Lenti í minni fyrstu bílveltu á Föstudaginn...[Myndir]
Sent: Þri 13. Sep 2016 17:35
Sælir Vaktarar,
Langar að deila því með ykkur hvað kom fyrir mig á Föstudaginn þann 9. Sept.
Svo er mál með vexti að ég er búinn að vera bíllaus í tvær-þrjár vikur því ég riðlaðist með olíupönnuna á nýja fína Skodanum mínum yfir hraðahindrun. Þannig að bíllinn stóð bara í viku eða tvær þangað til kom að því að fara með hann á verkstæði sem voru öll fullbókuð þangað til í Sept. Good thing ég bókaði tímann á verkstæðinu áður en ég braut olíupönnuna, annars væri ég enn bíllaus.
Sótti bílinn í dag, hann var búinn að vera í tvær fokkings vikur á verkstæðinu. Þeir hjá heklu hafa rúllað honum inná gólf, á lyftuna, lyft honum upp og troðið svo þumlunum á sér svo langt uppí rassgatið á sér að það hálfa væri þjóðarmorð.
Allavegana, sótti ég hann í dag og er kominn á hann núna
EN, á Föstudaginn langaði mig að kíkja aðeins útá lífið, hitta einhverja vini og svona svo ég fékk bílinn hans pabba lánaðann. Pabbi sem var á fjalli að reka rollur at the time. Ég meina, mamma condone'aði það svo það var all good í minni bók.
Ég legg af stað, ekki fyrr en ég gríp símann minn... Hinn eina sanna Schweppes-Canada-Dry-bað símann minn. Samsung Galaxy S6 EDGE+'inn. Og þá legg ég af stað.
Ég bý útí sveit þar sem er 6-6,5 km langur afleggjari heim að bæ. Malarvegur. Allt var svoldið rakt. Vegurinn var bara hálfgerð drulla.
Ég vippa Schweppes-símanum í sætið við hliðina á mínu og spæni af stað, er ekki lengi uppí svona 70-80 km/h, en þegar ég er kominn svona 3 km, ca hálfa leið niður á þjóðveg, þá missi ég hægra dekkið að framan útaf veginum. Ég er snöggur að gera það sem þeir kenndu okkur í Ö3. Sem, sama hvað hvaða krakka skítur segir, voru bestu 35 þúsund krónur sem ég hef nokkurn tímann eytt í eitthvað náms tengt.
Ég var á leiðinni útaf veginum og sný stýrinu á móti áttinni sem ég var á leiðinni í.
Áður en ég veit af er ég kominn uppá veginn aftur en afturendi bílsins byrjar þá að leita útaf hinumegin. Aftur, áður en ég veit af, er ég kominn á hlið og og slide'a eftir kanntinum á veginum þegar allt í einu hætti ég að slide'a og bíllinn veltur á hliðina.
Fyrst fór hann á hliðina, svo á toppinn, svo á hina hliðina og svo á dekkin. Endurtekur þetta process svo í annað skiptið nema hvað að hann endar á toppnum, enn inná einbreiða, brothætta, sumir segja; versta veg landsins.
Þegar hann rúllar fyrst á toppinn finn ég þakið á bílnum pompa niður á hausinn á mér og ég skalla næstum á mér punginn. Það sem ég er búinn að vera að reyna í öll þessi ár, koma andlitinu þarna niður, var að gerast og var ég hvorki nakinn né í fullri reisn.
Svo man ég eftir því þegar hann rúllar á einhverjar hliðar og endar á toppnum.
Ég man ekki hvort ég hafi dottið út en ég allavegana "ranka" við mér liggjandi í bílbelti á innanverðum toppi bílsins og sé bara glerbrot, grjót, sand og drullu allt í kring.
Ég ligg þarna í smá stund, horfi á vinstri öxlina á mér og sé að það fossar blóð úr henni.
Ég ligg í smá stund áður en ég fæ hláturskast. Líklega útaf því að ég lifði þessar svakalegu byltur af.
Að hlátrinum loknum finn ég að ég er enn í öryggisbeltinu og sé að það vantar alveg heila rúðu í gluggann vinstrameginn að aftan. Ég sé að það er lítið gatið, en samt nógu stórt svo ég komi my fat ass í gegnum það og útúr bílnum.
