Regluverk á Íslandi, eftirlit o.þ.h.

Allt utan efnis
Skjámynd

Höfundur
rapport
Kóngur
Póstar: 7592
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1193
Staða: Ótengdur

Regluverk á Íslandi, eftirlit o.þ.h.

Pósturaf rapport » Sun 17. Apr 2016 21:40

Svona upp á hvernig regluverkið virkar á Íslandi...

Mér finnst þetta algjör snilld, að fólk geti farið í svona framkvæmdir:
http://www.visir.is/byggja-fyrsta-mikro ... 6160419042


En þá spyr maður sig, er ábyrgðin á að allt sé OK, er hún yfirvalda eða er hún fagmanna?

Má hver sem er byggja hús eða breyta einhverri byggingu í íbúðahús nema með aðkomu fagmanna sem þá bera ábyrgð á sínum verkum?

http://www.ruv.is/frett/blokk-i-gardaba ... lja-baetur



Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 5106
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 930
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Regluverk á Íslandi, eftirlit o.þ.h.

Pósturaf jonsig » Sun 17. Apr 2016 22:59

Þetta er ógeðslegt hús ! Vonandi verður þetta ground 0 ef rússar senda eina stóru dóru á okkur .

Fólk á ekki að þurfa búa í einhverju fuglabúri á 21. Öldinni !



Skjámynd

Hrotti
Geek
Póstar: 836
Skráði sig: Mán 22. Mar 2010 20:05
Reputation: 146
Staðsetning: Reykjanesbær
Staða: Ótengdur

Re: Regluverk á Íslandi, eftirlit o.þ.h.

Pósturaf Hrotti » Sun 17. Apr 2016 23:00

Allar byggingar þurfa byggingarstjóra sem er ábyrgur gagnvart göllum og svo meistara úr hverri iðngrein.


Verðlöggur alltaf velkomnar.

Skjámynd

Höfundur
rapport
Kóngur
Póstar: 7592
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1193
Staða: Ótengdur

Re: Regluverk á Íslandi, eftirlit o.þ.h.

Pósturaf rapport » Sun 17. Apr 2016 23:08

Hrotti skrifaði:Allar byggingar þurfa byggingarstjóra sem er ábyrgur gagnvart göllum og svo meistara úr hverri iðngrein.


WUT?

Verða sveinar alltaf að vinna undir meistara?

Þarf ekki bara byggingastjóra fyrir nýbyggingar, þarf líka fyrir breytingar?



Skjámynd

Hrotti
Geek
Póstar: 836
Skráði sig: Mán 22. Mar 2010 20:05
Reputation: 146
Staðsetning: Reykjanesbær
Staða: Ótengdur

Re: Regluverk á Íslandi, eftirlit o.þ.h.

Pósturaf Hrotti » Sun 17. Apr 2016 23:14

rapport skrifaði:
Hrotti skrifaði:Allar byggingar þurfa byggingarstjóra sem er ábyrgur gagnvart göllum og svo meistara úr hverri iðngrein.


WUT?

Verða sveinar alltaf að vinna undir meistara?

Þarf ekki bara byggingastjóra fyrir nýbyggingar, þarf líka fyrir breytingar?


Ég er ekki alveg viss um hversu miklu þú mátt breyta án þess að þurfa byggingastjóra, en það má sáralítið gera án þess að fá meistara til að skrifa uppá það. Ég steypti t.d. svalir utan á hús niðri í miðbæ (reif gamlar trésvalir) og það þurfti meistara á það.


Verðlöggur alltaf velkomnar.

Skjámynd

nidur
/dev/null
Póstar: 1454
Skráði sig: Fim 18. Ágú 2011 16:50
Reputation: 226
Staðsetning: In the forest
Staða: Ótengdur

Re: Regluverk á Íslandi, eftirlit o.þ.h.

Pósturaf nidur » Sun 17. Apr 2016 23:36

Hef séð svona gert í Þáttum frá UK, mér finnst þetta alveg glatað.

Þau þurfa meistara og samþykktar teikningar til að gera svona.

Til að reka fyrirtæki í verndaðri faggrein þarf alltaf meistara sem sveinar vinna hjá.



Skjámynd

nidur
/dev/null
Póstar: 1454
Skráði sig: Fim 18. Ágú 2011 16:50
Reputation: 226
Staðsetning: In the forest
Staða: Ótengdur

Re: Regluverk á Íslandi, eftirlit o.þ.h.

