssvæði. Sama er með bíla og örugglega margar aðrar vörur.
Ísland er því miður líklega flokkað hátt ennþá.
Samt sér maður breytingar, hægar en samt breytingar. T.d. uppþvottavélin sem ég keypti er ódýrari í ELKO Íslandi en í Noregi og er það vel.
Manni finnst samt skrítið að sjá innflutning á vatni til Íslands, hvort sem það er í föstu eða fljótandi formi.
-
- Vélbúnaðarníðingur
- Póstar: 342
- Skráði sig: Fös 07. Ágú 2009 12:53
- Reputation: 17
- Staða: Ótengdur
Re: Hvar er flutningskostnaðurinn núna?
Að það séu fluttir hingað inn Norskir ísmolar í frystigámum hljómar svo heimskulega að það nær ekki nokkuri átt. Svona eins og flytja kaffi til Brasilíu eða olíu til Saudi Arabíu.
Dettur sko ekki í hug að að kaupa Norskan ís á Íslandi, bara alvarlegt ábyrgðarleysi af viðkomandi, allavega m.a. með tilliti til sóunar og umhverfis sjónarmiða.
Þennan anga af Íslenska efnahagsundrinu þyrfti að rannsaka í háskólanum. Það kæmi áhugverður pappír út úr þeirri rannsókn gæti ég trúað.
Þetta með pepsí-ið kemur minna á óvart
Dettur sko ekki í hug að að kaupa Norskan ís á Íslandi, bara alvarlegt ábyrgðarleysi af viðkomandi, allavega m.a. með tilliti til sóunar og umhverfis sjónarmiða.
Þennan anga af Íslenska efnahagsundrinu þyrfti að rannsaka í háskólanum. Það kæmi áhugverður pappír út úr þeirri rannsókn gæti ég trúað.
Þetta með pepsí-ið kemur minna á óvart
Re: Hvar er flutningskostnaðurinn núna?
roadwarrior skrifaði:Annað sem fólk spáir kannski ekki í er hvort þetta sé ekki ákveðið trick hjá Bónus til að hamra á Ölgerðinni, flytja inn slatta af gosi, selja það á kostnaðarverði jafnvel undir því, þetta dettur inní fjölmiðla og í framhaldi koma Ölgerðarmenn og lækka sig. Þetta hefur gerst áður td með Coke
Finnst þetta vera ansi líklegt til að vera raunin.
Hvað framlegð Bónuss af þessu breska Pepsi er í raun veit enginn, á meðan það er auðveldara að átta sig á hvað þeir eru að leggja á íslenska gosið.
Re: Hvar er flutningskostnaðurinn núna?
Mig grunar reyndar að Aðföng hafi tekið skip á leigu til að flytja inn vörur frá UK, föt og fleira. Það var því alveg örugglega leitað tilboða á einhverju sniðugu gúmmelaði til að fylla skipið.
Þetta sést nokkuð augljóslega t.d. allt þetta kanadíska brauðmeti sem er í Hagkaup ofl. ofl.
Þetta er bara eina risakeðjan hér á Íslandi að reyna græða á Brexit.
Þetta sést nokkuð augljóslega t.d. allt þetta kanadíska brauðmeti sem er í Hagkaup ofl. ofl.
Þetta er bara eina risakeðjan hér á Íslandi að reyna græða á Brexit.
-
- Fiktari
- Póstar: 80
- Skráði sig: Mið 31. Ágú 2016 19:47
- Reputation: 13
- Staða: Ótengdur
Re: Hvar er flutningskostnaðurinn núna?
codec skrifaði:Að það séu fluttir hingað inn Norskir ísmolar í frystigámum hljómar svo heimskulega að það nær ekki nokkuri átt. Svona eins og flytja kaffi til Brasilíu eða olíu til Saudi Arabíu.
Dettur sko ekki í hug að að kaupa Norskan ís á Íslandi, bara alvarlegt ábyrgðarleysi af viðkomandi, allavega m.a. með tilliti til sóunar og umhverfis sjónarmiða.
Þennan anga af Íslenska efnahagsundrinu þyrfti að rannsaka í háskólanum. Það kæmi áhugverður pappír út úr þeirri rannsókn gæti ég trúað.
