Flug til Cape Town

Allt utan efnis

Höfundur
Garri
1+1=10
Póstar: 1109
Skráði sig: Lau 31. Okt 2009 21:34
Reputation: 3
Staðsetning: Akureyri
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Flug til Cape Town

Pósturaf Garri » Þri 07. Júl 2015 17:50

Sælir

Veit að þið vitið allt og mig vantar smá ráðgjöf. Málið er að dóttir mín sem er gullfalleg stúlka að verða tvítug er að fara í hjálparstarf í Suður Afríku, nánar til Cape Town. Skilst að hún verði að vinna á leikskóla. Þarf að vera komin þangað út 03.ágúst og fer til baka 31.águst

Er búinn að vera skoða allskonar dot kom síður en finnst ég hálf lost í þessu.. er einhver sem þekkir einhvern eða hefur farið sjálfur svona langar leiðir upp á góðar leitar- og bókunarvélar osfv.

Kannski sniðugt að koma sér í samband við einhvern sem þekkir þetta eins og hjá einhverri almennilegri ferðaskrifstofu?



Skjámynd

Revenant
</Snillingur>
Póstar: 1034
Skráði sig: Fim 24. Jún 2004 12:36
Reputation: 132
Staða: Ótengdur

Re: Flug til Cape Town

Pósturaf Revenant » Þri 07. Júl 2015 19:34

Þú getur líka hringt í fjarsöluna/þjónustuverið hjá Icelandair. Þeir geta bókað miða alla leið til Höfðaborga þá í gegnum flugfélag sem er með codeshare við þá. Þá ertu bara með "einn" miða og þarft ekki að pæla í að bóka á tveimur eða fleirri síðum.




Chokotoff
Fiktari
Póstar: 51
Skráði sig: Sun 01. Mar 2015 02:40
Reputation: 11
Staða: Ótengdur

Re: Flug til Cape Town

Pósturaf Chokotoff » Þri 07. Júl 2015 19:36

Búinn að skoða dohop?

http://www.dohop.is/flug/?d1=030815&d2= ... T&return=1

Eflaust hægt að púsla svona flugum saman á óteljandi máta þannig að sennilega væri ekkert vitlaust að leita ráða hjá ferðaskrifstofum eða flugfélögunum jafnvel


DFTBA

Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7583
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1192
Staða: Ótengdur

Re: Flug til Cape Town

Pósturaf rapport » Þri 07. Júl 2015 20:15

Ætti hjálparstofnunin ekki að vera með þetta ready og geta aðstoðað hana og hugsanlega púllað einhvern afslátt?

Fyrir hvaða hjálparstofnun er hún annars að fara vinna?




Höfundur
Garri
1+1=10
Póstar: 1109
Skráði sig: Lau 31. Okt 2009 21:34
Reputation: 3
Staðsetning: Akureyri
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Flug til Cape Town

Pósturaf Garri » Þri 07. Júl 2015 23:25

Takk fyrir þetta.. búinn að vera að skoða cheapfligh og dohop en mun hafa samband við ferðaskrifstofur á morgun. Dóttir mín sendi Kileroy beiðni um tilboð nú fyrr í kvöld, væntanlega fáum við svar á morgun. Sýnist í fljótu að þetta sé um 200-250k báðar leiðir.

Þetta er ekki á vegum kirkjunnar eða á vegum Rauða Krossins, skv. henni þá þurfa einstaklingar hafa farið í námskeið eða hafa einhverja kunnáttu sem hún hefur takmarkað af, enda nýbúin með stúdentinn. Hún kaupir þetta í gegnum Nínukot.



Skjámynd

L4Volp3
Græningi
Póstar: 31
Skráði sig: Fim 31. Okt 2013 19:56
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Flug til Cape Town

Pósturaf L4Volp3 » Mið 08. Júl 2015 21:39

Ég er sjálfur að fara til Cape Town en ekki fyrr en í enda Október. Ég bókaði mitt flug í tvennu lagi. Með Icelandair frá Íslandi til Amsterdam og svo með Emirates þaðan til Cape Town með einu stoppi í Dubai. Og svo sömu leið tilbaka. Þetta kostaði mig sirka 150 þús. En þar sem þú ert að bóka með mun minni fyrirvara verður það örugglega dýrara.


Intel I5 6600K | Asus Z170 RoG Ranger | Galax GTX 980Ti HoF Edition | 2x8GB Corsair 2400Mhz DDR4 | Corsair H100 V2 | NZXT H440 white | Samsung 34" 21:9 3440 x 1440p UW | Corsair K70 RGB MX Brown | Logitech G502 Proteus Core | Harman Kardon SoundSticks III


bigggan
spjallið.is
Póstar: 457
Skráði sig: Fim 05. Maí 2011 17:43
Reputation: 34
Staða: Ótengdur

Re: Flug til Cape Town

Pósturaf bigggan » Mið 08. Júl 2015 22:29

Emirates og qatar eru oftast ódyrast en dubai er sma utur beinustu leiðini. Getur lika skoðað google flights eftir möguleikar, en þau eru oft dyrara.
Eg hef notað www.reiseguiden.no oft og mælir með han. Ekki leita frá íslandi beint, heldur fra borgir úti evropu annars verður svo dyrt.




Höfundur
Garri
1+1=10
Póstar: 1109
Skráði sig: Lau 31. Okt 2009 21:34
Reputation: 3
Staðsetning: Akureyri
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Flug til Cape Town

Pósturaf Garri » Mið 08. Júl 2015 23:33

Takk fyrir þetta.. hún er búin að fá tilboð frá Kileroy upp á sirka 180-190k, sýnist það vera bara nokkuð góður díll. Flogið til Köben, þaðan til Dubæ og þaðan beint til Höfðaborgar.. reyndar um sólarhrings ferðalag, en ekkert sem skiptir máli fyrir tvítuga stelpu.



Skjámynd

Tiger
Besserwisser
Póstar: 3849
Skráði sig: Sun 16. Mar 2003 13:22
Reputation: 265
Staða: Ótengdur

Re: Flug til Cape Town

Pósturaf Tiger » Fim 09. Júl 2015 09:41

Þetta verður frábært ævintýri, frábært framtak hjá ungri stúlku !