Gleraugnalaus ligg ég þarna, í öryggisbeltinu, þegar ég heyri svona *wwwhrúúúú* hljóð. Stöðugt *Whrú* hljóð. Það fyrsta sem mér dettur í hug er að það er kviknað í helvítis bílnum og þetta sé eldurinn sem ég er að hlusta á.
Ég byrja að öskra á hjálp, fastur í öryggisbeltinu, gleraugnalaus. Öskra og öskra. Í heilar 15-20 mínútur öskra ég eftir hjálp.
Ekki slokknaði eldurinn sem ég var viss um að þetta hljóð væri svo ég byrjaði að panic'a.
Ég róa mig niður eftir 5 mínútna panic attack og fer náttúrulega að pæla í þessu bílbelti. Áttaviltari en aldrei áður, veit ekki vinstri frá hægri, teygi ég mig eftir löppunum á mér og finn lásinn á öryggisbeltinu. Ég reyni að losa það en það er svo stíft. Það er stífara en ég er á sérstöku þriðjudagskvöldunum mínum.... Þegar ég reyni þetta sem mér tókst næstum í fyrstu veltuni....
Ég næ samt að ýta nógu fast til þess að losa öryggisbeltið. Loksins var ég laus!!
Það fossar enn úr upphandlegg mínum og ég fer með höfuðið fyrst út um gluggann. Næ að grípa í einhvern andskotann, bretti eða eitthvað á helvítis bílnum og næ að draga mig út.
Það fyrsta sem ég tek eftir er ég yfirgef flakið er að það er ekki kviknað í honum heldur var þetta líklegast bara miðstöðin eða eitthvað. Að bíllinn hafi ekki drepið á sér við skellinn.
Gleraugnalaus, geri ég það sem þessi kynslóð gerir best; leita að símanum mínum. Og bitti nú! Finn ég hann ekki bara svona 10 metrum frá bílnum. Þá er eins og hann hafi bara rúllað út þegar bíllinn velti á vinstri hliðina, útum bílstjóra gluggann sem fór í klessu við fyrstu byltuna.
Síminn, þessi Schweppes-Canada-Dry drukkni Samsung Galaxy S6 EDGE+ liggur bara þarna, rennandi blautur, með ekki svo mikið sem einni skrámu á honum. Ég tek hann upp af jörðini og það fyrsta sem ég geri er að reyna að hringja í mömmu.
Mamma, sem var í fjósinu í staðinn fyrir Pabba, sem var uppá fjalli í smölun, heyrir ekki í símanum þegar ég hringi í fyrstu tvö skiptin. Svo ég geri það sem mín kynslóð gerir langbest; Ég tók myndir af bílnum og myndband af mér segjandi að ég hafi velt bíl og að vinur minn ætti að fara og sækja hjálp fyrir mig, vinur minn sem ég var að spjalla við í tölvuni stuttu áður en ég sest uppí bílinn og ég sendi þetta á. Allt í djóki því ég sá ekkert annað en glens við þessar aðstæður. Fyrir utan hvað það tók á hálsinn þegar Isuzu reyndi að fá mig til þess að munna sjálfann mig. Það var ekkert fyndið við það.
Svo, fyrst Mamma var obviously ekki in the mood til að sinna barninu sínu sem var næstum því dautt útí kanti, hringdi ég á neyðarlínuna og sagði þeim að ég hafði velt bíl á einkavegi og að þeir mættu alveg senda einhvern til þess að athuga með mig. Prufa svo Mömmu í síðasta skiptið og viti menn! Hver svarar ekki bara eins og kölluð... Nú hún Mútta Tútta!
Ég, eftir mig eftir að hafa öskrað á hjálp í 20 mínútur, laf móður, segi henni frá því sem gerðist og auðvitað spyr hún hvort sé ekki í lagi með mig, ég svara því náttúrulega játandi þar sem ég fann á mér að ekkert væri brotið. Segi henni að ég hafi hringt á sjúkrabíl og að þeir væru á leiðinni.
