DJOli skrifaði:Sem fyrrverandi fórnarlamb eineltis þá veit ég að þetta getur verið djöfullega erfitt að ganga í gegnum.
Það hversu grimm og miskunarlaus börn geta verið er m.a. ein þeirra ástæðna að ég bara einfaldlega sé ekki nokkra rökrétta ástæðu til að eignast krakka. Þetta er ógeðslega grimmur og ógeðslegur heimur.
Það er erfitt að uppræta einelti. Besta ráðið sem ég gæti gefið væri að hundsa það, og "blokka" aðganga gerendanna. Eyða ask.fm aðgang fórnarlambsins, og tilkynna innlegg gerendanna, ef það heldur áfram þá er hægt að tilkynna ip tölu gerenda og láta banna gerendanum að nota ask.fm á þeirri ip tölu.
Ég veit að það er tekið harkalega á svona persónuárásum og hatursáróðri í t.d. Bandaríkjunum, sérstaklega þar sem hvatningar til sjálfsmorðs og sjálfsskaða eru alvarlegt lögbrot.
Ég er einnig fyrrverandi fórnarlamb grófs eineltis. Barðist við þennan djöful í mörg ár, alveg frá leikskóla og í gegnum framhaldsskólann. Var reyndar aldrei sagt að drepa mig, það er víst eitthvað nýtt.
Krakkar eru grimmir andskotar. Og vona ég bara, þrátt fyrir að vilja ekki að börnin mín verði að einhverjum rollum sem taka svo kannski þátt í eineltinu, þá vona ég að börnin mín, ef ég eignast börn, verði einstök en ekki það einstök að öðrum krökkum stafi ógn af þeim í valdabaráttuni sem er skólagangan og lendi þau í einelti eins og ég.
En já eins og þú segir þá eru hvatningar til sjálfsvíga og sjálfsskaða mjög alvarleg brot og eru svoleiðis hvatningar bara einfaldlega bannaðar í mörgum löndum. Þú getur lent í súrri súpu ef upp kemst að þú hafir verið að stunda þetta. Svoleiðis ætti það að vera hér einnig.
Svo er hún 14, að verða 15, ára gamla systir mín að lenda í þessum andskota, sem mer finnst alveg sorglegt því hún er alveg topp stelpa og hefði ég verið mjög heppinn að lenda með stelpu eins og henni í bekk þegar ég var á hennar aldri. Hún er einhvernveginn vinur allra, hef aldrei heyrt hana segja að hún hati einhvern en samt lendir hún í þessu. Vinir hennar, hennar nánustu vinkonur sem hafa fylgt henni úr leikskólanum eru gerendurnir. Hún lætur þetta ekki ná sér niður fyrr en það er byrjað að tala um þetta hinsvegar. Hún sýnir ekki á sér að það sé einhver skítur í gangi, enda var það mikið hiss þegar henni fannst allt í einu leiðinlegt í skólanum.
Þetta var svo svakalegt um tíma að hún var byrjuð að neita hinum krökkunum sem létu svona að leika við sig í frímínútum. Svo var hún skömmuð fyrir að verja sig geng eineltinu með því að segja að hún væri að skilja útundan. Eitthvað sem hún var búin að vera að lenda í í áraraðir. Hún sagði bara 'STOPP! Hingað og ekki lengra' En það lookaði samt eins og hún væri að leggja í einelti.
Systir mín er ekki þessi týpíska stelpa. Hún hvorki málar sig né puntar sig fyrir skólann eða böll og það eins sem kemst fyrir í huga hennar eru dýr en ekki strákar eins og flestar stúlkur á hennar aldri eru byrjaðar að hugsa um í kringum þennan aldur.
En hún systir mín, þessi frábæra persóna sem ég elska útaf lífinu, á eftir að gera marga frábæra hluti í framtíðinni. Hún stefnir á framhaldsskóla og svo kannski eitthvað meira nám eftir það. Hver veit? Ég veit amk það að hún á eftir að ná lengra en hinar stelpurnar sem gera henni lífið leitt. Hef ég horft uppá svoleiðis stelpur detta ofaní lauslætið og oftar en ekki fíkniefni, vinaleysi og einmannaleika eftir að hafa lagt í einelti í áraraðir.
Ég er svo sem ekkert saklaus, ég hef alveg lagt í einelti. En í þau örfáu, face-to-face, skipti var það annað hvort óvart, því ef þú horfir uppá einelti og gerir ekkert í því, þá ert þú orðinn að geranda, eða einfaldlega bara brandarar sem fóru yfir höfuðið á fólki. En ég var líka barn einu sinni eins og þig gerið ykkur grein fyrir kannski og hét ég meðal annars 'Motorstorm' á torrent síðunum hérna í gamla daga. Þannig að ég lagði alveg mitt share í þetta eineltis pool.
En það er gaman að segja frá því að ég er betri maður í dag og hef ég beðist flesta sem ég þekki með nafni afsökunar á því hversu heimskur krakki ég var í þá daga. Hvernig ég lét. Hvernig ég hagaði mér.
Vil ég nýta tækifærið, án þess að stela þræðinum á nokkurn hátt og biðja alla sem lentu á mér á Torrent síðunum í gamla daga afsökunar á því hvernig ég lét. Ég var bara, much like what we're talking here, lítill krakki með lyklaborð. Enn og aftur, ég er miður mín yfir því hvernig ég lét og vil ég bara vonast til þess að þið, sem munið eftir mér, hafið ekki tekið neitt sem sullaðist uppúr mér persónulega. Ég var bara lítið barn með lyklaborð sem var strítt í skólanum og ekki nóg með það þá var ég með minnsta typpið í bekknum.
Virðingarfyllst, Motorstorm/Joi9.