Síða 1 af 1

Hvernig nær maður síma sem er ekki "CE" merktur til landsins?

Sent: Lau 25. Jún 2016 21:59
af robbi553
Halló, er í smá pælingum. Eins og sést hér fyrir neðan eru þetta allt íslendungar sem hafa reviewað Xiaomi Redmi Note 3 á aliexpress. Síma sem ég á, en ég er ekki viss um að neinn af þessum hafi þurft að fara í gegnum allt sem ég gerði.

https://gyazo.com/d19b79d0a1e02e7c09acddd4d701c633

Ég á semsagt svona síma, ég pantaði hann án þess að vita að hann væri ekki CE merktur. Eftir að hann var búinn að sitja í 2 mánuði hjá tollinum fann seljandinn minn blað sem sannar að hann conformar við European standards.

Það sem ég er að spá er hvort að DHL pöntunum er alltaf hleypt í gegnum tollinn. Það sem allir á þessu screenshotti eiga sameiginlegt er að þair pöntuðu með DHL. Þessi seljandi lofar sko "No customs duty inside EU" en hann gat ekki lofað mér að það myndi virka á Íslandi. Mig langar innilega að panta mér annan svona, en ég nenni ekki að standa í brasinu sem ég fór síðast í gegnum.

Endilega komið með tillögur.

Re: Hvernig nær maður síma sem er ekki "CE" merktur til landsins?

Sent: Sun 26. Jún 2016 01:14
af jardel
Ég er í sömu hugsun og þú eins og þú hefur kanski séð í öðrum þræði nema ég er að pæla í huawei síma

http://m.aliexpress.com/item-desc/32548733288.html

Re: Hvernig nær maður síma sem er ekki "CE" merktur til landsins?

Sent: Sun 26. Jún 2016 02:52
af robbi553
jardel skrifaði:Ég er í sömu hugsun og þú eins og þú hefur kanski séð í öðrum þræði nema ég er að pæla í huawei síma

http://m.aliexpress.com/item-desc/32548733288.html


Skil ekki þetta bull... Ekki eins og maður sé að reyna að flytja inn kjarnorkusprengju.

Re: Hvernig nær maður síma sem er ekki "CE" merktur til landsins?

Sent: Sun 26. Jún 2016 10:25
af Tish
Ég lenti í þessu, ég keypti compute stick af Ali Express sem ekki er með CE merki, ég talaði við framleiðandann og fékk blaðið sem sýnir að varan er með CE vottun þó það sé engin merking á því. Svo fór ég uppí póstinn og sýndi þeim þetta blað og fékk vélina eftir það. Ég myndi prófa þetta ef ég væri þú.

Re: Hvernig nær maður síma sem er ekki "CE" merktur til landsins?

Sent: Sun 26. Jún 2016 16:44
af robbi553
Tish skrifaði:Ég lenti í þessu, ég keypti compute stick af Ali Express sem ekki er með CE merki, ég talaði við framleiðandann og fékk blaðið sem sýnir að varan er með CE vottun þó það sé engin merking á því. Svo fór ég uppí póstinn og sýndi þeim þetta blað og fékk vélina eftir það. Ég myndi prófa þetta ef ég væri þú.


Gerði það sko með fyrsta símann, en ég ætla ekki að panta eins aftur og finn enga sönnun að hann sé CE compliant.

Re: Hvernig nær maður síma sem er ekki "CE" merktur til landsins?

Sent: Sun 26. Jún 2016 16:49
af Gemini
Mynd
Skodna er að Tollurinn hér heima gerir engan greinamun á CE og CE :)

Re: Hvernig nær maður síma sem er ekki "CE" merktur til landsins?

Sent: Sun 26. Jún 2016 16:53
af robbi553
Gemini skrifaði:Mynd
Skodna er að Tollurinn hér heima gerir engan greinamun á CE og CE :)


Verst að hann hefur hvorugt. :dissed

Re: Hvernig nær maður síma sem er ekki "CE" merktur til landsins?

