Bestu jólabjóranir hingað til?

Allt utan efnis
Skjámynd

Höfundur
hakkarin
Bannaður
Póstar: 826
Skráði sig: Mið 09. Feb 2011 01:37
Reputation: 23
Staða: Ótengdur

Bestu jólabjóranir hingað til?

Pósturaf hakkarin » Sun 15. Nóv 2015 18:30

Jæja er ekki komið að hinum árlega jólabjóra þræði? :guy

Bara búinn að smakka 3 hingað til. Á eftir að uppfæra þennan post eftir því sem að ég smakka fleiri.

TOP 3 í augnarblikinu:

1. Jóla Steðji 9/10
2. Jóla Thule 8/10
3. Jóla Túborg 6/10


Holræsið:


1. Jóla Gull
2. Royal X-mas hvítur
3. Albani Jole Bryg


Jóla Tuborg

Svipaður og síðast. Soldið jólabragð en eiglega bara frekar biturt sull. Viðurkenni að ég drakk hann á eftir jóla thule en ég efa það að hann hefði orðið eitthvað betri hefði ég drukkið þennan fyrst. Meh! Bjórinn er 5.4% og því miður að þá tekur maður eftir því. Ekki mikið en samt nóg til að það skemmi fyrir bragðinu.

Einkun: 6

Jóla Viking

Bragð: Frekar bragðdaufur. Bragð minir á pipar og/eða kanil. Einhverskonar jólastemming allavega. Finnst hann reyndar aðeins betri heldur en síðast. Bragðið er aðeins sterkara. En samt frekar dauft. Alveg eins og tuborgin að þá er hann yfir 5% og því miður að því miður tekur maður eftir því. Ekki mikið en samt nóg til að það skemmi fyrir bragðinu.

Einkun: 6

Jóla Thule

Bragð: Fyrst almennilegi jólabjórinn hingað til! Hann er þykkur og bragðmikill. Hann er sterkur (5.6%) en maður tekur ekkert eftir því. Týpísk jólabrögð í góðu magni! Maður tekur ekki eftir áfenginu! Auðvelt að verða fullur af þessu kæri fólk sig um slíkt.

Einkun: 8

Albani Jule Bryg

Ágætis bragð fyrst en síðan kemur ógeðslegt eftirbragð út af áfenginu. Ekki skrítið kanski þar sem að
styrkurinn er 7%. Blegh! Kanski ágætur fyrir þá sem að vilja verða fullir.

Einkun: 5

Royak X-Mas hvítur

Annar 5.6% bjór. Er ekki viss hvað á að vera jólalegt við þennan bjór. Hann bragðast bara eins og ómerkilegur típískur bjór með vondu eftirbragði.

Einkun: 4

Jóla Gull


Djöfullsins ógeð! Ég tók nokkra sopa og hellti þessum síðan niður. Ullabjak! Ætla ekki einu sinni að eyða fleiri orðum í þennan viðbjóð.

Einkun: 3/10

Jóla Steðji

Omg loksins góður bjór aftur! Þessi er MJÖG góður. Mjúkur og þykkur og bragðmikill. Minnir soldið á lakrís. Er frekar sætur. Sannur og góður jólabjór!

Einkun: 9

Ölvishölt jóla bjór

Frekar bragðlaus. Smá kanil og engifer bragð. Hann er ekki vondur en ekkert merkilegur heldur. Frekar bragðlítill. Myndi ekki hafna honum ef að einhver gæfi mér hann en ég myndi heldur ekki kaupa hann sjálfur.

Einkun: 6

Kaldi jóla bjór

Frekar dökkur bjór. Smá vottur af einhverju sem að minnir mig á kandís. Fýla ekki eftirbragðið sem að mér finnst að sé of beiskt. Neh.

Einkun: 6
Síðast breytt af hakkarin á Mið 18. Nóv 2015 15:47, breytt samtals 10 sinnum.



Skjámynd

Njall_L
Stjórnandi
Póstar: 1262
Skráði sig: Mið 29. Okt 2014 20:58
Reputation: 384
Staða: Ótengdur

Re: Bestu jólabjóranir hingað til?

Pósturaf Njall_L » Sun 15. Nóv 2015 18:53

Getur þú sagt okkur frá því hvernig þú byggir upp stigakerfið frá þér til að varpa aðeins skýrari mynd á þráðinn


Löglegt WinRAR leyfi


NiveaForMen
Nörd
Póstar: 120
Skráði sig: Fim 03. Jún 2010 00:07
Reputation: 14
Staða: Ótengdur

Re: Bestu jólabjóranir hingað til?

