Er "samúðarsamur" orð?
Sent: Fös 20. Feb 2015 18:32
Ég googlaði það og það kom bara upp ein leit, sem dregur upp efasemd hvað varðar gildi þess.
rapport skrifaði:Samúðarfullur er orð...
GönguHrólfur skrifaði:rapport skrifaði:Samúðarfullur er orð...
Já en mér finnst fullur gefa í skyn um ákveðna ýkt.
Ef maður er samúðarFULLUR, að þá virðist það í rituðu máli eins og að sá sem um er að ræða sé virkilega fullur af samúð.
Er maður alltaf FULLUR af samúð þegar að maður sýnir samúð?
Að sýna samúð á ekki alltaf að þýða það, heldur getur það líka borið í sér að maður sé einfaldlega að sýna þeim sem á það skilið, virðingu sína.
Þar mundi samúðarsamur passa betur.
GönguHrólfur skrifaði:rapport skrifaði:Samúðarfullur er orð...
Já en mér finnst fullur gefa í skyn um ákveðna ýkt.
Ef maður er samúðarFULLUR, að þá virðist það í rituðu máli eins og að sá sem um er að ræða sé virkilega fullur af samúð.
Er maður alltaf FULLUR af samúð þegar að maður sýnir samúð?
Að sýna samúð á ekki alltaf að þýða það, heldur getur það líka borið í sér að maður sé einfaldlega að sýna þeim sem á það skilið, virðingu sína.
Þar mundi samúðarsamur passa betur.
vorkunnlátur, hluttekningarfullur, samúðarfullur:
samúðarfullur, skilningsríkur:
hakkarin skrifaði:Ef að þetta er orð að þá er það allavega mjög heimskulegt orð.