GPS úr fyrir börn
Sent: Mið 14. Sep 2016 08:04
Hefur einhver reynslu af þessum "krakkaúrum" sem þurfa SIM-kort og eru með innbyggðum GPS? Börnin mín eru 6 og 7 ára og vegna vinnu foreldranna, þá þurfa þau að fara sjálf til/frá skóla. Það getur ýmislegt komið upp á og mér finnst þetta ákveðið öryggisatriði (don't judge) að geta fylgst með ungunum sínum. Hægt er að skilgreina ákveðið svæði á korti, þannig að ef þau fara út fyrir það þá fær maður tilkynningu. Að auki bjóða úrin upp á að hægt er að hringja í ákveðin símanúmer, t.d. mömmu eða pabba (ég hugsa þetta fyrir neyðartilvik).
Við fyrstu sýn finnst mér þetta stórsniðugt öryggistæki og vildi kanna hvort þið þekktuð til þessara úra? T.d.
- hver er batterísendingin (hlaða daglega/vikulega)?
- er mikið gagnamagn sem fer við hefðbundna notkun?
- er úrið bulky/óþægilegt eða álíka fyrirferðamikiðog venjuleg úr? Hvaða úr eru þægilegust og fyrirferðaminnst?
Hér er t.d. eitt á AliExpress
Við fyrstu sýn finnst mér þetta stórsniðugt öryggistæki og vildi kanna hvort þið þekktuð til þessara úra? T.d.
- hver er batterísendingin (hlaða daglega/vikulega)?
- er mikið gagnamagn sem fer við hefðbundna notkun?
- er úrið bulky/óþægilegt eða álíka fyrirferðamikiðog venjuleg úr? Hvaða úr eru þægilegust og fyrirferðaminnst?
Hér er t.d. eitt á AliExpress