Síða 1 af 1

Greiða upp yfirdrátt en sleppa vöxtum

Sent: Þri 05. Júl 2016 21:35
af Krissinn
Hefur einhver greitt upp allan yfirdrátt og fengið að sleppa vöxtunum?

Re: Greiða upp yfirdrátt en sleppa vöxtum

Sent: Þri 05. Júl 2016 21:49
af ormurinnlangi
Yfirdráttarheimild virkar þannig að þú greiðir aðeins tæpa 10% vexti af nýttri heimild deilt með dögunum sem hún var nýtt. Minnir að vextir séu rukkaðir mánaðarlega en á árs grundvelli.

T.d. 100 þúsund kr heimild, full nýtt í 10 daga og svo greidd niður að fullu ættu að vera aðeins um 1 þúsund kr í vexti.

Ef yfirdráttarheimild er alveg ónýtt eru ekki rukkaðir vextir fyrr en hún er nýtt, og þá aðeins af þeirri upphæð sem var nýtt af henni.

Re: Greiða upp yfirdrátt en sleppa vöxtum

Sent: Þri 05. Júl 2016 22:57
af Krissinn
Ég hef haft þessa heimild síðan 2012, en er búinn að vera að borga mánaðarlega. En nú langar mig að klára að borga rest og langaði þess vegna að spyrja hvort einhver hafi samið við bankann um að borga rest en fá vextina fellda niður.

Re: Greiða upp yfirdrátt en sleppa vöxtum

Sent: Þri 05. Júl 2016 23:25
af rapport
krissi24 skrifaði:Ég hef haft þessa heimild síðan 2012, en er búinn að vera að borga mánaðarlega. En nú langar mig að klára að borga rest og langaði þess vegna að spyrja hvort einhver hafi samið við bankann um að borga rest en fá vextina fellda niður.


Hvernig þá?

Ef þú ert í 500þ. yfirdráttarskuld sem var 1.500þ. 2012 þá ertu ekki að fara fá einhvern afslátt af þessum 500þ. sem þú skuldar.

+ bankar virka þannig að ef þeir finna einhvern sem getur borgað, þá gefa þeir ekki afslátt.

Re: Greiða upp yfirdrátt en sleppa vöxtum

Sent: Mið 06. Júl 2016 03:15
af Krissinn
Hehe ég skil. Sat bara einusinni eitt fjármálanámskeið og aðilinn sem hélt það sagði að þetta væri mögulegt. Vildi bara vita hvort kannski einhver hefði látið reyna á þetta og það hefði virkað :p

Re: Greiða upp yfirdrátt en sleppa vöxtum

Sent: Mið 06. Júl 2016 03:30
af Minuz1
Banki er ekki góðgerðarstofnun, þeir vilja peninginn sinn tilbaka.
Eina leiðin til þess að fá þá til að gefa þér eitthvað er að þeir græði eitthvað á því, eða tapi meiru á því að gefa þér það ekki.

Re: Greiða upp yfirdrátt en sleppa vöxtum

Sent: Mið 06. Júl 2016 10:19
af SvavarElf
Þessi aðili hefur líklega meint að þú gætir greitt upp höfuðstólinn áður en þú greiðir vextina, kemur út á það að á endanum greiðir þú minna af vöxtum.

Re: Greiða upp yfirdrátt en sleppa vöxtum

Sent: Mið 06. Júl 2016 10:24
af GuðjónR
Einu skiptin sem þú getur fengið eitthvað gefið eftir er ef kröfuhafinn sér sér hag í því.
Dæmi: ef það er spurning um að fá hlut kröfunnar eða ekkert af henni.

Re: Greiða upp yfirdrátt en sleppa vöxtum

Sent: Mið 06. Júl 2016 10:30
af Hjaltiatla
Ég myndi allavegana reyna :) : Í þessu podcasti er t.d komið inná hvernig væri best að semja við kreditkortafyrirtæki (hvað er besta taktíkin): Linkur! það scenario byrjar sirka 14:30

Re: Greiða upp yfirdrátt en sleppa vöxtum

Sent: Mið 06. Júl 2016 11:23
af Icarus
Minnir að Íslandsbanki hafi einu sinni auglýst að ef þú greiddir upp yfirdráttinn kæmi þeir eitthvað á móti þér.

Re: Greiða upp yfirdrátt en sleppa vöxtum

Sent: Fim 07. Júl 2016 03:00
af Krissinn
Ég þakka svörin :) Ég er búinn að ganga frá þessu og laus við þetta! :D Vextirnir voru þegar greiddir upp þannig að þetta skipti svosem engu í upphafi greinilega hehe. Hef bara ekkert fylgst nógu vel með þessu þvi þetta er ekki lengur minn aðal banki.

Re: Greiða upp yfirdrátt en sleppa vöxtum

Sent: Fim 07. Júl 2016 11:34
af pattzi
Ég gat nú fengið vextina fellda niður að hluta ..þegar ég greiddi upp yfirdrátt ..var reyndar löngu útrunninn og þeir voru búnir að setja þetta í innheimtu en þá einmitt var ég ekki að fá launin mín inn í þann banka lengur en var minnsta málið að greiða upp og fá hluta kostnaðar felldan niður.