Síða 1 af 1

Svar við starfsumsókn

Sent: Fim 26. Mar 2015 18:58
af gillirabbi
Sælir Vaktarar,

Hafið þið einhverja hugmynd um hvenær algengt er að fyrirtæki svari umsóknum varðandi sumarstörf, þ.e. byrji að ráða einstaklinga fyrir sumarið ?
Þá er ég kannski aðallega að líta til stærri fyrirtækja, sem eru vön að ráða á sumrin til afleysinga og þvíumlíkt.


Mbk.
GR

Re: Svar við starfsumsókn

Sent: Fim 26. Mar 2015 19:01
af vesi
Ertu að bíða eftir svari?
Það er ekkert örugt að fyrirtæki svari starfsumsóknum, þó að manni fynnist það sjálfsagt að þau geri það.

bezta sem þú getur gert ef þú ert að bíða eftir svari er að hafa samband og minna á þig,

Re: Svar við starfsumsókn

Sent: Fim 26. Mar 2015 19:09
af machinefart
Mörg fyrirtæki eru þegar búin að ráða sumarstarfsmenn. Ég er með tvö í huga og veit að annað er búið en held hitt sé ekki búið án þess að vera viss.

Re: Svar við starfsumsókn

Sent: Fim 26. Mar 2015 19:16
af Xovius
Þetta er mjög mismunandi eftir fyrirtækjum. Annars hefur alltaf reynst mér best að mæta á staðinn og minna á mig. Tala beint við manneskju í staðinn fyrir e-mail eða álíka.

Re: Svar við starfsumsókn

Sent: Fim 26. Mar 2015 19:25
af gillirabbi
Já, sótti um á hinum ýmsu stöðum í lok febrúar og byrjun mars - hugsa að ég hafi skilað af mér um 10-15 umsóknum.
Þá var ég að sækja um auglýst sumarstörf sem og almennar umsóknir þar sem ég tók fram að ég væri að leitast eftir sumarvinnu. Átti svo sem alveg von á því að fá ekkert svar frá einhverjum þessara fyrirtækja - þá sérstaklega þar sem ég skilaði inn almennri umsókn.

Fékk fyrsta og eina svarið í fyrradag og í framhaldi af því fór ég í starfsviðtal í dag. Get svo sem alveg búist við því að mér verði boðin þessi staða, sem er mjög jákvætt, en um leið þykir mér leiðinlegt að vera þannig búinn að loka fyrir aðra möguleika sem gætu komið í framhaldi af þessu.

Hvernig á maður að minna á sig, án þess að vera of ágengur ? :)

Btw. takk fyrir svörinu!

Re: Svar við starfsumsókn

Sent: Fim 26. Mar 2015 19:32
af vesi
Hvernig á maður að minna á sig, án þess að vera of ágengur ?

Mættu á svæðið og sýndu að þú hafir aðeins meiri áhuga á starfinu/stöðunni en hinir sem gera það ekki. t.d.

Ekki vera smeikur um að biðja um stöðuna á umsókn þinni, Það er líka allt í lagi að segja frá því að þú sért með annað starf í huga ef þetta gangi ekki og það væri gott fyrir alla að ganga frá þessu í tíma, hvort sem það er on eða off.

Getur líka haft samband símleiðis en ef margir eru að sækja um þetta starf þá eru meiri líkur að það sé munað eftir þér ef þú mætir á svæðið.

t.d.

Re: Svar við starfsumsókn

Sent: Fim 26. Mar 2015 19:40
af akarnid
Staðreyndin er því miður sú að íslensk fyrirtæki eru lítið í því að svara umsækjendum. Ef þú fékkst starfið eða ert í lokavali þá er haft samband, en ef ekki þá bara er það silent treatment.

Annars eru flest fyrirtæki í tækniiðnaði búin að græja sumarafleysingar í mars.

Re: Svar við starfsumsókn

Sent: Fim 26. Mar 2015 19:50
af darkppl
hef oft lent í því að mér er hreinlega neytað að tala við verslunarstjóra ef ég er að sækja um og ef ég fæ að tala við þá er bara sagt sæktu bara um á netinu það er pointless fyrir þig að koma hingað...

og það að verslanir svari ekki... mér finst það svo dónalegt að láta manneskju bíða í fleiri vikur/mánuði...

Re: Svar við starfsumsókn

Sent: Fim 26. Mar 2015 19:53
af vesi
darkppl skrifaði:hef oft lent í því að mér er hreinlega neytað að tala við verslunarstjóra ef ég er að sækja um og ef ég fæ að tala við þá er bara sagt sæktu bara um á netinu það er pointless fyrir þig að koma hingað...

og það að verslanir svari ekki... mér finst það svo dónalegt að láta manneskju bíða í fleiri vikur/mánuði...


ok, hef aldrei lent í því að mér sé neitað um að kíkja í kaffi, en líka langt síðan ég sótti um vinnu síðast og hef aldrei unnið í verslun..

Er ekki viss um að ég myndi vilja vinna fyrir fyrirtæki/verslun sem kemur svona fram, nokkuð ljóst að með svoleiðis framkomu ertu einskins virði í þeirra augum.

Re: Svar við starfsumsókn

Sent: Fim 26. Mar 2015 22:56
af gutti
Þegar eg for i viðtal það tok þá 1 hálfan mánuð að fá svar. Auk hringja 1 svo seinna skipti þá búið að ráða frekar léglegt láta ekki vita ef se búið að ráða [-X

Re: Svar við starfsumsókn

Sent: Fim 26. Mar 2015 23:56
af HalistaX
Ég hef sótt um svona 20-30 störf í gegnum tíðina og aðeins örfáum sinnum hef ég fengið svar.

Re: Svar við starfsumsókn

Sent: Fös 27. Mar 2015 11:32
af gillirabbi
Þakka svörin. Þykir leiðinlegt að heyra hversu algengt er að fyrirtæki svari ekki umsóknum en nú verð ég bara að fara að ykkar ráðum og leita svara hjá þeim!