Mamma droppar náttúrulega öllu og lætur Ömmu keyra sig fram á holt þar sem ég var, al blóðugur öðrumeginn, gleraugnalaus.
Mamma keyrir ekki, sjáðu nú til, hún hefur lent í einu alvarlegu bílslysi og einni mildri bílveltu yfir ævina og er skrokkurinn hennar bara ónýtur á eftir, þessvegna fékk hún Ömmu gömlu til að keyra sig, þrátt fyrir að þær hati hvor aðra. (Mamma hans Pabba, you know how it is....)
Ég, leitandi að gleraugunum mínum, stíg upp frá opinu sem ég skreið í gegnum um leið og ég heyri að það er bíll kominn að mér og flakinu.
Mamma stekkur út úr bílnum með eitthvað það versta, mest stingandi og óþægilega ullarteppi sem fyrir finnst á Jörðinni og vefur mig í það. Við tölum eitthvað saman en á endanum fer ég bara inní bílinn hjá Ömmu þar sem mér var orðið skítkalt.
Bíllinn sem ég velti, bíllinn hans Pabba, þekur 3/4 af veginum, einhvern veginn fór ég að því að halda honum á veginum, þrátt fyrir allt saman, svo Amma gamla byrjar að bakka til þess að geta snúið við.
Þegar hún er búin að bakka svona 250 metra þá byrjar að glittast í ljós í fjarska sem er þá sjúkrabíllinn. Amma hættir að bakka og keyrir að flakinu aftur. Ég stíg út um leið og sjúkrabíllinn er kominn í göngufæri og geng að honum.
Út koma karl og kona, Ívar og, ég man ekki hvað konan heitir..... .....ef það kom einhvern tímann upp.... Rosalega næs fólk sem djókaði bara með þvottavélina sem var á pallinum, nýkomin úr viðgerð.
Áður en ég vissi af var lögreglubíll kominn og ein lögga að potast eitthvað svona, Spyrjandi mig hvað hafði skeð og svona en áður en ég gat svarað því að fullu þá dróg Ívar sjúkraflutningamaður mig inní bílinn og sagði mér að leggjast á börurnar.
Ég ligg þarna sultu slakur á meðan við Ívar spjöllum saman og göntumst um hitt og þetta. En svo fær hann þá snilldar sadista hugmynd að hreinsa sár mín á vinstri upphandleggnum með saltvatni. Það að finna saltvatn í fresh sár er eins og að vera hýddur með keðjú sem einhver snillingur er búinn að festa svona gaddakúlu á(Flail).
Hann býður mér verkjalyf en ég segi honum frá því sem gerðist með Xanax'ið um árið og neita því að taka eitthvað svoleiðis, hræddur um að verða band brjálæðislega-vitlaus.
Við komum á sjúkrahúsið á Selfossi og hann Ívar nær einhvern veginn að koma mér útúr bílnum, þrátt fyrir að ég sé svo langur að hann var með fætur mína í brjóstkassanum á sér allann tímann sem hann var að bögglast þetta.
Við komum þarna inn í bráðamótökuna(Eða eitthvað, I assume, ég veit það ekki...) og ég er látinn bíða alveg heil lengi, like doctors are best at, making people wait for them...
Jaddajaddajadda, Sárin eru hreinsuð almennilega, saumuð eru 6 spor og er ég látinn fá verkjalyf, Ibucod eða eitthvað álíka. Alveg er mér sama hvað það var, allt sem það gerði var að gera mig mjög flökurt.
Ég er látinn fá ælupoka og svo beðinn um að bíða enþá lengur en þarna fyrst. Eftir engu, I might add.
Ég gefst upp. Orðinn geðvondur og súr og bið um að fá að fara eitthvað framm og ein hjúkkan segir mér frá setustofuni sem er þarna á sjúkrahúsinu. Ég sest þar en áður en ég næ að hita sófan nægilega með prumpunum sem ég er búinn að vera að halda inní mér síðustu þrjá tímana, þá mætir Mamma og sækir mig, með Ömmu gömlu, erkióvin hennar, útí bíl.
Við rúllum á Olís, ég klaupi mér fjórar Sóma samlokur og Power Aide og fyrsta bland í pokann minn í marga mánuði, because I felt like I deserved it for not biting the nurses!
