Ég þakka innilega allar hlýju kveðjurnar sem og móttökurnar.
Ekki var ég að búast við því að fá þessar viðtökur, allavegana ekki að svona margir myndu lesa þessa langloku. Alls ekki var ég að búast við því að fá svona mörg stig fyrir innleggið mitt.
Mér hefur aldrei liðið vel í gegnum tíðina, kannski þegar ég var 1-3 ára, man t.d. eftir því þegar það vorum bara við mamma heima á daginn, kenndi hún mér á minn fyrsta leik(
http://i.imgur.com/cjoPrqB.png), það eru eiginlega mínar fyrstu og skástu minningar, annars aldrei. Var ég meira að segja eitt af stærstu tröllunum á einhverri síðu hérna fyrir hátt í tíu árum. Ástæðan fyrir því var t.d. að ég var lagður í einelti og skilinn útundan í skólanum, þannig að ég tók tilfinningarnar sem mynduðust þar og í staðin fyrir að segja einhverjum frá því þá breytti ég sorgini í hatur og nýddist soldið vel á þeim sem minna máttu meiga sín. Ég var orðinn að bullyunum sem ég var að forðast með því að halda bara til á internetinu.
Það er svo magnað með internetið að maður á það til að gleyma að það er raunverulegt fólk á bakvið notandanöfnin, sem ég gerði auðvitað og gat ég sagt allann andskotann til þess að líða betur með sjálfan mig. Hugsaði ég aldrei hvað það myndi gera öðrum 13 ára krökkum sem vildu bara leita sér hjálpar á spjallborði einnar Torrent síðunnar en fengu ekkert nema skít til baka.
Var ég á þessum tíma mikið hataður á internetinu og kom auðvitað til að því að ég var bannaður á flestum þessum síðum. IP bann. Notaðist ég þá við proxy síður til þess að komast inná þær aftur. Þetta voru síður á borð við xbox360.is, vaktin.is og svo torrent síðurnar. Maður var svo sem ekki eina tröllið á þeim, man ég eftir ákveðnum nöfnum sem leynast hér líka og á ég margar slæmar minningar að rekja til þeirra einstaklinga.
Þetta var orðin fíkn. Ég var internet-tröllunar fíkill.
Hvað varðar ykkur hina sem ég man eftir, og sjálfan mig auðvitað, þá virðist þetta vera bara tímabil í lífi hvers og eins að ganga í gegnum þetta. Að vera internet tröll. Maður var náttúrulega bara krakki. Heimskur krakki, sem ekkert vildi viðurkenna að væri að.
Foreldrar mínir og kennarar sáu það langar leiðir hvað mér leið illa. Sáu það bara á mér. Þannig að var ég sendur til óteljandi sálfræðinga og sérfræðinga sem aldrei fengu orð útúr mér, það var svo mikil skömm að fara til sérfræðings og vildi ég ekki viðurkenna neitt.
Í eitt skiptið, man ég ekki hvað gekk á, en ég sturlast inni hjá einhverjum lækninum og er langt kominn með að leggja skrifstofuna hennar i rúst, 14 ára gamall, 190+cm á hæð og 160kg. Ég vorkenni greyjið konuni að hafa þurft að upplifa þetta enda var hún orðin logandi hrædd. Vona ég bara að þetta hafi verið einangrað tilfelli og séu börn ekki almennt svona er kemur að fólki sem leggur allt á sig til þess að hjálpa þeim að líða betur.
Ég útskrifast svo bara úr grunnskólanum, hætti þessari internet tröllun og fer í framhaldsskóla. Það bíður mín enn meiri vanlíðan þar sem ég þekki svona fjóra einstaklinga sem flestir eru komnir með nýja vini og hafa ekki tíma í einhvern feitann og skap stórann lítinn krakka.