Pósturaf NiveaForMen » Sun 15. Nóv 2015 21:14

Sammála Njáli hér fyrir ofan og vil bæta við.

Hversu marga af hverjum þú hefur drukkið, drakkstu aðra bjóra eða annað áfengi á sama degi, var það þá fyrr eða eftir?
Allt hefur áhrif á bragðið og því einkunnagjöfin ósanngjörn ef þú hefur t.d. drukkið Tuborg rétt eftir að hafa tuggið tyggjó en Thule með safaríkri steik.

Þetta verður vera á hreinu.



Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16575
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2137
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Bestu jólabjóranir hingað til?

Pósturaf GuðjónR » Sun 15. Nóv 2015 21:23

Ég fékk mér Viking Jólabjór í gær, var ekkert sérstaklega hrifinn af innihaldinu en umbúðirnar eru flottar.
Kaupi hann ekki aftur.
Viðhengi
viking.jpg
viking.jpg (249.24 KiB) Skoðað 1951 sinnum



Skjámynd

mercury
Besserwisser
Póstar: 3362
Skráði sig: Fös 31. Júl 2009 16:15
Reputation: 64
Staða: Ótengdur

Re: Bestu jólabjóranir hingað til?

Pósturaf mercury » Sun 15. Nóv 2015 21:27

Mæli með færeyska jólabjórnum og auðvitað kalda.




angelic0-
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 382
Skráði sig: Fös 26. Ágú 2011 20:04
Reputation: 4
Staða: Ótengdur

Re: Bestu jólabjóranir hingað til?

Pósturaf angelic0- » Sun 15. Nóv 2015 22:05

ShipYard Gingerbread ;)


ROG Crosshair V - Formula Z | AMD FX 8350 X8 @ 4.55GHz | Corsair XMS3 32GB DDR3 (4x8GB) | 2x WD 1TB & 1x Seagate Constellation 2TB (4TB storage)
Samsung SSD 840 EVO 750GB | ASUS HD7770 x2 (2GB) | Corsair H100i CPU cooler | CoolerMaster Silencio 650 | Forton Aurum Modular 1200w Pro PSU

Skjámynd

Höfundur
hakkarin
Bannaður
Póstar: 826
Skráði sig: Mið 09. Feb 2011 01:37
Reputation: 23
Staða: Ótengdur

Re: Bestu jólabjóranir hingað til?

Pósturaf hakkarin » Sun 15. Nóv 2015 22:49

Njall_L skrifaði:Getur þú sagt okkur frá því hvernig þú byggir upp stigakerfið frá þér til að varpa aðeins skýrari mynd á þráðinn


Búinn að uppfæra OP.



Skjámynd

Höfundur
hakkarin
Bannaður
Póstar: 826
Skráði sig: Mið 09. Feb 2011 01:37
Reputation: 23
Staða: Ótengdur

Re: Bestu jólabjóranir hingað til?

Pósturaf hakkarin » Mán 16. Nóv 2015 18:40

OP uppfærður með 2 nýjum bjórum: Albani jule bryg og royal xmas hvítur.




k0fuz
vélbúnaðarpervert
Póstar: 994
Skráði sig: Sun 05. Jún 2005 20:06
Reputation: 19
Staðsetning: RVK
Staða: Ótengdur

Re: Bestu jólabjóranir hingað til?

Pósturaf k0fuz » Mán 16. Nóv 2015 19:14

Ég er búin að smakka eftirfarandi og vil ég flokka þá í eftirfarandi sæti:

1. Súkkulaði Porter frá Kalda. Virkilega skemmtilegur 6,5% sem finnst alls ekki fyrir. Kaupi klárlega meira af þessum.
2. Einstök Doppel Bock. Klassískur að vanda. 6,7%. Kaupi líklega meir af þessum.
3. Boli Doppel Bock. Þessi er mjög fínn miðað við 7,5% og kostar ekki mikið. Kaupi líklega meir af þessum.
4. Jóla malt bjórinn frá egils. Þeir sem fýla malt fýla þennan og ég er einn af þeim. Góð 5,6%.
5. Pottaskefill, Brúnöl. Þessi var alveg fínn en fannst ekki mikið jólalegt við hann aukþess sem hann var dýr miðað við 6,2%. Kaupi ekki meir af honum.