Við förum heim. Þegar heim er komið lætur Mamma mig fá verkjalyf, eitthvað gigtarlyf sem lítur út eins og Skittles. No joke, Google'ið Voltaren Rapid, hell, Lyfjabókin eru efstu niðurstöðurnar, klikkið á það. Þetta er no joke alveg eins og Skittles með appelsínu bragði! Hvað eru lyfjafyrirtækin að hugsa? Að búa til stórhættulegt lyf sem gæti drepið lítið barn og láta það líta út eins og eitthvað sem börn vilja mest í öllum heiminum... Nammi..... Well I'll be a monkey's uncle...
Sagan er pretty much búin, endar bara hérna.... Löggan var sammála mér með hraðann sem ég var að keyra á þegar þetta gerðist og staðfesti my recollection af því hvernig þetta atburðaðist. Á milli 70-80 sagði hann og sagði einnig að þetta liti út eins og svona klassískt "Missir eitt dekk útaf veginum, reynir að ná því upp, but fails miserably".
Allir eru surprised as shit að ég sé ekki dauður. Þeir sem hafa séð bílinn þar að segja. Að smá verkur í hálsi og baki og einhverjir smá skurðir á handlegg sé bara nokkuð fokking geggjaðslega vel sloppið miðað við hvernig álíka veltur hafa endað í fortíðinni og eiga eftir að enda í framtíðinni.
Ef ég þyrfti að dæma þetta eftir Counter Strike/Call of Duty standardnum sem var uppi þegar ég spilaði þessa leiki, þá var þetta; 70% Skill, 30% Luck.
Ég held að allur þessi tími í Grand Theft Auto sé loksins, loksins, að skilja eitthvað gagnlegt eftir í hausnum á mér, s.s. hvernig á að lifa af svakalegar bílveltur.
Allavegana, hér koma myndirnar:
Ein svona soft to start you off...
Arty shit, vantar bara fitlerinn!
WHAPA!!!
Húsið er algjörlega klesst niður að framan, ekki alveg að aftan. Það var líklega það sem bjargaði mér, að það var eitthvað betra í aftur hlutanum á bílnum en þeim fremri.
Og svo ein svona fyrir flengi-folder'inn hans Jonsig.
(Það er smá blóð á þessari mynd, svo ætli ég verði ekki að vara við ef menn eru eitthvað viðkvæmir fyrir svoleiðis )
http://i.imgur.com/rrRK3W6.jpg
I figure að þið vitið allir hver ég er eftir þarna fjársvika málið þarna... ....þú veist, þegar ég kom útúr skápnum með identity'ið mitt... Oh well, ég er svo forgettable að þið munið kannski ekkert eftir því. Either way, þá er þessi síðasta selfie sem ég senti vini mínum á Facebook því mér fannst þetta allt saman svo fyndið for some reason. Ætli það sé ekki enn ein leiðin til þess að cope'a við svona shock. Mamma fór t.d. að taka til á vettvangi nánast strax og hún steig útúr bílnum hennar Ömmu. Og Amma, well, Amma bara baktalaði Mömmu svona eins og vanalega...
EDIT: Ég gleymdi þeirri bestu.... Smá Trophy fyrir þessa lífsreynslu. Hentar líklegast ekki viðkvæmum.
http://i.imgur.com/S7Se5Vy.jpg
Veit ei hví, en ég verð smá svangur þegar ég sé þessa mynd.....
Bottom line of this post: Keyrið eftir aðstæðum drengir, stundum er 80 of hratt, stundum er 30 of hratt. Og svo er lífið auðvitað stutt, við vitum aldrei hvað gæti gerst. Það er bara augnablik sem eitthvað svona getur gerst og þá er einhver dauður, eða verra.... Mér þykir mjög vænt um ykkur, sérstaklega ykkur sem eigið eftir að lesa alla þessa langloku mína. Þið hinir.... Mjeh....
PS. Það þarf virkilega að breyta þessu með hámarkshraðann á malarvegum... 80? Are you fucking kidding me? Það er 10 frá því að vera 90 sem er all around hámarkshraðinn... Og er ekki meiri munur en 10 á holóttum malarvegi og tiltölulega(þetta er Ísland) holulausu malbiki?
