Síða 1 af 1

Nagli.is - Frí reikningagerð

Sent: Mið 20. Apr 2016 19:50
af Klemmi
Sælir drengir,

má til með að plugga hér síðu sem að vinur minn rekur, www.nagli.is

Aðaltilgangur síðunnar er að auðvelda fólki að óska eftir tilboðum frá fagmönnum í verkefni, sem er flott, en hins vegar er ég sjálfur hrifnastur að þeim möguleika að gefa út og halda utan um reikninga, sem þá standast lög og reglur :)
https://nagli.is/reikningar

Þegar ég hef verið að selja tölvudót hef ég einstaka sinnum verið beðinn um staðgreiðslureikning svo að menn geti skráð hlutina á reksturinn. Þá hefði verið snilld að vita af þessu.

Þarna er líka í boði að senda reikning í banka og alles...

Allavega, vildi bara benda ykkur á þetta, gæti hentað einhverjum sem t.d. eru í sjálfstæðum rekstri :D

Bestu kveðjur,
Klemmi

Re: Nagli.is - Frí reikningagerð

Sent: Mið 20. Apr 2016 20:00
af nidur
Þetta er megaflott, sérstaklega þetta með reikningana.

Re: Nagli.is - Frí reikningagerð

Sent: Mið 20. Apr 2016 21:46
af beatmaster
Hvað er business planið? There´s no such thing as a free lunch...

Re: Nagli.is - Frí reikningagerð

Sent: Mið 20. Apr 2016 23:41
af Klemmi
beatmaster skrifaði:Hvað er business planið? There´s no such thing as a free lunch...


Reikningagerðin er held ég hugsuð sem auglýsing fyrir þá, ef þú lætur kerfið senda e-mail á þann sem reikningurinn er gefinn út á, þá er pósturinn sendur í nafni Naglans, sbr:
nagli.PNG
nagli.PNG (3.38 KiB) Skoðað 1287 sinnum


Þannig að ég held að hugmyndin hafi aðallega verið að nýta þetta til að fá umfjöllun og fá fólk inn á síðuna :) Að sama skapi er þetta fín leið til að lokka fagmenn inn á síðuna, þar sem reikningagerðin er frí en þeir taka síðan prósentu af þeim verkefnum sem eru keypt í gegnum síðuna.

Re: Nagli.is - Frí reikningagerð

Sent: Fim 21. Apr 2016 12:20
af eriksnaer
Væri samt svona í lagi að geta séð notendaskilmálana hjá þeim...


Screenshot_2.png
Screenshot_2.png (254.19 KiB) Skoðað 1170 sinnum

Re: Nagli.is - Frí reikningagerð

Sent: Fös 22. Apr 2016 11:49
af Halli25
þetta er samt verulega hægt :)