Sælir Vaktarar.
Ég er búinn að vera lenda í því veseni undanfarið að netið er að telja hjá mér þótt það sé slökkt á öllu og ekkert í gangi, en samt er það að telja smá og smá af erlendu niðurhali hjá mér. Er einhver annar að lenda í þessu veseni hjá þeim eða er ég með leka tölvu?
Frekar skítt að það sé að telja inn 108mb þegar ég var ekki með vélina í notkun yfir 2 klst
Ég er búinn að tala við vodafone og þeir báðu mig að taka allt úr sambandi, ég gerði það í 2 og hálfa klst og fékk þetta
14 mb í staðin fyrir 108mb.
Svo var mér boðið að kalla út tæknimann (líklegast með tilheyrandi kostnaði) en þegar ég sagði að ég vildi ekki fá einhvern reikning fyrir einhverju sem er svo öskrandi augljóslega á þeirra enda þá var bara sagt að það væri ekki mögulegt að vita fyrirfram hvort það væri kostnaður eða ekki, en ég myndi fá að vita af því (líklegast þegar reikningurinn væri á leiðinni ....)
Þannig að já, come tomorrow fer ég að tala við Hringdu, einhverjir hérna sem eru með þjónustuna hjá þeim og eru sáttir/ósáttir?
kv, einn nett pirraður á Vodafone
Vesen á vodafone [smá rant]
-
- Kóngur
- Póstar: 4273
- Skráði sig: Mán 07. Júl 2008 23:32
- Reputation: 67
- Staða: Ótengdur
Re: Vesen á vodafone [smá rant]
Lenti lika i þessu nokrum árum siðan, ég var ekki heima i tvær vikur, en samt var búið að telja nokkur gb hjá mér, færði mig annað eftir það.
Re: Vesen á vodafone [smá rant]
Lennti í þessu hjá vodafone fyrir um 2 mánuðum. er í vinnuni um miðjan mánuð og fæ e-mail að ég sé kominn yfir gagnamagnið. Mjög skrítið þar sem venjuleg notkun hjá mér er um 60 gb á mánuði var kominn í 100 gb þarna. Fer heim og kemst að því að bara þann dag sem ég fékk emailið væri ég búinn að downloada 60 gb. Semsagt meðan það var slökkt á tölvunni minni og ég í vinnuni þá áttu að hafa downloadast 60 gb.
Leið og það var komið yfir 100 gb þá kom sjálfvirkt augagagnamagn 10 gb. Ég endaði í 135 gb þennan mánuðinn. semsagt þurft að borga fyrir 3x aukagagnamagn.
Sem betur fer komust þeir að því að þetta væri bara bull en samt þurfti ég að borga fyrir þessa 3 aukagagnamagns-pakka en svo mánuðinn eftir þurfti ég bara að borga um 500 kr til að jafna þetta út. Mjög spes samt að láta mig borga fyrir þetta þótt ég fengi afslátt mánuðinn eftir.
Leið og það var komið yfir 100 gb þá kom sjálfvirkt augagagnamagn 10 gb. Ég endaði í 135 gb þennan mánuðinn. semsagt þurft að borga fyrir 3x aukagagnamagn.
Sem betur fer komust þeir að því að þetta væri bara bull en samt þurfti ég að borga fyrir þessa 3 aukagagnamagns-pakka en svo mánuðinn eftir þurfti ég bara að borga um 500 kr til að jafna þetta út. Mjög spes samt að láta mig borga fyrir þetta þótt ég fengi afslátt mánuðinn eftir.
Re: Vesen á vodafone [smá rant]
Já... ég er allavegana ekki sáttur, ætla að fara í Hringdu á morgun, þetta er bara tóm steypa....
-Need more computer stuff-
Re: Vesen á vodafone [smá rant]
Hahaha nei, ekki svo slæmt ég treysti þeim álíka langt og ég get kastað þeim
-Need more computer stuff-
Re: Vesen á vodafone [smá rant]
Ég lenti í svo miklu veseni með Hringdu að Comcast fengi minnimáttarkennd.
Ég myndi ef ég væri þú slökkva á wifinu á routerinum og taka allar tölvurnar úr sambandi við hann yfir eina nótt (eða bara 3 klst).
Og ef að þú sérð einhverja hreyfingu á mið klukkutímanum þá segjiru þeim einfaldlega að senda tæknimann og afsökunarbeiðni með einhverri sárabót.
Ég myndi ef ég væri þú slökkva á wifinu á routerinum og taka allar tölvurnar úr sambandi við hann yfir eina nótt (eða bara 3 klst).
Og ef að þú sérð einhverja hreyfingu á mið klukkutímanum þá segjiru þeim einfaldlega að senda tæknimann og afsökunarbeiðni með einhverri sárabót.
