Síða 1 af 1

Tollur á kössum og tolvudoti

Sent: Mán 26. Des 2016 16:36
af Tonikallinn
Veit einhver hver tollur er á tölvukössum og vatnskælingum?

Re: Tollur á kössum og tolvudoti

Sent: Mán 26. Des 2016 17:04
af hagur
Það er enginn tollur á tölvubúnaði, bara vaskur.

Re: Tollur á kössum og tolvudoti

Sent: Mán 26. Des 2016 17:05
af Tonikallinn
hagur skrifaði:Það er enginn tollur á tölvubúnaði, bara vaskur.

Nú? Ég er nokkuð hissa. Er ekki mikið verið að kaupa tölvur og svoleiðis að utan?

Re: Tollur á kössum og tolvudoti

Sent: Mán 26. Des 2016 18:12
af hagur
Jújú. Tölvubúnaður er og hefur lengi verið tollfrjáls. Þú getur prófað reiknivélina á Tollur.is

Re: Tollur á kössum og tolvudoti

Sent: Mán 26. Des 2016 18:16
af Tonikallinn
hagur skrifaði:Jújú. Tölvubúnaður er og hefur lengi verið tollfrjáls. Þú getur prófað reiknivélina á Tollur.is

Ég trúð þér alveg sko, er bara mjög hissa :). Ég var að tala við fulltrúa á Myus tial að hann myndi reikna út fyrir mig total kostnaðinn og ég helf að hann hafi lokað fyrir chattið.... xD, gæti verið að því ég skrifaði ekkert í einhvern tíma

Re: Tollur á kössum og tolvudoti

Sent: Mán 26. Des 2016 19:47
af frappsi
Það sem meira er: um áramótin verður nánast allt sem enn ber toll tollfrjálst (skjáir, sjónvörp, minniskort, ...).

Ég er að prófa MyUS í fyrsta skipti núna. Er kominn með nokkra pakka sem á eftir að senda. Ég prófaði að nota live chat og það var ekki bara gagnslaust heldur hreinlega brandari. Þetta hefur líklega verið eitthvað austurlanda outsourcing dæmi því ég fékk copy paste svar við fyrirspurninni og þegar ég vildi fá frekari útskýringar þá virtist viðkomandi ekki skilja mig og bullaði bara. Ég var síðan disconnectaður, væntanlega þar sem ég var idle of lengi, en ég taldi mig nú bara vera að bíða eftir svari frá þjónustufulltrúanum. Ég sendi síðan sömu fyrirspurn í tölvupósti og fékk mjög gott svar. Vona að þetta hafi verið einstakt tilfelli.

Það er líka rétt að það vantar smáa letrið í þessa verðlagningu hjá þeim. Ef pakki sem á að senda til Íslands er með "linear dimensions" (lengd + breidd + hæð) > 80" (203cm) þá flokkast hann sem oversized og þá gildir það sem þeir kalla dimensional weight. Í þeim tilfellum getur munað töluverðu á verðinu sem þeir gefa upp og raunverulegu verði. Það er hægt að finna dimensional weight útfrá linear dimensions með reiknivél á heimasíðum FedEx og DHL.

Re: Tollur á kössum og tolvudoti

Sent: Mán 26. Des 2016 19:51
af hagur
frappsi skrifaði:Það sem meira er: um áramótin verður nánast allt sem enn ber toll tollfrjálst (skjáir, sjónvörp, minniskort, ...).


Tollfrjálst? Ertu viss? Heimildir? Ég hélt þeir væru bara að klára að afnema vörugjöldin af þeim örfáu vöruflokkum sem enn bera slík, núna um áramótin. En vona auðvitað að þú hafir rétt fyrir þér :-)

Re: Tollur á kössum og tolvudoti

Sent: Mán 26. Des 2016 19:55
af Tonikallinn
frappsi skrifaði:Það sem meira er: um áramótin verður nánast allt sem enn ber toll tollfrjálst (skjáir, sjónvörp, minniskort, ...).

Ég er að prófa MyUS í fyrsta skipti núna. Er kominn með nokkra pakka sem á eftir að senda. Ég prófaði að nota live chat og það var ekki bara gagnslaust heldur hreinlega brandari. Þetta hefur líklega verið eitthvað austurlanda outsourcing dæmi því ég fékk copy paste svar við fyrirspurninni og þegar ég vildi fá frekari útskýringar þá virtist viðkomandi ekki skilja mig og bullaði bara. Ég var síðan disconnectaður, væntanlega þar sem ég var idle of lengi, en ég taldi mig nú bara vera að bíða eftir svari frá þjónustufulltrúanum. Ég sendi síðan sömu fyrirspurn í tölvupósti og fékk mjög gott svar. Vona að þetta hafi verið einstakt tilfelli.

Það er líka rétt að það vantar smáa letrið í þessa verðlagningu hjá þeim. Ef pakki sem á að senda til Íslands er með "linear dimensions" (lengd + breidd + hæð) > 80" (203cm) þá flokkast hann sem oversized og þá gildir það sem þeir kalla dimensional weight. Í þeim tilfellum getur munað töluverðu á verðinu sem þeir gefa upp og raunverulegu verði. Það er hægt að finna dimensional weight útfrá linear dimensions með reiknivél á heimasíðum FedEx og DHL.

Það sem ég gerði vað að reikna þetta út, bað fulltrúa að reikna þetta út til að vera alveg öruggur að ég gerði þetta rétt, og ef þetta verður eitthvað mikið hærra sýni ég þeim chattið sem ég save-aði. Því ef þeir segja að þetta er á einhver vissan hátt, ætti það lenda á þeim að taka fallið

Re: Tollur á kössum og tolvudoti

Sent: Mán 26. Des 2016 19:56
af hagur
Aðilar eins og MyUS og ShopUSA taka líka þóknun til sín, fyrir að græja þetta fyrir mann, þannig að þú ert að borga mun hærri gjöld heldur en nemur endilega innflutningsgjöldunum sem renna til Ríkissjóðs Íslands.

Re: Tollur á kössum og tolvudoti

Sent: Mán 26. Des 2016 20:00
af frappsi
hagur skrifaði:Tollfrjálst? Ertu viss? Heimildir? Ég hélt þeir væru bara að klára að afnema vörugjöldin af þeim örfáu vöruflokkum sem enn bera slík, núna um áramótin. En vona auðvitað að þú hafir rétt fyrir þér :-)


Lög um ýmsar forsendur frumvarps til fjárlaga fyrir árið 2016. IV. kafli - Breyting á tollalögum:
http://www.althingi.is/altext/stjt/2015.125.html

14. grein fellir niður tolla á ýmsum vörum. Sú grein öðlaðist gildi 1. janúar 2016.
13. grein fellir niður toll á kartöflunasli og 15. grein fellir niður tolla á öllum tollskrárnúmerum í 25. - 97. kafla tollskrár. Þær greinar öðlast gildi 1. janúar 2017 (sjá kafla XXV um gildistöku). Ath. að það sem er kallað "viðauki I" er sjálf tollskráin.

Sem er einmitt ástæðan fyrir því að ég held sendingunni minni úti framyfir áramót :)
Talaði við fólk hjá raftækjaverslun um sjónvarp sem þau eiga von á í janúar. Það er einmitt gert ráð fyrir að það kosti minna vegna þess að það verður enginn tollur (vörugjöld af sjónvörpum voru afnumin fyrir nokkru síðan).