Þetta með pepsí-ið kemur minna á óvart
Ef einhver aðili getur framleitt ísmola á ódýrari/hagkvæmari hátt úti í Noregi og flutt þá til Íslands og selt á lægra verði þá er minni sóun fólgin í því að versla við þann aðila en hinn innlenda. Gleymdu því ekki að þú þarft sjálfur að leggja út vinnu fyrir ísmolunum og verð því færri vinnustundum í að vinna fyrir ódýrari ísmolum en þeim dýrari.
Þetta er ekkert nýtt undir sólinni. Vörur/hráefni eru oft fluttar yfir hálfan hnöttinn (og stundum aftur til baka) og enda í körfum neytenda á lægra verði en hefði kostað að framleiða í nágrenninu.
Verðmunurinn er einfaldlega bara auðlindir sem ekki var sóað til að búa til verðmæti til að kaupa dýrari hlutinn.
Re: Hvar er flutningskostnaðurinn núna?
Risadvergur skrifaði:codec skrifaði:Að það séu fluttir hingað inn Norskir ísmolar í frystigámum hljómar svo heimskulega að það nær ekki nokkuri átt. Svona eins og flytja kaffi til Brasilíu eða olíu til Saudi Arabíu.
Dettur sko ekki í hug að að kaupa Norskan ís á Íslandi, bara alvarlegt ábyrgðarleysi af viðkomandi, allavega m.a. með tilliti til sóunar og umhverfis sjónarmiða.
Þennan anga af Íslenska efnahagsundrinu þyrfti að rannsaka í háskólanum. Það kæmi áhugverður pappír út úr þeirri rannsókn gæti ég trúað.
Þetta með pepsí-ið kemur minna á óvart
Ef einhver aðili getur framleitt ísmola á ódýrari/hagkvæmari hátt úti í Noregi og flutt þá til Íslands og selt á lægra verði þá er minni sóun fólgin í því að versla við þann aðila en hinn innlenda. Gleymdu því ekki að þú þarft sjálfur að leggja út vinnu fyrir ísmolunum og verð því færri vinnustundum í að vinna fyrir ódýrari ísmolum en þeim dýrari.
Þetta er ekkert nýtt undir sólinni. Vörur/hráefni eru oft fluttar yfir hálfan hnöttinn (og stundum aftur til baka) og enda í körfum neytenda á lægra verði en hefði kostað að framleiða í nágrenninu.
Verðmunurinn er einfaldlega bara auðlindir sem ekki var sóað til að búa til verðmæti til að kaupa dýrari hlutinn.
Þessi hagfræði er ný undir sólinni...
Man ekki eftir að hafa heyrt þessa útskýringu á verðmun áður.
Að kaupa eitthvað framleitt með barnaþrælkun við aðstæður sem væru ekki taldar boðlegar á Íslandi er skiljanelga ódýrara en að framleiða það af fullorðnum einstaklingum á íslenskum lágmarkslaunum við aðstæður sem standast vinnurverndarsjónarmið m.t.t. heilsufarsaðstæðna og öryggis starfsmanna.
Það má kalla það "auðlindir" sem fara í framleiðsluna, en það virkilega siðlaust að kaupa þessar vörur og aðstoða við að viðhalda þessu ástandi.
-
- Fiktari
- Póstar: 80
- Skráði sig: Mið 31. Ágú 2016 19:47
- Reputation: 13
- Staða: Ótengdur
Re: Hvar er flutningskostnaðurinn núna?
rapport skrifaði:
Þessi hagfræði er ný undir sólinni...
Man ekki eftir að hafa heyrt þessa útskýringu á verðmun áður.
Að kaupa eitthvað framleitt með barnaþrælkun við aðstæður sem væru ekki taldar boðlegar á Íslandi er skiljanelga ódýrara en að framleiða það af fullorðnum einstaklingum á íslenskum lágmarkslaunum við aðstæður sem standast vinnurverndarsjónarmið m.t.t. heilsufarsaðstæðna og öryggis starfsmanna.
Það má kalla það "auðlindir" sem fara í framleiðsluna, en það virkilega siðlaust að kaupa þessar vörur og aðstoða við að viðhalda þessu ástandi.
Fáránlegar fullyrðingar! Heldurðu að allt í Asíu sé framleitt með barnaþrælkun? Er ísmolaverksmiðja í Noregi að stunda barnaþrælkun ef hún getur framleitt ísmola á ódýrara verði en þeir væru annars á Íslandi. Heldurðu að eina leiðin til að lækka framleiðslukostnað sé að stunda barnaþrælkun?
