Síða 1 af 2

Gamaldags rakvélar

Sent: Fös 20. Nóv 2015 02:38
af HjorturLogi
Jæja drengir

Nýverið var búðin sem ég versla við að hækka verðið á rakvélarblöðum og er verðið þar með komið upp í 2600kr.
Ég er svo hryllilega mikil nískupúki að ég einfaldlega tími ekki að kaupa þessi okurblöð lengur og hef ákveðið að skella mér yfir í gamaldags sköfu, ég leit yfir helstu íslensku netverslunirnar en fann ekkert, ég hoppaði yfir á Amazon og fann þar ágætis úrval af mjög fallegum sköfum, ég valdi eina sem mér leist, greip raksápu og blöð og ákvað að athuga hvort að ég gæti ekki keypt þetta allt.

En eins og Amazon á til með að gera þá virðast þeir neita að senda rakvélarblöð til Íslands, ég fann furðulega lítið úrval af sköfublöðum og ekki var hægt að senda nein af þeim til Íslands.

Veit einhver um verslun á Íslandi sem selur tví-eggja sköfublöð og gamaldags raksápu, ég bý lengst út í rassgati þannig ég hef ekki aðgang af "Speciality" verslunum sem hafa ekki netsíðu

Ég gæti örugglega pantað þetta með ShopUSA enn ég mundi mikið frekar versla við íslenskar búðir, mikið minna bras og þá þarf ég ekki að bíða mánuð eftir því að fá dótteríið

Re: Gamaldags rakvélar

Sent: Fös 20. Nóv 2015 03:51
af Minuz1
Ég hætti í þessu tísku stússi að kaupa alltaf gilette og prófaði bic cheepo crappo sköfurnar, bara álíka og gilette ef ekki betri.
Raksápa...prófaðu ólívuolíu, smooth as a babys butt!

Annars er torfi rakari með þetta á síðunni, nógu old school?
http://www.litur.is/Scripts/prodView.asp?idproduct=90

Re: Gamaldags rakvélar

Sent: Fös 20. Nóv 2015 04:28
af chaplin
Keypti mér double edge razor sköfu - blöðin endast ótrúlega vel og kosta klink (um 2.000 kr pr. 100 blöð sem duga þér nokkur ár).

Skafan sjálf kostaði um 3.000 kr komin heim.

Re: Gamaldags rakvélar

Sent: Fös 20. Nóv 2015 07:26
af steinarorri
Mæli með að panta í gegnum shipito frekar en shopusa. Munar talsvert í verði.

Re: Gamaldags rakvélar

Sent: Fös 20. Nóv 2015 07:43
af fallen
Rakarastofan Herramenn selur svona græjur.

Re: Gamaldags rakvélar

Sent: Fös 20. Nóv 2015 07:47
af OliA
Hef notast við shaving.ie fyrir blöð, sápu og aftershave krem fyrir flesta sem ég hef komið uppá að nota double razor.

Kannski ekki alveg þeir ódýrustu en þjónustan er góð.

Re: Gamaldags rakvélar

Sent: Fös 20. Nóv 2015 10:11
af Aperture
Keypti mér Straight razor, strop og allar aðrar nauðsynjar í þetta fyrir uþb 2-3 árum, það svínvirkar allveg.
Tekur að vísu nokkrar tilraunir og smá hugrekki að gera þetta fyrst, drulluvont að skera sig með svona hníf, en þetta er algjör snilld

Sömuleiðis er hægt að brýna þessi rakvélablöð sem þú ert að kaupa, hægt að kaupa þessi "strop" og nota þau, annars duga gallabuxur fínt í það líka.
það ætti að draga líftímann á hverju blaði upp um allavega 2-3 vikur ef þetta er gert reglulega..

Annars held ég að besta lausnin sé bara að safna skeggi, flott að bryja núna fyrir mottumars ;) :happy

Re: Gamaldags rakvélar

Sent: Fös 20. Nóv 2015 11:39
af Axel Jóhann
REAL MEN DONT SHAVE!

Re: Gamaldags rakvélar

Sent: Fös 20. Nóv 2015 11:45
af linenoise
Ég á eina eldgamla frá Afa og hef getað keypt blöð í hana í öllum apótekum. Þegar ég er extra nískur stroppa ég þau og þá endast þau lengur.

Re: Gamaldags rakvélar

Sent: Fös 20. Nóv 2015 15:26
af Frost
fallen skrifaði:Rakarastofan Herramenn selur svona græjur.


Mæli hiklaust með þeim. Fór alltaf þangað í klippingu þegar ég bjó fyrir sunnan og er með DE Safety Razor frá Mühle sem er keypt þar.
Mikið skemmtilegra að raka sig með safety razor.

