Kauphegðun þín - netverslun vs. íslensk smávöruverslun

Allt utan efnis
Skjámynd

Höfundur
appel
Stjórnandi
Póstar: 5599
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1054
Staða: Ótengdur

Kauphegðun þín - netverslun vs. íslensk smávöruverslun

Pósturaf appel » Mán 02. Jan 2017 15:09

Maður er svona að velta þessu fyrir sér. Ég er byrjaður að panta mun meira á netinu en áður. Umfjöllun um íslenskt okur hefur hjálpað til að ýta mér í þá átt. Maður ber saman verð einhverrar vöru í íslenskri sérverslun við verð í erlendri netverslun, og þrátt fyrir sendingakostnað og vsk+toll og annað þá er hagstæðara að panta erlendis frá.

Þetta er eiginlega þannig að maður tekur svo miklu meira eftir okrinu í þessum verslunum hérna en áður, því það er orðið svo sjálfsagt að panta þetta allt saman af netinu bara.

Eina við netverslun er að sendingatími getur orðið doldið langur stundum, þessar 2 vikur. En maður þarf bara að læra að vera þolinmóður.

Maður veltir fyrir sér framtíð íslenskrar smávöruverslunar þegar flestir panta þetta bara á netinu. Kannski þetta breytist allt í lundabúðir, maður veit ekki.


En hver er þín kauphegðun í tengslum við þetta í dag?


*-*

Skjámynd

Dropi
FanBoy
Póstar: 791
Skráði sig: Fim 10. Júl 2008 20:54
Reputation: 229
Staða: Ótengdur

Re: Kauphegðun þín - netverslun vs. íslensk smávöruverslun

Pósturaf Dropi » Mán 02. Jan 2017 15:14

Kaupi oft af Att :) og hef gert allt frá því ég fermdist 2005 og keypti fyrstu alvöru vélina mína

edit: en auðvitað kaupir maður úti og í ferðalögum, keypti ultrawide skjáinn minn af Amazon, munaði svo viðbjóðslega mikið á honum hérna heima, man ekki hvar ég sá hann þá en það var held ég í start
Síðast breytt af Dropi á Mán 02. Jan 2017 15:17, breytt samtals 1 sinni.


LG 38GN95B-B 3840x1600p160Hz - Logitech GMX508 - dasKeyboard Professional 4
Xiaomi Mi Notebook Pro 15 i7/16/256
R5 5600 - 32GB DDR4@3200 - Asus X470 Strix - Zotac RTX 3080Ti Holo Amp
Unraid Xeon E5 2637 v4 - 256GB DDR4 ECC - Huananzhi F8 X99 - 4x 4TB Seagate Exos SAS

Skjámynd

hagur
Besserwisser
Póstar: 3125
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
Reputation: 455
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Kauphegðun þín - netverslun vs. íslensk smávöruverslun

Pósturaf hagur » Mán 02. Jan 2017 15:15

Ég er sammála þessu. Ég kaupi orðið ekkert hérna heima (nema bensín + mat) án þess að a.m.k skoða verð í netverslunum erlendis. Ef mér finnst varan á "sanngjörnu" verði hérna heima, þá kaupi ég hérlendis, annars á netinu. Hvað er sanngjarnt verð er auðvitað bara matsatriði, en ég er alveg til í að borga extra fyrir að geta labbað bara útí búð og fengið vöruna strax, en ef mér finnst verðmunurinn vera orðinn of mikill þá er ég til í að spara pening og bíða í nokkra daga eftir vörunni.



Skjámynd

Halli25
Bara að hanga
Póstar: 1577
Skráði sig: Fim 13. Sep 2007 12:42
Reputation: 67
Staðsetning: Hveragerði
Staða: Ótengdur

Re: Kauphegðun þín - netverslun vs. íslensk smávöruverslun

Pósturaf Halli25 » Mán 02. Jan 2017 15:16

Verður samt að passa sig á eftirlíkingum, líklega var ég að hlaupa á mig með úlpu frá The North face... kemur í ljós í næstu viku. Vonandi grey market vara en borgaði bara 9K + vsk. fyrir hana með flutningi :)

Venjulegt verð frá North face er 27K + vsk. en þú færð varla góða hérlendis á þennan pening nema á ofurútsölu.


