
http://www.engadget.com/2015/05/30/inte ... ck-review/

https://www.kickstarter.com/projects/15 ... 9-computer
Nú eru að koma fram full fledged PC tölvur í form-factor sem má líkja helst við USB lykil eða greiðslukort af stærð, "PC on a stick".
Ljóst er að þessi þróun mun aðeins halda áfram, hægt er að búa til örlitlar PC tölvur sem ná að gera allt það helsta í desktop umhverfi sem flestir þurfa. Plugga bara í skjáinn og bang, kominn með bara feykilega fína desktop tölvu.
Svo þegar skoðað er inn í nýja Apple Air þá kemur í ljóst að tölvan sjálf er bara lítið kort. Svo jú auðvitað mobile markaðurinn.
Öll merkin eru komin fram um að við getum vænst öflugra PC tölva í formi "sticks" innan 1-2 ára, og þá tala ég um "stick" sem geta gert alveg heilmikið og koðna ekki undan smá álagi.
Ég velti fyrir mér framtíð PC tölvunnar við þessi umskipti. Ljóst er að markaðshlutdeild hennar á eftir hrynja þegar fólk sér að það getur bara keypt sér $100 stick í stað $1000 atx turnvélar og gefur nærri sama umhverfi og upplifun, svo ég tali nú ekki um sparnað í rafmagni og plássi og snúrum.
Pjúralistarnir auðvitað mótmæla og segja þessi stick ómöguleg, ekki sé hægt að keyra nýjustu leikina á þessu. En fyrir hin 90% eru þessi stick nóg, hin 90% eru ekki að sækjast eftir þessu hraðasta og öflugasta. Þó má segja að mikið af þessum 90% séu nú þegar farin í annað en PC tölvur, enda fáir sem eru með PC tölvur í sínu nærumhverfi lengur, heima og í vinnu.
Eftir situr örsmár markaður fyrir hardcore PC geeka og PC gamera, sem jú vissulega telur í milljónum eða tugmilljónum, en í stóra samhenginu er það örsmár markaður. Stærð markaðar ræður öllu um framþróun, ef þetta er lítill markaður þá verða fjárfestingar litlar og þá sjáum við fram á mjög litla framþróun. Margir munu einfaldlega hætta að horfa á þennan markað.
Mobile markaður sem telur í milljörðum manna mun ætíð hafa forgang í fjárfestingum og framþróun, og við erum komin á það stig að mobile markaðurinn er að fara taka yfir PC markaðinn í næstum heild sinni.
Dauða PC tölvunnar hefur verið spáð margoft, en ég held að vandamálið sé að hingað til hefur ekkert getað leyst hana almennilega af hólmi, fyrir utan jú laptop tölvur. En núna erum við að sjá eitthvað sem getur valdið mikið "disruptioni" í PC geiranum, og það á eftir að hafa áhrif á allt PC ecosystemið.