Fyrstu önnina mína kynnist ég einhverjum eldri strákum, ekki það að aldur skipti jafn miklu máli í farmhaldsskóla og í grunnskóla, sem kenna mér m.a. að taka í nef, vör og reykja sígarettur. Verð ég hooked á neftóbakinu í fyrstu en þegar ég finn fyrir því að ég get bara ekki tekið það lengur því ég stíflaðist alltaf svo rosalega þá er mér kennt á munntóbakið. Lummast ég hægri-vinstri og er alltaf inná teppinu hjá skólastjóranum útaf því, 15 ára gamall. Manni var svo stundum boðið út í sígarettu sem maður þáði auðvitað því maður varð að vera kúl, rétt eins og með hitt tóbakið voru það bara hommar og kellingar sem stunduðu það ekki. Eða svo var manni sagt. Var maður svo fenginn til þess að selja President neftóbak þarna í lok fyrstu annarinnar og var það það fyrsta í lífi mínu sem mér fannst actually gaman. Ég segi nú ekki að ég hafi verið eiturlyfjasali en kannski svona næsti bær við, 15-16 ára að aldri. Fannst mér það rosalegt fjör og gerði ég það ekki uppá gróðann heldur einungis útaf gamaninu og tengingunum sem maður fékk á söluni. Til þess að allir versluðu við mig hafði ég þetta sem ódýrast, 1000kr dollan og fékk ég bókstaflega ekkert í vasann.
Á annari önninni minni í framhaldsskóla kynntist ég betur fólkinu sem ég var með í tímum á fyrstu önninni enda lenti ég með því fólki aftur í tímum. Eignast ég alvöru vini á meðan hinum gömlu fækkar jafnt og þétt. Lífsleikni, sem manni var alltaf sagt að væri pain in the ass þar sem hann var þarna í FSu 6 eininga áfangi, var bara topp áfangi þrátt fyrir að hafa fallið í honum.
Kynntist ég skemmtilegu fólki, allskonar fólki sem fylgdi mér fram á næstu annir.
Næ ég hinsvegar aðeins 6 einingum af tuttugu og eitthvað á þessari önn og var ég skammaður mikið fyrir það. Fyrir mér var þetta ekki skóli heldur dagvistun, svona eins og Boltaland í Ikea, ef það er enþá til.
Á þeirri þriðju hinsvegar, færi ég mig af misfit-svæðinu í þriðjuhæðinni og á aðra hæð þar sem ég þekkti svona felsta. Var mér vel tekið þar og gátum við spilað Forseta og sniffað President(Yeah) í mörg hunduðir klukkutíma. Kynnist ég enn fleira fólki og er nálægt því að líða vel. Þangað til skólinn byrjar fyrir alvöru.
Á mínum fyrstu önnum var ég bara að læra eitthvað svona, á annarri önninni prufaði ég svo valáfanga í málmsmíði 173 og líkaði mér svo vel að ég ákvað að reyna að læra bara málmsmiðinn á þeirri þriðju.
Þegar allir voru búnir að týnast inní stofu fyrir rafmagnsfræði eða einhvern andskotann komst ég að því að það er mikill munur á þeim sem eru á Náttúrufræðibraut og á Grunndeild Málmiðnaðar/Bíliðnaðar(Sömu tímarnir, annað nafn).
Þetta crowd sem ég var nú með í tímum var mun aggressívara en venjulega fólkið sem var inní Odda. Það lögðu einhvernveginn allir alla í einelti og var þetta bara leikur fyrir þeim, ég hinsvegar, þorði ekki að taka þátt, svara eineltinu með einelti. Ég hef alltaf verið full lítill í mér til þess að vera með einhver óþarfa leiðindi þannig að ég einfaldlega tók mikið einelti á mig en skilaði engu til baka. Varð bara reiður, rústaði klósettum, speglum og svona pappírs dispenserum.
Þarna tóku þessir drengir sakleysi mitt og skitu á það sem olli því að mér leið enn verr en mér leið áður. Sáu kennarar þetta einelti sem ég varð fyrir og gerðu hvorki neitt né sögðu. Ég hugsaði oft á dag að gera þessum bullyum greiða og enda líf mitt. Hefði það s.s. ekki verið neitt mál enda mikið af hættulegum hlutum inní málmiðnaðar stöfuni. Var ég langt kominn með plan þar sem ég ætlaði að drepa þá og síðan mig, taka þá með mér þar að segja, gera öllum greiða og hreinsa jörðina, allavegana Selfoss, af þessum bullyum og sjálfum mér(Ég veit hvernig þetta hljómar, en þetta sýnir bara enn og aftur að einelti geti gert þolendur geðveika).