Geez...
Langar að deila því með ykkur hvað kom fyrir mig á Föstudaginn þann 9. Sept.
Svo er mál með vexti að ég er búinn að vera bíllaus í tvær-þrjár vikur því ég riðlaðist með olíupönnuna á nýja fína Skodanum mínum yfir hraðahindrun. Þannig að bíllinn stóð bara í viku eða tvær þangað til kom að því að fara með hann á verkstæði sem voru öll fullbókuð þangað til í Sept. Good thing ég bókaði tímann á verkstæðinu áður en ég braut olíupönnuna, annars væri ég enn bíllaus.
Sótti bílinn í dag, hann var búinn að vera í tvær fokkings vikur á verkstæðinu. Þeir hjá heklu hafa rúllað honum inná gólf, á lyftuna, lyft honum upp og troðið svo þumlunum á sér svo langt uppí rassgatið á sér að það hálfa væri þjóðarmorð.
Allavegana, sótti ég hann í dag og er kominn á hann núna
EN, á Föstudaginn langaði mig að kíkja aðeins útá lífið, hitta einhverja vini og svona svo ég fékk bílinn hans pabba lánaðann. Pabbi sem var á fjalli að reka rollur at the time. Ég meina, mamma condone'aði það svo það var all good í minni bók.
Ég legg af stað, ekki fyrr en ég gríp símann minn... Hinn eina sanna Schweppes-Canada-Dry-bað símann minn. Samsung Galaxy S6 EDGE+'inn. Og þá legg ég af stað.
Ég bý útí sveit þar sem er 6-6,5 km langur afleggjari heim að bæ. Malarvegur. Allt var svoldið rakt. Vegurinn var bara hálfgerð drulla.
Ég vippa Schweppes-símanum í sætið við hliðina á mínu og spæni af stað, er ekki lengi uppí svona 70-80 km/h, en þegar ég er kominn svona 3 km, ca hálfa leið niður á þjóðveg, þá missi ég hægra dekkið að framan útaf veginum. Ég er snöggur að gera það sem þeir kenndu okkur í Ö3. Sem, sama hvað hvaða krakka skítur segir, voru bestu 35 þúsund krónur sem ég hef nokkurn tímann eytt í eitthvað náms tengt.
Ég var á leiðinni útaf veginum og sný stýrinu á móti áttinni sem ég var á leiðinni í.
Áður en ég veit af er ég kominn uppá veginn aftur en afturendi bílsins byrjar þá að leita útaf hinumegin. Aftur, áður en ég veit af, er ég kominn á hlið og og slide'a eftir kanntinum á veginum þegar allt í einu hætti ég að slide'a og bíllinn veltur á hliðina.
Fyrst fór hann á hliðina, svo á toppinn, svo á hina hliðina og svo á dekkin. Endurtekur þetta process svo í annað skiptið nema hvað að hann endar á toppnum, enn inná einbreiða, brothætta, sumir segja; versta veg landsins.
Þegar hann rúllar fyrst á toppinn finn ég þakið á bílnum pompa niður á hausinn á mér og ég skalla næstum á mér punginn. Það sem ég er búinn að vera að reyna í öll þessi ár, koma andlitinu þarna niður, var að gerast og var ég hvorki nakinn né í fullri reisn.
Svo man ég eftir því þegar hann rúllar á einhverjar hliðar og endar á toppnum.
Ég man ekki hvort ég hafi dottið út en ég allavegana "ranka" við mér liggjandi í bílbelti á innanverðum toppi bílsins og sé bara glerbrot, grjót, sand og drullu allt í kring.
Ég ligg þarna í smá stund, horfi á vinstri öxlina á mér og sé að það fossar blóð úr henni.
Ég ligg í smá stund áður en ég fæ hláturskast. Líklega útaf því að ég lifði þessar svakalegu byltur af.
Að hlátrinum loknum finn ég að ég er enn í öryggisbeltinu og sé að það vantar alveg heila rúðu í gluggann vinstrameginn að aftan. Ég sé að það er lítið gatið, en samt nógu stórt svo ég komi my fat ass í gegnum það og útúr bílnum.
