hfwf skrifaði:urban skrifaði:Kennitala hjá fyrirtækjum er ekkert leyndarmál (og ætti ekki að vera það hjá okkur mannfólkinu heldur)
Annsi mörg fyrirtæki eru einmitt með kennitöluna auglýsta á heimasíðum.
You kid right? auðvita er auðvelt að verða sér út um kennitölur íslendinga en þær eiga ekki að vera opnar eins og fyrirtæki, þetta er líklega það mest heimskasta sem ég hef séð skrifað hér um persónuvernd, og það er bara það fyrsta sem mér datt í hug við lesturinn.
Ef að þú pantar eitthvað einhver staðar, þá gefuru upp kennitöluna þína...
Ef að hún væri leyndarmál þá myndiru væntanlega ekki gera það.
Ætli ég sé ekki búinn að gefa kennitöluna mína upp svona ca 100 sinnum bara á þessu ári, það í síma, samtali og á internetinu.
Þú gætir grafið mína kennitölu upp nokkuð auðveldlega með því að leita örlítið hérna á spjallinu og fara inná nokkrar síður.
Ég bara sé ekki hvernig hún á að vera eitthvað leyndarmál frekar en nafnið þitt.
Ég gef símanúmerið mitt síður upp en kennitöluna.
þar að auki þá geturu andskotann ekkert gert við kennitölu, þar sem að ef að þú gætir það á annað borð, þá væru þær ekki t.d. auðfinnanlegar í þjóðskrá.
Aldrei nokkurn tíman hef ég skilið þessa rosalega hræðslu við kennitölur á þessu landi.