Klemmi skrifaði:Málið er að það er ekki hægt að kenna búðunum um þetta.
Það er ríkið sem er að skemma fyrir neytandanum hér. Það heimtar 50% afslátt af listaverði, en er nokk sama um hvað listaverð vörunnar er, svo lengi sem þeir fá sinn 50% afslátt.
Þannig geta Ríkiskaup auglýst að þeir hafi sparað ríkinu svo og svo mikinn pening... út frá svakalegum afslætti frá listaverði.
Búðirnar geta ekki sagt ríkinu að eiga sig, þeir muni bara gefa x% afslátt, því að þá fer ríkið bara til einhvers annars sem skellir fram hærri prósentutölu.
Þetta gerir það að verkum að söluaðilar á vöru og þjónustu verða að verðleggja sig þannig að þeir fái ágætis framlegð eftir að vera búnir að gefa, í þessu tilfelli, 50% afslátt.
Þetta gengur ekki þannig fyrir sig.
Heimatilbúið dæmi:
Ríkið segir t.d. í þessu tilviki:
Kröfur til búnaðar eru eitthvað XXX fyrir borðtölvur, YYY fyrir fartölvutýpu 1 og ZZZ fyrir fartölvutýpu 2.
Stofnanir í samningi eru:
A
B
C
D
Þessar stofnanir ætla að kaupa:
A = 300 borðtölvur og 20 fartölvu 1
B = 20 borðtölvur
C= 40 bortölvur og 20 fartölvu 2
D = 20 fatölvu 1 og 20 fartölvu 2
= 440 tölvur, 360 borðölvur, 40 fatölvur 1 og 40 fartölvur 2
Sá aðili sem bíður lægst verð í tölvur sem standast þessar lágmarkskröfur, hann vinnur.
Það er því ekki ríkið sem er að skemma neitt fyrir neytendum.
Það er ekki ríkinu að kenna að þeim buðust svona lág verð.
En mér finnst reyndar sárvanta info inn á vef Ríkiskaupa, hvaða aðili vann þetta útboð og hvað verið var að kaupa margar tölvur.
Best væri að fá spekkana, hvort þetta sé eitthvað nýtt og shiny eða outdated dóterý sem verið var að kaupa.