Bílprófspælingar
Sent: Sun 19. Jún 2016 16:41
Þannig er mál með vexti að ég fékk bílpróf fyrir nokkrum árum þegar ég átti bíl og bjó utan höfuðborgarsvæðisins þar sem ég þurfti þetta. Svo flutt ég í bæinn og seldi bílinn en átti alltaf eftir að klára ökuskóla 3 og fá fullnaðarskírteinið svo að bráðabirgðaskírteinið mitt rann út fyrir rúmum 2 árum. Er einhver hérna sem hefur farið í gegnum eitthvað svipað og veit hvað ég þarf að taka núna til að fá prófið aftur? Er ekki með neina punkta eða neitt svoleiðis, þetta rann bara út. Þarf ég að fara í gegnum prófið aftur eða einhverja ökutíma? Veit að ég þarf ábyggilega að taka að minnsta kosti ökuskóla 3 til að klára þetta en þarf ég að finna mér annan ökukennara? Ef svo er, gætuð þið mælt með góðum ökukennara í höfuðborginni? Held að minn gamli sé hættur að kenna.