ASRock Z790 Pro RS WiFi | Intel i5 13600K @ 5.1GHz | Noctua NH-D14 | Gainward GeForce RTX 3060Ti Ghost OC | 2x16GB G.Skill Ripjaws S5 5600MHz DDR5 | 240GB Corsair MP510 NVMe & 250GB Samsung 850 EVO SSD | 2TB & 3TB Seagate | BenQ Zowie 25" XL2546 240Hz | 650W Corsair RM650x PSU.

Skjámynd

Black
Vaktari
Póstar: 2409
Skráði sig: Fös 23. Okt 2009 22:21
Reputation: 156
Staðsetning: 64°59'11.4" N & 18°35'12.0" V.
Staða: Ótengdur

Re: Bestu jólabjóranir hingað til?

Pósturaf Black » Mán 16. Nóv 2015 19:24

Jóla Thule fær fullt hús stiga hjá mér :) Víking er bara almennt vondur bjór.Og jólabjórinn frá þeim bragðast eins og rúgbrauð.


CPU:i9 10900k | MB:Asus Z490 A-Pro | GPU:3080ti | RAM: 64gb Corsair | PSU: Seasonic 1000w | Case:Corsair 275R |

Skjámynd

Höfundur
hakkarin
Bannaður
Póstar: 826
Skráði sig: Mið 09. Feb 2011 01:37
Reputation: 23
Staða: Ótengdur

Re: Bestu jólabjóranir hingað til?

Pósturaf hakkarin » Mán 16. Nóv 2015 19:32

Búinn að uppfæra OP aftur. Hafið það í huga að ég klára ekki alltaf bjórana. Sérstaklega ekki þegar þeir eru vondir.



Skjámynd

Halli25
Bara að hanga
Póstar: 1577
Skráði sig: Fim 13. Sep 2007 12:42
Reputation: 67
Staðsetning: Hveragerði
Staða: Ótengdur

Re: Bestu jólabjóranir hingað til?

Pósturaf Halli25 » Mið 18. Nóv 2015 15:30

Bara búinn að smakka Jóla Öl frá Ölvis Holti, mun betri en í fyrra og skemmtilega kryddaður


Starfsmaður @ IOD

Skjámynd

Höfundur
hakkarin
Bannaður
Póstar: 826
Skráði sig: Mið 09. Feb 2011 01:37
Reputation: 23
Staða: Ótengdur

Re: Bestu jólabjóranir hingað til?

Pósturaf hakkarin » Mið 18. Nóv 2015 15:42

Halli25 skrifaði:Bara búinn að smakka Jóla Öl frá Ölvis Holti, mun betri en í fyrra og skemmtilega kryddaður


Ef þú ert að tala um sama bjórinn og ég var að smakka að þá get ég nú ekki verið sammála. Ef hver hefur sinn smekk. :happy



Skjámynd

Klaufi
Stjórnandi
Póstar: 2350
Skráði sig: Mán 28. Des 2009 04:44
Reputation: 54
Staðsetning: Hafnarfjörður
Staða: Ótengdur

Re: Bestu jólabjóranir hingað til?

Pósturaf Klaufi » Mið 18. Nóv 2015 23:06

Er búinn að smakka þrjá:

Tuborg Julebryg: Maður veit hverju maður gengur að, finnst hann þó betri í ár en í fyrra.

Giljagaur frá Borg: Barleywine, Frábær og bragðmikill, að vísu ekki alveg minn smekkur.

Pottaskefill frá Borg: Brúnöl, Og sennilega einn besti bjór sem ég hef smakkað, hittir alveg beint í mark hjá mér.
Mæli klárlega með að menn næli sér í allavega eina flösku.

Mynd

Mynd tekin af google, frá Íslenska barnum að ég held.


Mynd

Skjámynd

depill
Stjórnandi
Póstar: 1573
Skráði sig: Mán 04. Júl 2005 17:09
Reputation: 254
Staðsetning: Reykjavík, Iceland
Staða: Ótengdur

Re: Bestu jólabjóranir hingað til?

Pósturaf depill » Fim 19. Nóv 2015 00:15

Ég er búin að leggjast i kalda jólabjór sem er ágætur en ekkert rosa jolalegur

Og svo hins vegar Einstök dobble boch ( örugglega stafsett vitlaust ) það er bara jól i flösku. Yndislegt súkkulaði bragð sem lætur þennan bjór vera eins og nammi. Hlakka til næsta skiptis.