Sent: Sun 26. Jún 2016 21:06
af jardel
Er hvergi hægt að finna huawei með ce merkingu :-(

Re: Hvernig nær maður síma sem er ekki "CE" merktur til landsins?

Sent: Mán 27. Jún 2016 06:08
af xate
jardel skrifaði:Er hvergi hægt að finna huawei með ce merkingu :-(


Ég fór aðeins að kanna mér þetta með Huawei og CE merkingar og mér sýnist síminn sjálfur vera CCC merktur en þeir taka einnig fram í user manual hjá sér að símarnir séu CE merktir (Linkur á gyazo úr user manual: https://gyazo.com/8fdb6f91261eee722061c19084f88613).

Ég hef nú ekki mikið vit á þessu, en ætti þetta eitt og sér ekki að vera nóg til þess að fá vöruna til landsins?

Ég skoðaði bæði user manual fyrir Huawei Mate 8 og Huawei Medipad X2 en ef þú vilt kanna þetta sjálfur með user manualinn og CE merkinguna, þá náði ég í hann á heimasíðunni hjá Huawei (Linkur: http://consumer.huawei.com/en/support/m ... en-sup.htm)

Eins og ég sagði hér að ofan að þá veit ég ekkert um þetta, ég einfaldlega fór að kanna þetta vegna þess að ég sá hér þráð um þessa síma og síðan þá hefur mér sjálfum langað að panta mér eitt stykki, enda löngu kominn tími á að ég fái mér nýjan síma. Þannig ef ég er bara að bulla hérna, þá biðst ég afsökunar á því og má einhver sem hefur meira vit á þessu endilega leiðrétta mig.

Re: Hvernig nær maður síma sem er ekki "CE" merktur til landsins?

Sent: Mán 27. Jún 2016 18:14
af robbi553
xate skrifaði:
jardel skrifaði:Er hvergi hægt að finna huawei með ce merkingu :-(


Ég fór aðeins að kanna mér þetta með Huawei og CE merkingar og mér sýnist síminn sjálfur vera CCC merktur en þeir taka einnig fram í user manual hjá sér að símarnir séu CE merktir (Linkur á gyazo úr user manual: https://gyazo.com/8fdb6f91261eee722061c19084f88613).

Ég hef nú ekki mikið vit á þessu, en ætti þetta eitt og sér ekki að vera nóg til þess að fá vöruna til landsins?

Ég skoðaði bæði user manual fyrir Huawei Mate 8 og Huawei Medipad X2 en ef þú vilt kanna þetta sjálfur með user manualinn og CE merkinguna, þá náði ég í hann á heimasíðunni hjá Huawei (Linkur: http://consumer.huawei.com/en/support/m ... en-sup.htm)

Eins og ég sagði hér að ofan að þá veit ég ekkert um þetta, ég einfaldlega fór að kanna þetta vegna þess að ég sá hér þráð um þessa síma og síðan þá hefur mér sjálfum langað að panta mér eitt stykki, enda löngu kominn tími á að ég fái mér nýjan síma. Þannig ef ég er bara að bulla hérna, þá biðst ég afsökunar á því og má einhver sem hefur meira vit á þessu endilega leiðrétta mig.


Ég er orðinn nokkuð viss að ef maður pantar með DHL, þá fær maður símann í hendurnar. Miðað við þessar Íslensku reviews, og ég hef persónulega talað við einn að þeim. Það er stora á aliexpress sem heitir "Top One" (http://www.aliexpress.com/store/342812? ... .31.TwxZB6)
og þeir senda til Íslands með DHL fyrir 14 dollara. Allar Íslenskar reviews sem ég hef séð á símum sem eru ekki CE merktir. Ætli ég taki ekki sénsinn til að fá Xiaomi síma aftur. Læt ykkur alla vita hvernig það mun ganga.

