Síða 1 af 1
Sérfræðingar í skattamálum
Sent: Mið 14. Des 2016 17:14
af isr
Langar að vita hvort einhver veit það ef foreldrar leggja pening inn á börnin sín c,a 1,5 til 2 milljónir,er skatturinn að skipta sér af svona upphæðum.?
Re: Sérfræðingar í skattamálum
Sent: Mið 14. Des 2016 17:24
af wicket
Það flokkast sem fyrirframgreiddur arfur. Slíkt ber 10% erfðafjárskatt og ber skv. lögum að tilkynna til sýslumanns í svokallaðri erfðafjárskýrslu.
Svo er hægt að mjatla svona út með minni upphæðum yfir einhvern tíma og vona að skatturinn taki ekki eftir því.
En auðvitað eru lög í landinu sem ber að fylgja. Því myndi ég alltaf taka löglegu leiðina persónulega og mæla með henni.
Re: Sérfræðingar í skattamálum
Sent: Mið 14. Des 2016 17:48
af Tbot
wicket skrifaði:Það flokkast sem fyrirframgreiddur arfur. Slíkt ber 10% erfðafjárskatt og ber skv. lögum að tilkynna til sýslumanns í svokallaðri erfðafjárskýrslu.
Svo er hægt að mjatla svona út með minni upphæðum yfir einhvern tíma og vona að skatturinn taki ekki eftir því.
En auðvitað eru lög í landinu sem ber að fylgja. Því myndi ég alltaf taka löglegu leiðina persónulega og mæla með henni.
Þarna er komið að ansi viðkvæmu máli.
Foreldrarnir eru búnir að borga skatta og skildur af öllu sínu, síðan ætlar ríkið að hirða meira af þeim.
Eftir síðustu gerninga þar sem ákveðnir aðilar hjá ríkinu eru að fá 30 til 40% hækkun á einu bretti, og almenningur fær nokkur prósent.
Þá skaltu frekar fara þá leið að mjatla þessu hægt og rólega.
Re: Sérfræðingar í skattamálum
Sent: Mið 14. Des 2016 18:53
af mind
Má maður ekki lána öðrum peningana sína að vild ?
Veit allavega ekki betur svo sé, gefið að við séum ekki að tala um neinar fáranlegar upphæðir.
Re: Sérfræðingar í skattamálum
Sent: Mið 14. Des 2016 19:07
af valdij
Það er hægt að merkja þetta sem lán til barnanna - af því er enginn skattur greiddur. Ef þetta er merkt sem fyrirframgreiddur arfur þá þarf að borga erfðafjárskatt eins og kom fram hér að ofan.
Re: Sérfræðingar í skattamálum
Sent: Mið 14. Des 2016 19:23
af Hizzman
ættirðu ekki bara að fá gamla til að kaupa af þér málverk sem þú hefur sjálfur málað?
Re: Sérfræðingar í skattamálum
Sent: Mið 14. Des 2016 19:52
af Risadvergur
Hizzman skrifaði:ættirðu ekki bara að fá gamla til að kaupa af þér málverk sem þú hefur sjálfur málað?
Þá þarf örugglega að borga vsk af því. 24%. Hámarkið var 200.000 kr sem mátti selja fyrir án þess að það þyrfti að gefa upp og greiða vask af. Líklega áratugs gömul tala, veit ekki hvort hún hefur hækkað undanfarinn áratug.
Er ekki erfðafjárskatturinn "bara" 10% ?
Re: Sérfræðingar í skattamálum
Sent: Mið 14. Des 2016 20:16
af Hizzman
Risadvergur skrifaði:Þá þarf örugglega að borga vsk af því. 24%
neib, það er undanþága...
Re: Sérfræðingar í skattamálum
Sent: Mið 14. Des 2016 21:17
af GuðjónR
Mega foreldrar ekki gefa börnum sínum peninga?
