jonsig skrifaði:Ég er alveg sammála þér klemmi, öll menntun er góð. En þetta er eins og rafvirki sæki eitthvað hobby námskeið hvernig eigi að tengja venjulega tengla á heimilinu. (bara reyna setja í samhengi) og af prinsipp ástæðu ætti hann ekki að þurfa þess ,engan veginn .Sérstaklega þar sem hann hefur lögverndað starfsheiti yfir þetta fagsvið..
bara prinsipp pæling.
Tjah, CompTIA er ekki það sama og rafeindavirkjun... þetta er í raun mjög basic kunnátta um bilanagreiningu á hug- og vélbúnaði, hvernig einföld netkerfi virka o.s.frv., sem er ekki sjálfgefið að rafeindavirki sé með 100% á hreinu, held að rafeindavirkjanámið sjálft byggi á talsvert hnitmiðaðari og dýpri þekkingu, þó svo að margir rafeindavirkjar geti vel verið fullkomnlega með þessa hluti á hreinu, en þú ert nú líklega frekar með puttann á púlsinum hvað þetta varðar
Hitt er svo annað mál að ég mæli ekki með því að menn gefi sér að mannauðsstjórar og þeir sem sjá um ráðningar séu með á hreinu hvað allar tegundir náms, vottana og gráða felur í sér. Langur listi af "einföldum" vottunum gæti virkað betur á marga heldur en stök iðnmenntunar- eða háskólagráða, þó svo að í raun hafi sú menntun tekið lengri tíma og skilað einstaklingnum meiru...
En þegar öllu er á botninn hvolft þá held ég, líkt og ég nefndi áður, að það geti aldrei sakað að hafa vottanirnar. Hef sjálfur spáð í því að sækja mér CompTIA próf, bara af því að ég held að það væri einfalt fyrir mig sökum reynslu og fyrri starfa, og gæti litið vel út á ferilsskránni
Ef menn eiga smá pening og eru eitthvað að spá í að fara að sækja um vinnur, þá geta þeir líka skoðað verkefnastjórnun, IPMA vottun D, sem á að vera tiltölulega einfalt að sækja sér (eitt próf upp úr einni bók skilst mér) en getur litið vel út að vera "vottaður í verkefnastjórnun".
http://www.vsf.is/vottun/vottunarstig/d-stig-vottunar/