Getum tekið dæmi. Japan er tiltölulega snautt af auðlindum. Japönsk fyrirtæki þurfa meira eða minna að flytja hráefni til framleiðslu inn. Japan flytur inn málma frá Ástralíu og Bandaríkjunum, framleiðir t.d. bíla, sendir þessa bíla síðan til Ástralíu og Bandaríkjanna þar sem þeir eru seldir á sambærilegu eða lægra verði en bílar framleiddir í þessum löndum.
Re: Hvar er flutningskostnaðurinn núna?
Risadvergur skrifaði:rapport skrifaði:
Þessi hagfræði er ný undir sólinni...
Man ekki eftir að hafa heyrt þessa útskýringu á verðmun áður.
Að kaupa eitthvað framleitt með barnaþrælkun við aðstæður sem væru ekki taldar boðlegar á Íslandi er skiljanelga ódýrara en að framleiða það af fullorðnum einstaklingum á íslenskum lágmarkslaunum við aðstæður sem standast vinnurverndarsjónarmið m.t.t. heilsufarsaðstæðna og öryggis starfsmanna.
Það má kalla það "auðlindir" sem fara í framleiðsluna, en það virkilega siðlaust að kaupa þessar vörur og aðstoða við að viðhalda þessu ástandi.
Fáránlegar fullyrðingar! Heldurðu að allt í Asíu sé framleitt með barnaþrælkun? Er ísmolaverksmiðja í Noregi að stunda barnaþrælkun ef hún getur framleitt ísmola á ódýrara verði en þeir væru annars á Íslandi. Heldurðu að eina leiðin til að lækka framleiðslukostnað sé að stunda barnaþrælkun?
Getum tekið dæmi. Japan er tiltölulega snautt af auðlindum. Japönsk fyrirtæki þurfa meira eða minna að flytja hráefni til framleiðslu inn. Japan flytur inn málma frá Ástralíu og Bandaríkjunum, framleiðir t.d. bíla, sendir þessa bíla síðan til Ástralíu og Bandaríkjanna þar sem þeir eru seldir á sambærilegu eða lægra verði en bílar framleiddir í þessum löndum.
Þú talaðir um að það væri minni "sóun" fólgin í að kaupa norska ísmola en raunin er að þá er meiri sóun og minni gróði.
Þetta er bara spurning um markaðsverð, hvað fólk er tilbúið að borga.
Fjarlægð okkar frá öðrum mörkuðum hefur gert það að verkum markaðurinn er lítill, samkeppni varla þekkist og áhrifin eru að verðlag á Íslandi er nokkuð einstakt, t.d. þá er verð á allflestum vörum hérna töluvert hærra en erlendis.
Ísmolaframleiðandi á Íslandi var hugsanlega með einokunarstöðu og seldi klaka á svo háu verði að einhverjum datt í hug að flytja til landsins klaka til græða á þessu háa markaðsverði sem hafði myndast.
Hvað varðar framleiðslu Toyota - http://toyota-club.net/files/2004/04-01 ... apan-2.htm
Toyota er þekkt fyrir sínar verksmiðjur um allan heim, sína framleiðslutækni og að vera #1 í JIT skiplaggningu, sem m.a. felst í að semja af sér ábyrgð á aðfangakeðjunni nær alla leið inn á framleiðlugólf, það er einfaldlega ábyrgð birgis að afhenda vöru XXX í magni YYY inn á gólf hjá Toyota með sáralitlum lead time.
p.s. ég sagði ekki að þetta væri fáránlegt, ég sagði að þetta vær nýtt undir sólinni.
Fólk virðist halda í þá trú að það sé beinst samband milli framleiðslukostnaðar og smásöluverðs...
Þeir sem halda það lifa í blekkingu, hver trúir því t.d. að ef iPhone 10 verður ódýrari í framleiðslu en iPhone 9 að hann verði verðlagður eitthvað ódýrara?
Ef það er hægt að selja síma á $700 á eru þeir seldir á $700, sama þó þeir séu framleiddir fyrir $100 eða $10.
Sama gildir um klakana, pokinn kostar 500kr. Bónus gat valið um að kaupa af innlendum aðila eða erlendum en þeim er líklega nokk sama svo lengi sem þeir eru að græða. Með því að flytja inn klaka þá eru þeir eð benda viðkomandi aðila á að bjóða betri verð annars verði hann sniðgenginn.
