Svindl á netinu, tilkynna eða gefa skít í það?
Sent: Lau 11. Jún 2016 00:22
Sælt veri fólkið.
Síðastliðinn sólarhring hefur einhver félagi gert tilraun til að hafa smá pening útúr mér. Ég er sem sagt að reyna að selja bíl erlendis og þetta byrjaði þannig að ég fékk mjög loðið SMS sem hafði ekkert símanúmer bakvið sig og var skrifað á vafasamri ensku. Grunaði nú gvend strax að þetta væri ekki eðlilegt en svaraði samt manninum. Það kemur síðan í ljós að hann er að reyna að "beita" PayPal í svindlinu til að reyna að láta þetta líta betur út. Það virkar þannig að hann býður manni uppá að senda sér money request en sendir falsaðann tölvupóst sem á að vera kvittun um að það sé búið að borga og stólar á að viðtakandinn fari ekki inná PayPal til að votta það. Hann er hinsvegar ekki að reikna með að fá vöruna ókeypis heldur "sendir" hann meiri pening en upphaflega var rætt um sem á að dekka fluttningskostnað hjá fyrirtæki sem hann "hefur notað áður" og þú ert beðinn um að borga í gegnum Western Union. Fyrir þá sem ekki þekkja Western Union þá er það mjög vinsælt fyrirtæki meðal svindlara þar sem peningurinn ferðast fljótt og örugglega á milli landa, það er nánast útilokað að rekja greiðslur (viðtakandi er yfirleitt bara eitthvað númer) og þegar peningurinn er kominn af stað þá er hann horfinn. Peningurinn sem hann græðir er því þessi fluttningskostnaður sem þú sendir áfram af peningnum sem hann þóttist ofborga.
En út frá þessu fór ég að spá í hvort það væri einhver ástæða til að aðhafast eitthvað í þessu annað en að flissa af þessu og vorkenna þeim sem falla fyrir þessu? Hefur það eitthvað uppá sig að tilkynna þetta og þá hvar ætti maður að gera það? Hafa þið einhverja skoðun á þessu eða kanski einhverjar skemmtilegar sögur að segja af svindli? (ef menn hafa áhuga þá væri hægt að henda inn samskiptasögunni hérna inn)
Síðastliðinn sólarhring hefur einhver félagi gert tilraun til að hafa smá pening útúr mér. Ég er sem sagt að reyna að selja bíl erlendis og þetta byrjaði þannig að ég fékk mjög loðið SMS sem hafði ekkert símanúmer bakvið sig og var skrifað á vafasamri ensku. Grunaði nú gvend strax að þetta væri ekki eðlilegt en svaraði samt manninum. Það kemur síðan í ljós að hann er að reyna að "beita" PayPal í svindlinu til að reyna að láta þetta líta betur út. Það virkar þannig að hann býður manni uppá að senda sér money request en sendir falsaðann tölvupóst sem á að vera kvittun um að það sé búið að borga og stólar á að viðtakandinn fari ekki inná PayPal til að votta það. Hann er hinsvegar ekki að reikna með að fá vöruna ókeypis heldur "sendir" hann meiri pening en upphaflega var rætt um sem á að dekka fluttningskostnað hjá fyrirtæki sem hann "hefur notað áður" og þú ert beðinn um að borga í gegnum Western Union. Fyrir þá sem ekki þekkja Western Union þá er það mjög vinsælt fyrirtæki meðal svindlara þar sem peningurinn ferðast fljótt og örugglega á milli landa, það er nánast útilokað að rekja greiðslur (viðtakandi er yfirleitt bara eitthvað númer) og þegar peningurinn er kominn af stað þá er hann horfinn. Peningurinn sem hann græðir er því þessi fluttningskostnaður sem þú sendir áfram af peningnum sem hann þóttist ofborga.
En út frá þessu fór ég að spá í hvort það væri einhver ástæða til að aðhafast eitthvað í þessu annað en að flissa af þessu og vorkenna þeim sem falla fyrir þessu? Hefur það eitthvað uppá sig að tilkynna þetta og þá hvar ætti maður að gera það? Hafa þið einhverja skoðun á þessu eða kanski einhverjar skemmtilegar sögur að segja af svindli? (ef menn hafa áhuga þá væri hægt að henda inn samskiptasögunni hérna inn)