Hvað er málið með fólk!

Allt utan efnis

Höfundur
robbi553
Nörd
Póstar: 130
Skráði sig: Þri 24. Maí 2016 20:21
Reputation: 17
Staða: Ótengdur

Hvað er málið með fólk!

Pósturaf robbi553 » Mán 09. Jan 2017 17:57

Ætla aðeins að deila með ykkur vandræðum mínum undanfarna daga. Ég er semsagt að leita mér að notuðum örgjörva í socket 1151 og ég er búinn að fá nokkur boð þar sem seljandinn hættir við. Hann Emil40 lofaði mér tildæmis i5 6400 sem hann ætlaði að afhenda snemma í janúar því hann var að kaupa sér 7700k. Svo bara hætti hann að svara mér. Hann er greinilega kominn með 7700k vegna þess að hann setti inn póst að hann þurfti hjálp við að yfirklukka hann. En það er ekki allar hremmingarnar. Ég var nefnilega búinn að selja gamla örgjörvan og móðurborðið mitt í gegnum póstkröfu. Og sú manneskja hefur ekki en sótt þann pakka. Þannig ég er búinn að fjárfesta í B150 móðurborð á á engan veginn efni á nýjum örgjörva. Vildi bara aðeins deila þessu með ykkur. Búinn að læra það að treysta ekki svona fólki.



Skjámynd

vesi
Bara að hanga
Póstar: 1524
Skráði sig: Sun 07. Des 2008 10:19
Reputation: 132
Staðsetning: Hér og þar..........Aðalega þar...
Staða: Ótengdur

Re: Hvað er málið með fólk!

Pósturaf vesi » Mán 09. Jan 2017 17:59

Á þetta ekki heima hér viewtopic.php?f=11&t=26603


MCTS Nov´12
Asus eeePc


Höfundur
robbi553
Nörd
Póstar: 130
Skráði sig: Þri 24. Maí 2016 20:21
Reputation: 17
Staða: Ótengdur

Re: Hvað er málið með fólk!

Pósturaf robbi553 » Mán 09. Jan 2017 18:00

vesi skrifaði:Á þetta ekki heima hér viewtopic.php?f=11&t=26603


Æ. Fattaði það ekki. Er eitthver leið að færa þetta?



Skjámynd

Alfa
Geek
Póstar: 828
Skráði sig: Mið 02. Apr 2008 13:14
Reputation: 108
Staðsetning: Vestmannaeyjar
Staða: Ótengdur

Re: Hvað er málið með fólk!

Pósturaf Alfa » Mán 09. Jan 2017 19:15

Þetta á vissulega heima þarna Robbi en ég er samt sammála þér, mér finnst svik hafa aukist og gjörsamlega óþolandi þegar fólk getur ekki uppfært auglýsingarnar sínar og verið að spyrja um hluti sem eru seldir fyrir mörgum vikum t.d. og engin svarar.


TOW : Be quiet! Pure Base 500DX PSU : Corsair RMx 850W MB : MSI B550 Gaming Edge Wifi CPU : AMD 5800X3D + EK-Nucleus AIO CR240 H2O
Mem : 32GB 3600Mhz G.Skill Neo RGB GPU : PALIT 4080 RTX GAMEROCK
SSD : 250GB Samsung Evo 960 + 1TB WD 770 M2 + 500GB Samsung Evo 850 + 1TB WD HDD OS : W10
LCD : LG 32GP850 32" + AOC 24G2U KEY : Roccat Vulcan 121 MOU : Logitech PRO X Superlight


Tbot
/dev/null
Póstar: 1476
Skráði sig: Þri 01. Nóv 2011 13:42
Reputation: 304
Staðsetning: Rvk
Staða: Ótengdur

Re: Hvað er málið með fólk!

Pósturaf Tbot » Mán 09. Jan 2017 20:26

robbi553 skrifaði:
vesi skrifaði:Á þetta ekki heima hér viewtopic.php?f=11&t=26603


Æ. Fattaði það ekki. Er eitthver leið að færa þetta?