Re: Sérfræðingar í skattamálum
Sent: Mið 14. Des 2016 21:28
af Revenant
Einfaldast væri að hringja í skattstjóra og spurja bara. Svona mál hafa örugglega komið upp áður.
Re: Sérfræðingar í skattamálum
Sent: Mið 14. Des 2016 21:29
af GullMoli
Erfðaskattur er eitthvað sem mér finnst svo út í hött..
Já foreldrar þínir hafa unnið allt sitt líf og borgað skatt af öllum sínum tekjum. Nú þar sem þau eru látin þá ætlum við að endurskatta allt sem þau eiga, nei því miður þá fylgir þessu ekki vaselín.
Re: Sérfræðingar í skattamálum
Sent: Mið 14. Des 2016 21:44
af xpider
Hizzman skrifaði:Risadvergur skrifaði:Þá þarf örugglega að borga vsk af því. 24%
neib, það er undanþága...
áhugavert ->
https://www.rsk.is/fagadilar/akvardandi-bref/obeinir-skattar/nr/791
Re: Sérfræðingar í skattamálum
Sent: Mið 14. Des 2016 21:56
af Dúlli
Þarftu að millifæra í stuttan tíma eða til framtíðar, ég hef lánað foreldrum mínum yfir 2 fyrir húsnæðis kaupum og hef fengið frá þeim líka svipaða upphæð.
Bara millifært, ekki tilkynnt eða neitt. Var 2-3 ár minnir mig að safna til að endurgreiða.
Re: Sérfræðingar í skattamálum
Sent: Mið 14. Des 2016 22:12
af vesley
GullMoli skrifaði:Erfðaskattur er eitthvað sem mér finnst svo út í hött..
Já foreldrar þínir hafa unnið allt sitt líf og borgað skatt af öllum sínum tekjum. Nú þar sem þau eru látin þá ætlum við að endurskatta allt sem þau eiga, nei því miður þá fylgir þessu ekki vaselín.
x2.
Finnst það álíka fáránlegt og auðlegðarskattur á fólk á ellilífeyri sem verið er að reyna að koma aftur í gang.
Eldri hjón unnið hart allt sitt líf og byggt hús í Reykjavík og sumarbústað þurfa að borga skatta af eignunum sínum því þau eru svo rík! svo eru þau jafnvel á lágmarks lífeyri og með lítið annað á milli handanna en eignirnar tvær.
Re: Sérfræðingar í skattamálum
Sent: Mið 14. Des 2016 22:26
af Hizzman
Revenant skrifaði:Einfaldast væri að hringja í skattstjóra og spurja bara. Svona mál hafa örugglega komið upp áður.
Liklegasta svarið sem þú færð er ábending um að senda inn skriflegt erindi.
Að öðru leiti eru svörin í þá átt að þú megir sem minnst og eigir að borga sem mest !!!
Re: Sérfræðingar í skattamálum
Sent: Mið 14. Des 2016 22:30
af Hizzman
vesley skrifaði:GullMoli skrifaði:Erfðaskattur er eitthvað sem mér finnst svo út í hött..
Já foreldrar þínir hafa unnið allt sitt líf og borgað skatt af öllum sínum tekjum. Nú þar sem þau eru látin þá ætlum við að endurskatta allt sem þau eiga, nei því miður þá fylgir þessu ekki vaselín.
x2.
Finnst það álíka fáránlegt og auðlegðarskattur á fólk á ellilífeyri sem verið er að reyna að koma aftur í gang.
Eldri hjón unnið hart allt sitt líf og byggt hús í Reykjavík og sumarbústað þurfa að borga skatta af eignunum sínum því þau eru svo rík! svo eru þau jafnvel á lágmarks lífeyri og með lítið annað á milli handanna en eignirnar tvær.
etv verður Steingrímur 'you ain't seen nothing yet' J, bráðum skattamálaráðherra, þá má nú svona auðpakk fara að biðja fyrir sér...