-
- Of mikill frítími
- Póstar: 1725
- Skráði sig: Sun 12. Sep 2004 16:02
- Reputation: 20
- Staða: Ótengdur
Re: Vesen á vodafone [smá rant]
Lenti í þessu líka hjá Vodafone fyrir nokkrum árum.
Lenti líka í því að einhverjum 3-4 mán eftir að ég hætti viðskiptum við þá byrjaði ég aftur að fá reikninga, þeir neituðu að taka þetta út og sögðust ekki sjá neina uppsögn og það var ekki fyrr en ég var búinn að biðja þá um reikningayfirlit yfir síðustu 6 mánuði svona 3x að þeir gerðu það og sáu að ég hafði ekki verið rukkaður í nokkra mánuði þarna einhverja mánuði á undan.
Þá var komin einhver lögfræðiinnheimta og þeir þurftu að éta þann kostnað, reyndu samt fyrst að koma honum á mig en ég sagði að það væri bara ekki möguleiki á að ég væri að fara að borga fyrir þeirra mistök og fór að hóta lögfræðing og slíku og þá hættu þeir að reyna að eltast við mig.
Algert skítabatterí, ljúga að viðskiptavinum trekk í trekk, leka viðkvæmum gögnum útaf handónýtum öryggisstöðlum og ljúga svo um það osfrv. skil ekkert í fólki að stunda viðskipti við þá þegar það eru svo margir aðrir aðilar á markaðnum.
Prófaðu að slökkva á routernum bara hjá þér yfir nótt og sjáðu hvort það komi einhver talning, ef svo er þá er villan hjá Vodafone.
Ef það kemur engin talning myndi ég bara prófa að breyta pw á wifi hjá þér og jafnvel resetta routerinn til að fá tiltekt í Mac addressunum. Þannig geturðu séð græjurnar sem eru að fara á netið og getur kannski rakið hvar notkunin er með því að henda einhverju talningaforriti á tölvurnar hjá þér.
Tæknimaður á staðnum er ekki að fara að gera neitt nema mögulega skipta um router hjá þér eða breyta þessu wifi pw. Ég myndi ekki fá hann til þín svo þú fáir ekki kostnað á þig.
Ég er hjá Hringdu sjálfur með ljósleiðara og er mjög ánægður, það dettur stundum eitthvað smá niður og þeir hafa aðeins hækkað verðin en ég hef ekki ennþá séð mig knúinn til að prófa eitthvað annað. Ég hef heyrt frábæra hluti um Hringiðuna en ég hef ekki ennþá prófað hjá þeim.
Lenti líka í því að einhverjum 3-4 mán eftir að ég hætti viðskiptum við þá byrjaði ég aftur að fá reikninga, þeir neituðu að taka þetta út og sögðust ekki sjá neina uppsögn og það var ekki fyrr en ég var búinn að biðja þá um reikningayfirlit yfir síðustu 6 mánuði svona 3x að þeir gerðu það og sáu að ég hafði ekki verið rukkaður í nokkra mánuði þarna einhverja mánuði á undan.
Þá var komin einhver lögfræðiinnheimta og þeir þurftu að éta þann kostnað, reyndu samt fyrst að koma honum á mig en ég sagði að það væri bara ekki möguleiki á að ég væri að fara að borga fyrir þeirra mistök og fór að hóta lögfræðing og slíku og þá hættu þeir að reyna að eltast við mig.
Algert skítabatterí, ljúga að viðskiptavinum trekk í trekk, leka viðkvæmum gögnum útaf handónýtum öryggisstöðlum og ljúga svo um það osfrv. skil ekkert í fólki að stunda viðskipti við þá þegar það eru svo margir aðrir aðilar á markaðnum.
Prófaðu að slökkva á routernum bara hjá þér yfir nótt og sjáðu hvort það komi einhver talning, ef svo er þá er villan hjá Vodafone.
Ef það kemur engin talning myndi ég bara prófa að breyta pw á wifi hjá þér og jafnvel resetta routerinn til að fá tiltekt í Mac addressunum. Þannig geturðu séð græjurnar sem eru að fara á netið og getur kannski rakið hvar notkunin er með því að henda einhverju talningaforriti á tölvurnar hjá þér.
Tæknimaður á staðnum er ekki að fara að gera neitt nema mögulega skipta um router hjá þér eða breyta þessu wifi pw. Ég myndi ekki fá hann til þín svo þú fáir ekki kostnað á þig.
Ég er hjá Hringdu sjálfur með ljósleiðara og er mjög ánægður, það dettur stundum eitthvað smá niður og þeir hafa aðeins hækkað verðin en ég hef ekki ennþá séð mig knúinn til að prófa eitthvað annað. Ég hef heyrt frábæra hluti um Hringiðuna en ég hef ekki ennþá prófað hjá þeim.