CompTIA A+ próf?

Allt utan efnis
Skjámynd

Höfundur
Njall_L
Stjórnandi
Póstar: 1264
Skráði sig: Mið 29. Okt 2014 20:58
Reputation: 384
Staða: Ótengdur

CompTIA A+ próf?

Pósturaf Njall_L » Fös 30. Des 2016 23:15

Veit einhver hvort að ég geti farið í ComTIA A+ prófið hér á Íslandi og þá hjá hverjum og hvað það kostar. Ég myndi vilja fara í prófið án þess að hafa farið á námskeiðin sem eru oftast undirbúningur.


Löglegt WinRAR leyfi

Skjámynd

Steinman
Nörd
Póstar: 111
Skráði sig: Mið 18. Jan 2012 15:42
Reputation: 5
Staða: Ótengdur

Re: CompTIA A+ próf?

Pósturaf Steinman » Lau 31. Des 2016 00:10

Vona að ég sé ekki að rugla en ég held alveg öruglega að Promennt sé með þetta. http://www.promennt.is/is/namskeid

Edit: Jújú þau eru með þetta þar. http://www.promennt.is/is/namskeid/taekninam. En spurning með hvað prófið eitt og sér kostar.
Síðast breytt af Steinman á Lau 31. Des 2016 00:16, breytt samtals 1 sinni.


|-Evolv X-|-Asus Z370 Gaming-|-i7 8700k-|-Noctua NH D15-|-2x8GB Vengeance 3200MHz-|-SuperNova 750 B2-|-Asus GTX 1080 Strix-|

Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 5106
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 930
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: CompTIA A+ próf?

Pósturaf jonsig » Lau 31. Des 2016 00:11

Til hvers ? Ertu ekki rafeindavirki ?




Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 4197
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Reputation: 1351
Staða: Ótengdur

Re: CompTIA A+ próf?

Pósturaf Klemmi » Lau 31. Des 2016 01:44

jonsig skrifaði:Til hvers ? Ertu ekki rafeindavirki ?


Af hverju ætti hann ekki að vilja bæta við sig vottunum/prófum þó svo að hann sé/væri rafeindavirki?



Skjámynd

Höfundur
Njall_L
Stjórnandi
Póstar: 1264
Skráði sig: Mið 29. Okt 2014 20:58
Reputation: 384
Staða: Ótengdur

Re: CompTIA A+ próf?

Pósturaf Njall_L » Lau 31. Des 2016 07:37

Steinman skrifaði:Vona að ég sé ekki að rugla en ég held alveg öruglega að Promennt sé með þetta. http://www.promennt.is/is/namskeid
Edit: Jújú þau eru með þetta þar. http://www.promennt.is/is/namskeid/taekninam. En spurning með hvað prófið eitt og sér kostar.

Var búin að sjá þetta hjá þeim, heyri bara í þeim eftir áramót

Klemmi skrifaði:
jonsig skrifaði:Til hvers ? Ertu ekki rafeindavirki ?

Af hverju ætti hann ekki að vilja bæta við sig vottunum/prófum þó svo að hann sé/væri rafeindavirki?

Það var nákvæmlega pælingin, langar að bæta við mig einhverju svona ef ég get látið nægja að fara bara í prófið og undirbúa mig sjálfur


Löglegt WinRAR leyfi


Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 4197
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Reputation: 1351
Staða: Ótengdur

Re: CompTIA A+ próf?

Pósturaf Klemmi » Lau 31. Des 2016 11:42

Njall_L skrifaði:Það var nákvæmlega pælingin, langar að bæta við mig einhverju svona ef ég get látið nægja að fara bara í prófið og undirbúa mig sjálfur


Mín skoðun er allavega sú að það sakar aldrei að afla sér meiri menntunar/vottunar/hæfni. Ef þú ert t.d. að sækja um vinnu að þá er aldrei slæmt að hafa eitthvað aukalega framyfir aðra umsækjendur, þó svo að það snerti ekki endilega beint það sem þú ert að sækja um :)



Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 5106
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 930
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: CompTIA A+ próf?

Pósturaf jonsig » Lau 31. Des 2016 12:21

Ég er alveg sammála þér klemmi, öll menntun er góð. En þetta er eins og rafvirki sæki eitthvað hobby námskeið hvernig eigi að tengja venjulega tengla á heimilinu. (bara reyna setja í samhengi) og af prinsipp ástæðu ætti hann ekki að þurfa þess ,engan veginn .Sérstaklega þar sem hann hefur lögverndað starfsheiti yfir þetta fagsvið..

bara prinsipp pæling.




Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 4197
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Reputation: 1351
Staða: Ótengdur

Re: CompTIA A+ próf?

Pósturaf Klemmi » Lau 31. Des 2016 14:12

jonsig skrifaði:Ég er alveg sammála þér klemmi, öll menntun er góð. En þetta er eins og rafvirki sæki eitthvað hobby námskeið hvernig eigi að tengja venjulega tengla á heimilinu. (bara reyna setja í samhengi) og af prinsipp ástæðu ætti hann ekki að þurfa þess ,engan veginn .Sérstaklega þar sem hann hefur lögverndað starfsheiti yfir þetta fagsvið..

bara prinsipp pæling.


Tjah, CompTIA er ekki það sama og rafeindavirkjun... þetta er í raun mjög basic kunnátta um bilanagreiningu á hug- og vélbúnaði, hvernig einföld netkerfi virka o.s.frv., sem er ekki sjálfgefið að rafeindavirki sé með 100% á hreinu, held að rafeindavirkjanámið sjálft byggi á talsvert hnitmiðaðari og dýpri þekkingu, þó svo að margir rafeindavirkjar geti vel verið fullkomnlega með þessa hluti á hreinu, en þú ert nú líklega frekar með puttann á púlsinum hvað þetta varðar :)

Hitt er svo annað mál að ég mæli ekki með því að menn gefi sér að mannauðsstjórar og þeir sem sjá um ráðningar séu með á hreinu hvað allar tegundir náms, vottana og gráða felur í sér. Langur listi af "einföldum" vottunum gæti virkað betur á marga heldur en stök iðnmenntunar- eða háskólagráða, þó svo að í raun hafi sú menntun tekið lengri tíma og skilað einstaklingnum meiru...

En þegar öllu er á botninn hvolft þá held ég, líkt og ég nefndi áður, að það geti aldrei sakað að hafa vottanirnar. Hef sjálfur spáð í því að sækja mér CompTIA próf, bara af því að ég held að það væri einfalt fyrir mig sökum reynslu og fyrri starfa, og gæti litið vel út á ferilsskránni :)

Ef menn eiga smá pening og eru eitthvað að spá í að fara að sækja um vinnur, þá geta þeir líka skoðað verkefnastjórnun, IPMA vottun D, sem á að vera tiltölulega einfalt að sækja sér (eitt próf upp úr einni bók skilst mér) en getur litið vel út að vera "vottaður í verkefnastjórnun".
http://www.vsf.is/vottun/vottunarstig/d-stig-vottunar/




axyne
Of mikill frítími
Póstar: 1795
Skráði sig: Fim 12. Jún 2003 17:16
Reputation: 82
Staðsetning: DK
Staða: Ótengdur

Re: CompTIA A+ próf?

Pósturaf axyne » Lau 31. Des 2016 15:06

Klemmi skrifaði:Tjah, CompTIA er ekki það sama og rafeindavirkjun... þetta er í raun mjög basic kunnátta um bilanagreiningu á hug- og vélbúnaði, hvernig einföld netkerfi virka o.s.frv., sem er ekki sjálfgefið að rafeindavirki sé með 100% á hreinu, held að rafeindavirkjanámið sjálft byggi á talsvert hnitmiðaðari og dýpri þekkingu, þó svo að margir rafeindavirkjar geti vel verið fullkomnlega með þessa hluti á hreinu, en þú ert nú líklega frekar með puttann á púlsinum hvað þetta varðar :)


Þegar ég kláraði Rafeindavirkjann, 10 ár síðann... þá var einn áfangi sem innihelt allt/flest námsefnið úr A+ og maður átti að geta tekið prófið beint eftir, á eigum vegum samt. býst við það sé ennþá svoleiðis?

Tók prófið þó aldrei sjálfur, var alltaf planið...


Electronic and Computer Engineer

Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 5106
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 930
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: CompTIA A+ próf?

Pósturaf jonsig » Lau 31. Des 2016 15:22

Minnir að fyrsta önnin í grunnd. rafiðna hafi verið cisco pc repair áfangi sem endaði á online-prófi frá þeim og á fjórðu önn var klárað cisco CCNA fyrsti hluti.