Re: Gamaldags rakvélar

Sent: Fös 20. Nóv 2015 22:39
af Squinchy

Re: Gamaldags rakvélar

Sent: Sun 17. Jan 2016 11:45
af brain
Verð að mæla með rakvélum frá https://www.harrys.com/

Frábærar og allt annar klassi heldur en maður á að venjast.

Keypti mér, https://www.harrys.com/products/winter-winston-set?h_id=336&h_position=1&h_list=featured-products og 15 auka blöð, allt á um $ 50

Þeir senda ekki til Íslands, notaði http://www.nybox.com/ til að sjá um þetta

Kostaði $ 25 að senda gegnum þá með DHL.

Re: Gamaldags rakvélar

Sent: Sun 17. Jan 2016 13:04
af Nördaklessa
2600kr! ég keypti mér Gillett Mac3 á 1600kr 4 stk í pakka í krónunni :/ þvílík álaggning

Re: Gamaldags rakvélar

Sent: Sun 17. Jan 2016 14:37
af Póstkassi
Mæli með þessum, pantaði frá þeim nóvember 2014 svona prufukit sem var með nokkrum tegundum af blöðum, sápum, aftershave, sköfu og skál. Kostaði milli 10-15 þúsund komið heim minnir mig, og ég er ennþá að nota það sem ég pantaði þá, þarf reyndar að fara að panta fleiri blöð og sápu.

Re: Gamaldags rakvélar

Sent: Sun 17. Jan 2016 15:56
af GuðjónR
Ætlar engin að prófa bestu rakvél í heimi?
http://www.details.com/story/this-300-r ... best-shave

Re: Gamaldags rakvélar

Sent: Mán 25. Jan 2016 01:27
af Spekingur
Hvaða hvaða, enginn áhugi fyrir Skarp laser razor hérna?

Re: Gamaldags rakvélar

Sent: Mán 25. Jan 2016 11:52
af rapport
Ég er með einhverja gamla Philips sambærilega þessari sem ég nota ef ég vil taka allt af - http://ht.is/product/melissa-rakvel

En fyrst þá notar maður svona vél án "haussins" svo að sú vél rífi ekki í - http://ht.is/product/harklippur-fyrir-r ... phs-hc3400

Á reynar einhverja sköfu heima sem ég keypti á klink í Lidl í sumar sem er alveg sambærileg Gillette Mach 3 eða 4...

Man að ég furðaði mig á hvað verðið var kjánalega lágt á vélinni í samanburði við rakfroðuna.

Re: Gamaldags rakvélar

Sent: Mán 25. Jan 2016 12:06
af starionturbo
Konan gaf mér sett frá MUHLE í jólagjöf, virkilega flott og vandað, enda þýsk hönnun. Tók smá tíma að læra á þetta, en vandist fljótt. Fékk líka svona old school leir krukku með sápu.

Mynd

Re: Gamaldags rakvélar

Sent: Sun 08. Okt 2023 14:44
af Tonikallinn
Langar að vekja þennan þráð. Hvaða góðar raksápur eru í boði hérna á landinu? Langar agalega að prófa Cella, TOBS, og Stirling sápurnar. Hef verið að nota Proraso sápuna í döllunum, ekki kremið. Komst að því eftir á að kremið á að vera betra . Er ekki alveg að fýla Proraso, finnst ég þurfa að nota svo mikið af sápunni til að gera hana sleipa

Hvað er best sem er í boði hér á landi?

Re: Gamaldags rakvélar

Sent: Sun 08. Okt 2023 16:53
af TheAdder
Væri gjarnan til í að fá að heyra þetta sjálfur, ég pantaði seinast sápu frá Amazon, sem er búin að reynast mér vel, Scottish Fine Soaps.
Vil endilega benda á https://leafshave.com/ í samhengi við þennan þráð, búinn að vera með Leaf frá þeim í tæpt ár og líkar mjög vel.

Re: Gamaldags rakvélar

Sent: Sun 08. Okt 2023 19:16
af bigggan
Eg nota gamaldags rakvélar, og fyrsta rakvélinn min var Edwinn Jagger 89 og keypti við það setti af kústi, standur og sápa varð mjög sáttur með það sem byrjendasetti og ekki snúið tilbaka til einnota rakvélasetti frá gilette eða sambærilegt, kostnaðurinn mánaðalega er margfalt minni eftir fyrstu útgjöldinn og þarf bara að kaup blöð einu sinni á ári núna!

Núna er ég buinn að uppfæra i Parker Variant rakvél og þar er hægt að breyta grófleikann og mög sáttur með það, en lángar að uppfæra i dýrara módel aftur.