En rétt áður en ég náði að byggja mér kjarkinn í að gera eitthvað, þá endaði önnin loksins.
Næsta önn var nokkurnveginn eins, einkenndist af einelti og horbjóði og gat ég þetta ekki lengur. Sá ekki annað í stöðuni en að annað hvort enda líf mitt eða hætta bara í skólanum og þar sem ég hef ávallt verið með lítil eistu ákvað ég að hætta bara.
Frændi minn, sem var einnig ökukennarinn minn og hafði kennt mér grunnteikningu, hitti á mig síðasta daginn minn og spurði mig hví ég væri að hætta. Vissi hann uppá hár afhverju og hverjir stóðu fyrir því að ég gæti ekki höndlað það að vera í skólanum lengur og var ljóst að málmsmíði/rafmagnsfræði/vélfræði kennararnir mínir hafi talað um það sem þeir urðu vitni að á kennarastofuni en einfaldlega sleppt því að gera eitthvað í því.
Í Mars 2011 kveð ég s.s. skólann og held heim á leið. Á leiðinni heim(Bjó í Þorlákshöfn á meðan skólanum stóð) frá Þorlákshöfn með allt draslið mitt spyr faðir minn mig hví ég hafi hætt og segi ég honum, aldrei þessu vannt, frá eineltinu. Hann segist muna eftir því hvernig þetta var frá því hann var í skóla og kallar mig aumingja fyrir að geta ekki svarað fyrir mig og höndlað þetta eins og maður. Að heyra hann kalla mig aumingja hefur setið í mér og byggst hefur upp hálfgert hatur á föður minn síðan.
Er til eitthvað orð á Íslensku sambærilegt loath? Well, I loath my father.
Tekur þarna við þunglyndi og mikil tölvuleikjaspilun þangað til ég fæ bílprófið í Apríl.
Þá fyrst kemur smá glæta í líf mitt en þegar einn af félögum mínum deyr í bílslysi stuttu seinna, 15 Apríl 2011, og hundurinn minn deyr þá sömu helgi, 17 Apríl 2011, þá verður lífið sót svart aftur. Ég tek minn fyrsta bíltúr í Landeyjarnar frá Grímsnesinu(ca. 80km) solo, fyrsta Maí no less, þannig að það var fullt af traffík. Ég læt mig hafa það enda missti ég af jarðaförinni og ætlaði sko aldeilis að heimsækja hann í eitt síðasta skiptið.
Að missa vin svona ungann, jafnaldri minn, tók mikið á og ekki gerði hunda tapið það eitthvað skárra. Við(Óli hét hann), vorum langt frá því að vera bestu vinir, stundum vorum við verstu óvinir, en þetta tók samt alveg rosalega á og vona ég að þið hinir eigið aldrei eftir að upplifa þetta, ef þið hafið upplifað þetta hinsvegar, þá segi ég bara að ég finni til með ykkur.
Raddirnar mínar voru bestu vinir mínir í gegnum þetta allt hinsvegar. Þær skildu mig, voru búnar að sannfæra mig t.d. um að drepa mig og taka þessa bullya með mér. Ég hélt alltaf að þetta væri bara ég að hugsa þetta en komst ekki að því fyrr en ég var orðinn tvítugur að svo var ekki.
Haustið 2011 ákvað ég að fá mér vinnu við Slátufélag Suðurlands. "Farðu að vinna í SS marr, það er svo gott kaup þar marr....." síðast þegar ég tjékkaði hinsvegar voru lágmarkslaun allt annað en gott kaup en hvað um það. Var SS bara eins og skólinn, klíku skapur, einelti og þekkti ég bara handfylli af fólki.
