Síða 1 af 1

hvaða hnífasett?

Sent: Lau 21. Mar 2015 12:02
af worghal
Jæja. Þar sem maður er farinn að eyða meiri tíma í eldhúsinu þá sárvantar mig að kaupa gott hnífasett.
Með hverju mæla menn?
Verð allt að 20þús. Þarf ekki að vera svaka fancy :)

Re: hvaða hnífasett?

Sent: Lau 21. Mar 2015 12:41
af Pandemic
Victorinox fæst hjá Líf og List. Skoðaðu bara domana á amazon

Re: hvaða hnífasett?

Sent: Lau 21. Mar 2015 12:57
af kfc
Tékkaðu á Progastro

http://www.progastro.is/category/vorur/ ... i-seki-mc/

Þetta eru topp vörur

Re: hvaða hnífasett?

Sent: Lau 21. Mar 2015 19:31
af methylman
Kannski er rétt fyrir þig að byrja hér ágætis hnífar og þú missir hvorki fingur né stórar peningaupphæðir ;-)
http://www.ikea.is/products/616

Re: hvaða hnífasett?

Sent: Lau 21. Mar 2015 19:38
af lexusinn
Matreiðslumeistari tjáir sig: Hnífasett þarf ekki að vera margir hnífar kanski 3- 4 . Það þarf frekar að vanda valið og þörfina. Hnífurinn þarf að fara vel í hendi notandans. Progastro er með marga góða og þú þarft bara að fara til þeirra og prufaðu með leiðsögn. Þá geturðu keypt frábæra dýra hnífa ( 3-4) í stað þess að kaupa allar stærðir og gerðir af lélegri gæðum fyrir jafnvel meiri pening. Gangi þér vel
P.s. Góður hnífur endist æfina

Re: hvaða hnífasett?

Sent: Sun 22. Mar 2015 02:41
af snaeji
Global G-2 Þessi hnífur er algjör snilld, flýgur í gegnum allt og fer vel í hendi.

Eins og kom fram er algjör vitleysa að kaupa mikið af sæmilegum hnífum, mikið frekar fáa en góða.

Þú getur í raun lifað vel með Chef's, pairing, serrated og boning hnífa sbr. hér.

Re: hvaða hnífasett?

Sent: Sun 22. Mar 2015 03:48
af capteinninn


Mér finnst best að vera bara með 2 góða hnífa, einn stóran til að skera eitthvað af alvöru og svo annan fyrir skurð sem krefst meiri nákvæmni.

Þessi þáttur er rosalega góður annars, viðtal við gaur sem býr til hnífa

Re: hvaða hnífasett?

Sent: Sun 22. Mar 2015 07:04
af DabbiGj
byrjaðu á að versla þér einn góðan kokkahníf sem fer vel í hendi
lærðu svo að stála/brýna hann =)
bættu svo í safnið

Re: hvaða hnífasett?

Sent: Sun 22. Mar 2015 10:45
af worghal
Fráblr svör :)
Ætla að kíkja milli þessara búða í vikunni :happy

Re: hvaða hnífasett?

Sent: Sun 22. Mar 2015 15:04
af Squinchy
wusthof eru með flotta hnífa IMO

Re: hvaða hnífasett?

Sent: Sun 22. Mar 2015 15:44
af Ripparinn
Mac hnífarnir í fastus eru virkilega góðir, eru með Global líka, reyndust mér möög vel í matreiðslunáminu, og á þá enþá í dag og notast við þá dagsdaglega :)

Re: hvaða hnífasett?

Sent: Sun 22. Mar 2015 19:59
af kfc
Ég er sjálfur með Wusthof hífa og er mjög sáttur við það. Er ekki viss um að þú fair þá hér heima.

http://www.wusthof.com/usa/index.jsp

Re: hvaða hnífasett?

Sent: Sun 22. Mar 2015 22:07
af CendenZ
Masahiro eða Mac, any day

Þarft bara 2, einn santoku og einn "chef's knife"
Getur svo notað ódýran brauðhníf og 2 litla grænmetishnífa.

Þá ertu kominn með alveg nóg fyrir foodloverinn,

kv, einn sem er fæddur og uppalinn á veitingahúsum :)

Re: hvaða hnífasett?

Sent: Sun 22. Mar 2015 23:26
af bixer
.

Re: hvaða hnífasett?

Sent: Mán 23. Mar 2015 03:54
af Minuz1
kfc skrifaði:Ég er sjálfur með Wusthof hífa og er mjög sáttur við það. Er ekki viss um að þú fair þá hér heima.

http://www.wusthof.com/usa/index.jsp


Kúnigúnd á laugarvegi eru með þá, ágætis hnífar.