Starfsmaður @ IOD

Skjámynd

kiddi
Stjórnandi
Póstar: 1198
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 03:55
Reputation: 255
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Kauphegðun þín - netverslun vs. íslensk smávöruverslun

Pósturaf kiddi » Mán 02. Jan 2017 16:14

Ég finn mikið til með mörgum íslenskum verslunum í dag. Margar búðir verða, umboðanna sinna vegna, að panta sínar vörur frá evrópskum útibúum þar sem álagningin er hærri en t.d. í Bandaríkjunum, þar sem við getum oft verslað beint sjálf. Það er fáránlegt hvað það munar oft á t.d. japanskri vöru, eftir því hvort hún fari í gegnum bandaríska eða evrópska heildverslun/dreifingarstöð. Ég veit um nokkur dæmi í ljósmyndagræjuheiminum t.d. þar sem íslenskar búðir geta boðið heimsins bestu verð á nokkrum vöruflokkum þökk sé góðra tenginga við framleiðendur, en í sömu verslun er einnig að finna heimsins dýrasta verð á öðrum vöruflokkum. Það er ferlega erfitt fyrir íslensku búðirnar að keppa við bandaríska netverslun.

Svo eru önnur dæmi líka, t.d. rafmagnspíanó sem íslensk verslun er með umboð fyrir, en selur kannski 3-5 stykki á ári sem þýðir að verðið þarf að endurspegla vissa áhættu sem búðin tekur, uppá lagerpláss, gengistryggingu o.s.frv, þannig að íslenski neytandinn þarf að borga allt að 100% hærra verð vegna þess að búðin þarf mögulega að sitja uppi með vöruna í heilt ár þar til hún selst. Nema nú getur íslendingurinn farið beint í "heildsöluna" sem er þá vefverslun erlendis sem er e.t.v. nær framleiðandanum og getur því boðið sömu vöru á miklu lægra verði þar sem aðstæður eru allt aðrar.

Þriðja dæmið er svo heildsalan sem er búin að njóta góðs af einangrun landsins í áratugi og hefur fram að þessu makað krókinn rækilega með glæpsamlegri álagningu vegna þess hve varan hefur verið óaðgengileg fyrir íslendinga, en nú er heimurinn að minnka þökk sé netverslun og þá fer að komast upp um misnotkunina af hálfu heildsalans.

TL:DR; Ég er farinn að versla af netinu í mun meira magni en áður, ekki bara vegna lægra verðs heldur einnig meira úrvals og styttri afhendingatíma. Ég er til í að borga 25% meira til að geta skoðað vöruna hér heima og keypt hana heima strax, en ég er ekki til í að borga 100% hærra verð og jafnvel þurfa að bíða í margar vikur eftir afhendingu því íslenska búðin þarf að safna saman í pöntun til að ná hagræðingu í flutningi. T.d. rafmagnspíanóið sem ég keypti um daginn átti að taka 5-6 vikur að berast í gegnum íslensku búðina og verðið rúmlega 200þ, en ég pantaði sjálfur og fékk afhent á 2 sólarhringum með UPS og fékk fullt af aukahlutum með sem bónus, á 140þ. samtals með öllum gjöldum. Sömuleiðis vantaði mig einusinni varahluti til að gera við Macbook Pro tölvu konunnar, og allar íslensku búðirnar brugðust mér rækilega þar bæði í verði og afgreiðslutíma, ég reddaði mér sjálfur þar líka á 2 dögum (í stað 3-4 vikna) og fyrir helmingi færri krónur. Ath. að ég áfellist ekki þessar íslensku búðir sem ég er að tala um, ég skil að þeirra rekstrarumhverfi er mjög erfitt, en ef ég á möguleika á að spara næstum 50% í kostnaði og fá vöruna í sömu viku, þá auðvitað hugsa ég um minn rass fyrst.