Gleraugnalaus ligg ég þarna, í öryggisbeltinu, þegar ég heyri svona *wwwhrúúúú* hljóð. Stöðugt *Whrú* hljóð. Það fyrsta sem mér dettur í hug er að það er kviknað í helvítis bílnum og þetta sé eldurinn sem ég er að hlusta á.
Ég byrja að öskra á hjálp, fastur í öryggisbeltinu, gleraugnalaus. Öskra og öskra. Í heilar 15-20 mínútur öskra ég eftir hjálp.
Ekki slokknaði eldurinn sem ég var viss um að þetta hljóð væri svo ég byrjaði að panic'a.
Ég róa mig niður eftir 5 mínútna panic attack og fer náttúrulega að pæla í þessu bílbelti. Áttaviltari en aldrei áður, veit ekki vinstri frá hægri, teygi ég mig eftir löppunum á mér og finn lásinn á öryggisbeltinu. Ég reyni að losa það en það er svo stíft. Það er stífara en ég er á sérstöku þriðjudagskvöldunum mínum.... Þegar ég reyni þetta sem mér tókst næstum í fyrstu veltuni....
Ég næ samt að ýta nógu fast til þess að losa öryggisbeltið. Loksins var ég laus!!
Það fossar enn úr upphandlegg mínum og ég fer með höfuðið fyrst út um gluggann. Næ að grípa í einhvern andskotann, bretti eða eitthvað á helvítis bílnum og næ að draga mig út.
Það fyrsta sem ég tek eftir er ég yfirgef flakið er að það er ekki kviknað í honum heldur var þetta líklegast bara miðstöðin eða eitthvað. Að bíllinn hafi ekki drepið á sér við skellinn.
Gleraugnalaus, geri ég það sem þessi kynslóð gerir best; leita að símanum mínum. Og bitti nú! Finn ég hann ekki bara svona 10 metrum frá bílnum. Þá er eins og hann hafi bara rúllað út þegar bíllinn velti á vinstri hliðina, útum bílstjóra gluggann sem fór í klessu við fyrstu byltuna.
Síminn, þessi Schweppes-Canada-Dry drukkni Samsung Galaxy S6 EDGE+ liggur bara þarna, rennandi blautur, með ekki svo mikið sem einni skrámu á honum. Ég tek hann upp af jörðini og það fyrsta sem ég geri er að reyna að hringja í mömmu.
Mamma, sem var í fjósinu í staðinn fyrir Pabba, sem var uppá fjalli í smölun, heyrir ekki í símanum þegar ég hringi í fyrstu tvö skiptin. Svo ég geri það sem mín kynslóð gerir langbest; Ég tók myndir af bílnum og myndband af mér segjandi að ég hafi velt bíl og að vinur minn ætti að fara og sækja hjálp fyrir mig, vinur minn sem ég var að spjalla við í tölvuni stuttu áður en ég sest uppí bílinn og ég sendi þetta á. Allt í djóki því ég sá ekkert annað en glens við þessar aðstæður. Fyrir utan hvað það tók á hálsinn þegar Isuzu reyndi að fá mig til þess að munna sjálfann mig. Það var ekkert fyndið við það.
Svo, fyrst Mamma var obviously ekki in the mood til að sinna barninu sínu sem var næstum því dautt útí kanti, hringdi ég á neyðarlínuna og sagði þeim að ég hafði velt bíl á einkavegi og að þeir mættu alveg senda einhvern til þess að athuga með mig. Prufa svo Mömmu í síðasta skiptið og viti menn! Hver svarar ekki bara eins og kölluð... Nú hún Mútta Tútta!
Ég, eftir mig eftir að hafa öskrað á hjálp í 20 mínútur, laf móður, segi henni frá því sem gerðist og auðvitað spyr hún hvort sé ekki í lagi með mig, ég svara því náttúrulega játandi þar sem ég fann á mér að ekkert væri brotið. Segi henni að ég hafi hringt á sjúkrabíl og að þeir væru á leiðinni.
Mamma droppar náttúrulega öllu og lætur Ömmu keyra sig fram á holt þar sem ég var, al blóðugur öðrumeginn, gleraugnalaus.