EDIT: Ég fann líka svona booklet yfir minn síma, þeir sögðu bara að tækið þyrfti að vera merkt annað hvort á kassanum eða á því sjálfu. Og svo fann ég "CE Certificate sem seljandinn sendi mér eftir að síminn var búinn að sitja hjá tollinm í uþb 2 mánuði, skal láta blaðið fylgja fyrir einhverja sem vilja panta Xiaomi símana sem eru skráðir á því blaði.

Mynd

Re: Hvernig nær maður síma sem er ekki "CE" merktur til landsins?

Sent: Þri 28. Jún 2016 12:04
af jardel
Það hlýtur að vera hægt að hafa samband við seljanda og biðja þá um fá send gögn til að sanna CE merkingu
Annars rakst ég á þetta

http://www.visir.is/vodafone-semur-vid- ... 3130119301

Re: Hvernig nær maður síma sem er ekki "CE" merktur til landsins?

Sent: Fim 30. Jún 2016 20:32
af jardel
Eithvað nýtt að frétta af þessu?

Re: Hvernig nær maður síma sem er ekki "CE" merktur til landsins?

Sent: Fös 01. Júl 2016 10:52
af robbi553
jardel skrifaði:Eithvað nýtt að frétta af þessu?


Já reyndar, þessi seljandi "Top one" sendir semsagt fyrst til UK og svo til Íslands. Þannig sleppur þetta í gegn. Ekki enn búin að panta enþá.

Re: Hvernig nær maður síma sem er ekki "CE" merktur til landsins?

Sent: Fös 01. Júl 2016 14:47
af jardel
robbi553 skrifaði:
jardel skrifaði:Eithvað nýtt að frétta af þessu?


Já reyndar, þessi seljandi "Top one" sendir semsagt fyrst til UK og svo til Íslands. Þannig sleppur þetta í gegn. Ekki enn búin að panta enþá.


Ert þu til i að senda mer link a huawei mate 8 frá þessari búð er ekki að finna þetta.

Annars er ég opinn fyrir xaomi ef þeir ofhitna ekki og hafa 6" skjá og góða battery endingu.

Re: Hvernig nær maður síma sem er ekki "CE" merktur til landsins?

Sent: Fös 01. Júl 2016 16:18
af robbi553
jardel skrifaði:
robbi553 skrifaði:
jardel skrifaði:Eithvað nýtt að frétta af þessu?


Já reyndar, þessi seljandi "Top one" sendir semsagt fyrst til UK og svo til Íslands. Þannig sleppur þetta í gegn. Ekki enn búin að panta enþá.


Ert þu til i að senda mer link a huawei mate 8 frá þessari búð er ekki að finna þetta.

Annars er ég opinn fyrir xaomi ef þeir ofhitna ekki og hafa 6" skjá og góða battery endingu.


http://www.aliexpress.com/store/product ... 13688.html

Fann mate 8 hjá þeim, veldu bara DHL, kostar $14 aukalega. Xiaomi er ekkert með neitt sniðugt í þessum class akkúrat núna.

Re: Hvernig nær maður síma sem er ekki "CE" merktur til landsins?

Sent: Fös 01. Júl 2016 22:53
af jardel
robbi553 skrifaði:
jardel skrifaði:
robbi553 skrifaði:
jardel skrifaði:Eithvað nýtt að frétta af þessu?


Já reyndar, þessi seljandi "Top one" sendir semsagt fyrst til UK og svo til Íslands. Þannig sleppur þetta í gegn. Ekki enn búin að panta enþá.


Ert þu til i að senda mer link a huawei mate 8 frá þessari búð er ekki að finna þetta.

Annars er ég opinn fyrir xaomi ef þeir ofhitna ekki og hafa 6" skjá og góða battery endingu.


http://www.aliexpress.com/store/product ... 13688.html

Fann mate 8 hjá þeim, veldu bara DHL, kostar $14 aukalega. Xiaomi er ekkert með neitt sniðugt í þessum class akkúrat núna.


Veist þú hvort það sé 4g stuðningur á honum sem virkar á islandi nova t.d?