Skjámynd

mind
1+1=10
Póstar: 1109
Skráði sig: Fim 12. Des 2002 09:21
Reputation: 29
Staða: Ótengdur

Re: Kauphegðun þín - netverslun vs. íslensk smávöruverslun

Pósturaf mind » Mán 02. Jan 2017 16:38

Mér hefur alltaf fundist það vera viss tilgangs og tímaeyða að eltast við að fá t.d. tölvuhluti örlítið ódýrari. Sá geiri hefur frekar mikla og virka samkeppni og því ávinningurinn takmarkaður þar. Hinsvegar ef það geiri sem er þekktur fyrir raunverulegt okur og ósanngirni eins og föt, ilmvötn, fasteignir, bílavarahlutir o.s.f. þá finnst mér ávinningurinn réttlæta að nenna standa í því.



Skjámynd

Hjaltiatla
Besserwisser
Póstar: 3175
Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
Reputation: 546
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: Kauphegðun þín - netverslun vs. íslensk smávöruverslun

Pósturaf Hjaltiatla » Mán 02. Jan 2017 16:44

Kaupi mikið í gegnum netverslanir (Amazon,Aliexpress,Ebay og Levis) .
Mér finnst það ekki í mínum verkahring að halda uppi verslunum hérlendis ef mér líður að verðið þeirra er alltof hátt og verslanir bjóða ekki uppá almennilega þjónustu. Maður fær oft á tíðum betri þjónustu hjá erlendum byrgjum heldur en ef maður væri að versla vöru á Íslandi (t.d raftæki).
Er samt mjög sáttur við Kísildal hvað varðar góða þjónustu og verðlagningu (borga glaður fyrir vöru ef það er góð þjónusta á bakvið verðið).
Sem betur fer erum við loksins byrjuð að geta átt val um hvort við verslum vörur við ákveðin fyrirtæki.

Finnst samt kennitöluflakk vera að eitra markaðinn hérlendis og gera verslunum erfitt fyrir að vera heiðarleg og samkeppnishæf.


Just do IT
  √


Risadvergur
Fiktari
Póstar: 80
Skráði sig: Mið 31. Ágú 2016 19:47
Reputation: 13
Staða: Ótengdur

Re: Kauphegðun þín - netverslun vs. íslensk smávöruverslun

Pósturaf Risadvergur » Mán 02. Jan 2017 17:25

Meðan verðin eru 100-200% hærri hér heima þá borgar það sig algerlega að bíða 1-2 vikur eftir vörunni eða jafnvel lengur.

Það er líka hollt fyrir alla að íslensk verslun fái aðhald frá netverslun. Það letur verslunina til að standa í óhagkvæmu lagerhaldi og hvetur verslunina til að endurgera samninga við birgjana sína til að fá hagkvæmari verð.

Ég held hinsvegar að íslensk verslun sé í ákveðinni klemmu hvað það snertir að hún er oft skyldug til að taka vörur í gegnum evrópska birgja á óhagstæðari kjörum en þekkjast á heimsvísu. Ég hef persónulega fengið þau skilaboð frá sölumanni í ónefndri verslun að að gáfulegasta sem ég geti gert sé einfaldlegast bara að standa sjálfur í innflutningi á vörunni þar sem versluninni sé óheimilt að versla við nokkurn annan en umboðsaðilann í evrópu.

Ég sé hinsvegar fyrir mér í framtíðinni að eðli verslunarfyrirtækja muni breytast mikið. Lagerhald mun minnka stórkostlega og í stað þess að sitja með lager þá fer verslunin yfir í það að þjónusta vöruna.