Mamma keyrir ekki, sjáðu nú til, hún hefur lent í einu alvarlegu bílslysi og einni mildri bílveltu yfir ævina og er skrokkurinn hennar bara ónýtur á eftir, þessvegna fékk hún Ömmu gömlu til að keyra sig, þrátt fyrir að þær hati hvor aðra. (Mamma hans Pabba, you know how it is....)
Ég, leitandi að gleraugunum mínum, stíg upp frá opinu sem ég skreið í gegnum um leið og ég heyri að það er bíll kominn að mér og flakinu.
Mamma stekkur út úr bílnum með eitthvað það versta, mest stingandi og óþægilega ullarteppi sem fyrir finnst á Jörðinni og vefur mig í það. Við tölum eitthvað saman en á endanum fer ég bara inní bílinn hjá Ömmu þar sem mér var orðið skítkalt.
Bíllinn sem ég velti, bíllinn hans Pabba, þekur 3/4 af veginum, einhvern veginn fór ég að því að halda honum á veginum, þrátt fyrir allt saman, svo Amma gamla byrjar að bakka til þess að geta snúið við.
Þegar hún er búin að bakka svona 250 metra þá byrjar að glittast í ljós í fjarska sem er þá sjúkrabíllinn. Amma hættir að bakka og keyrir að flakinu aftur. Ég stíg út um leið og sjúkrabíllinn er kominn í göngufæri og geng að honum.
Út koma karl og kona, Ívar og, ég man ekki hvað konan heitir..... .....ef það kom einhvern tímann upp.... Rosalega næs fólk sem djókaði bara með þvottavélina sem var á pallinum, nýkomin úr viðgerð.
Áður en ég vissi af var lögreglubíll kominn og ein lögga að potast eitthvað svona, Spyrjandi mig hvað hafði skeð og svona en áður en ég gat svarað því að fullu þá dróg Ívar sjúkraflutningamaður mig inní bílinn og sagði mér að leggjast á börurnar.
Ég ligg þarna sultu slakur á meðan við Ívar spjöllum saman og göntumst um hitt og þetta. En svo fær hann þá snilldar sadista hugmynd að hreinsa sár mín á vinstri upphandleggnum með saltvatni. Það að finna saltvatn í fresh sár er eins og að vera hýddur með keðjú sem einhver snillingur er búinn að festa svona gaddakúlu á(Flail).
Hann býður mér verkjalyf en ég segi honum frá því sem gerðist með Xanax'ið um árið og neita því að taka eitthvað svoleiðis, hræddur um að verða band brjálæðislega-vitlaus.
Við komum á sjúkrahúsið á Selfossi og hann Ívar nær einhvern veginn að koma mér útúr bílnum, þrátt fyrir að ég sé svo langur að hann var með fætur mína í brjóstkassanum á sér allann tímann sem hann var að bögglast þetta.
Við komum þarna inn í bráðamótökuna(Eða eitthvað, I assume, ég veit það ekki...) og ég er látinn bíða alveg heil lengi, like doctors are best at, making people wait for them...
Jaddajaddajadda, Sárin eru hreinsuð almennilega, saumuð eru 6 spor og er ég látinn fá verkjalyf, Ibucod eða eitthvað álíka. Alveg er mér sama hvað það var, allt sem það gerði var að gera mig mjög flökurt.
Ég er látinn fá ælupoka og svo beðinn um að bíða enþá lengur en þarna fyrst. Eftir engu, I might add.
Ég gefst upp. Orðinn geðvondur og súr og bið um að fá að fara eitthvað framm og ein hjúkkan segir mér frá setustofuni sem er þarna á sjúkrahúsinu. Ég sest þar en áður en ég næ að hita sófan nægilega með prumpunum sem ég er búinn að vera að halda inní mér síðustu þrjá tímana, þá mætir Mamma og sækir mig, með Ömmu gömlu, erkióvin hennar, útí bíl.
Við rúllum á Olís, ég klaupi mér fjórar Sóma samlokur og Power Aide og fyrsta bland í pokann minn í marga mánuði, because I felt like I deserved it for not biting the nurses!
