intenz skrifaði:Það er ýmislegt hægt að gera í þunglyndi án lyfja, t.d. með svokallaðri HAM meðferð, ljósa- og birtumeðferð, bæta fæðu og hreyfingu, svo eitthvað sé nefnt. Það eru líka til support grúppur á Facebook, t.d. GEÐSJÚK þar sem þú getur spjallað við fólk í sömu sporum.
Gangi þér vel.
Svoldið redundant að segja HAM meðferð þegar HAM stendur fyrir Hugræn AtferlisMeðferð....
Það er eins og að segja ATM Machine, þegar ATM stendur fyrir Automated Teller Machine. Automated Teller Machine machine....
Djók.
En langaði að koma aðeins inná HAMið, var eitthvað að leita í póstunum mínum og rakst á þennan þráð. Fór í gegnum svona Hugræna Atferlismeðferð í fyrra. Þetta var bara býsna gott, tók þetta nokkra klukkutíma sem breiddir voru út yfir nokkrar vikur. Vorum við þrír á námskeiðinu, einn er orðinn þónokkur félagi í dag.
Þetta kennir manni s.s. að t.d. að Geðklofann minn og flest öll einkenni meigi reka til kvíða. Það er s.s. kvíðinn sem ræður ríkjum í hausnum á okkur. Flest ef ekki öll vanlíðan stemmir semsagt frá kvíðanum.
Þetta hjálpaði manni að finna rætur vandans, sem var alltaf einhver helvítis kvíðsi.
Sem dæmi: Mér líður illa, ég er þunglyndur og sentimetrum frá því að fara í geðrof og/eða panic attack(Erfitt að greina þar á milli). Ég á engann pening og það fer að koma að því að ég þurfi að borga einhver smálán. Þá er það bara að dýfa sér í djúpu laugina, afhverju ætli mér líði svona illa?
ATH! Þetta er dæmi úr mínu eigin lífi, af pappír sem ég fann hérna í ruslinu hjá mér.
Atvik/Aðstöður:
Vinur hringir og biður um pening fyrir mat. Hann hefur hringt oft áður, alltaf fengið lánað en aldrei borgað neitt til baka.
Tilfinningar(0-10):
Reiði: 7
Vonsvikinn/sár: 9
Svikinn: 9
Hugsanir:
Ég efast um að hann eigi nokkurn tímann eftir að borga mér til baka, þrátt fyrir að hafa lofað á líf móður sinnar að gera svo.
Ég er að gera þetta til þess að missa ekki vin.
Hann er að nota og þar af leiðandi svíkja mig.
Endurmat(Hér áttu eftir að vera búinn að hugsa þetta soldið, hugsanlega ræða þetta við einhvern):
Hann er nú bara alls enginn vinur. Hann á aldrei eftir að borga mér krónu til baka. Hann er veikur, á geði og svo kemur fíknin ofaná það enda hefur/er/og verður líklega í neyslu næstu árin. Hann hefur fengið lánaðann pening hjá mörgum öðrum en aldrei borgað til baka. Hann er svikari og ætti ég að halda mig sem fjærst fólki sem og honum. Ætla að segja 'NEI!' næst þegar hann biður mig um lán.
Þetta var semsagt hugsanaskrá sem kennt er hvernig á að gera í HAMinu.
Alveg eins hægt að gera þetta með:
Atvik/Aðstöður:
Ég póstaði einhverjum sora á spjall.vaktin.is og er hræddur um að GuðjónR, einræðisherrann
sem hann er, eigi eftir að banna mig, án þess að spyrja hina stjórnendurnar álits.
Tilfinningar:
Leiði: 5
Hræðsla: 8
Vonleysi: 8
Hugsanir:
GuðjónR er Ruthless, bókstaflega, hann á enga Ruth, ekki einu sinni Baby Ruth sem fæst samt í Kosti fyrir klink! Hann bara fer aldrei í Kópavoginn, hann hatar Kóp-City. Svo var þetta algjör viðbjóður sem ég póstaði og get ég garanterað það að þetta eigi eftir að enda í IP-banni. Hann gerði það við Hakkaran, og á eftir að gera það sama við mig. Ég er vonlaus gaur.
Endurmat:
Kannski var þetta ekki jafn slæmt og Hakkarin var búinn að vera í öll þessi ár, með sínar rasísku og hómóphóbísku skoðanir. Þetta var kannski bara small potatoes og kannski fattar GuðjónR djókinn á bakvið það sem ég póstaði, þrátt fyrir að vera kominn á aldur, það er alltaf séns á því. Chaplin er líka góður gaur, hann á eftir að plead'a my innocence...
Þetta er náttúrulega ekkert skothelt, en þetta er viss leið til þess að létta á kvíðanum, líða betur með sjálfan sig og minnka stressið sem er að byggjast upp.
Man ekki alveg hvernig þetta var, finnst vanta eitt skref inní þetta. Á bókina útí bíl, skal kannski, KANNSKI, glugga í hana ef áhugi er fyrir og finna þetta út alveg nákvæmlega.
En já, þetta seinna dæmi var bara gert í pjúra djóki og því ég hef aldrei gert svona sjálfur áður, ekki svo ég muni allavegana, alltaf fengið hjálp. Setti smá dass af Vaktar drama inní þetta svo allir skildu skilja þetta.
Ég svo sem nota þessar leiðir sem mér var kennt ekki neitt. Einfaldlega útaf því að ég er hættur að finna fyrir tilfinningum, alfarið. Ég finn hvorki fyrir gleði, kvíða né sorg. Það eina sem ég finn fyrir er reiði, reiði og aftur reiði. Reiði gangvart sjálfum mér, reiði gagnvart vel flestum í kringum mig og sérstaklega reiði gegn gæjanum sem hélt að hann ÆTTI hringtorgið við Rauðavatn í morgun. Var ég svo reiður að mig langaði mest til þess að neggla niður, stökkva útúr bílnum mínum með hnífinn sem einhver gleymdi í bílnum mínum og taka reiði mína út á manninum sem hefur líklega borgað eitthvað til Reykjavíkurborgar til þess að meiga svína og niggast á fólk í hringtorgum, eða hann viti einfaldlega ekki hvernig hringtorg virka. Allavegana, var það í sjálfu sér nóg að rétta honum puttann og sjá hvernig hann tjúllaðist og hamaðist á mælaborðinu og stýrinu í bílnum sínum með báðum hnefum.
Ahh, good times.