Nema kannski útivistarfatnaður í dýrari kantinum. Ekki fyrr en heilmyndatæknin gerir þér kleyft að máta heima í stofu.



Skjámynd

Höfundur
appel
Stjórnandi
Póstar: 5599
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1054
Staða: Ótengdur

Re: Kauphegðun þín - netverslun vs. íslensk smávöruverslun

Pósturaf appel » Mán 02. Jan 2017 17:43

Já, það er spurning hvort þessar íslensku smávöruverslanir endi á ruslahaugum úreldingunnar einsog vídjó-leigurnar gömlu.

Það sem ég nefnilega tek eftir er alltof mikil yfirbygging í verslun á höfuðborgarsvæðinu (sérstaklega) fyrir þetta fámenni. Of margar stórar verslanir, og of margar smáar sérhæfðar verslanir. Svo kemur aldrei neinn að versla í þetta. Stundum veit ég ekki hvernig sumar verslanir haldast í rekstri hérna. Systir mín vann í kvennaskóbúð í Smáralind fyrir einhverjum mörgum árum síðan, og suma daga var hún bara að selja 2-3 skópör á dag.

Þannig að auðvitað þarf álagning á þessum vörum að vera í samræmi við þessa yfirbyggingu.

En þú ert ekki að borga fyrir þessa yfirbyggingu með því að panta beint frá lager erlendis frá.

Ekki vil ég vera eigandi að fasteignum undir verslunarhúsnæði á Íslandi næstu 10-15 árin.


*-*

Skjámynd

Hjaltiatla
Besserwisser
Póstar: 3175
Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
Reputation: 546
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: Kauphegðun þín - netverslun vs. íslensk smávöruverslun

Pósturaf Hjaltiatla » Mán 02. Jan 2017 17:57

appel skrifaði:Já, það er spurning hvort þessar íslensku smávöruverslanir endi á ruslahaugum úreldingunnar einsog vídjó-leigurnar gömlu.


Síðan er auðvitað líka hýsingarþjónusta, sala á bókum og afþreyingu á netinu mjög aftarlega hér á landi.

Ég kaupi mér t.d hljóðbækur á Amazon (audible) ,hlusta á Spotify og er með aðgang að safaribooksonline.

Mér finnst mjög þæginlegt að geta rúllað upp vél t.d á Digital Ocean , keypt mér lén t.d af Godaddy og séð um Dns mál sjálfur.
Amazon Web services , Azure , Google Gsuite og Office365 er komið til að vera.

Hins vegar er alltaf gott að geta átt möguleikann á að setja up dedicated server í gagnaveri hérlendis ef þess gerist þörf.

Þá er þetta í raun sama pælingin , góð þjónusta á bakvið vöru ef maður kaupir af aðila hérlendis ( að geta talað við manneskju sem þekkir vöruna mjög vel ).


Just do IT
  √

Skjámynd

depill
Stjórnandi
Póstar: 1573
Skráði sig: Mán 04. Júl 2005 17:09
Reputation: 254
Staðsetning: Reykjavík, Iceland
Staða: Ótengdur

Re: Kauphegðun þín - netverslun vs. íslensk smávöruverslun

Pósturaf depill » Mán 02. Jan 2017 20:04

Ég versla örugglega svona 80% af neyslunni minni hérna heima. Bensín, Matur, Bleyjur, Þvottaefni og almennar rekstrarvörur versla ég hérna heima. Svo versla ég mér oft "upplifanir" hérna heima líka og svo auðvita þessi venjulega þjónusta. Minn peningur fer mest í bara þetta almenna, kaupi mér voða lítinn óþarfta, er ekki græjuóður og eyði helst aukalegum pening í það að reyna ferðast með annað hvort konunni eða strákunum mínum líka.

