Síða 1 af 1
Koffín drykkir fyrir utan gos og kaffi, vantar aðstoð!
Sent: Þri 02. Jún 2015 20:15
af Moldvarpan
Kvöldið vaktarar.
Ég er mikill koffín fíkill, hef teigað cola í mörg ár. En kolsýran í gosi er byrjað að fara illa í mig, á erfitt með að losa loftið.
Mér þykir kaffi ágætt, en maginn á mér höndlar það ekki vel.
Svo mig vantar smá aðstoð, hvaða koffín drykkir standa til boða? Tilbúnir eða í duftformi.
Ég hef verið að prófa Amino duft drykkinn, og líkar ágætlega við hann.
EN, ég væri til í að heyra frá ykkur, hvaða koffín drykki þið mælið með? Þá líka undirtegundir, s.s. hvaða bragð ykkur þykir best og þess háttar.
Re: Koffín drykkir fyrir utan gos og kaffi, vantar aðstoð!
Sent: Þri 02. Jún 2015 20:18
af svanur08
Te?
Re: Koffín drykkir fyrir utan gos og kaffi, vantar aðstoð!
Sent: Þri 02. Jún 2015 20:32
af brynjarbergs
Ég sötra öðru hverju Nutramino Ice Tea og finnst mjög gott!
edit..
link:
http://www.nutramino.is/index.php?route ... duct_id=25
Re: Koffín drykkir fyrir utan gos og kaffi, vantar aðstoð!
Sent: Þri 02. Jún 2015 21:06
af Moldvarpan
Te gengur ekki.
Er að meina kalda/volga drykki sem ég gæti verið með á brúsa t.d.
Er núna að starfa sem bílstjóri og er alltaf á ferðinni, öllum tímum sólarhringsins.
Amino t.d. cranberry finnst mér virka ágætlega sem koffín drykkur, en ég er svo lítið inní þessu, kannski er eh betra til
Re: Koffín drykkir fyrir utan gos og kaffi, vantar aðstoð!
Sent: Þri 02. Jún 2015 21:19
af kunglao
Ef þú drekkur kaffi með mjólk þá erþað ekki gott í magann á neinum. Prufaðu svart. einnig er hægt að fá kffín úr te drykkjum sem hægt er að drekka heitt og kalt
Re: Koffín drykkir fyrir utan gos og kaffi, vantar aðstoð!
Sent: Þri 02. Jún 2015 22:12
af littli-Jake
Flestir orkudrykkir sem ætlaðir eru sem slíkir innihalda dass af sykri eða sírum sem að hafa auðvitað slæm áhrif á tennurnar. Amino Energy er í rauninni mjög fínn orkudrykkur til að sötra á yfir daginn. Það er svo alfarið þitt mál hvað þú setur margar skeiðar í brúsann hjá þér. Hjálpar líka til að þetta kemur í fullt af bragðtegundum.
Ég hef verið að vinna sem dyravörður og föstudagsvaktir þegar maður er búinn að vera allan daginn í dagvinnuni fyrir eru erviðar þegar maður fær ekkert koffín. En mér finst mikið betra að drekka 1 brúsa af Amino yfir vaktina frekar en að taka 2x Burn.
Re: Koffín drykkir fyrir utan gos og kaffi, vantar aðstoð!
Sent: Þri 02. Jún 2015 22:55
af Moldvarpan
Ég er soddan svelgur, eða þ.e.a.s. að ég drekk alveg 2lítra plús yfir daginn.
Þannig ef þetta myndi vera hollara, líkt og Amino, þá er það líka stór plús. Þarf ekki að vera sykurbomba, aðallega koffínbomba.
Hugsa að ég myndi fara létt með 3-4 brúsa af Amino yfir sólahringinn þegar miiiikið er að gera og vinnandi jafnvel í 20tíma í einu.
Svo koma líka rólegir dagar inn á milli.
Re: Koffín drykkir fyrir utan gos og kaffi, vantar aðstoð!
Sent: Þri 02. Jún 2015 23:07
af rapport
Svo má líka reyna venja sig af þessu, trappa sig niður ef maður mögulega getur.
Re: Koffín drykkir fyrir utan gos og kaffi, vantar aðstoð!
Sent: Þri 02. Jún 2015 23:24
af Olli
rapport skrifaði:Svo má líka reyna venja sig af þessu, trappa sig niður ef maður mögulega getur.
x2 gríðarlega óhollt í þessum mæli
Re: Koffín drykkir fyrir utan gos og kaffi, vantar aðstoð!
Sent: Mið 03. Jún 2015 07:33
af Dagur
Þú getur líka prófað að hrista mesta gosið úr gosdrykkjunum.
Re: Koffín drykkir fyrir utan gos og kaffi, vantar aðstoð!
Sent: Mið 03. Jún 2015 07:52
af Leviathan
Mæli með koffínhylkjum, fást á protin.is t.d. og kosta ekki mikið.
200mg hylki er eins og 4 skeiðar af amino og kostar töluvert minna. Ég var farinn að taka með mér 5-6 skeiðar af amino í brúsa á morgnanna og jafnvel annað eins fyrir æfingar. Finnst það allt of dýrt.