Ein mestu vandræðin með þennan þráð er að það vantar að uppfæra þannig að nöfnin séu strax á 1. síðu, svo það þurfi ekki að rúlla í gegnum 20 síður til að sjá/athuga nöfnin.



Skjámynd

Alfa
Geek
Póstar: 828
Skráði sig: Mið 02. Apr 2008 13:14
Reputation: 108
Staðsetning: Vestmannaeyjar
Staða: Ótengdur

Re: Hvað er málið með fólk!

Pósturaf Alfa » Mán 09. Jan 2017 20:32

Einfaldast er nú bara gera search á þráðinn, þá finnurðu einstakling sem þú ert að gera viðskipti við strax, ef hann er þar.


TOW : Be quiet! Pure Base 500DX PSU : Corsair RMx 850W MB : MSI B550 Gaming Edge Wifi CPU : AMD 5800X3D + EK-Nucleus AIO CR240 H2O
Mem : 32GB 3600Mhz G.Skill Neo RGB GPU : PALIT 4080 RTX GAMEROCK
SSD : 250GB Samsung Evo 960 + 1TB WD 770 M2 + 500GB Samsung Evo 850 + 1TB WD HDD OS : W10
LCD : LG 32GP850 32" + AOC 24G2U KEY : Roccat Vulcan 121 MOU : Logitech PRO X Superlight

Skjámynd

Moldvarpan
Vaktari
Póstar: 2587
Skráði sig: Fös 16. Mar 2007 21:31
Reputation: 482
Staða: Ótengdur

Re: Hvað er málið með fólk!

Pósturaf Moldvarpan » Þri 10. Jan 2017 04:50

Ég er sammála þér að það er mjög leiðinlegt að lenda í svona veseni.

Hef sjálfur lent í þessu, oftar en einu sinni.

Málið er samt að það eru sumir notendur eru með fötlun, þroskaskert og eða veikt á geði.
Sumir eru fyllibyttur, og þykjast alltaf ætla selja allt og uppfæra meðan það er fullt. Svo þegar rennur af þeim, þá vilja þeir ekkert selja.


Ég er með allavegana 4 notendanöfn á svona einstaklingum sem ég forðast að eiga viðskipti við, vegna þess að það er oftast bara þvæla.



Skjámynd

kiddi
Stjórnandi
Póstar: 1198
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 03:55
Reputation: 255
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hvað er málið með fólk!

Pósturaf kiddi » Þri 10. Jan 2017 09:00

robbi553 skrifaði:Ætla aðeins að deila með ykkur vandræðum mínum undanfarna daga.


Það eru allavega tvær dýrmætar lexíur komnar í þessu veseni hjá þér.

1) Aldrei afhenda vöru nema vera kominn með pening í hendur, engar póstkröfur.
2) Ekki gera tölvuna þína óstarfhæfa án þess að vera með allt sem þú þarft í höndunum. Þetta er svona svipað eins og að panta tengiflug á milli landa og treysta því að fyrri flugvélin lendi á áætluðum tíma svo þú náir örugglega næstu vél.

Það er algjör dauði að selja hluti stundum, sérstaklega á Bland.is þar sem fjórir af hverjum fimm eru tillitslaus fífl þar sem enginn stendur við neitt sama hvað, og þrír af hverjum fimm á Facebook sækja aldrei það sem þeir ætla að kaupa, en mér hefur almennt gengið vel að selja á vaktin.is, 7-9-13. Besta leiðin til að berjast við þetta rugl er að vera toppmaður sjálfur og vera alltaf heiðarlegur við kaupendur/seljendur. Eitt tipp að lokum: Aldrei taka frá vörur fyrir neinn nema í nokkra klukkutíma að hámarki, fyrstur kemur fyrstur fær.



Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16576
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2137
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hvað er málið með fólk!

Pósturaf GuðjónR » Þri 10. Jan 2017 10:18

- þráður lagaður og ellefu useless offtopic komment fjarlægð-