Oft þegar ég hef verið að reyna kaupa barnaleikföng erlendis frá hefur sendingarkostnaður svo drepið þær hugmyndir mínir, þannig að leikföngin kaupi ég ofast hérna heima ( enda er þetta kannski gjafir fyrir mesta lagi 10-15 þúsund krónur sem ég gef strákunum mínum ( 1 -2 ára ) ).

Ég nýti mér eithvað netverslanir ( og þá sérstaklega fyrir barnaföt ef ég er á leiðinni út og fæ uppá hótel ), föt versla ég mest erlendis þegar ég fer samt oftast út. Kannski breytist það með komu H&M. Símtæki og þetta hef ég líka oftast verslað hérna heima, finnst munurinn eftir vsk og þetta ekki nægilegur til að réttlæta það að missa ábyrgðina og þetta ( get reyndar sagt að þjónustan hjá Viss sem allir virðast versla við er ekkert spes ).

Ég er alveg til í að eiga þetta verslunarhúsnæði sem appel vill ekki eiga eftir 5-10 ár held það verði enn ágætt að gera þar, enda þetta húsnæði frekar dýrt í dag, það koma bara vonandi skemmtilegri búðir.

Og já varðandi hýsingarþjónustu, hún er augljóslega mikið betri erlendis og það væri helst að einn af þessum stóru myndi hreinlega koma með gagnaver hingað til að aðrir verði samkeppnishæfir. Því miður er það orðið þannig að þetta eru bara nokkrir stórir sem hafa getað "keep up" maður er meiri segja byrjað að sjá stóra playera eins og Rackspace byrjaða að hellast út.

Ég nýti mér iCloud þjónustu Apple, hún er þæginleg, ódýr og virkar vel með "epla" deviceunum mínum.



Skjámynd

Hjaltiatla
Besserwisser
Póstar: 3175
Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
Reputation: 546
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: Kauphegðun þín - netverslun vs. íslensk smávöruverslun

Pósturaf Hjaltiatla » Mán 02. Jan 2017 20:51

depill skrifaði:Og já varðandi hýsingarþjónustu, hún er augljóslega mikið betri erlendis og það væri helst að einn af þessum stóru myndi hreinlega koma með gagnaver hingað til að aðrir verði samkeppnishæfir. Því miður er það orðið þannig að þetta eru bara nokkrir stórir sem hafa getað "keep up" maður er meiri segja byrjað að sjá stóra playera eins og Rackspace byrjaða að hellast út.


Klárlega að fá erlenda aðila til að koma með gagnaver eða starfsemi til landsins , við erum allavegana að gera áhugaverða hluti á heimsmælikvarða þegar kemur að því að nýta rafmagn. Finnst verkefnið hérlendis að bora 5 km borholu og nýta jarðvarmann til að búa til tífalt meiri orku en þegar eingöngu borað er 3km vera verkefni sem væri gáfulegra að horfa á en að vera meðalmanneskja (eða undir meðallagi) að reyna að keppa við þá stóru í að hýsa tölvukerfi. En ef maður þekkir pólítíkusana hér á Íslandi rétt þá myndu þeir eflaust fokka því upp að skattleggja fyrir notkun á rafmanginu okkar ](*,)

https://www.technologyreview.com/s/6031 ... test-hole/


Just do IT
  √

Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16576
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2137
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Kauphegðun þín - netverslun vs. íslensk smávöruverslun

Pósturaf GuðjónR » Mán 02. Jan 2017 23:33

Meðan orðið "útsala" hefur þau áhrif sem það virðist hafa þá þarf íslensk verslun ekki að hafa miklar áhyggjur.
Uppþvottavélin mín tók upp á því að beila um hátíðarnar, kannski "eðlilegt" þar sem hún er orðin 12 ára og nútíma raftæki ekki gerð til að endast lengur, nema hvað...ég ákvað að kíkja í Heimilistæki og skoða vélar en þegar ég kom þangað þá var engu líkara en það væri útsala með 95% afslætti. Þvílíkur fjöldi og læti í fólki, allt af því múgsefjun og mikið af tækjum uppselt þar á meðal sýningartæki á fyrsta degi útsölu.