Þar kynnist ég hinsvegar dreng sem er afkvæmi skólasystkyna foreldra minna, var hann aðeins eldri en ég, sex árum til þess að vera nákvæmur og byrja ég að hanga mikið með honum. Byrjar það allt með því að hann þarf far heim til sín en endar á því að ég er go-to gæjinn sem hann hringir í ef hann er fullur einhverstaðar og vantar far. Hann hafði verið tekinn fullur einhvern tímann stuttu fyrir þetta þannig að hann var próflaus og þurfti ég að keyra hann hvert sem hann vildi. Ég hefði svo sem getað sagt nei, en ég fýlaði athyglina, félagsskapinn bara full mikið til þess að gera það. Fékk ég oft á tilfinninguna að hann væri að nota mig fyrir ökuskírteinið mitt enda borgaði hann einu sinni, 2000kall, í bensín þrátt fyrir að ég hafi eytt svona 200þ kalli af bensíni í hann. Kynnist ég fullt af vinum hans, jafnöldrum hans, sem eru víst mis gáfaðir en þetta var einmitt á þeim tíma sem klámfíknin var sem verst og fannst mér skárra að vera notaður í staðin fyrir að liggja heima og fróa mér.
Ætli þessi strákur hafi ekki meinað allt vel og viljað vera vinur minn en það hefur einhvernveginn alltaf fylgt mér í gegnum tíðina þessar ranghugmyndir og ofsóknarbrjálæði sem ég hélt að væru bara venjulegar tilfinningar, ég hélt að það væri bara normið að treysta engum en ég veit nú að það var/er eitthvað mikið að mér.
Svo kemur að því að kærastan hans fer einhvert í burtu heila helgi og ákveður hann að halda partý. Mér er auðvitað boðið og fer hann í ríkið fyrir mig og kaupir kippu af bjór, einn ananas breezer og einn 500ml pela af Cpt. Morgan fyrir mig. Byrja ég kvöldið sem driver en endum við heima hjá honum þar sem allir úr vinnuni koma saman og drekkum við langt fram eftir kvöldi. Finnst mér áfengi algjör viðbjóður svo ég skurka bara öllu draslinu í mig og eftir að hafa ælt soldið og spoonað klósettið hans í svona hálftíma, rúlla ég út og er nær áfengisdauða en lífi á veröndini hjá honum. Er mér smalað uppí leigubíl af bróður mínum og vinum hans og drepst ég uppí rúmi hjá æskuvini, þar sem mér var hent út úr leigubílnum.
Eftir þetta varð ég mikið þunglyndur, hætti að geta mætt í vinnuna og dett bara í enn meiri klám og tölvuleikja fíkn. Þessi strákur kenndi mér að reykja sígarettur fyrir alvöru og stunda ég það það sem eftir er af búsetu minni á Selfossi.
Það muna kannski einhverjir eftir því þegar ég setti inn póst hérna varðandi sykursýki. Það var akkúrat á þessum tíma, þegar raddirnar voru búnar að sannfæra mig um að ég væri með sykursýki og var ég svo logandi hræddur um að lífið væri búið að ég hringi hágrátandi í móður mína, vælandi yfir þessari hræðslu minni. Fer ég daginn eftir í næsta apótek og fæ blóðsykurspróf og kemur útúr því hár blóðsykur en samt sem áður ekki of hár.
Flyt ég svo heim stuttu síðar, og líður mér það illa að ég bið mömmu um að hafa samband við sálfræðing sem gæti hjálpað mér. Ég er þarna loksins, loksins, tilbúinn til þess að tala við einhvern um mig og mín vandamál. Fer ég til heimilislæknis sem þekkir til Tómasar Zoega, geðlæknis, og fæ ég tíma hjá honum mánuði síðar. Fæ ég bróður minn til þess að keyra mig í bæinn á tveggja til þriggja vikna fresti í tíma hjá Tómasi þar sem ég þorði ekki og kunni ekki að keyra í Reykjavík.
Þetta sumar fékk ég bestu vinnu sem ég hef nokkurn tímann unnið við. Það er vinna á gámasvæðum, að segja fólki hvert það á að henda ruslinu sínu. Fékk ég borgað bæði á tímann og fyrir hvern kílómeter enda var mikill akstur innifalinn.
Líður mér mjög vel í þessari vinnu, sérstaklega þar sem ég þurfti ekki oft að hitta samstarfsmenn mína. En þegar sumrinu var lokið ákvað ég að fara aftur í skólann.
Byrja ég í skólanum, allt gengur vel og mæti reglulega til Tómasar geðlæknis.