Við förum heim. Þegar heim er komið lætur Mamma mig fá verkjalyf, eitthvað gigtarlyf sem lítur út eins og Skittles. No joke, Google'ið Voltaren Rapid, hell, Lyfjabókin eru efstu niðurstöðurnar, klikkið á það. Þetta er no joke alveg eins og Skittles með appelsínu bragði! Hvað eru lyfjafyrirtækin að hugsa? Að búa til stórhættulegt lyf sem gæti drepið lítið barn og láta það líta út eins og eitthvað sem börn vilja mest í öllum heiminum... Nammi..... Well I'll be a monkey's uncle...
Sagan er pretty much búin, endar bara hérna.... Löggan var sammála mér með hraðann sem ég var að keyra á þegar þetta gerðist og staðfesti my recollection af því hvernig þetta atburðaðist. Á milli 70-80 sagði hann og sagði einnig að þetta liti út eins og svona klassískt "Missir eitt dekk útaf veginum, reynir að ná því upp, but fails miserably".
Allir eru surprised as shit að ég sé ekki dauður. Þeir sem hafa séð bílinn þar að segja. Að smá verkur í hálsi og baki og einhverjir smá skurðir á handlegg sé bara nokkuð fokking geggjaðslega vel sloppið miðað við hvernig álíka veltur hafa endað í fortíðinni og eiga eftir að enda í framtíðinni.
Ef ég þyrfti að dæma þetta eftir Counter Strike/Call of Duty standardnum sem var uppi þegar ég spilaði þessa leiki, þá var þetta; 70% Skill, 30% Luck.
Ég held að allur þessi tími í Grand Theft Auto sé loksins, loksins, að skilja eitthvað gagnlegt eftir í hausnum á mér, s.s. hvernig á að lifa af svakalegar bílveltur.
Allavegana, hér koma myndirnar:
Ein svona soft to start you off...
Arty shit, vantar bara fitlerinn!
WHAPA!!!
Húsið er algjörlega klesst niður að framan, ekki alveg að aftan. Það var líklega það sem bjargaði mér, að það var eitthvað betra í aftur hlutanum á bílnum en þeim fremri.
Og svo ein svona fyrir flengi-folder'inn hans Jonsig.
(Það er smá blóð á þessari mynd, svo ætli ég verði ekki að vara við ef menn eru eitthvað viðkvæmir fyrir svoleiðis )
http://i.imgur.com/rrRK3W6.jpg
I figure að þið vitið allir hver ég er eftir þarna fjársvika málið þarna... ....þú veist, þegar ég kom útúr skápnum með identity'ið mitt... Oh well, ég er svo forgettable að þið munið kannski ekkert eftir því. Either way, þá er þessi síðasta selfie sem ég senti vini mínum á Facebook því mér fannst þetta allt saman svo fyndið for some reason. Ætli það sé ekki enn ein leiðin til þess að cope'a við svona shock. Mamma fór t.d. að taka til á vettvangi nánast strax og hún steig útúr bílnum hennar Ömmu. Og Amma, well, Amma bara baktalaði Mömmu svona eins og vanalega...
EDIT: Ég gleymdi þeirri bestu.... Smá Trophy fyrir þessa lífsreynslu. Hentar líklegast ekki viðkvæmum.
http://i.imgur.com/S7Se5Vy.jpg
Veit ei hví, en ég verð smá svangur þegar ég sé þessa mynd.....
Bottom line of this post: Keyrið eftir aðstæðum drengir, stundum er 80 of hratt, stundum er 30 of hratt. Og svo er lífið auðvitað stutt, við vitum aldrei hvað gæti gerst. Það er bara augnablik sem eitthvað svona getur gerst og þá er einhver dauður, eða verra.... Mér þykir mjög vænt um ykkur, sérstaklega ykkur sem eigið eftir að lesa alla þessa langloku mína. Þið hinir.... Mjeh....
PS. Það þarf virkilega að breyta þessu með hámarkshraðann á malarvegum... 80? Are you fucking kidding me? Það er 10 frá því að vera 90 sem er all around hámarkshraðinn... Og er ekki meiri munur en 10 á holóttum malarvegi og tiltölulega(þetta er Ísland) holulausu malbiki?
Geez...