Ég ákvað svo að kíkja í Elko í Skeifunni á heimleiðinni, þar voru alveg sömu lætin, fólk að tala við sölumann sem var að sýna þeim forljóta Bosch uppþvottavél á 100k og ég horfði á hysteríuna útundan mér, sölumaðurinn sagði að þetta væri vinsæl vél og það væru ekkert sérstaklega margar á lager, það var nóg, án þess að hika eða skoða eitthvað annað þá tók karlinn upp kortið og heimtaði eina strax, STRAX STRAXXX... trikkið að það væru "fáar á lager" virtist ekki klikka þarna! :)



Skjámynd

chaplin
Kóngur
Póstar: 4339
Skráði sig: Fim 26. Mar 2009 14:53
Reputation: 392
Staða: Ótengdur

Re: Kauphegðun þín - netverslun vs. íslensk smávöruverslun

Pósturaf chaplin » Þri 03. Jan 2017 14:38

Triple A's: Asos, Ali, Amazon.

Kaupi öll föt af Asos, öll "minni" raftæki og drasl af Ali og allt annað sem er sent til Íslands af Amazon.

Tölvuverslanir hér á landi hafa almennt verið með eðlilega álagningu, það eru þó dæmi þar sem álagningin slær nálægt 100% en þá kemur Amazon almennt til bjargar.

Fataverslanir eru allt annar hausverkur, engin ábyrgð á draslinu og mörg hundruð prósentu álagning. Ég hef ekki keypt flík hérna heima eftir að ég fann Asos, allar nema 1 flík hafa passað (keypt yfir 30 flíkur) en í því tilviki var ódýrara að panta vöruna aftur í stærri stærð og gefa minni flíkina.

Ég er sammála því að ég er almennt tilbúinn að borga þessi auka 25% fyrir að fá vöruna strax og í ábyrgð heima, en ég bara almennt treysti bara ekki verslunum í dag og kýs frekar að sitja heima, panta vöruna og fá hana 2 dögum seinna upp að dyrum (Asos og Amazon Prime).



Skjámynd

oskar9
vélbúnaðarpervert
Póstar: 943
Skráði sig: Sun 08. Mar 2009 16:52
Reputation: 16
Staða: Ótengdur

Re: Kauphegðun þín - netverslun vs. íslensk smávöruverslun

Pósturaf oskar9 » Þri 03. Jan 2017 14:41

Tek undir með Guðjóni, ég fór í elko Lindir milli jóla og nýárs og það var engu líkara en það væri einhver rýmingarsala í gangi, húsið var kjaftfullt af fólki, auk þess heyrði ég útundan mér 4-5 mismunandi aðila spyrja um lánakjör, netgiró og greiðslufrest eða dreifingu, ekki endilega á nauðsynjavörum, heldur headphones, risa sjónvörpum hátölurum og slíku.
Íslendingar eru kaupóðir, óháð efnahag...


"I think the phrase rhymes with Clucking Bell!"


rbe
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 347
Skráði sig: Fös 06. Des 2013 00:11
Reputation: 73
Staða: Ótengdur

Re: Kauphegðun þín - netverslun vs. íslensk smávöruverslun

Pósturaf rbe » Þri 03. Jan 2017 17:31

núna er útsala í tölvulistanum. var að skoða hvað væri á tilboði þar. þeir virðast vera að slá eitthvað af flestum vörum
skil ekki hvernig verslun einsog tölvulistinn sem er með margar búðir og getur pantað meira magn í einu er með hærri verð en litlar búðir ?
það sem mig vantar er ekki á tilboði.
ætlaði að kaupa 8TB WD RED hann er á 65þús í tölvulistanum. fæ hann á 55þús í computer.is er til þar.

sennilega er brjálað að gera þarna allir að gera "góðan" díl.