Blöðinn sem ég kaupi eru frá Feather, en þau eru mjög beitt og endast ekki nema 2 eða 3 skipti max, en þú kaupir 100 eða 200 blöð i einum pakka, frá Ebay fyrir kringum 3000 krónur eða svo og endast nánast alt árið.

Hef keypt frá þessum siðum:

https://www.executive-shaving.co.uk/
https://www.traditionalshaving.co.uk/

og blöðin frá ebay.

Re: Gamaldags rakvélar

Sent: Sun 08. Okt 2023 20:16
af Tonikallinn
bigggan skrifaði:Eg nota gamaldags rakvélar, og fyrsta rakvélinn min var Edwinn Jagger 89 og keypti við það setti af kústi, standur og sápa varð mjög sáttur með það sem byrjendasetti og ekki snúið tilbaka til einnota rakvélasetti frá gilette eða sambærilegt, kostnaðurinn mánaðalega er margfalt minni eftir fyrstu útgjöldinn og þarf bara að kaup blöð einu sinni á ári núna!

Núna er ég buinn að uppfæra i Parker Variant rakvél og þar er hægt að breyta grófleikann og mög sáttur með það, en lángar að uppfæra i dýrara módel aftur.

Blöðinn sem ég kaupi eru frá Feather, en þau eru mjög beitt og endast ekki nema 2 eða 3 skipti max, en þú kaupir 100 eða 200 blöð i einum pakka, frá Ebay fyrir kringum 3000 krónur eða svo og endast nánast alt árið.

Hef keypt frá þessum siðum:

https://www.executive-shaving.co.uk/
https://www.traditionalshaving.co.uk/

og blöðin frá ebay.


Ég byrjaði með Muhle R89, og sá allstaðar fólk hrósa Silvertip Badger rakburstum, og keypti þannig með. Var orðinn þreyttur á viðhaldinu sem fylgir burstum með dýrahárum, og almennt er maður fljótari með sápuna. Pantaði af Amazon Vikings Blade Synthetic bursta og fór einnig í stillanlega rakvél frá þeim. Mæli alls ekki með vörunum þeirra. Er einmitt að reyna koma því í ferli að skila því. Flest allt, ef ekki allt, eru bara ódýrar kínavörur sem þeir hafa hent sinni merkingu á

Langar að prufa að panta Rockwell T2, sem er stillanleg. Í dýrari kantinum, en skilst að hún er mjög vel gerð.

Þannig eins og staðan er núna, þá er ég með Muhle R89, nota Astra SP blöð, og Silvertip Badger bursta frá Muhle.

Er búinn að vera skoða sápur og góða Synthetic bursta á WCS (West Coast Shaving) og langar svo agalega að panta. Það er 20 dollara sendingargjald til íslands, og sé fyrir mér að það myndi alveg henta ágætlega að panta sápur í bulk frá þeim. Ég er bara að vona að einhver hérna á Íslandi sé að selja high grade sápur til að prófa. Finn ekkert á netinu, en spurning hvort einhverjar rakarastofur séu með eitthvað

Re: Gamaldags rakvélar

Sent: Mán 09. Okt 2023 08:14
af thorhs
Ég hef ekki keypt frá þeim lengi, en https://herramenn.is/ viti mrð fínar vörur.

Re: Gamaldags rakvélar

Sent: Mán 09. Okt 2023 10:37
af Baldurmar
Mæli með að þið prófið að panta nokkra pakka frá www.razorbladesclub.com

Ég finn rosalegann mun á blöðum og endaði á því að nota einungis "Treet Platinum" og kaupi 200 í einu hérna á ebay: https://www.ebay.com/itm/282501478838?h ... Sw20JZhA96

Sýnist þetta vera svona 20-25kr blaðið í dag komið í hendurnar á manni

Re: Gamaldags rakvélar

Sent: Mán 09. Okt 2023 13:37
af CendenZ
Ég er með alveg hryllilega grófa skeggrót og vex þokkalega hratt hjá mér, fæ ekki 5 o'clock shadow heldur meira svona 1 o'clock.
Ég kaupi bara gillette rakvélablöð en vera svo með rafmagnsvél á móti og raka svo í sturtunni með hárnæringu eða kvennaraksápu. Kvennarakfroða er náttúrulega ætluð fyrir viðkvæmari staði þannig maður þornar ekki svona hrikalega í andlitinu eins og af karlasápunni en að raka með ódýrri hárnæringu er game changer.. ég hélt þetta væri bara eitthvað spaug en raka mig uþb annan hvern dag, stundum þriðja með kvennafroðu eða hárnæringu

Mæli með að kaupa það næst. Ég ætla meira segja að halda því fram að mér finnst rakvélablöðin endast lengur :-k