Hinsvegar gerist eitthvað inní mér, ego boostið sem ég fékk við það að vera sort of minn eigin yfirmaður um sumarið hvarf og ég fékk gamla góða félagskvíðann 1000 fallt í bakið. Hætti ég einfaldlega að mæta í tíma og þegar liðinn er mánuður af því að hanga á svæðinu sem allir mínir vinir og félagar hengu á í skólanum er hringt í mig af umsjónakennara og ég boðinn á fund. Ég rúlla á fundinn og er ég skammaður í húð og kyn fyrir að hafa ekki mætt í skólann í heilann mánuð, þrátt fyrir að hafa mætt í skólann mætti ég bara ekki í tíma samt sem áður, ekki að það skipti einhverju máli HVAR ég skrópa, bara það að ég hafi skrópað.
Fer ég á fund með nýja skólastjóranum og ræðum við þetta um stund. Segir hún mér að hægt sé að laga þetta, yrði ég bara á síðasta séns það sem eftir væri af önninni en sagði ég henni að ég gæti ekki, sama hversu mikið ég reyndi, mætt í tíma.
Svo ég ákveð það í sameiningu við skólastjórann að hætta einfaldlega í skólanum.
Fer ég heim og segi mömmu frá þessu öllu, að ég hafi ekki mætt í tíma í mánuð þrátt fyrir að hafa alltaf mætt í skólann. Hún tekur mér eins og ég er, hef ég ekki hugmynd hvað föður mínum fannst og er mér í rauninni alveg skít sama um hann og skoðanir hans.
Dett ég inní létta neyslu, ekkert alvarlegt, ekkert sem fór úr böndunum. Notaði ég bara kannabis eins og mér finnst að fólk eigi að nota áfengi, 1-2x í mánuði. Fæ ég vinnuna mína aftur um sumarið nema í þetta skiptið var það bara helgarvinna. Eftir sumarið er ég svo bara atvinnulaus, eftir áramót hinsvegar fæ ég atvinnuleysisbætur en endast þær ekki lengi og eru þær teknar af mér þegar ég neita vinnu sem bauðst einfaldlega vegna þess að ég var kominn með vinnu og var bókstaflega 5 mínútum frá því að hringja í Vinnumálastofnun með þær upplýsingar þegar mér býðst hin vinnan. Eru bæturnar hrifsaðar af mér, fæ ég bara leiðindi frá vinnumálastofnun og sagt að næst þegar ég þarf á bótunum að halda þurfi ég að bíða í tvo mánuði eftir að ég sæki um þær til þess að fá þær. Allavegana, þessi nýja vinna var í gróðurhúsi hjá vinafólki mömmu og pabba, pabbi m.a. þekkti þennan gæja í gegnum vinnuna sína og þekkti ég til flestra starfsmannanna. Ég hinsvegar, höndla varla þessa vinnu vegna félagskvíða þannig að ég fer til Tómasar Zoega, geðlæknis, og skrifar hann út kvíðastillandi lyfið Tafil Retard(Xanax). Eftir smá gúgl heima, seinna um daginn, komst ég að því að þetta er eitt af algengasta læknadópinu og basically drug addict's wettest dream. Plús það að vera bara stór hættulegt, fólk getur bókstaflega dáið af fráhvarfi frá þessu lyfi.
Allavegana, ég byrja að skófla þessu í mig á morgnanna, hvort það hafi verið 2mg eða 5mg man ég ekki en ég finn strax mikla breytingu. Líður mér eins og ég sé í draumi, byrja ég að fá miklar og stekrar, bæði, ranghugmyndir og ofskynjanir. Líf mitt verður það grátt að ég get ekki stundað það lengur, fæ mömmu fyrst til þess að hringja mig inn veikann nokkrum sinnum í röð í nýju vinnuna en á endanum hætti ég bara.
Ég heyri raddir sem segja mér að skaða mig sjálfann og drepa. Ég hlýði þessum röddum náttúrulega og byrja að skera mig allann upp á vinstri löppinni(Hví löppinni í staðin fyrir handleggina eins og fólk gerir flest? I figured að ef ég myndi lifa í gegnum þetta þá myndu örin ekki sjást og þar af leiðandi ekki draga jafn mikla athygli að mér á löppinni og á hendinni. Smort Roight?)