Pósturaf nidur » Sun 17. Apr 2016 23:55

rapport skrifaði:Má hver sem er byggja hús eða breyta einhverri byggingu í íbúðahús nema með aðkomu fagmanna sem þá bera ábyrgð á sínum verkum?


Ábyrgðin á göllum í þessari blokk liggur í raun hjá Meistaranum sem skrifaði upp á verkið.

Væntanlega voru til verklýsingar sem verktakarnir áttu að fara eftir og þeim ekki fylgt eftir og byggingarstjórinn og meistarinn ekki að taka út vinnuna hjá þeim.

Þarna á að kenna byggingafulltrúa um að hafa ekki tekið eitthvað út sem var 100% á ábyrgð meistarans og byggingastjórans.

Meistarar eru líka með sértryggingar sem eiga að taka á svona málum.



Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 5106
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 930
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Regluverk á Íslandi, eftirlit o.þ.h.

Pósturaf jonsig » Mán 18. Apr 2016 00:19

Tænifr./verkfr. Hannar og kvittar teikningar . Rafvirkjameistari kvittar fyrir verklega hlutanum .

Rafvirkjasveinn er bara aðstoðarmaður rafvirkjameistara .



Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 5599
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1054
Staða: Ótengdur

Re: Regluverk á Íslandi, eftirlit o.þ.h.

Pósturaf appel » Mán 18. Apr 2016 02:06

Ég held að þetta unga par muni komast að því að þetta á eftir að kosta háa fjárhæð. Líklega væri einfaldara að byggja frá grunni heldur en að reyna gera þessa húsarúst byggilega.


*-*

Skjámynd

urban
Stjórnandi
Póstar: 3750
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
Reputation: 474
Staðsetning: Undir hægra megin
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Regluverk á Íslandi, eftirlit o.þ.h.

Pósturaf urban » Mán 18. Apr 2016 12:32

jonsig skrifaði:Þetta er ógeðslegt hús ! Vonandi verður þetta ground 0 ef rússar senda eina stóru dóru á okkur .

Fólk á ekki að þurfa búa í einhverju fuglabúri á 21. Öldinni !


Afhverju fuglabúri og afhverju ógeðslegt hús ?

Þetta eiga nú að verða 90 fermetrar las ég einhver staðar, ég hef búið í allt niður í 34 fermetrum og leið frábærlega þar.
Einsog þau segja sjálf, afhverju að eiga 200 fermetra og þurfa að eyða öllum deginum í að vinna fyrir því og þrífa það.

appel skrifaði:Ég held að þetta unga par muni komast að því að þetta á eftir að kosta háa fjárhæð. Líklega væri einfaldara að byggja frá grunni heldur en að reyna gera þessa húsarúst byggilega.

Að byggja frá grunni kostar bara alveg óhemju helling
Fleiri milljónir í allavega gjöld áður en þú ert komin uppúr jörðinni, þarna eru þau komin uppúr jörðinni fyrir takmarkaða upphæð.

Mér lýst nokkuð vel á þetta hjá þeim, hef einmitt aldrei skilið þetta ógurlega lífsgæðakapphlaup sem að er í gangi hérna á íslandi.

Annars sé ég bara ekki hvað gerir þetta að míkróhúsi, ég sé ekki betur en að þau séu bara að breyta þessu í hús.


Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !

Skjámynd

tdog
Vaktari
Póstar: 2012
Skráði sig: Mán 06. Des 2010 17:32
Reputation: 24
Staða: Ótengdur

Re: Regluverk á Íslandi, eftirlit o.þ.h.

Pósturaf tdog » Mán 18. Apr 2016 12:43

Hrotti skrifaði:Ég er ekki alveg viss um hversu miklu þú mátt breyta án þess að þurfa byggingastjóra, en það má sáralítið gera án þess að fá meistara til að skrifa uppá það. Ég steypti t.d. svalir utan á hús niðri í miðbæ (reif gamlar trésvalir) og það þurfti meistara á það.


Það er nú æskilegt að fá fagmann til að kvitta uppá breytingar sem hafa eitthvað með t.d eins og burðarþol að gera finnst þér ekki?




stuxnet
Græningi
Póstar: 25
Skráði sig: Lau 08. Okt 2011 00:30
Reputation: 7
Staða: Ótengdur

Re: Regluverk á Íslandi, eftirlit o.þ.h.

