Síða 1 af 1
Seðlabúnt?
Sent: Þri 07. Apr 2015 22:43
af Njall_L
Veit einhver hversu mikil upphæð er í seðlabúntum frá bönkunum?
Re: Seðlabúnt?
Sent: Þri 07. Apr 2015 22:48
af HalistaX
Búnt af 500köllum? 1000, 2000, 5000, 10000?
Re: Seðlabúnt?
Sent: Þri 07. Apr 2015 22:51
af Blackened
nokkrar milljónir geri ég ráð fyrir..
Re: Seðlabúnt?
Sent: Þri 07. Apr 2015 22:52
af Njall_L
HalistaX skrifaði:Búnt af 500köllum? 1000, 2000, 5000, 10000?
Já akkúrat, upphæðin í hverju fyrir sig
Re: Seðlabúnt?
Sent: Þri 07. Apr 2015 22:57
af littli-Jake
Ertu semsagt að meina hvaða upphæð er í þessu "standard" búnti sem kemur með þykkum borða utan um?
Re: Seðlabúnt?
Sent: Þri 07. Apr 2015 22:59
af Njall_L
littli-Jake skrifaði:Ertu semsagt að meina hvaða upphæð er í þessu "standard" búnti sem kemur með þykkum borða utan um?
Já bara búntunum sem koma til bankanna frá Seðlabankanum
Re: Seðlabúnt?
Sent: Þri 07. Apr 2015 23:09
af nonesenze
af hverju myndir þú vilja vita það?
Re: Seðlabúnt?
Sent: Þri 07. Apr 2015 23:15
af Njall_L
nonesenze skrifaði:af hverju myndir þú vilja vita það?
Aðallega pælingar um lífið og tilveruna en líka hvort að þetta sé eitthvað sem "venjulegur" maður gæti nálgast fjárhagslega séð
Re: Seðlabúnt?
Sent: Þri 07. Apr 2015 23:18
af lukkuláki
Veit þetta ekki en 200 blöð af A4 er kannski svipað á þykkt?
Ef maður er með 200 stk 500 kalla þá er það 100.000 kr.
200 x 1000 kallar eru þá 200.000
200 x 2000 kallar væru 400.000
200 x 5000 kallar 1.000.000
Re: Seðlabúnt?
Sent: Þri 07. Apr 2015 23:36
af Gislinn
Ef þú ert að tala um svona búnt sem eru innbundin með pappírsborða
(eins og sést hér) þá eru 100 seðlar í einu búnti. Ef þú ert að tala um einn kubb (eins og bankarnir fá oft, og má sjá mynd af
hér) þá eru 100 seðlar í litlu teygjunum og svo 5 svoleiðis hent saman í eina stóra teygju.
Pappírsbúntin eru því
500 kr seðlar -> 50.000 kr
1.000 kr seðlar -> 100.000 kr
2.000 kr seðlar -> 200.000 kr
5.000 kr seðlar -> 500.000 kr
10.000 kr seðlar -> 1.000.000 kr
En kubbarnir eru svo 5 sinnum meiri.
EDIT: Eitt auka núll þarna, sorry guys.
Re: Seðlabúnt?
Sent: Þri 07. Apr 2015 23:39
af Dúlli
Andskotinn, hefði viljað að lukkuláki hafði rétt fyrir sér, hefði reynt að fá mér eitt svona búnt. Dáldið dýrt að vera með 500k búnt heima.
En skil mjög vel Njall_L er að meina, væri ekkert á móti því að eiga eitt svona stk heima. bara upp á lookið.
Re: Seðlabúnt?
Sent: Þri 07. Apr 2015 23:47
af Njall_L
Gislinn skrifaði:Ef þú ert að tala um svona búnt sem eru innbundin með pappírsborða
(eins og sést hér) þá eru 100 seðlar í einu búnti. Ef þú ert að tala um einn kubb (eins og bankarnir fá oft, og má sjá mynd af
hér) þá eru 100 seðlar í litlu teygjunum og svo 5 svoleiðis hent saman í eina stóra teygju.
Pappírsbúntin eru því
500 kr seðlar -> 50.000 kr
1.000 kr seðlar -> 100.000 kr
2.000 kr seðlar -> 200.000 kr
5.000 kr seðlar -> 500.000 kr
10.000 kr seðlar -> 1.000.000 kr
En kubbarnir eru svo 5 sinnum meiri.
EDIT: Eitt auka núll þarna, sorry guys.
SNILLD, þetta er nákvæmlega það sem mig vantaði
Re: Seðlabúnt?
Sent: Mið 08. Apr 2015 12:05
af benediktkr
Myndi maður geta fengið svona bunt i bankanum ef maður tæki ut pening?
Re: Seðlabúnt?
Sent: Mið 08. Apr 2015 12:41
af Gislinn
benediktkr skrifaði:Myndi maður geta fengið svona bunt i bankanum ef maður tæki ut pening?
Þú gætir prufað að spyrja um það, líklegast gætir þú það ef það útibú á svoleiðis búnt. Bankarnir fá oftar kubba sem eru bara innbundnir með teygjum.
Þegar nýjar útprentanir af peningum koma þá hendast peningasafnarar í bankanna og vilja fá miðju seðla úr búntunum fyrir safnið sitt (alveg slétta og glænýja) og óska eftir að peningurinn sé ekki snertur með berum höndum. Það er frekar fyndið.
Re: Seðlabúnt?
Sent: Mið 08. Apr 2015 15:43
af roadwarrior
Það eina sem mér datt í hug þegar ég sá þennan póst
- moneygun.gif (1.95 MiB) Skoðað 1947 sinnum
Re: Seðlabúnt?
Sent: Mið 08. Apr 2015 18:52
af nidur
Hann var kannski að vonast til að vinna víkingalottoið í dag.