Re: Koffín drykkir fyrir utan gos og kaffi, vantar aðstoð!
Sent: Mið 03. Jún 2015 08:33
af Moldvarpan
Já... það kostar soldið að setja svona mikið amino á brúsann, en samt ódýrara en ein kók á sjoppum landsins sem dæmi.
Ég er alveg eins og fiskur uppúr vatni, geturu linkað þessi hylki af síðunni þeirra? Ég renndi í gegnum alla síðuna og fann bara green coffee beans dótið.
Re: Koffín drykkir fyrir utan gos og kaffi, vantar aðstoð!
Sent: Mið 03. Jún 2015 09:14
af AntiTrust
Leviathan skrifaði:Mæli með koffínhylkjum, fást á protin.is t.d. og kosta ekki mikið.
200mg hylki er eins og 4 skeiðar af amino og kostar töluvert minna. Ég var farinn að taka með mér 5-6 skeiðar af amino í brúsa á morgnanna og jafnvel annað eins fyrir æfingar. Finnst það allt of dýrt.
Sammála. Held reyndar að protin.is séu ekki lengur með þessar 200mg koffíntöflur sem þeir voru með en Vaxtarvörur eru komnar með jafn sterkar og gott ef ekki á betra verði :
http://vaxtarvorur.is/netverslun/index. ... &id_lang=7
Re: Koffín drykkir fyrir utan gos og kaffi, vantar aðstoð!
Sent: Mið 03. Jún 2015 13:36
af stefhauk
tvöfaldur espresso er bara málið og mjólkin skemmir kaffið og koffínið í drykknum.
Re: Koffín drykkir fyrir utan gos og kaffi, vantar aðstoð!
Sent: Mið 03. Jún 2015 14:04
af Moldvarpan
Já það er málið mögulega fyrir þig, en mér verður mjög flökurt af því. Hef ælt útaf kaffi.
Ég ætla sjá hvað dollan af amino dugar mér, en svo ætla ég að prófa þessi koffín hylki, lýst vel á þau.
Re: Koffín drykkir fyrir utan gos og kaffi, vantar aðstoð!
Sent: Mið 03. Jún 2015 14:04
af urban
Hvernig akstur vinnuru við ?
Re: Koffín drykkir fyrir utan gos og kaffi, vantar aðstoð!
Sent: Mið 03. Jún 2015 14:13
af Moldvarpan
Ég neita að tjá mig um það, ætla ekki að koma mér eða öðrum í "vandræði".
Það er vissulega verið að teygja aðeins hvíldartíma reglurnar, en sumir dagar eru ferlega langir. (þó dauður tími á milli til að ná kríum)
Ég passa mig þó vel að valda ekki hættu í umferðinni útaf svefnleysi.
Re: Koffín drykkir fyrir utan gos og kaffi, vantar aðstoð!
Sent: Mið 03. Jún 2015 14:34
af urban
æji það var nú ekki pælingin með þessa spurningu
meira bara forvitni hjá mér
Það er, gámaakstur, rúta, trailer, malarvagn eða svoleiðis
Re: Koffín drykkir fyrir utan gos og kaffi, vantar aðstoð!
Sent: Lau 20. Jún 2015 22:26
af intenz
Ég var líka eins og þú, maginn höndlaði ekki kaffi vel. En ég bara lét hann höndla það!
Re: Koffín drykkir fyrir utan gos og kaffi, vantar aðstoð!
Sent: Lau 20. Jún 2015 22:32
af siggik
Svo er nú líka selt í apótek og búðum landisns freyði töflur með guarana, kóffín, magnesíum oflr, setur 1-4 töflur útí vatsnbrúsa og sötrar, hollara heldur en sykur drykkirnir og að besta verðinu held ég
Re: Koffín drykkir fyrir utan gos og kaffi, vantar aðstoð!
Sent: Lau 20. Jún 2015 22:33
af intenz
tkp13 skrifaði:intenz skrifaði:Ég var líka eins og þú, maginn höndlaði ekki kaffi vel. En ég bara lét hann höndla það!
Hvernig?
Borðaði áður en ég fékk mér kaffi og drakk mikið af því. Á endanum venst maginn þessu. Byrja bara rólega fyrst.
Re: Koffín drykkir fyrir utan gos og kaffi, vantar aðstoð!
Sent: Lau 20. Jún 2015 22:43
af intenz
tkp13 skrifaði:intenz skrifaði:tkp13 skrifaði:intenz skrifaði:Ég var líka eins og þú, maginn höndlaði ekki kaffi vel. En ég bara lét hann höndla það!
Hvernig?
Borðaði áður en ég fékk mér kaffi og drakk mikið af því. Á endanum venst maginn þessu. Byrja bara rólega fyrst.
Vildi bara að kaffið sem er selt í verslunum hér á landi væri laust við mycotoxin. Það er strax skárra að drekka lífrænt kaffi heldur en kaffi með þessu efni á. Flestallar tegundir með þetta drasl á.
Verður þetta ekki til út frá myglu? Lífrænt er mikið fljótara að mygla og þar með líklegra til að gefa þetta af sér.