Mér er byrjað að líða það illa að ég skrifa sjálfsmorðsbréfið mitt en þegar ég er alveg að fara að skera á allar slagæðar þá spyr móðir mín mig hvort ég vilji ekki bara kíkja uppá Hringbraut, geðdeildina þar, og þygg ég það boð því ég geri mér grein fyrir því að það er eitthvað mikið að mér. Förum við uppá deild, sem er náttúrulega alla leið í bæinn, og fáum viðtal við lækni. Ég minntist kannski á þetta allt í hinum póstinum, en læknirinn sem var á vakt þar vill ekki taka mig af Xanaxinu nema í samráði við Tómas Zoega.
Er mér boðið að gista nokkrar nætur/verða eftir á deildinni en fordómar mínir gagnvart fólki sem líður illa komu í veg fyrir að ég þáði það boð. Förum við heim, pöntum tíma hjá Tómasi og fáum við tíma nokkrum dögum síðar.
Ráðleggur Tómas mér að hætta bara að taka þetta lyf, þetta var svo lítill skammtur að ég þyrfti ekki að hafa áhyggjur af fráhvarfseinkennum. Og viti menn, allt lagast. Ég fer úr geðrofinu nánast daginn eftir að ég hætti að taka lyfið en við tekur hinsvegar að ég missi tenglsin við raunveruleikann 1-2 í viku í eitt og hálft ár eftir það.
Var ég settur á Risperdal eitthvað áður en þetta allt gerðist vegna þess að ég fékk svo mikið ofsóknarbrjálæði í daglegu lífi en virkar það bara engann veginn á þetta geðrof sem ég varð fyrir svona 4-8 sinnum í mánuði.
Ofsóknarbrjálæði. Elska þetta orð. Lætur það hljóma eins og þetta ofsóknaræði sé einhver sturlun, að maður verði alveg brjálaður. En svo er víst ekki, verð ég allavegana hlédrægari en vanalega, þrátt fyrir að vera mjög hlédrægur einstaklingur, og held mig bara útaf fyrir mig.
Síðan þetta með Xanaxið gerðist allt hef ég spurt allavegana 4 sérfræðinga, 3 geðlækna og einn sálfræðing, búast má við því að sálfræðingurinn viti ekki jack shit um þetta enda bara búinn með venjulegt háskólanám, ekki læknisfræði eins og geðlæknarnir, en öll eru þau sammála því að það sé ekki til að Xanax(Rafil Retard) valdi geðrofi. Það er til að fráhvarfseinkenni geti ollið geðrofseinkennum en ekki að áhrifin af pilluni sjálfri geti orsakað það. Einn geðlæknirinn sagði að það væri mögulegt að ég fari einfaldlega í geðrof af róandi lyfjum s.s. Xanax og Kannabis, enda ekki prufað annað. Það sé eitthvað með líkama minn sem veldur þessu. Að ég sé einstakur.
Sálfræðingurinn vill meina að það hafi bara verið tilviljun að ég hafi farið í geðrof á sama tíma og ég tók lyfið, geðrofið hafi bara orsakast af miklum kvíða, streitu og álagi. En ég vil meina að þetta helvítis lyf hafi fokkað mér svona upp. En eins og ég sagði þá er það ekki til, hef ég allavegana ekki fundið snefil af því á internetinu og eru sérfræðingarnir sammála um það að þetta lyf valdi ekki beint geðrofi.
Ég er svekktur, því mér skilst að víman/áhrifin af Xanax eigi að vera alveg himnesk og hitti ég einu sinni gæja sem vildi meina að að taka eina Xanax og fá sér svo línu af spítti sé draumurinn. Er planið reyndar að koma aldrei nálægt þeim viðbjóði en ég dæmi ekki.
Bara til að hafa það á hreinu svona í endann er ég ekki að reyna að veiða up-vote með þessum skrifum mínum, einungis að segja mína sögu og gera smá svona awareness um geðsjúkdóma, einelti og þh. Þetta gæti allt saman hljóðað þannig en ég hvet ykkur til þess að nota up-vote'in á einhvern sem hefur eitthvað málefnalegt/merkilegt/skynsamlegt eða tölvutengt að segja, eins og Hakkarin.
Takk fyrir mig og ég bæti mögulega við þennan þráð seinna.