Síða 1 af 1
Stargate SG-1, Atlantis og Universe
Sent: Sun 08. Maí 2016 18:06
af svanur08
Hafa menn séð þessa þætti? Er byrjaður að horfa á Stargate SG-1 er á seríu 2 bara mjög skemmtilegir þættir.
Re: Stargate SG-1, Atlantis og Universe
Sent: Sun 08. Maí 2016 18:12
af Dúlli
Er búin að horfa í gegnum þetta allt svona 8 sinnum, elska þessa þætti. Universe er samt frekar slappt og verður gott þegar það er cancelað.
Re: Stargate SG-1, Atlantis og Universe
Sent: Sun 08. Maí 2016 18:24
af audiophile
Jamm, SG-1 og Atlantis eru frábærir þættir. Atlantis var í uppáhaldi hjá mér en Universe er eitthvað sem ég gat ekki alveg. Ætla að reyna aftur seinna.
Mæli með að byrja ekki á Atlantis fyrr en að mig minnir allavega í seríu 7 eða 8 af SG-1 því þá kemur spinoffið.
Ef einhver er þyrstur í nýlegt Scifi eru The Expanse frábærir þættir. Svo eru gömlu Farscape vanmetnir en frábær sería.
Re: Stargate SG-1, Atlantis og Universe
Sent: Sun 08. Maí 2016 18:37
af Viggi
Varð frekar pissed þegar SGU var cancellað. Voru orðnir spennandi.
Mæli annars með dark matter sem er eftir sömu framleiðendur og stargate orðnir ansi góðir í lok seríunar
Re: Stargate SG-1, Atlantis og Universe
Sent: Sun 08. Maí 2016 20:18
af GuðjónR
Náði aldrei að detta inn í SG-1 en Atlantis voru í upáhaldi hjá mér, slæmt þegar þeir lentu á cancel, spurning um að gefa SG-1 séns við tækifæri.
The Expanse eru komnir á dagskrá hjá mér, ætla að horfa á þá fljótlega.
Er núna að horfa á Limitless, allt í lagi þættir svo sem, óhætt að horfa á þá með krökkunum.
Dark Matter fær bara 7.6 á IMDB? eru þeir þess virði?
http://www.imdb.com/title/tt4159076/?ref_=nv_sr_1
Re: Stargate SG-1, Atlantis og Universe
Sent: Sun 08. Maí 2016 22:07
af GunZi
Handritið fyrir endirnum á SGU er á netinu einhverstaðar. Semsagt sem hefði verið sería 3, alveg frábært ef þeir hefðu nú framleitt þá. Ég hef séð alla Stargate þættina og myndirnar líka, mjög skemmtilegt efni.
The Expanse eru góðir, en bókin er betri
Sería eitt er ekki nema hálf fyrsta bókin. Ég mæli líka með Dark Matter þáttunum. Sami rithöfundur og sem skrifar Stargate bjó til nokkur stutt teiknimyndablöð og nú er Sci Fi að framleiða þætti, sería tvö kemur eftir 2 mánuði minnir mig.
Ég er að horfa á Star Trek: TNG atm og ég er alveg að dýrka þá
Re: Stargate SG-1, Atlantis og Universe
Sent: Sun 08. Maí 2016 22:08
af GunZi
Re: Stargate SG-1, Atlantis og Universe
Sent: Sun 08. Maí 2016 23:10
af svanur08
GunZi skrifaði:Handritið fyrir endirnum á SGU er á netinu einhverstaðar. Semsagt sem hefði verið sería 3, alveg frábært ef þeir hefðu nú framleitt þá. Ég hef séð alla Stargate þættina og myndirnar líka, mjög skemmtilegt efni.
The Expanse eru góðir, en bókin er betri
Sería eitt er ekki nema hálf fyrsta bókin. Ég mæli líka með Dark Matter þáttunum. Sami rithöfundur og sem skrifar Stargate bjó til nokkur stutt teiknimyndablöð og nú er Sci Fi að framleiða þætti, sería tvö kemur eftir 2 mánuði minnir mig.
Ég er að horfa á Star Trek: TNG atm og ég er alveg að dýrka þá
Þú verður þá að kíkja á DS9, Voyager og Enterprise þegar þú ert búinn með TNG.
Re: Stargate SG-1, Atlantis og Universe
Sent: Sun 08. Maí 2016 23:26
af appel
SG1 er frábær, en er orðinn smá gamall. Atlantis var ágætis spin off.
Current þættir í þessu niche genre (space sci-fi sápa) þá er The Expanse frábær, Dark Matter er brilliant, Killjoys ágætis líka.
Firefly, Farscape eru líka klassískir. Svo má ekki gleyma Battlestar Galactica sem eru án efa þeir bestu.
Re: Stargate SG-1, Atlantis og Universe
Sent: Sun 08. Maí 2016 23:50
af Stufsi
SG1 og Atlantis eru án efa bestu þættir sem ég hef séð. Hef horft á það allt saman þó nokkuð oft. Universe er slappt til þess að byrja með enn allt í lagi að horfa á svosum.
Svo verðuru auðvitað að horfa á myndirnar.