Skjámynd

Tiger
Besserwisser
Póstar: 3849
Skráði sig: Sun 16. Mar 2003 13:22
Reputation: 265
Staða: Ótengdur

Re: Kauphegðun þín - netverslun vs. íslensk smávöruverslun

Pósturaf Tiger » Þri 03. Jan 2017 17:46

Það heyrir undir undantekningar að ég versli orðið á klakanum. Hvort sem það eru bílavarahlutir, tölvuvörur eða annað.

Þegar maður getur keypt stakt minniskort frá USA með DHL á 9900kr en kostar 39.990kr (kostaði, þeir lækkuðu niður í 19.990kr þegar þeir sáu umfjöllun um þetta) frá Nýherja þá er mikið að.

Og tala nú ekki um BMW varahluti frá BL eða að utan..... orginal að utan eru oftast á 1/3 eða jafnvel 1/4 af verðinu frá DK.



Skjámynd

chaplin
Kóngur
Póstar: 4339
Skráði sig: Fim 26. Mar 2009 14:53
Reputation: 392
Staða: Ótengdur

Re: Kauphegðun þín - netverslun vs. íslensk smávöruverslun

Pósturaf chaplin » Þri 03. Jan 2017 18:13

Tiger skrifaði:Það heyrir undir undantekningar að ég versli orðið á klakanum. Hvort sem það eru bílavarahlutir, tölvuvörur eða annað.

Þegar maður getur keypt stakt minniskort frá USA með DHL á 9900kr en kostar 39.990kr (kostaði, þeir lækkuðu niður í 19.990kr þegar þeir sáu umfjöllun um þetta) frá Nýherja þá er mikið að.

Og tala nú ekki um BMW varahluti frá BL eða að utan..... orginal að utan eru oftast á 1/3 eða jafnvel 1/4 af verðinu frá DK.

Keypti einmitt dekk hérna heima, með 30% afslætti borgaði ég fyrir stykkið um 18.000 kr. Á síðunni sem var til umfjöllunar um daginn hefði sömu dekk kostað 10.200 kr stykkið með öllum gjöldum. Án afsláttar heima 104.000 kr, án afsláttar að utan 40.800 kr. Eðlilegt?




vesley
Kóngur
Póstar: 4257
Skráði sig: Mán 08. Sep 2008 19:39
Reputation: 192
Staðsetning: við talvuna
Staða: Ótengdur

Re: Kauphegðun þín - netverslun vs. íslensk smávöruverslun

Pósturaf vesley » Þri 03. Jan 2017 19:00

chaplin skrifaði:
Tiger skrifaði:Það heyrir undir undantekningar að ég versli orðið á klakanum. Hvort sem það eru bílavarahlutir, tölvuvörur eða annað.

Þegar maður getur keypt stakt minniskort frá USA með DHL á 9900kr en kostar 39.990kr (kostaði, þeir lækkuðu niður í 19.990kr þegar þeir sáu umfjöllun um þetta) frá Nýherja þá er mikið að.

Og tala nú ekki um BMW varahluti frá BL eða að utan..... orginal að utan eru oftast á 1/3 eða jafnvel 1/4 af verðinu frá DK.

Keypti einmitt dekk hérna heima, með 30% afslætti borgaði ég fyrir stykkið um 18.000 kr. Á síðunni sem var til umfjöllunar um daginn hefði sömu dekk kostað 10.200 kr stykkið með öllum gjöldum. Án afsláttar heima 104.000 kr, án afsláttar að utan 40.800 kr. Eðlilegt?



Þetta með dekkin er einmitt eitt af fáum skiptum þar sem ég hrósa DV fyrir góða umfjöllun. Dekkjaverkstæðin reyndu að fela sig á bakvið dýran sendingarkostnað á dekkjunum og það útskýri verðið, DV fór og athugaði hvað heill gámur af dekkjum kostaði og var sendingarkostnaðurinn undir 1000kr per dekk.

