Úr úrskurðinum (
https://www.pfs.is/library/Skrar/akv.-og-urskurdir/urskurdir-ursk.nefndar/Ursk_nr.3_2016.pdf):
"Upphaf málsins má rekja til kvörtunar Vodafone til PFS þar sem sett var fram sú krafa að PFS fyrirskipaði kæranda [Símanum] að láta af þeirri háttsemi að beina viðskiptum viðskiptamanna sinna að tengdu fjarskiptafyrirtæki [Mílu] í skilningi 5. mgr. 45. gr. fjölmiðlalaga. Kærandi bjóði aðeins upp á ólínulega myndmiðlun á efni Sjónvarps Símans á fjarskiptanetum Símasamstæðunnar. Viðskiptavinir sem áhuga hafa á að horfa á sjónvarp Símans, s.s.
Frelsi og Tímaflakk, utan hefðbundinna sjónvarpsútsendinga geti aðeins gert það á fjarskiptanetum Símasamstæðunnar. Séu þeir í viðskiptum við annað fjarskiptafyrirtæki þurfi þeir að færa viðskipti sín yfir til Símans til að horfa."
PFS komst að þeirri niðurstöðu að "bannákvæði 5. mgr. 45. gr. fjölmiðlalaga nái bæði til línulegrar myndmiðlunar, þ.e.a.s. sjónvarpsútsendinga og líka ólínulegrar myndmiðlunar, þ.e. myndmiðlunar eftir pöntun." Síminn kærði niðurstöðuna til úrksurðarnefndarinnar sem var síðan að staðfesta hana.
Ég get ekki skilið þetta öðruvísi en að Síminn megi ekki gera kröfu um að þeir sem vilji fá sjónvarpsþjónustuna þeirra séu með tengingu við fjarskiptanet Mílu. Fólk með ljósleiðara GR getur þá farið að kaupa Sjónvarp Símans