Stargate (1994)
Stargate The Ark of Truth (2008)
Stargate: Continuum (2008)
http://stargate.wikia.com/wiki/Stargate_movies
Re: Stargate SG-1, Atlantis og Universe
Sent: Mán 09. Maí 2016 00:00
af russi
Þú átt veislu framundan, fyrsta sería af SG-1 er auðvitað arfa-slök fyrir utan örfáa þætti en eftir það er þetta mikið stuð, er að renna í gegnum núna aftur í örugglega 10.skiptið.
Renni reglulega í gegnum þetta og Star Trek.
Mæli með að eftir 7 seríu að þú hendir SG: Atlantis inn, horfa á þetta nokkurn vegin í útgáfu röð(Pottþétt til gott guide um það á netinu). Það kemur þó ekki að sök en líkega mun forvitnin reka þig áfram í það þar sem minnst er á Atlantis (Lost City) nokkrum sinnum og þú villt vita hvað er að gerast þar, var t.d. bara í gær að horfa á SG1 sem fjallaði um að SG1 væri á leið til Atlantis til athuga hvað væri að frétta þar.
Það sem er skemmtilegt við SG-1 sérstaklega er hvernig leikið sér er með trúarbrögð og mannskynssöguna, einnig það að aðal-kvenkarakterinn þarna er fáranlega sterkur karakter, eitthvað sem sást ekki oft og sést ekki oft fyrr en nýlega.
Re: Stargate SG-1, Atlantis og Universe
Sent: Mán 09. Maí 2016 08:02
af audiophile
Ég vona bara að vinsældir The Expanse og Dark Matter undanfarið ýti undir meiri framleiðslu á hágæða Scifi efni. Finnst hafa verið tímabil undanfarin ár þar sem hefur vantað gott Scifi.
Re: Stargate SG-1, Atlantis og Universe
Sent: Mán 09. Maí 2016 09:20
af Dúlli
audiophile skrifaði:Ég vona bara að vinsældir The Expanse og Dark Matter undanfarið ýti undir meiri framleiðslu á hágæða Scifi efni. Finnst hafa verið tímabil undanfarin ár þar sem hefur vantað gott Scifi.
Vá hvað ég er rosalega samála þér. Þessi flokkur er búin að vera svo slappur lengi að mínu mati.
Re: Stargate SG-1, Atlantis og Universe
Sent: Mán 09. Maí 2016 09:25
af GuðjónR
audiophile skrifaði:Ég vona bara að vinsældir The Expanse og Dark Matter undanfarið ýti undir meiri framleiðslu á hágæða Scifi efni. Finnst hafa verið tímabil undanfarin ár þar sem hefur vantað gott Scifi.
Algjörlega sammála!
Manni þyrstir í SciFi efni, og það myndi ekkert skemma ef það væri smá dass af tímaflakki með.
Re: Stargate SG-1, Atlantis og Universe
Sent: Mán 09. Maí 2016 15:24
af russi
Það er allavega einhver vakning í þessu, eins og sjá má með The Expanse, Killjoys og DarkMatter.
CBS mun frumsýna nýja þáttaröð af StarTrek seint á þessu ári eða í janúar á því næsta, það gleður
Re: Stargate SG-1, Atlantis og Universe
Sent: Mán 09. Maí 2016 16:26
af svanur08
Re: Stargate SG-1, Atlantis og Universe
Sent: Fös 13. Maí 2016 12:05
af svanur08
Er á 3 seríu núna, þessir þættir verða bara betri og betri sem lengra líður. Vinur minn sem er búinn að sjá þetta allt segir 8,9 og 10 seríurnar séu bestar.
Re: Stargate SG-1, Atlantis og Universe
Sent: Fös 13. Maí 2016 13:14
af Predator
svanur08 skrifaði:Er á 3 seríu núna, þessir þættir verða bara betri og betri sem lengra líður. Vinur minn sem er búinn að sjá þetta allt segir 8,9 og 10 seríurnar séu bestar.
Er alls ekki sammála því að þær séu bestar þó þær séu alls ekki slæmar.
Re: Stargate SG-1, Atlantis og Universe
Sent: Fös 13. Maí 2016 15:16
af svanur08
Predator skrifaði:svanur08 skrifaði:Er á 3 seríu núna, þessir þættir verða bara betri og betri sem lengra líður. Vinur minn sem er búinn að sjá þetta allt segir 8,9 og 10 seríurnar séu bestar.
Er alls ekki sammála því að þær séu bestar þó þær séu alls ekki slæmar.
Hvaða sería/seríur eru bestar að þínu mati?
Re: Stargate SG-1, Atlantis og Universe
Sent: Sun 29. Maí 2016 02:28
af svanur08
Er að klára 4 seríu, mjög góðir sem komið er, mælið með þeir sem hafa horft á þetta að tékka á þeim.
Re: Stargate SG-1, Atlantis og Universe
Sent: Mán 08. Ágú 2016 22:24
af svanur08
Þá er maður búinn með SG-1 mjög góðir! Er á 2 seríu af Atlantis þeir byrja svakalega vel.