Asnaðist til þess að tjóna vinnubílinn.
Sent: Þri 12. Júl 2016 00:58
Sælir Vaktarar,
Langaði að segja ykkur frá smotteríi sem ég lenti í fyrir viku. Á morgun verður komin slétt vika síðan þetta gerðist. Það leynist smá boðskapur þarna í endann.
Ég er semesagt að keyra á vinnubílnum, Renault Kangoo, á milli Laugarvatns og Þingvalla. Á Lyngdalsheiðinni eins og það kallast í dag, rétt áður en maður kemur inní þjóðgarðinn á Þingvöllum.
Er ég að dúlla mér á svona 100-110 þegar mig byrjar að klæja svona í annað augað, eins og ég fái eitthvað í það. Ég geri það eina í stöðuni og tek hægri hendina af stýrinu, er venjulega með hendurnar á 10 og einhverstaðar á milli 4 og 5, og byrja að nudda á mér hægra augað eins og ég fái borgaðar stórupphæðir fyrir það.
Missi ég þá smá athyglina við aksturinn og swerve'a smá til hægri.
Það næsta sem ég veit heyri ég stærðarinar sprengingu. Gler í tíu lítra fötu vís skvettist á mig og allt í einu er eins og miðstöðin í bílnum væri á sterum. Lít ég til hægri, sé að glugginn og spegillinn farþegameginn er allur í rusli og vantar spegilinn bara á helvítis bílinn.
Ég, enn á fleygiferð, byrja meir og meir að búast við því að allur frammendinn á bílnum, allavegana hægramegin, væri í algjöru rusli. Stoppa bílinn, skottast út og sé ekkert að bílnum sjálfum. Bara það að nokkrir vírar voru þar sem spegillinn átti að vera, glugginn var í klessu og smá nudd skeinur á farþega hurðini og ekki nóg með það þá tók ég eftir sprungnu dekki, framdekk farþegameginn.
Þá hafði ég óvart rétt sleikt vegrið með hægri hlið bílsins, með þeim afleiðingum að spegillinn hafi lamist svo fast í gluggann að bæði splundruðust einfaldlega. Hvernig ég sprengdi dekkin tvö, hinsvegar, er algjörlega 'beyond me'.
Segi ég, eins og marg oft áður; "FOKK!" og geri það eina í stöðuni og hringi á yfirmann minn sem er svo næs alltaf þrátt fyrir að vera ógnvænlegasti karakter sem ég veit um.
Símtalið fór svona;
Kemur XXXX2 rúllandi eftir dágóðar fimm til tíu mínútur, hafði hann verið að mála í Kringlumýri með unglingavinnuni, skoðar hann þetta eitthvað, og bendir mér á að afturdekkið, farþegarmeginn, sé sprungið líka. Við(Hann), náttúrulega bara með eitt varadekk, skiptum um dekk að framan, keyrum bílinn svo út fyrir veg, eftir að hafa fengið mörg flaut á okkur og þurft að gefa puttann svo oft að mér var eiginlega illt í honum á eftir. Rúllum við saman á Selfoss á næsta dekkjaverkstæði, var ég sofandi mest alla leiðina þangað, tímann þar og á leiðinni til baka. En hann XXXX2 reddar þessu algjörlega fyrir mig.
Vippum við dekkinu undir að aftan og tökum eftir því að felgan sem afturdekkið var á hafði beyglast. Þar að segja beyglaðist einhvern veginn þannig að í ég hefði veðjað á að allt hefði verið í lagi með dekkið sjálft, það var bara þessi beygla sem hleypti loftinu úr.
Allt í góðu, þakka ég honum XXXX2 innilega fyrir og held ég áfram leiðar minnar, búinn að missa af fyrrihluta vinnunar, en meikaði það í þann seinni bara í staðinn.
Það sem kemur mér á óvart við þessa sögu er það að, jú auðvitað það að ég hafi náð að eyðileggja eitt dekk og eina flegu með því að klessa á vegrið, ég hafi ekki verið fyrir löngu búinn að valda einhverju álíka, ef ekki verra, umferðaróhappi.
Því alltaf er ég annað hvort étandi, drekkandi(óáfengt) eða reykjandi undir stýri, með hálfa meðvitundina að akstrinum, hina að juicy samlokuni minni. Endalaust sem ég hef verið næstum því búinn að valda annað hvort eigna eða manna tjóni og að ég skildi loksins, loksins, með heimsku minni, valda skaða á ökutæki mínu þá var ég á bíl sveitarfélagsins.
