Aríus.is - Vöruleitarvél
Sent: Fim 16. Apr 2015 15:17
Daginn Vaktarar,
Við, Arnar & Ívar (ekki Grant & Guðmunds!), erum búnir að vera að dunda okkur við að búa til vöruleitarvél síðastliðna mánuði og okkur finnst hún vera orðin tilbúin í beta test, við erum komnir með 20 verslanir eins og er og yfir 25.000 vörur, okkur datt í hug að vaktin væri fullkominn staður til þess að gefa fyrstu aðgangana.
Arius.is nær í vörur frá netverslunum & geymir þær á einum stað, við erum búnir að vera að fylgjast með netverslunum núna í smá tíma og geymum verðin á dögum sem Aríus nær í. Þannig getum við borið saman verðin og búið til þægilega leið til þess að fylgjast með verðbreytingum.
Aðal ástæðan fyrir þessu verkefni hjá okkur var hinsvegar þægilegri leið til þess að t.d. setja saman heila tölvu með pörtum úr hinum ýmsu verslunum. Það kannast ábyggilega flestir hérna inni við það að eyða gríðarlegum tíma í það að skanna íslenskar vefverslanir og reyna að finna besta verðið á öllum vörunum sem maður ætlar sér að versla, með 30+ glugga opna og að reyna að skrifa þetta allt niður hjá sér. Við hentum því í þessa leitarvél ásamt því að gera ykkur kleift að búa til lista. Þar getið þið sett inn vörur sem þið veljið, það er þá hægt að búa til lista sem heitir “Nýja Mulningsvélin” og sett hana alla saman inn á Arius, einnig er hægt að búa til lista og gera hann “public”, sem er þá kjörið fyrir afmælisgjafir, brúðkaupsgjafir eða að hjálpa öðrum að setja upp nýja tölvu.
Síðan geturðu auðveldlega prentað út listann ef þú vilt taka með þér í verslunina (ef þú vilt ekki versla vörurnar á netinu)
Með svona gríðarlegt magn af vörum þá er erfitt að flokka þær vel, þannig að við ákváðum að nota Machine Learning algorithma sem við kennum að þekkja vörur og getur þá flokkað vörur sem annars hefði tekið marga daga að flokka handvirkt. Hann verður síðan betri og betri því sem við kennum honum. Þetta segi ég vegna þess að stundum þá veit hann ekkert hvaða vöru hann er að skanna því við höfum aldrei sagt honum hvað það er, þannig að þið sjáið kannski nokkra brjóstarhaldara sem hann heldur að sé SSD diskur, hver hefur svo sem ekki lent í því að ruglast á því..
Leitarvélin er komin þokkalega langt eins og er, og núna langar okkur að fá álit frá ykkur yfir hvað mætti betur fara. Við höfum opnað fyrir skráningu inn á arius.is fyrir 50 notendur, svo læsist hún aftur. Ef þú hefur áhuga, skelltu þér þá yfir á arius.is og skráðu þig, við værum svo óendanlega þakklátir ef þú gætir látið okkur vita hvað þér finnst, og ef það koma upp vandamál, með því að senda okkur email á mail@arius.is.
Takk allir, bestu kveðjur
Arnar & Ívar.
Við, Arnar & Ívar (ekki Grant & Guðmunds!), erum búnir að vera að dunda okkur við að búa til vöruleitarvél síðastliðna mánuði og okkur finnst hún vera orðin tilbúin í beta test, við erum komnir með 20 verslanir eins og er og yfir 25.000 vörur, okkur datt í hug að vaktin væri fullkominn staður til þess að gefa fyrstu aðgangana.
Arius.is nær í vörur frá netverslunum & geymir þær á einum stað, við erum búnir að vera að fylgjast með netverslunum núna í smá tíma og geymum verðin á dögum sem Aríus nær í. Þannig getum við borið saman verðin og búið til þægilega leið til þess að fylgjast með verðbreytingum.
Aðal ástæðan fyrir þessu verkefni hjá okkur var hinsvegar þægilegri leið til þess að t.d. setja saman heila tölvu með pörtum úr hinum ýmsu verslunum. Það kannast ábyggilega flestir hérna inni við það að eyða gríðarlegum tíma í það að skanna íslenskar vefverslanir og reyna að finna besta verðið á öllum vörunum sem maður ætlar sér að versla, með 30+ glugga opna og að reyna að skrifa þetta allt niður hjá sér. Við hentum því í þessa leitarvél ásamt því að gera ykkur kleift að búa til lista. Þar getið þið sett inn vörur sem þið veljið, það er þá hægt að búa til lista sem heitir “Nýja Mulningsvélin” og sett hana alla saman inn á Arius, einnig er hægt að búa til lista og gera hann “public”, sem er þá kjörið fyrir afmælisgjafir, brúðkaupsgjafir eða að hjálpa öðrum að setja upp nýja tölvu.
Síðan geturðu auðveldlega prentað út listann ef þú vilt taka með þér í verslunina (ef þú vilt ekki versla vörurnar á netinu)
Með svona gríðarlegt magn af vörum þá er erfitt að flokka þær vel, þannig að við ákváðum að nota Machine Learning algorithma sem við kennum að þekkja vörur og getur þá flokkað vörur sem annars hefði tekið marga daga að flokka handvirkt. Hann verður síðan betri og betri því sem við kennum honum. Þetta segi ég vegna þess að stundum þá veit hann ekkert hvaða vöru hann er að skanna því við höfum aldrei sagt honum hvað það er, þannig að þið sjáið kannski nokkra brjóstarhaldara sem hann heldur að sé SSD diskur, hver hefur svo sem ekki lent í því að ruglast á því..
Leitarvélin er komin þokkalega langt eins og er, og núna langar okkur að fá álit frá ykkur yfir hvað mætti betur fara. Við höfum opnað fyrir skráningu inn á arius.is fyrir 50 notendur, svo læsist hún aftur. Ef þú hefur áhuga, skelltu þér þá yfir á arius.is og skráðu þig, við værum svo óendanlega þakklátir ef þú gætir látið okkur vita hvað þér finnst, og ef það koma upp vandamál, með því að senda okkur email á mail@arius.is.
Takk allir, bestu kveðjur
Arnar & Ívar.