Þetta er í raun eðlileg samkeppni og það er akkúrat meira svona sem gæti gert íslenskan markað heilbrigðari, það er alveg óþolandi að sjá hvað það eru margir sem ætla alltaf að verða græðir á að kaupa eitthvað ódýrt erlendis og selja það dýrt hér innanlands, aaaalveg ...
Re: Hvar er flutningskostnaðurinn núna?
Þetta er auðvitað skondið.
Ég var í partý í kvöld þar sem klaki var notaður á barnum. Auðvitað var þetta innfluttur klaki. Maður er hugsi yfir því, jú vatnið er fríkeypis á Íslandi, rafmagnið er hið hræódýrasta í evrópu, en samt er innfluttur klaki greinilega málið.
Ég var í partý í kvöld þar sem klaki var notaður á barnum. Auðvitað var þetta innfluttur klaki. Maður er hugsi yfir því, jú vatnið er fríkeypis á Íslandi, rafmagnið er hið hræódýrasta í evrópu, en samt er innfluttur klaki greinilega málið.
*-*
-
- Fiktari
- Póstar: 80
- Skráði sig: Mið 31. Ágú 2016 19:47
- Reputation: 13
- Staða: Ótengdur
Re: Hvar er flutningskostnaðurinn núna?
rapport skrifaði:Þú talaðir um að það væri minni "sóun" fólgin í að kaupa norska ísmola en raunin er að þá er meiri sóun og minni gróði.
Ha ?
rapport skrifaði:Þeir sem halda það lifa í blekkingu, hver trúir því t.d. að ef iPhone 10 verður ódýrari í framleiðslu en iPhone 9 að hann verði verðlagður eitthvað ódýrara?
Ef það er hægt að selja síma á $700 á eru þeir seldir á $700, sama þó þeir séu framleiddir fyrir $100 eða $10.
Og neytendum stendur til boða að gommu af öðrum símum sambærilegir eða betri á sambærilegu eða lægra verði. Apple hefur ekki ótakmarkað rými til að verðleggja símana sína eins og þeim sýnist. Ef tækniframfarir í símaframleiðslu leiða til þess að framleiðslukostnaðurinn lækkar hversu líklegt finnst þér að apple geti haldið verðinu þar sem sýnist ef flaggskipin frá hinum framleiðendunum fara skyndilega að kosta 600 eða 500?
Sama gildir um Bónus í dæminu þínu. Hvað er það við Bónus sem gerir það að verkum að þeir geta fengið svaka ódýran ís en samkeppnisaðilarnir ekki? Líklegast ekkert. Og af hverju ættu samkeppnisaðilarnir ekki að bjóða vöru á lægra verði en Bónus ef þeim stendur varan til boða á annað borð? *
*Já allir sem reka verslun á Íslandi eru örugglega okrarar og svindlarar og það þarf ekkert að snúa þessu upp í hvað allir séu mikil svín!
Re: Hvar er flutningskostnaðurinn núna?
Risadvergur skrifaði:rapport skrifaði:Þú talaðir um að það væri minni "sóun" fólgin í að kaupa norska ísmola en raunin er að þá er meiri sóun og minni gróði.
Ha ?
Þú sagðir:
Risadvergur skrifaði:Ef einhver aðili getur framleitt ísmola á ódýrari/hagkvæmari hátt úti í Noregi og flutt þá til Íslands og selt á lægra verði þá er minni sóun fólgin í því að versla við þann aðila en hinn innlenda.
og
Risadvergur skrifaði:Verðmunurinn er einfaldlega bara auðlindir sem ekki var sóað til að búa til verðmæti til að kaupa dýrari hlutinn.
Svo benti ég á eðlismuninn sem getur verið á auðlindum og svo bent ég á að markaðsverð ræðst yfirleitt ekki af framleiðsluverði.
Í fyrsta innlegginu hér í þræðinum þá benti ég líka á að þessi stærri fyrirtæki sem eru með sín eigin vöruhús við höfnina taka skip á leigu en neota ekki gámaflutninga.
Fyrir vikið er það "sóun" að fylla ekki skipið s.s. breytilegi kostnaðurinn við að bæta við gám er sáralítill, þá er keypt uppfyllingaefni t.d. Pepsi Max, klaki eða kanadískt bakkelsi (ódýrt frá UK).