Ég held að, sem betur fer, sé enginn súr útí mig eftir þetta og hvernig þetta fór fram, heldur séu flestir bara ánægðir með að ég sé heill á húfi meira en nokkuð annað. Enda komu viðbrögð yfirmanns míns mér mikið á óvart, þessi ógnvænlegi maður sem ég hef verið hræddur við síðan ég fór heim til eins vinar míns í sjöundabekk, þessi maður verandi fósturpabbi vinar míns. Ég sem hélt hann myndi skamma mig í húð og kyn fyrir að hafa tjónað vinnubílinn. En svona getur maður haft rangt fyrir sér.
Ætli fólk hugsi ekki það sama um mig þegar það sé mig, ég verandi eins og hann, stór og mikill með mjööög djúpa rödd. Ég er meira að segja hærri í loftinu og feitari en þessi yfirmaður minn, þannig að fólk hlýtur að hugsa þetta extra þegar það sér mig.
En allavegana, boðsskapur þessarar sögu er s.s. sá að þú átt alltaf að hafa báðar hendur á stýrinu, athyglina við aksturinn og vera í belti, sem ég var nú reyndar, og er alltaf, í.
Þú átt að virða aksturinn og umferðina eins og dauðann sjálfann, enda ertu, þegar þú sest uppí bíl og ekur um á 90km hraða, að kítla eistun á dauðanum.
Okkur mannfólkinu, rétt eins og með að fljúga, var ekki ætlað að fara svona hratt. Virðum það að við getum brotið bæði tvö lögmálin og sýnum þeim virðingu!
OG ber skal að vita að þrátt fyrir að gler í svona bílrúðum eigi ekki að skera mann, sé hannað þar að segja til þess að koma í veg fyrir mikla og stóra skurði, sker það mann nú bara samt, mig allavegana, í þau tvö skipti sem ég hef fengið lítrana af gleri í andlitið. Var ég alblóðugur eftir þetta. Skurðirnir voru alls ekki djúpir eða stórir, blæddi samt sem áður engum krókódílatárum eftir þetta.
Skal dúndra í eitt stk mynd undir, af innanverðum bílnum, tekinni sekúndum eftir að ég hringdi í yfirmann minn.
Plúsinn við þetta er að núna er alltaf svalt að keyra í heita veðrinu og þarf maður ekki að opna glugga þegar maður ákveður að fá sér eina gula Camel undir stýri.
RESPEK!
Langaði að segja ykkur frá smotteríi sem ég lenti í fyrir viku. Á morgun verður komin slétt vika síðan þetta gerðist. Það leynist smá boðskapur þarna í endann.
Ég er semesagt að keyra á vinnubílnum, Renault Kangoo, á milli Laugarvatns og Þingvalla. Á Lyngdalsheiðinni eins og það kallast í dag, rétt áður en maður kemur inní þjóðgarðinn á Þingvöllum.
Er ég að dúlla mér á svona 100-110 þegar mig byrjar að klæja svona í annað augað, eins og ég fái eitthvað í það. Ég geri það eina í stöðuni og tek hægri hendina af stýrinu, er venjulega með hendurnar á 10 og einhverstaðar á milli 4 og 5, og byrja að nudda á mér hægra augað eins og ég fái borgaðar stórupphæðir fyrir það.
Missi ég þá smá athyglina við aksturinn og swerve'a smá til hægri.
Það næsta sem ég veit heyri ég stærðarinar sprengingu. Gler í tíu lítra fötu vís skvettist á mig og allt í einu er eins og miðstöðin í bílnum væri á sterum. Lít ég til hægri, sé að glugginn og spegillinn farþegameginn er allur í rusli og vantar spegilinn bara á helvítis bílinn.
Ég, enn á fleygiferð, byrja meir og meir að búast við því að allur frammendinn á bílnum, allavegana hægramegin, væri í algjöru rusli. Stoppa bílinn, skottast út og sé ekkert að bílnum sjálfum. Bara það að nokkrir vírar voru þar sem spegillinn átti að vera, glugginn var í klessu og smá nudd skeinur á farþega hurðini og ekki nóg með það þá tók ég eftir sprungnu dekki, framdekk farþegameginn.
Þá hafði ég óvart rétt sleikt vegrið með hægri hlið bílsins, með þeim afleiðingum að spegillinn hafi lamist svo fast í gluggann að bæði splundruðust einfaldlega. Hvernig ég sprengdi dekkin tvö, hinsvegar, er algjörlega 'beyond me'.
Segi ég, eins og marg oft áður; "FOKK!" og geri það eina í stöðuni og hringi á yfirmann minn sem er svo næs alltaf þrátt fyrir að vera ógnvænlegasti karakter sem ég veit um.
Símtalið fór svona;
Ég: Sæll, XXXX, Ég lenti í smá vandræðum með bílinn....
XXXX: Nú? Er ekki í lagi með þig???
Ég: Jújú, bíllinn er bara allur í klessu...
XXXX: Það er nú í lagi, svo lengi sem er í lagi með þig!
