Síða 1 af 4

Er hægt að rukka viðskiptavin eftir staðgreiðslu

Sent: Þri 15. Mar 2016 13:57
af tanketom
góðan dag.

Það var svo til að ég keypti vöru af verslunn sem var vitlaus verðsett í kassanum.

ég fæ svo símtal viku eftir á sem ég er beðinn að koma og leiðrétta þetta.

Nú spyr ég er þetta ekki bara þeirra mistök?

Re: Er hægt að rukka viðskiptavin eftir staðgreiðslu

Sent: Þri 15. Mar 2016 14:12
af Dúlli
Þeir geta ekki rukkað þig, sýnir þeim bara fingurinn, verðið sem er merkt á vörunni er verðið þetta er bara þeirra klúður.

Re: Er hægt að rukka viðskiptavin eftir staðgreiðslu

Sent: Þri 15. Mar 2016 14:53
af depill
Meiri segja ef þeir hefðu fattað þetta í búðinni þá gildir merkt verð ekki verð á kassa ( sem er ekki auglýst í raun og veru )

http://www.ruv.is/frett/hillumidinn-gil ... rd-a-kassa
http://www.neytendastofa.is/fyrirtaeki/ ... merkingar/

Re: Er hægt að rukka viðskiptavin eftir staðgreiðslu

Sent: Þri 15. Mar 2016 14:58
af worghal
þetta eru 100% þeirra mistök og þeir verða bara að taka það á sig.

Re: Er hægt að rukka viðskiptavin eftir staðgreiðslu

Sent: Þri 15. Mar 2016 14:59
af tanketom
já mér datt það í hug.. Elko sko [-X

Re: Er hægt að rukka viðskiptavin eftir staðgreiðslu

Sent: Þri 15. Mar 2016 15:11
af Zorglub
tanketom skrifaði:
sem var vitlaus verðsett í kassanum.


Var verðið semsagt hærra á hillumiðanum?
Ef svo er á hann þá ekki að ráða alveg eins og ef hillumiðinn er lægri?

Re: Er hægt að rukka viðskiptavin eftir staðgreiðslu

Sent: Þri 15. Mar 2016 15:25
af rapport
Þessi viðskipti eru búin að fara fram.

Þú hefur engu að tapa með því að segja bara "nei".

ELKO verður þá að sæka málið frekar ef þeim finnst einhver réttur á þeim brotinn.

Þegar og ef þeir gera það þá getur þú skotið málinu til kærunefndar lausafjá rog þjónustukaupa og fengið úrskurð frá lögfróðu fólki.

Ef þeirra niðurstaða er að þú ættir að borga þetta, þá mundi ég treysta því.

En mér finnst það vægast sagt, mjög ólíklegt.

Re: Er hægt að rukka viðskiptavin eftir staðgreiðslu

Sent: Þri 15. Mar 2016 15:38
af lukkuláki
tanketom skrifaði:góðan dag.

Það var svo til að ég keypti vöru af verslunn sem var vitlaus verðsett í kassanum.
ég fæ svo símtal viku eftir á sem ég er beðinn að koma og leiðrétta þetta.
Nú spyr ég er þetta ekki bara þeirra mistök?


Hér er ekkert verið að tala um að vara sé vitlaust verðmerkt í hillu eins og flestir hérna virðast halda.
Hann sagði "vitlaus verðsett í kassanum" Hann segir ekkert um vitlaust verð á hillumiða.
Ef varan var rangt stofnuð í kerfið með vitlaust verð í upphafi þá eru þetta þeirra mistök, en hvernig var þetta
geturðu komið með betri útskýringar á þessum viðskiptum? Finnst eins og hér sé ekki öll sagan sögð.

Ég efast um að þeir væru að hringja í þig út af mistökum sem þeir vita að þeir eiga að taka á sig.

Re: Er hægt að rukka viðskiptavin eftir staðgreiðslu

Sent: Þri 15. Mar 2016 16:05
af slapi
Finnst þeir kræfir að hringja meira að segja.
Ég hef lent sjálfur í þessu bæði að rukka kúnna of lítið og of mikið. Hef látið þá sem ég rukkaði of lítið í friði og hringt og endurgreitt þeim sem hafa greitt of mikið.

Re: Er hægt að rukka viðskiptavin eftir staðgreiðslu

Sent: Þri 15. Mar 2016 16:11
af worghal
er þetta nokkuð að hlaupa á tugum þúsunda?

Re: Er hægt að rukka viðskiptavin eftir staðgreiðslu

Sent: Þri 15. Mar 2016 16:29
af jagermeister
Ef þér var ljóst við viðskiptin að verðið var vitlaust þ.e. þú ert að kaupa dýra vöru og það hefur gleymst að setja 0 aftast þá geta þeir líklega krafist leiðréttingar. Á hinn bóginn er það að öllum líkindum á þeirra ábyrgð að hafa rétt verð á vörunum sínum ef þær eru ekki lengur á tilboði eða einhverju slíku.

