Síða 1 af 1
Læknisskoðun fyrir vegabréfsáritun.
Sent: Mán 24. Ágú 2015 13:15
af Kruder
Ég þarf að fara í einhverja læknisskoðun til að fá vegabréfsáritun til Bandaríkjanna.
Mér var tjáð af læknaritaranum að þeir myndu taka blóðprufu, eitthvað sem hræðir mig gríðarlega því að ég er með fóbíu fyrir nálum.
Til hvers eru þeir að taka blóðprufu? Einnig sagði hún að ég þyrfti að fara í lungnaröntgen. Ég skil þetta hreinlega ekki...
Re: Læknisskoðun fyrir vegabréfsáritun.
Sent: Mán 24. Ágú 2015 13:25
af capteinninn
Lungnaröntgen og blóðprufa?
Ég þurfti að fá vegabréfsáritun þegar ég millilenti í Atlanta á leiðinni annað og ég þurfti ekkert af þessu.
Ég var reyndar bara að fá ESTA sem er svona ferðamannavisa en kannski er eitthvað öðruvísi ef maður þarf meira en það.
Ef þú ætlar að vera minna en 90 daga þarftu bara ESTA
Re: Læknisskoðun fyrir vegabréfsáritun.
Sent: Mán 24. Ágú 2015 13:30
af Kruder
Ég þarf að ganga í gegnum allt þetta process af því að ég er með gamlar syndir á sakavottorðinu.
Re: Læknisskoðun fyrir vegabréfsáritun.
Sent: Mán 24. Ágú 2015 13:41
af capteinninn
Kruder skrifaði:Ég þarf að ganga í gegnum allt þetta process af því að ég er með gamlar syndir á sakavottorðinu.
Já okei þá skil ég þetta reyndar mun betur, blóðprufan er líklega til að athuga hvort þú hefur neytt einhverra eiturlyfja og einnig væri það týpískt að BNA vilja fá einhverskonar meiri biometrics heldur en fingrafar og retina.
Veit nú ekki alveg hvaða tilgang lungnaröntgen hefur samt.
Ég er líka ekki mjög hrifinn af nálum en ég þurfti að fara í þónokkrar þegar ég fór til Suður Ameríku um árið, komst að því að besta trickið er að loka augum, anda djúpt og einbeita sér að einhverju öðru. Um leið og maður er ekki að hugsa um nálina þá finnur maður eiginlega ekki fyrir þessu.
Re: Læknisskoðun fyrir vegabréfsáritun.
Sent: Mán 24. Ágú 2015 14:38
af Tbot
Flest ríki hafa einhverja fyrirvara ef sakaskrá er ekki hrein.
Allt frá því að vilja meiri upplýsingar yfir í hreina neitun.
Lungnamyndatakan gæti verið vegna berkla sem eru vandamál víða um heiminn. Trúlega staðlað ferli vegna áritunar.
Re: Læknisskoðun fyrir vegabréfsáritun.
Sent: Mán 24. Ágú 2015 14:49
af playman
Ég þurfti nú ekki að gera neitt af þessu sem þú nefnir þegar að ég fór út til Californiu í hitt í fyrra, og samt er ég/var á sakarskrá.
Fór bara til heimilis læknis til þess að fá vottorð vegna lyfja sem ég er á, svo var bara þessi venjulega myndataka og fingrafaraskönnun þegar að
ég sótti um, og svo auðvitað ESTA.
En að þurfa að fara í lungnamyndatöku kemur mér rosalega á óvart.
Re: Læknisskoðun fyrir vegabréfsáritun.
Sent: Mán 24. Ágú 2015 15:15
af steinarorri
Lungnamyndatakan er vegna berkla.
Fyrir immigrant visa í BNA er beðið um blóðprufu til að prófa fyrir syphilis (sárasótt).