Ég: Nú? Ókei.... Ég það er samt sprungið dekk, og ég kann ekkert á að losa varadekkið.
XXXX: Heyrðu, ég sendi XXXX2 bara að kíkja á þig.
Spyr hann eitthvað hvar ég er, hvoru meginn við Kringlumýrar afleggjarann og svo endaði símtalið bara.
Kemur XXXX2 rúllandi eftir dágóðar fimm til tíu mínútur, hafði hann verið að mála í Kringlumýri með unglingavinnuni, skoðar hann þetta eitthvað, og bendir mér á að afturdekkið, farþegarmeginn, sé sprungið líka. Við(Hann), náttúrulega bara með eitt varadekk, skiptum um dekk að framan, keyrum bílinn svo út fyrir veg, eftir að hafa fengið mörg flaut á okkur og þurft að gefa puttann svo oft að mér var eiginlega illt í honum á eftir. Rúllum við saman á Selfoss á næsta dekkjaverkstæði, var ég sofandi mest alla leiðina þangað, tímann þar og á leiðinni til baka. En hann XXXX2 reddar þessu algjörlega fyrir mig.
Vippum við dekkinu undir að aftan og tökum eftir því að felgan sem afturdekkið var á hafði beyglast. Þar að segja beyglaðist einhvern veginn þannig að í ég hefði veðjað á að allt hefði verið í lagi með dekkið sjálft, það var bara þessi beygla sem hleypti loftinu úr.
Allt í góðu, þakka ég honum XXXX2 innilega fyrir og held ég áfram leiðar minnar, búinn að missa af fyrrihluta vinnunar, en meikaði það í þann seinni bara í staðinn.
Það sem kemur mér á óvart við þessa sögu er það að, jú auðvitað það að ég hafi náð að eyðileggja eitt dekk og eina flegu með því að klessa á vegrið, ég hafi ekki verið fyrir löngu búinn að valda einhverju álíka, ef ekki verra, umferðaróhappi.
Því alltaf er ég annað hvort étandi, drekkandi(óáfengt) eða reykjandi undir stýri, með hálfa meðvitundina að akstrinum, hina að juicy samlokuni minni. Endalaust sem ég hef verið næstum því búinn að valda annað hvort eigna eða manna tjóni og að ég skildi loksins, loksins, með heimsku minni, valda skaða á ökutæki mínu þá var ég á bíl sveitarfélagsins.
Ég held að, sem betur fer, sé enginn súr útí mig eftir þetta og hvernig þetta fór fram, heldur séu flestir bara ánægðir með að ég sé heill á húfi meira en nokkuð annað. Enda komu viðbrögð yfirmanns míns mér mikið á óvart, þessi ógnvænlegi maður sem ég hef verið hræddur við síðan ég fór heim til eins vinar míns í sjöundabekk, þessi maður verandi fósturpabbi vinar míns. Ég sem hélt hann myndi skamma mig í húð og kyn fyrir að hafa tjónað vinnubílinn. En svona getur maður haft rangt fyrir sér.
Ætli fólk hugsi ekki það sama um mig þegar það sé mig, ég verandi eins og hann, stór og mikill með mjööög djúpa rödd. Ég er meira að segja hærri í loftinu og feitari en þessi yfirmaður minn, þannig að fólk hlýtur að hugsa þetta extra þegar það sér mig.
En allavegana, boðsskapur þessarar sögu er s.s. sá að þú átt alltaf að hafa báðar hendur á stýrinu, athyglina við aksturinn og vera í belti, sem ég var nú reyndar, og er alltaf, í.
Þú átt að virða aksturinn og umferðina eins og dauðann sjálfann, enda ertu, þegar þú sest uppí bíl og ekur um á 90km hraða, að kítla eistun á dauðanum.
Okkur mannfólkinu, rétt eins og með að fljúga, var ekki ætlað að fara svona hratt. Virðum það að við getum brotið bæði tvö lögmálin og sýnum þeim virðingu!
OG ber skal að vita að þrátt fyrir að gler í svona bílrúðum eigi ekki að skera mann, sé hannað þar að segja til þess að koma í veg fyrir mikla og stóra skurði, sker það mann nú bara samt, mig allavegana, í þau tvö skipti sem ég hef fengið lítrana af gleri í andlitið. Var ég alblóðugur eftir þetta. Skurðirnir voru alls ekki djúpir eða stórir, blæddi samt sem áður engum krókódílatárum eftir þetta.
Skal dúndra í eitt stk mynd undir, af innanverðum bílnum, tekinni sekúndum eftir að ég hringdi í yfirmann minn.
Plúsinn við þetta er að núna er alltaf svalt að keyra í heita veðrinu og þarf maður ekki að opna glugga þegar maður ákveður að fá sér eina gula Camel undir stýri.
RESPEK!