Þetta þarf ekki að hafa verið þaulhugsað plan um að klekkja á þessum eina klakaframleiðanda hérna á Íslandi eða Ölgerðinni.
Ég hef ekki unnið við verslun í c.a. 10 ár en þekki til margra sem eru með heiðarlegan rekstur, það var ekki ætlunin að drulla yfir alla.
Það virðist bara einkenna markaðinn hérna að fólk haldi að það sé eðlilegt að það eigi að vera mikill hagnaður af verlsun, jafnvel þó að engin þjónusta eða einhverskonar ábyrgð fylgi, það er það sem ég var að gagnrýna (fyrir utan fákeppnina sem fær að viðgangast)
-
- Fiktari
- Póstar: 80
- Skráði sig: Mið 31. Ágú 2016 19:47
- Reputation: 13
- Staða: Ótengdur
Re: Hvar er flutningskostnaðurinn núna?
Ég sé að þú hefur ekki skilið hvað ég var að segja.
Ef eitthvað kostar 1000 krónur úti í búð og sambærileg vara kostar 1200 og þú ert með 2000 krónur á tímann við vinnu þína þá þurftir þú að verja 30 mín til að hafa efni á fyrri vörunni og 36 mín til að hafa efni á seinni vörunni. Það eru aukalegar 6 mínútur sem bíllinn var í gangi, eða tölvan eða vélarnar í verksmiðjunni. Já þetta er mjög einfaldað dæmi þar sem starfsmaðurinn labbar ekki bara út og slekkur á öllu þegar honum hentar en sé horft til samfélagsins sem heildar þá sjáið þið vonandi að allt samfélagið sparar/græðir á lægra vöruverði.
Varðandi þetta gámadæmi þitt. Hvað gerist ef þessi aukagámur endar síðan bara í ruslinu? Er það ekki sóun?
---
Bæti við hérna aðeins. Þó svo að það kosti kannski sáralítið að flytja einn aukagám þá verður líka að horfa til þess að það er ekki bara kostnaðurinn við flutningana á gámnum. Vörurnar í gámnum kosta líka og það er ekki nóg að flytja inn gáminn. Auka vörur þýða auka pláss og auka pláss kostar. Auka vörur geta líka þýtt afskriftir og afskriftir kosta og í lok dags er það eina sem skiptir fyrirtækið máli hvoru megin það er við núllið og það er fyrst og fremst það sem stýrir því hvort þessi aukagámur er látinn fylgja með eða ekki.
Tap vegna vondra ákvarðana minnkar síðan getu fyrirtækisins til þess að lækka verð sem annars hefði mögulega verið mögulegt. Það opnar vissulega á það að samkeppnisaðili steli viðskiptum frá því fyrirtæki með að bjóða vöruna á lægra verði eða ef samkeppnisaðilinn er ekki til staðar þá er það þínar krónur sem fara í þetta sem hefðu getað farið í eitthvað allt annað.
Ef eitthvað kostar 1000 krónur úti í búð og sambærileg vara kostar 1200 og þú ert með 2000 krónur á tímann við vinnu þína þá þurftir þú að verja 30 mín til að hafa efni á fyrri vörunni og 36 mín til að hafa efni á seinni vörunni. Það eru aukalegar 6 mínútur sem bíllinn var í gangi, eða tölvan eða vélarnar í verksmiðjunni. Já þetta er mjög einfaldað dæmi þar sem starfsmaðurinn labbar ekki bara út og slekkur á öllu þegar honum hentar en sé horft til samfélagsins sem heildar þá sjáið þið vonandi að allt samfélagið sparar/græðir á lægra vöruverði.
Varðandi þetta gámadæmi þitt. Hvað gerist ef þessi aukagámur endar síðan bara í ruslinu? Er það ekki sóun?
---
Bæti við hérna aðeins. Þó svo að það kosti kannski sáralítið að flytja einn aukagám þá verður líka að horfa til þess að það er ekki bara kostnaðurinn við flutningana á gámnum. Vörurnar í gámnum kosta líka og það er ekki nóg að flytja inn gáminn. Auka vörur þýða auka pláss og auka pláss kostar. Auka vörur geta líka þýtt afskriftir og afskriftir kosta og í lok dags er það eina sem skiptir fyrirtækið máli hvoru megin það er við núllið og það er fyrst og fremst það sem stýrir því hvort þessi aukagámur er látinn fylgja með eða ekki.
