Síða 1 af 2
Fyrir Hakkaran
Sent: Mán 22. Jún 2015 12:22
af rapport
Jæja gott fólk, hvernig hittuð þið makann?
Re: Fyrir Hakkaran
Sent: Mán 22. Jún 2015 12:26
af Moldvarpan
hahhahaha
En ætti að heita, "Fyrir Hakkarin"
Re: Fyrir Hakkaran
Sent: Mán 22. Jún 2015 13:27
af capteinninn
Geturðu ekki hent líka inn annarri þar sem er spurt um uppáhalds áfengistegundina ?
Re: Fyrir Hakkaran
Sent: Mán 22. Jún 2015 16:54
af flottur
Það vantar val möguleikan : á fyrrverandi vinnustaðnum. Vorum bæði ða vinna á sama vinnstaðnum og erum hætt þar bæði núna.
Re: Fyrir Hakkaran
Sent: Mán 22. Jún 2015 17:23
af brain
flottur skrifaði:Það vantar val möguleikan : á fyrrverandi vinnustaðnum. Vorum bæði ða vinna á sama vinnstaðnum og erum hætt þar bæði núna.
Sammála ! Það eru nefninlega býsna margir sem hittast þannig.
Re: Fyrir Hakkaran
Sent: Mán 22. Jún 2015 17:33
af J1nX
vantar líka "ég keypti hana frá Rússlandi/Asíu"
hohohoho
Re: Fyrir Hakkaran
Sent: Mán 22. Jún 2015 18:16
af GuðjónR
Kynntist minni á IRC laugardagskvöldið 15. nóvember 1997, klukkan 22:20. Höfum verið saman síðan.
Hversu svalt er það?
Re: Fyrir Hakkaran
Sent: Mán 22. Jún 2015 18:25
af slapi
IRC hér líka, hversu góður staður var það fyrir félagsfælna nörda að tala við stelpur....?
Re: Fyrir Hakkaran
Sent: Mán 22. Jún 2015 19:42
af rapport
"Á fyrrverandi vinnustað" = "Á Vinnustaðnum" = "Unnum saman"
Ég fékk mína í 10-11 á því herrans ári 2000 og hakaði við "Á vinnustaðnum"...
Re: Fyrir Hakkaran
Sent: Mán 22. Jún 2015 19:49
af rapport
p.s. vil viljum fá að heyra sögur þeirra sem merktu við seinustu þrjá - fjóra möguleikana...
Re: Fyrir Hakkaran
Sent: Mán 22. Jún 2015 19:58
af HalistaX
Ég hitti mína nú bara í móðurkviði, já hún Lóa er alltaf góð.
Re: Fyrir Hakkaran
Sent: Mán 22. Jún 2015 20:49
af rapport
Þetta eru líklega bullshit tölur.
Það getur ekki verið að tölvunerðir gangi svon auðveldlega út... 65 búnir að kjósa af 11.974 notendum hér á vaktinni... sure!!!
Re: Fyrir Hakkaran
Sent: Mán 22. Jún 2015 21:03
af Daz
Það vantar 2 valmöguleika.
* Ég er makalaus einstaklingur.
* Ég er tröll.
Re: Fyrir Hakkaran
Sent: Mán 22. Jún 2015 21:08
af GuðjónR
Daz skrifaði:Það vantar 2 valmöguleika.
* Ég er makalaus einstaklingur.
* Ég er tröll.
Þú getur verið makalaust tröll.
Re: Fyrir Hakkaran
Sent: Mán 22. Jún 2015 21:29
af Daz
Miðað við þær lýsingar sem eru í "Ástarsaga úr fjöllunum" myndi mig ekkert langa að maka mig með trölli eða tröllum.
Re: Fyrir Hakkaran
Sent: Mán 22. Jún 2015 23:00
af linenoise
rapport skrifaði:p.s. vil viljum fá að heyra sögur þeirra sem merktu við seinustu þrjá - fjóra möguleikana...
Ég hakaði við 'annað hversdaglegt'. Við kynntumst í gegnum félagsstarf.
Re: Fyrir Hakkaran
Sent: Þri 23. Jún 2015 00:28
af Sidious
Ég geri mér grein fyrir því hvar ég er. En er í alvöruinni svona margir að kynnast makanum í gegnum netið. Maður á að svara þannig að maður hakar við það sem á við fyrstu kynni? Ég spjallaði alveg svosem mikið við hana fyrstu dagana gegnum msn eftir að við hittumst fyrst, á dansgólfinu
Re: Fyrir Hakkaran
Sent: Þri 23. Jún 2015 01:05
af hakkarin
Af hverju er þessum þráði beint í áttina að mér? Ég á engan maka...
Re: Fyrir Hakkaran
Sent: Þri 23. Jún 2015 11:02
af rapport
hakkarin skrifaði:Af hverju er þessum þráði beint í áttina að mér? Ég á engan maka...
Þú varst að pæla í að breyta því skv. fyrri þræði.
Hugmyndin var nú bara að tékka á hvernig aðrir hérna hefðu farið að því.
Þetta átti ekki að vera neitt skot, bara svo það sé á hreinu.
Re: Fyrir Hakkaran
Sent: Þri 23. Jún 2015 11:55
af Vaski
Vantar ekki svarmöguleikan "Í skólanum"? Eða er "á vinnustaðnum" = í skólanum? (átti mig á því að þetta svo sem ekkert mjög alvarlega, en hefði haldið að mörg pör verið til í skól (mennta eða háskóla))
Re: Fyrir Hakkaran
Sent: Þri 23. Jún 2015 12:21
af lifeformes
Af hverju er gengið úr frá því að "hvernig náðir þú í maka" mín kona nâði í mig
Re: Fyrir Hakkaran
Sent: Þri 23. Jún 2015 12:25
af playman
GuðjónR skrifaði:Kynntist minni á IRC laugardagskvöldið 15. nóvember 1997, klukkan 22:20. Höfum verið saman síðan.
Hversu svalt er það?
Hvernin manstu þetta, eða ertu kanski ennþá með loggana?
oh you stalker
Re: Fyrir Hakkaran
Sent: Þri 23. Jún 2015 12:44
af peturthorra
Vantar "kynntust í námi/skóla"
Re: Fyrir Hakkaran
Sent: Þri 23. Jún 2015 14:10
af BugsyB
ég kynnist minni í meðferð
Re: Fyrir Hakkaran
Sent: Þri 23. Jún 2015 14:49
af rapport
Nei!!
Fokk!!
Bætti við "Í skólanum" og öll svörin duttu út...