Pósturaf agnarkb » Mán 25. Júl 2016 12:10
Æi mér finnst svo gaman að eiga góðar myndir á DVD og Blu Ray er með nokkuð stórt safn bæði í hillum og kössum víðsvegar um húsið.
En það er bara svo ógeðslegt hérna hvað myndunum er slátrað alveg hrottalega af útgefendum hérlendis. Sérstaklega þegar kemur að aukaefni og þess háttar en samt er rukkað geðsjúklega mikið fyrir einn disk og ekkert auka. Versla ennþá töluvert af blu ray, þeir hafa að mestu leiti fengið að vera í friði. Hef ekki keypt DVD disk í langan tíma, fyrir utan útsölumarkaði þar sem þeir kosta smáaur.
Ég hef alltaf sagt að ef íslenskir útgefendur, Sena og co, myndu nú taka sig á og gefa þetta út rétt og á sanngjörnu verði þá væri staðan allt önnur.
Leikjavél | ASRock X870E NOVA | 9800x3D | LF II 240| RTX 3090 | 32GB 6400MHz CL32 | RM850x | Fractal Design North
Server | ASRock H610M-ITX/ac | i5 12400 | Dark Rock TF2 | 32GB | 14 TB | Unraid Basic