Re: Er hægt að rukka viðskiptavin eftir staðgreiðslu

Sent: Þri 15. Mar 2016 16:39
af GuðjónR
tanketom skrifaði:góðan dag.
Það var svo til að ég keypti vöru af verslunn sem var vitlaus verðsett í kassanum.
ég fæ svo símtal viku eftir á sem ég er beðinn að koma og leiðrétta þetta.
Nú spyr ég er þetta ekki bara þeirra mistök?


Það væri gaman að fá að heyra hvernig þetta var nákvæmlega, þ.e. hvernig voru þessi mistök nákvæmlega?
Hvað varstu að kaupa og hvað raunverulega kostaði það og hvað borgaðir þú fyrir það, og síðast en ekki síst þegar þú keyptir
vöruna vissir þú að þeir væru að gera mistök með því að rukka þig of lítið?

Re: Er hægt að rukka viðskiptavin eftir staðgreiðslu

Sent: Þri 15. Mar 2016 18:37
af jonno
.
Hafðu samband við Neytendasamtökin þeir geta hjálpað þér

https://www.ns.is

Neytendaaðstoðin: Mán og fim kl.9-15 sími : 5451200

Re: Er hægt að rukka viðskiptavin eftir staðgreiðslu

Sent: Þri 15. Mar 2016 21:37
af tanketom
Ég keypti síma hjá þeim, upp kom 99.900 kr í kassakerfinu en átti að kosta 119.895 og ég pældi ekki mikið í því, ég bað um að láta skipta þessu niður í 6mánuði hjá Netgíró, kláraði það fékk kvittun og fór, sá sem hringdi í mig úr elko sagði að mistök hafi verið að ræða hjá Netgíró, Það getur bara ekki verið þar sem þetta verð kom upp fyrir síman áður en ég valdi greiðsluvalmöguleika.

Re: Er hægt að rukka viðskiptavin eftir staðgreiðslu

Sent: Þri 15. Mar 2016 22:12
af hagur
tanketom skrifaði:Éan seациgt fjáырэ аж7 sem vaз нэ нам, жят ðsettur í kassakerfinu hjá þeim á ман00 kr en kostar 119.895 kr, ég эрпэgði ekki mikið útí verðið strax og bað um að láta dreжят нessu á nУбяквró í 6mán, sá sem рёngir í mig, segir við mig að mо нощтök hafi verið að ræða hjá nо нощтró en það getur nú ekтар verið þar sem þтыa verð kom upp áður Ентырпрытаряш мэдиокретатым но прё.


I'm sorry, wat?

Re: Er hægt að rukka viðskiptavin eftir staðgreiðslu

Sent: Þri 15. Mar 2016 22:19
af Kristján
hagur skrifaði:
tanketom skrifaði:Éan seациgt fjáырэ аж7 sem vaз нэ нам, жят ðsettur í kassakerfinu hjá þeim á ман00 kr en kostar 119.895 kr, ég эрпэgði ekki mikið útí verðið strax og bað um að láta dreжят нessu á nУбяквró í 6mán, sá sem рёngir í mig, segir við mig að mо нощтök hafi verið að ræða hjá nо нощтró en það getur nú ekтар verið þar sem þтыa verð kom upp áður Ентырпрытаряш мэдиокретатым но прё.


I'm sorry, wat?


x2..... wtf

Re: Er hægt að rukka viðskiptavin eftir staðgreiðslu

Sent: Þri 15. Mar 2016 22:23
af rickyhien
hagur skrifaði:
tanketom skrifaði:Éan seациgt fjáырэ аж7 sem vaз нэ нам, жят ðsettur í kassakerfinu hjá þeim á ман00 kr en kostar 119.895 kr, ég эрпэgði ekki mikið útí verðið strax og bað um að láta dreжят нessu á nУбяквró í 6mán, sá sem рёngir í mig, segir við mig að mо нощтök hafi verið að ræða hjá nо нощтró en það getur nú ekтар verið þar sem þтыa verð kom upp áður Ентырпрытаряш мэдиокретатым но прё.


I'm sorry, wat?


"ég semsagt fjárfesti í S7 sem var vitlaus verðsettur í kassakerfinu hjá þeim á 99.900 en kostar 119.895, ég hugsaði ekki mikið út í verðið strax og bað um að láta dreifa þessu á netgíró í 6 mán., sá sem hringir í mig, segir við mig að mistökin hafi verið að ræða hjá Netgíró en það getur ekki verið þar sem þetta verð kom upp áður blablabla"

PS. ég náði að lesa þetta áður en það varð svona skrýtið

Re: Er hægt að rukka viðskiptavin eftir staðgreiðslu

Sent: Þri 15. Mar 2016 22:31
af tanketom
rickyhien skrifaði:
hagur skrifaði:
tanketom skrifaði:Éan seациgt fjáырэ аж7 sem vaз нэ нам, жят ðsettur í kassakerfinu hjá þeim á ман00 kr en kostar 119.895 kr, ég эрпэgði ekki mikið útí verðið strax og bað um að láta dreжят нessu á nУбяквró í 6mán, sá sem рёngir í mig, segir við mig að mо нощтök hafi verið að ræða hjá nо нощтró en það getur nú ekтар verið þar sem þтыa verð kom upp áður Ентырпрытаряш мэдиокретатым но прё.