Tap vegna vondra ákvarðana minnkar síðan getu fyrirtækisins til þess að lækka verð sem annars hefði mögulega verið mögulegt. Það opnar vissulega á það að samkeppnisaðili steli viðskiptum frá því fyrirtæki með að bjóða vöruna á lægra verði eða ef samkeppnisaðilinn er ekki til staðar þá er það þínar krónur sem fara í þetta sem hefðu getað farið í eitthvað allt annað.
Re: Hvar er flutningskostnaðurinn núna?
Risadvergur skrifaði:Ég sé að þú hefur ekki skilið hvað ég var að segja.
Ef eitthvað kostar 1000 krónur úti í búð og sambærileg vara kostar 1200 og þú ert með 2000 krónur á tímann við vinnu þína þá þurftir þú að verja 30 mín til að hafa efni á fyrri vörunni og 36 mín til að hafa efni á seinni vörunni. Það eru aukalegar 6 mínútur sem bíllinn var í gangi, eða tölvan eða vélarnar í verksmiðjunni. Já þetta er mjög einfaldað dæmi þar sem starfsmaðurinn labbar ekki bara út og slekkur á öllu þegar honum hentar en sé horft til samfélagsins sem heildar þá sjáið þið vonandi að allt samfélagið sparar/græðir á lægra vöruverði.
Ég skil þig alveg, ég er bara að benda á að ef vara út í búð kostar 1000 eða 1200 þá kostaði líklega 50-100 að framleiða hana og þessar 1000 og 1200 er bara það markaðsverð sem fólk er tilbúið að borga.
Hvað varðar norska klakann, þá er hann ekkert dýrari en sá íslenski, hugsanlega jafnvel ódýrari.
Ekki af því að íslenskur klaki er dýr í framleiðslu, heldur af því að markaðsverð á Íslandi er svo hátt.
Risadvergur skrifaði:Varðandi þetta gámadæmi þitt. Hvað gerist ef þessi aukagámur endar síðan bara í ruslinu? Er það ekki sóun?
Jú, en ef innkaupamaðurinn hefur eitthvað vit í kollinum + sölu og markaðsdeild viðkomandi fyrirtækis vinnur fyrir laununum sínum, þá ætti þetta ekki að vera vandamál, sérstaklega ekki fyrir vöru sem hefur langan líftíma, sbr. erlent bakkelsi, gos og klaka (rennur út á einhverjum mánuðum).
Risadvergur skrifaði:Bæti við hérna aðeins. Þó svo að það kosti kannski sáralítið að flytja einn aukagám þá verður líka að horfa til þess að það er ekki bara kostnaðurinn við flutningana á gámnum. Vörurnar í gámnum kosta líka og það er ekki nóg að flytja inn gáminn. Auka vörur þýða auka pláss og auka pláss kostar. Auka vörur geta líka þýtt afskriftir og afskriftir kosta og í lok dags er það eina sem skiptir fyrirtækið máli hvoru megin það er við núllið og það er fyrst og fremst það sem stýrir því hvort þessi aukagámur er látinn fylgja með eða ekki.
Þessi fyrirtæki sem um ræðir eiga ekki í neinum lausafjárvanda að stríða og eru ekki skuldsett, fyrir þau er "tækifærið/valkosturinn" til að selja meira, meira virði en hugsanlegt tap.
Risadvergur skrifaði:Tap vegna vondra ákvarðana minnkar síðan getu fyrirtækisins til þess að lækka verð sem annars hefði mögulega verið mögulegt. Það opnar vissulega á það að samkeppnisaðili steli viðskiptum frá því fyrirtæki með að bjóða vöruna á lægra verði eða ef samkeppnisaðilinn er ekki til staðar þá er það þínar krónur sem fara í þetta sem hefðu getað farið í eitthvað allt annað.
[/quote]
Rýrnun í verslunum á Íslandi og þá sérstaklega dagvöruverslunum er að minnstu leiti vegna þess að vara rennur út, rýrnun eru oftast vegna mistaka starfsmanna, þjófnaðar þeirra eða þjófnaðar viðskiptavina.
Sbr.
https://www.oryggi.is/fyrirtaeki-oryggi ... unarvarnir
http://www.vidskiptabladid.is/frettir/r ... nina/8115/