Þetta fer rosalega eftir því hvaða markað maður skoðar, í tölvubransanum á íhlutum og tilheyrandi er samkeppnin mjög aktív, þegar maður skoðar fyrirtækjasviðin er sagan aðeins önnur en þar er líka mikið unnið með afslætti.
Maður minnist ekki einu sinni á fataverslanir þar sem það er bara út í hött.

Hef ég t.d. ákveðið að kaupa sumardekk í vor undir bílinn og ætla þá að panta þau að utan, hvort maður jafnvel reyni að skella í hóppöntun hérna og fá betri díl á verði og sendingu :)



Skjámynd

Tiger
Besserwisser
Póstar: 3849
Skráði sig: Sun 16. Mar 2003 13:22
Reputation: 265
Staða: Ótengdur

Re: Kauphegðun þín - netverslun vs. íslensk smávöruverslun

Pósturaf Tiger » Þri 03. Jan 2017 19:09

chaplin skrifaði:
Tiger skrifaði:Það heyrir undir undantekningar að ég versli orðið á klakanum. Hvort sem það eru bílavarahlutir, tölvuvörur eða annað.

Þegar maður getur keypt stakt minniskort frá USA með DHL á 9900kr en kostar 39.990kr (kostaði, þeir lækkuðu niður í 19.990kr þegar þeir sáu umfjöllun um þetta) frá Nýherja þá er mikið að.

Og tala nú ekki um BMW varahluti frá BL eða að utan..... orginal að utan eru oftast á 1/3 eða jafnvel 1/4 af verðinu frá DK.

Keypti einmitt dekk hérna heima, með 30% afslætti borgaði ég fyrir stykkið um 18.000 kr. Á síðunni sem var til umfjöllunar um daginn hefði sömu dekk kostað 10.200 kr stykkið með öllum gjöldum. Án afsláttar heima 104.000 kr, án afsláttar að utan 40.800 kr. Eðlilegt?


Nákvæmlega, skoðaði einmitt sömu síðu til að athuga með verð á dekkjum. Verðin hjá Max1 var 148.000kr, sömu dekk frá Camskill komin heim með TNT 81.000k.....sama týpa og allt.



Skjámynd

pattzi
Bara að hanga
Póstar: 1504
Skráði sig: Þri 07. Des 2010 00:54
Reputation: 38
Staðsetning: Akranes
Staða: Ótengdur

Re: Kauphegðun þín - netverslun vs. íslensk smávöruverslun

Pósturaf pattzi » Fim 12. Jan 2017 21:24

Kaupi eiginlega allt á netinu nema ég versla flest heimilistæki hérna á akranesi þar sem ég fæ skrifað í reikning og millifæri bara svo mánaðarlega einhverja upphæð ss ef maður er að kaupa þvottavél sjónvarp og þessháttar í dýrari kantinum þá er það gott að geta dreift hlutunum



Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16576
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2137
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Kauphegðun þín - netverslun vs. íslensk smávöruverslun

Pósturaf GuðjónR » Fim 20. Apr 2017 15:21

Sláandi verðmunur þrátt fyrir yfirlýsingar undanfarna daga um verðlækkun á dekkjum á Íslandi.
Viðhengi
camskill.JPG
camskill.JPG (130.11 KiB) Skoðað 3716 sinnum




vesley
Kóngur
Póstar: 4257
Skráði sig: Mán 08. Sep 2008 19:39
Reputation: 192
Staðsetning: við talvuna
Staða: Ótengdur

Re: Kauphegðun þín - netverslun vs. íslensk smávöruverslun

Pósturaf vesley » Fim 20. Apr 2017 18:11

Væri forvitinilegt að sjá ef maður myndi skella í hóppöntun og sjá hvort það sé ekki hægt að ná sendingarkostnaði jafnvel enn meira niður.