Síða 1 af 1

Álíta Vaktararnir sig sem félagsskíta?

Sent: Mán 29. Nóv 2004 23:19
af ErectuZ
Jæja, þá er komið að því... The moment of truth... Og verið hreinskilnir! :D

Sent: Mán 29. Nóv 2004 23:31
af MezzUp
Hefði viljað eitthvað þarna á milli.

Ég fer sjaldan út á kvöldin(enda ekkert að gerast hérna), en mæti hinsvegar á öll böll(eða bæði þ.e. :P) og gríp annaðhvort í spil eða borðtennisspaða í frímínútum (er reyndar hættur í ping-pong vegna þess að ég sökkaði :))

Sent: Mán 29. Nóv 2004 23:53
af Sveinn
Neineineinei! :P ég fer alltaf(hmm, já held það) út á kveldin, og alltaf á böll(sem ég má fara á :] 14 ára hér). Alltaf með björgunarsveitinni einhverjar ferðir og svona. Þannig nænæ ég er enginn félagsskítur.

Sent: Mán 29. Nóv 2004 23:59
af djjason
Nei ég lít nú ekki á mig sem félagsskít. Var nú frekar virkur í tjúttinu á mínum menntaskóla árum og þegar í var í HR. Hef nú aðeins minnkað það......kanski er það aldurinn.

Annars er maður alltaf að gera eitthvað, hitta fólk, fara í bíó osfrv.

Sent: Þri 30. Nóv 2004 01:14
af hahallur
Ég nenni aldrei á nein böll.
Heng bara í tölvunni.
Hitta flesta mína félaga bara á æfingu.
Enda æfi ég 7 sinnum í viku.

Sent: Þri 30. Nóv 2004 01:14
af gnarr
ég drekk ekki.. gerir það mig ekki sjálfkrafa að félagsskít á íslenskann mælikvarða?

annars mixa ég tónleika c.a. í hverri viku. og á nokkra vini. ásamt því að ég tala við kærustuna mína. :)

Sent: Þri 30. Nóv 2004 12:06
af Stebbi_Johannsson
hahallur skrifaði:Ég nenni aldrei á nein böll.
Heng bara í tölvunni.
Hitta flesta mína félaga bara á æfingu.
Enda æfi ég 7 sinnum í viku.


Af hverju ferðu ekki á böll?

Hvað ertu að æfa?

Sent: Þri 30. Nóv 2004 13:07
af MezzUp
gnarr skrifaði:ég drekk ekki.. gerir það mig ekki sjálfkrafa að félagsskít á íslenskann mælikvarða?

já, nokkurveginn.

nei, segi svona :P

Sent: Þri 30. Nóv 2004 13:40
af viddi
ég er alltaf úti

Sent: Þri 30. Nóv 2004 13:41
af einarsig
ég drekk ekki heldur og finnst fullt fólk vera frekar óspennandi og leiðinlegt þegar mar er edrú...... sem gerir menn eiginlega félagsskíts vegna þess að flestir íslendingar kunna ekki að skemmta sér án áfengis.

Þannig að helsta skemmtun mín er Lan, bíó og að keyra bílinn.

Annars er ég sáttur við að vakna óþunnur alla daga ársins og njóta þess að vera með fjölskyldunni.

Sent: Þri 30. Nóv 2004 13:46
af gumol
félagsskítur = maður sem er ekki félagslyndur

Ég bara veit það ekki, ætli ég sé ekki bara í miðjunni. :roll:

Stebbi_Johannsson skrifaði:Af hverju ferðu ekki á böll?

Ætli honum finnist það nokkuð gaman?

Sent: Þri 30. Nóv 2004 13:48
af MezzUp
einarsig skrifaði:Annars er ég sáttur við að vakna óþunnur alla daga ársins

það á líka við okkur sem að kunnum drekka :) Ég skil ekki þessa sem þamba þar til þeir æla og drepast svo einhversstaðar útí skurði

Sent: Þri 30. Nóv 2004 13:50
af ParaNoiD
ég er mjög heimakær þannig að það gæti flokkast undir að vera félagsskítur

en hinsvegar finnst mér gaman að fá fólk í heimsókn þannig að það kann að breyta þessu eitthvað :)

Sent: Þri 30. Nóv 2004 14:20
af GuðjónR
gnarr skrifaði:ég tala við kærustuna mína. :)

Vá ertu svona opinn og félagslyndur :shock:

Sent: Þri 30. Nóv 2004 14:45
af Icarus
GuðjónR skrifaði:
gnarr skrifaði:ég tala við kærustuna mína. :)

Vá ertu svona opinn og félagslyndur :shock:


hann gnarr kemur ítrekað á óvart :)

Sent: Þri 30. Nóv 2004 14:59
af fallen
i like to sit in a corner and talk to myself

Sent: Þri 30. Nóv 2004 15:03
af Stebbi_Johannsson
gumol skrifaði:félagsskítur = maður sem er ekki félagslyndur

Ég bara veit það ekki, ætli ég sé ekki bara í miðjunni. :roll:


ertu s.s. samasem merkið? :shock:

Sent: Þri 30. Nóv 2004 15:04
af Sup3rfly
Ég er félagsskítur og innipúki. Þó svo að ég fari stundum með nokkrum vinum mínum eitthvað að flippa þá er ég mest bara inni í tölvunni þar sem er hlýtt :D Svo hjálpar ekkert að búa í hálfgerðri sveit.

Sent: Þri 30. Nóv 2004 16:28
af Snorrmund
Sveinn skrifaði:Neineineinei! :P ég fer alltaf(hmm, já held það) út á kveldin, og alltaf á böll(sem ég má fara á :] 14 ára hér). Alltaf með björgunarsveitinni einhverjar ferðir og svona. Þannig nænæ ég er enginn félagsskítur.

eiginlega það sem ég ætlaði að skrifa :)

Sent: Þri 30. Nóv 2004 16:38
af gumol
Stebbi_Johannsson skrifaði:ertu s.s. samasem merkið? :shock:

nei, ég er "er"

Sent: Þri 30. Nóv 2004 17:09
af jericho
Ég stunda ekki samskipti. Mér finnst það óþarfi.

Sent: Þri 30. Nóv 2004 21:13
af ammarolli
neibbs... mætti á böll og í félasgsmiðstöðina =)... og æfi fótbolta... annars er ég innipúki

Sent: Fös 03. Des 2004 19:03
af GoDzMacK
Nei er bara almennt ekkert að gera hérna á mínum aldri(15), annars hitti ég alltaf vini mína í skólanum og það hefur gerst að fari á ball ef það er ekki morandi í gelgjum og hnökkum :D , en fer oft í bíó og svoleiðis.
Ef köttur telst sem vinur þegar ég er inni þá er ég alls ekki félagsskítur heima hjá mér. :lol:
En myndi bara að segja að ég væri í miðjunni. Og svo bjargar það ekkert að ég bý lengst í burtu frá vinum mínum. :(

Sent: Sun 05. Des 2004 00:51
af sikki
ég fer stundum út og klappa kyndunum, þannig ég lít ekki á mig sem félagskít