Pósturaf stuxnet » Mán 18. Apr 2016 12:43

90fm á þrem hæðum, það má því segja eins og sá hér fyrir ofan að þetta sé eins og fuglabúr.



Skjámynd

Jón Ragnar
</Snillingur>
Póstar: 1020
Skráði sig: Lau 06. Des 2008 12:28
Reputation: 206
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: Regluverk á Íslandi, eftirlit o.þ.h.

Pósturaf Jón Ragnar » Mán 18. Apr 2016 13:41

Þetta er geðveikt

Væri til í svona hús



CCNA Collaboration
CCNA Voice
CCNA Video

Skjámynd

Hrotti
Geek
Póstar: 836
Skráði sig: Mán 22. Mar 2010 20:05
Reputation: 146
Staðsetning: Reykjanesbær
Staða: Ótengdur

Re: Regluverk á Íslandi, eftirlit o.þ.h.

Pósturaf Hrotti » Mán 18. Apr 2016 15:54

tdog skrifaði:
Hrotti skrifaði:Ég er ekki alveg viss um hversu miklu þú mátt breyta án þess að þurfa byggingastjóra, en það má sáralítið gera án þess að fá meistara til að skrifa uppá það. Ég steypti t.d. svalir utan á hús niðri í miðbæ (reif gamlar trésvalir) og það þurfti meistara á það.


Það er nú æskilegt að fá fagmann til að kvitta uppá breytingar sem hafa eitthvað með t.d eins og burðarþol að gera finnst þér ekki?


Jú en ekki meistarann. Verkfræðingurinn sem að reiknar, teiknar og kvittar á teikningarnar er sá fagmaður. Næst fer byggingarnefnd yfir teikningarnar og samþykkir eða hafnar. Þegar að allt er svo klárt undir steypu kemur úttektar aðili frá borginni og fer yfir að allt sé samkvæmt þeirri teikningu.


Verðlöggur alltaf velkomnar.

Skjámynd

Höfundur
rapport
Kóngur
Póstar: 7592
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1193
Staða: Ótengdur

Re: Regluverk á Íslandi, eftirlit o.þ.h.

Pósturaf rapport » Mán 18. Apr 2016 16:07

Ábyrgðin finnst mér að eigi að skiptast niður á þessa aðila með mun skipulagðari hætti.

- Öll ábyrgð á hönnun og hönnunargöllum er á verkfræðingi og arkitekt sem hannar.

- Ábyrgð misræmi milli hönnunar og raunverulegrar framkvæmdar er á ábyrgð byggingastjóra.

- Ábyrgð á einstökum verkum er á ábyrgð viðkomandi fagmanns/meistar, nema hann hafi látið byggingastjóra formlega vita ef einhver frávik voru frá hönnun, þá ber byggingastjóri ábyrgð.

Hvað varðar ábyrgð eftirlitsaðila þá finnst mér hún eigi að vera töluverð og að í raun þá eigi eftirlitsaðili að bera alla ábyrgð gagnvart neytendum en hann eigi svo endurkröfurétt á hönnuði, byggingastjóra eða fagfólk/meistara.



Skjámynd

KermitTheFrog
Kóngur
Póstar: 4273
Skráði sig: Mán 07. Júl 2008 23:32
Reputation: 67
Staða: Ótengdur

Re: Regluverk á Íslandi, eftirlit o.þ.h.

Pósturaf KermitTheFrog » Mán 18. Apr 2016 18:46

urban skrifaði:Annars sé ég bara ekki hvað gerir þetta að míkróhúsi, ég sé ekki betur en að þau séu bara að breyta þessu í hús.


Nákvæmlega! Þessi "míkróhús" eru kannski 20fm, þetta er 90fm.

stuxnet skrifaði:90fm á þrem hæðum, það má því segja eins og sá hér fyrir ofan að þetta sé eins og fuglabúr.


90fm er nú alveg góður slatti fyrir tvær manneskjur. Þegar ég var í foreldrahúsi þá vorum við mest fimm á 140fm. Og það fór ekkert illa um mann.

Þarna hafa þau 30fm á hvorri hæð, geta alveg látið fara vel um þig þannig.