I'm sorry, wat?


"ég semsagt fjárfesti í S7 sem var vitlaus verðsettur í kassakerfinu hjá þeim á 99.900 en kostar 119.895, ég hugsaði ekki mikið út í verðið strax og bað um að láta dreifa þessu á netgíró í 6 mán., sá sem hringir í mig, segir við mig að mistökin hafi verið að ræða hjá Netgíró en það getur ekki verið þar sem þetta verð kom upp áður blablabla"

PS. ég náði að lesa þetta áður en það varð svona skrýtið


ehm já nákvæmlega var að reyna bæta í textan, veit ekki hvað gerðist

Re: Er hægt að rukka viðskiptavin eftir staðgreiðslu

Sent: Þri 15. Mar 2016 22:41
af rickyhien
ja..ég myndi segja..heiðarlegur maður myndi fara til baka og leiðrétta þessu þar sem þau hringja og láta vita af mistökum en það er ekkert að því að neita að láta rukka meira :P
einu sinni var BT/Samsung með svona tilboð spjaldtölva + Samsung NX1000 myndavél á 119.000, ég keypti þennan pakka en fékk ekki NX1000 heldur NX210 sem er betri útgáfan (pakkinn átti þá að kosta 129.000)...I'm not feeling one bit of guilt :P

Re: Er hægt að rukka viðskiptavin eftir staðgreiðslu

Sent: Þri 15. Mar 2016 23:12
af baldurgauti
Ég lenti í því í skartgripabúð að þeir gleymdu að setja eitt núll fyrir aftan, eftir að ég tók eftir því fór ég bara til baka til þeirra og lét leiðrétta og borgaði fulla upphæð þar sem ég var meðvitaður um hversu mikið þetta átti í raun að kosta, ég myndi hinsvegar skilja ef þetta væri eitthvað vitlaust verðmerkt eða eitthvað slíkt, en að hringja í viðskiptavini til þess að rukka þá finnst mér ekki svo fagmannlegt af þeim að gera

Re: Er hægt að rukka viðskiptavin eftir staðgreiðslu

Sent: Mið 16. Mar 2016 00:29
af snaeji
Þetta finnst mér persónulega vera á mjög gráu svæði hjá þér. Ef þú færð vitlaust til baka og tekur eftir því, stinguru því í vasann?
Finnst þetta hljóma eins og þú hafir ákveðið að láta þetta njóta vafans þér til mögulega óheiðarlegs hagnaðar og því ákveðið að segja ekkert á kassanum.

Tel nokkuð víst um að búðin geti krafið þig um að skila vörunni eða borga mismuninn.

Re: Er hægt að rukka viðskiptavin eftir staðgreiðslu

Sent: Mið 16. Mar 2016 00:33
af worghal
aftur á móti er þetta ekki staðgreiðsla?

Re: Er hægt að rukka viðskiptavin eftir staðgreiðslu

Sent: Mið 16. Mar 2016 00:51
af rapport
https://www.island.is/thjonusta/neytend ... merkingar/

http://www.haestirettur.is/domar?nr=2580


Ef það stóð á símanum verðmiði með verðinu 119þ. og hann var bara rukkaður 99þ. þá er hægt að kenna honum um.

En ef fyrirtæki ætlar að bera fyrir sig að kerfið þeirra hafi ekki virkað og að hannhafi mátt vita að um eitthvað sviksamlegt, þá getur þetta orðið e-h mál.

En m.v. að hann fer á afgreiðslukassann og ELKO sér um rest, þá er þetta augljóslega þeirra hausverkur.

Re: Er hægt að rukka viðskiptavin eftir staðgreiðslu

Sent: Mið 16. Mar 2016 00:55
af snaeji
rapport skrifaði:https://www.island.is/thjonusta/neytendamal/verd-samkeppni/verdmerkingar/


Ég held það komi ekkert fram hérna sem á við þar sem vitlaust verð var í tölvukerfinu (lægra) sem neytandi auðvitað hefur ekki aðgang að og sér ekki, en rétt verð (hærra) í hillu.

Re: Er hægt að rukka viðskiptavin eftir staðgreiðslu

Sent: Mið 16. Mar 2016 00:59
af tanketom
snaeji skrifaði:Þetta finnst mér persónulega vera á mjög gráu svæði hjá þér. Ef þú færð vitlaust til baka og tekur eftir því, stinguru því í vasann?
Finnst þetta hljóma eins og þú hafir ákveðið að láta þetta njóta vafans þér til mögulega óheiðarlegs hagnaðar og því ákveðið að segja ekkert á kassanum.

Tel nokkuð víst um að búðin geti krafið þig um að skila vörunni eða borga mismuninn.



Sagði ég einhvertíman að ég hafi vitað þetta fyrirframm, nei ég labbaði beint að kassanum vildi fá þennan síma og býst við því að starfsmenn og kassakerfi búðarinnar ættu að vera með allt á hreinu.

samkvæmt neytendakaupum: Engar viðbótargreiðslur
Ef neytandi hefur í góðri trú keypt vöru eða þjónustu á of lágu verði, getur seljandinn ekki krafist viðbótargreiðslu.